Morgunblaðið - 01.09.1965, Blaðsíða 26
26
MúRGUNBLAÐIÐ
Miðviltudapur 1. sept. 1965
Það var eins fott fyrir tug þrautarmennina að vera vel búna er leið á keppnina í gær. F.v. Valbjöm Þorláksson, Kjart
an Guðjónsson, Erlendur Valdimarsson og Ólafur Guðmundss on.
Valbjörn náði 7004 stigum í tug-
þraut - bezt í ár á Norðurlöndum
Kulcfli og strekkingur kom í
veg fyrir nýtt ísl. met
I GÆRKVÓLDI lauk tugþraut-
arkeppni Meistaramótsins á
Laugardalsv ellinum. Valbjörn
Þorlá ksson KR varð Islands-
meistari, hlaut 7004 stig. Er það
hans bezti árangur í sumar og
jafnframt bezti árangur á Norð-
urlöndum, nokkru betri en þá er
Valbjörn varð Norðurlandameist
Ensku
knuttspyrnnn
3. UMFíIRí) ensku deildarkeppn-
innar fór fram sl. laugardag og
urðu úrslit leikja þessi:
1. deild
Aston Villa — Leicester 2-2
Burnley — Arsenal 2-2
Fulham — Chelsea 0-3
Liverpool — Blackburn frestað
Northampton - Manchester U. 1-1
N. Forest — W.B.A. 3-2
Sheffield W. — Newcastle 1-0
Stoke — Everton 1-1
Sunderland — Sheffield U. 4-1
West Ham — Leeds 2-1
Xottenham — Blackpool 4-0
2. deild
Bury — Derby 4-1
Charlton — Ipswich 2-0
Crystal Palace — Leyton O. 2-1
Huddersfield - Middlesbrough 6-0
Manchester City - Bristol City 2-2
Norwich — Cardiff 3-2
Plymouth — Bolton 1-3
Preston — Birmingham 3-3
Rotherham — Coventry 1-1
Southampton — Portsmouth 2-2
Wolverhampton — Carlisle - 3-0
Bikarkeppni deildarliðanna hélt
áfram í Skotlandi og urðu úrslit
ieikja m. a. þessi:
Celtic — Dundee U. 3-0
Dundee — Motherwell 1-2
Rangers — Hearts 1-0
Kilmarnock — St. Johnstone 3-0
Morton — St. Mirren 0-1
I 1. deild er N. Forest efst með
5 stig, en í 2. deild Huddersfield
efst með 6 stig.
ari á dögunum, en það skortir
161 stig á íslandsmetið sem Val-
björn á.
Vonir stóðu til nýs mets
Er keppni síðari dags hófst
í gær voru skilyrði mjög góð,
logn og sæmilega hlýtt. Valbjörn
náði þá ágætum árangri í grinda
hlaupinu og í kringlukastnu og
stóðu vonir því til að honum
tækist að bæta me't sitt.
í stangarstökkinu tókst honum
heldur illa upp og fór „aðeins“
4.15 en felldi 4.30 — og var þó
mjög nærri því að fara yfir í
síðustu tilraun.
NÆSTKOMANDI laugardag, 4.
sept., kl. 2 e.h., fer fram AFREKS
KEPPNI FLUGFÉLAGS ÍS-
LANDS, á golfvelli. Golfklúbbs
Ness, Seltjamarnesi. Þar munu
leiða saman hesta sína golfmeist
arar frá öllum golfklúbbum lands
ins, sem boðið er til keppni þess-
arar. Þeir munu leika 18 holur
í höggleik og má búast við mjög
spennandi keppni meðal þessara
kylfinga.
Þátttakendur.
Hverjum keppenda verða
veitt verðlaun fyrir þátttöku auk
sigurverðlauna þeim er vinnur
keppnina. Þeir sem orðið hafa
fyrir valinu og áunnið sér rétt
glöggt með það hvort hann næði
metinu og þar sem og tók að
kólna mjög og hvessa nokkuð
þegar 1500 m hlaupið hófst var
það vonlaust.
Valbjörn gerði samt heiðar-
lega tilraun, en þoldi ekki byrj-
unarhraðann og fékk lakari tíma
í 1500 m hlaupinu en efni stóðu
til. Samt tókst honum að ná 7004
stigum og er það prýðisgóður
árangur.
A Keppni um 2. sætið
Mikil keppni var á milli
þeirra Kjartans Guðjónssonar og
Ólafs Guðmundssonar. Ólafur
var stigahærri eftir fyrri dag, en
í tveim fyrstu greinum í gær
náði Kjartan góðu forskoti. Þeir
urðu svo jafnir í stangarsötkk-
inu og svo til jafnir í spjótkasti
1500 m gátu ráðið úrslitum.
Ólafur náði þar langbeztum
til keppninnar sem mun héðan
í frá fara fram á hverju hausti,
eru þessir: Frá Reykjavík Ólafur
Ág. ólafsson, fyrrverandi íslands
meistari og Reykjavíkurmeistari;
frá Nesklúbbnum Óiafur Bjarld,
fyrrverandi ReykjavíkurmeistarL
frá Keflavíkurklúbbnum, Þor-
björn Kjærbo, hinn nýbakaði
meistari Suðurnesja; frá Vest-
mannaeyja, Leifur Ársælsson,
einn fremsti kylfingur Vest-
mannaeyjaklúbbsins og frá Akur
eyri Hafliði Guðmundsson fyrrv.
Akureyrarmeistari og um langt
árabil einn fremsti kylfingur
landsins.
Kylfingarnir leika allir í einni
tíma keppenda, en Kjartan var
vel á verði og tryggði annað
sætið örugglega með vel út-
fáerðu hlaupi.
Ólafur setti persónulegt met,
en Kjartan náði sínum lang-
bezta árangri í sumar.
Afrek Valbjarnar í einstökum
greinum urðu þessi: 100 m
11.1, langst. 6.67, kúluv. 12.51,
hást. 1.75, 400 m hl. 51.2 —
110 m grhl. 15.1, kringluk. 39.04,
st.st. 4.15, spjótkast 58.05 og 1500
m hl. 5:07.6 Samtals stig 7004.
Kjartan Guðjónsson varð ann-
ar með 6524 stig. Ólafur Guð-
mundsson þriðji með 6434 stig og
4. Erlendur Valdimarsson með
5518 og er það góður árangur
því þetta er í fyrsta sinn sem
Erlendur reynir sig í tugþraut.
Keppni í 10 km hlaupi var
aflýst. Aðeins Kristleifur Guð-
björnsson mætti til keppni.
sveit, og munu golfunnendur
vafalaust hafa gaman af að koma
og fylgjast með þessum fremstu
kylfingum í spennandi keppni. ís
landsmeistarinn Magnús Guð-
mundsson gat ekki komið til
keppnirmar.
Flugfélagið gefur skjöld.
Flugfélag íslands hefur gefið
skjöldinn, sem nafn sigurvegara
mun grafið á hvert ár, og mun
geymdur í klúbbhúsi Golfklúbbs
Ness. Þetta er einstætt tækifærj
fyrir alla sem hafa gaman af
golfi að koma og sjá afreksmenn
ina ieika saman á laugardaginn
í einni sveit.
Daginn eftir, sunnudag, verður
svo haldin opin keppni fyrir alla
kylfinga á Nesvellinum og hefst
kl. 2 e.h.
Keppt um
„nafniausa
bikarinn"
NÝLEGA íór fram hjá Golf-
klúbbi Akureyrar keppni um
„Nafnlausa bikarinn". Hefur
lengi verið keppt um þann bik-
ar hjá G. A., en bikarinn gaf á
sínum tíma Helgi Skúlason.
Gefandi setti strax þá reglu
að hver sá er ekki væri mættur
til keppninnar 15 mín. fyrir aug
lýst upphaf hennar, fengi ekki
að vera með. Gætti hann þess
sjálfur árum saman að þeirri
reglu væri haldið og urðu nokkr-
ir menn af þátttöku í keppninni
vegna seinagangs. En þessi regla
kenndi mönnum líka að • mæta
réttstundis — og nú t. d. mætti
enginn of seint.
Áð þessu sinni sigraði Jakob
Gíslason. Hann er nú kominn á
sextugsaldur og leikur enn mjög
vel. Fyrr á árum var Jakob i
fremstu röð kylfinga á Akur-
Jakob Gíslason,
eyri, jáfnframt því sem hann var
einn bezti knattspyrnumaður
Akureyrar, sem og synir hans
urðu síðar.
Jakob sigraði nú í þessari 13
holu keppni á 80 höggum (40 -f-
40) (en par á vellinum er 37 I
hring).
2. í keppninni varð Jóhann
Guðmundsson með 86 högg.
Mikill golfáhugi er nú á Akur-
eyri. Má t. d. geta þess að margir
af kappliðsmönnum Akureyrar 1
1. deild í knattspyrnu stunda nú
golfæfingar regulega.
4 met ■
sama hlaupi
HINN 25 ára gamli hlaupagarp-
ur Ken.ya, Keino að nafini, sem
á dlögiunuim setti heimsanet í 3000
m hllaupL h'ljóp í gær nærri
beiimsmeti Jazys hins frainska á
míluvegalenigd. Hljóp Keino á
3.54.2 sem er aðeiins 6/10 úr sek-
úmidu fré Iheimsmeti Jazys.
Fjórir keppendauna í þessu
mílu'hlauipi í London Mupu undiir
4 mínútuim, Odiozil Téfkkósló-
valkiu 3:55.6 Alan Simpson Eng-
land 3:55.7 og Jurgiem May A-
Þýzikaflandi á 3:56.0. Allt eru þefeta
ný meit í viðkomandi löindiuim.
KR-b vonn
Þór 2-0
EINN leikur bikarkeppni KSÍ
fór fram s.i. laugardag á Mela-
vellinum. Mættust þá b-lið KR
og Þór frá Vestmannaeyjum. KR
vann með 2—0. Áður hafði
Þróttur slegið hitt Vestmanna-
eyjaliðið Týr, úr keppninni um
bikarinn.
A Kuldi og strekkingur
Var nú farið að standa
Golfmeistarar af ollu land-
inu keppa hjá Golfkl. Ness
Keppnin verður á laugardag