Morgunblaðið - 05.09.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.09.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 5. sept. 1965 PATRICK QUENTIN: GRUNSAMLEG ATVIK — Gott og vel, Ninon de Len- clos! Þá tók Gino eftir mér og brosið á honum breikkaði. Hæ, drengur minn! Sjáum, hver er kominn heim aftur. Hvernig hafa Parísarhnáturnar farið með þig? — Já, það var einhver stúlka, sagði mamma. — Ég veit það alveg. Veslings Nikki er alveg úrvinda af söknuði. Nítján ára, hvað heldurðu! Hvílíkur aldur! Náðu í kápuna mína, Gino .... chinchillakápuna .... Nikki, komdu með handritið! Ég er með allar mögulegar hugdettur viðvíkjandi breytingum á því. Ef við eigum að geta gert eitt- hvað úr þessari mynd, verður Ronnie að fara að hefjast handa. Og hann hefur ekki nema gott af því. Ekkert er verra en að hengja hausinn. Alveg afleitt! Og mamma masaði og fjasaði, þveitti sjálfri sér og okkur í all- ar áttir. Brátt vorum við kom- in af stað niður stigann, arm í arm. Mamma ætlaði að búa sig vel undir jarðarförina. — M, Gino, vertu ekki í búningnum þínum. Þú mátt alls ekki vera bílstjóri. I>ú varst vin- ur hinnar látnu. Pam er farin út að kaupa eitthvað á sjálfa sig og svört föt handa honum Nikka. Ég mundi eftir því á síð- ustu stundu, Nikki minn. Svörtu fötin, sem þú fékkst þegar hann Silbermann dó hjá Wamer- bræðrum, var með fellingar í buxunum, var það ekki. Felling- ar eru alveg ófærar .... löngu komnar úr móð. — En þú sjálf? spurði ég. — Ég? Mamma yppti öxlum. —Æ, ég veit ekki. Eitthvað al- veg látlaust. Ég finn eitthvað til að fara í. Þetta þýddi sama sem, að hún hafði verið að gera einhverri fínni saumakonu helvíti heitt, síðustu dagana. — Við vorum nú komin aft- ur að gullfiskabúrinu. Mamma hljóp til hennar og faðmaði hana að sér. — Góðan daginn, elskan. Hef- ur nokkuð hringt? — Nei, nei. Enginn. Bara fólk .... ef blaðamenn eru þá fólk. Mamma benti mér til sín. — Lukka, þetta er hann elsku Nikki minn. Nikki minn, ég veit að þú verður hrifinn af henni Lukku. Hún er alveg himnesk stúlka. Ég fann hana hjá MGM í áhaldadeildinni, þar sem hún var að festa gljáperlur á rassinn á hesti. Nú er hún farin að eiga hér heima. Hún er dásamleg. Svo skemmtileg! Ekkert lík þess ari hundleiðinlegu Bernice. Hjartað í mér tók að síga. Svo að þetta var þá ekki bara einn einkaritarinn í viðbót við allar hinar frá ráðningastofunni. Þessi hræðilega, alvitra Rauð- kolla var þá eitt skotið hennar mömmu í viðbót. Mamma var fullglögg á karlmenn, en á kven fólk var hún alveg fráleit, þótt þar væri Fam vitanlega undan- tekning. 5 Nú var mamma að leggja handlegginn um mittið á rauð-- kollinn. — Sérðu ekki, Nikki, hvað hún er guðdómleg? Hún klappaði Lukku á handlegginn. — Elskan, þú verður að vera alveg sérstaklega sæt við hann Nikka veslinginn. Hann er eitt- hvað svo. leiður núna. Það er auðvitað eftir eitthvert ævin- týri frá París. — Mamma! greip ég fram í, reiður og feiminn í senn. En mamma bara dró okkur tvö betur saman, með kunnáttu- brosi. — Blessuð böm, ég verð bara að þjóta til hans Ronnie ves- lingsins, en skemmtið þið ykkur saman á meðan. Farið þið í tennis eða eitthvað. Það er eng- in meining, að ritarar séu að þræla allan daginn. Hún krækti í handlegginn á mér og dró mig út á dyraþrep- in, sem voru yfirbyggð. Gino var þegar kominn upp í Benz- bílinn. Hann var líka að láni. Bíleigendur höfðu víst samt á- lit á mömmu og húseigendur. BARNAÆVINTÝRIÐ oc^ m ÞAÐ var einu sinni lítill köttur, ósköp skelfing lítill' köttur, og þessvegna var hann auðvitað kallaður Litlikisi. Litlikisi var svo lítill, að jafnvel mýsnar sýndust stærri en hann, enda hafði það komið fyrir, oftar en einu sinni, að einhver alvörukötturinn hafði verið næstum búinn að grípa Litlakisa og éta hann, bara af því, að honum sýndist hann vera ofur- lítil mýsla. Sjálfur gat Litlikisi auðvitað ekki veitt neinar mýs. Hann varð að láta sér nægja mjólkina, sem sett var á gólfið handa honum og svo molana, sem fleygt var í hann. Það var þessvegna engin furða þó að Litlikisi væri næstum alltaf í vondu skapi. Mestallan daginn sat hann og kúrði í einhverjum krókn- um, þar sem enginn gat stigið ofan á hann, og þaðan sá hann, hvernig hinir kettlingarnir léku sér og ærsl- uðust. — Hvenær verð ég stærri? spurði hann mömmu sína. — Á morgun, svaraði mamma hans. — Á rnorgun verðurðu áreið- anlega orðinn stór. — Hvenær verð ég stærri? spurði hann mömmu sína. — Á morgun, svaraði mamma hans. — Á morgun verð- urðu áreiðanlega orðinn stór. — En hvorki Litlikisi né mamma hans trúðu þessu al- mennilega lengur og Lithkisi varð æ þyngri í skapinu. Loks- yóncir Þennan bíl átti einhver leikari, sem starfaði í bili í Englandi. — Æ, það er dásamlegt að hafa fengið þig heim . . hrein- asta unun. Elskan mín, þig lang- ar vonandi ekki neitt í alvöru að fara til Parísar aftur ,er það? — Já, en mamma .... —Já, ég veit það, að þér finnst eins og það sé á hinum enda jarðar, en þú verður al- veg hissa á, hvað þér gengur vel að verða heimavanur aftur. Við' skulum finna eitthvað skemmti- legt handa þér að hafast að heima. Þessi ágætis Dans- og Skylmingaskóli, aftur, kannski? En vertu nú góða barnið á með- an og leiktu þér við hana Lukku. Hún á svo bágt eins og allir munaðarleysingjar. En hún er svo hugrökk. Hún steig upp í bílinn og veif- aði meðan Gino var að aka af stað. Ég gekk aftur inn í forsal- inn og sauð í mér vonzkan. Munaðarleysinginn hugrakki var að snúa símasnúrunni um fing- ur sér og sendi mér sannkallað háspennubros. — Eigum við að koma í tenn- is? sagði hún. — Er Pam komin aftur? spurði ég. — Nei, ekki enn. — Hvar er Hans frændi? — Niðri við sundpollinn. Þetta var nægilegt fyrir mig til þess að sléppa. Ég sneri u ér við, en hún lagði hönd á arm mér. — Ætlarðu ekki að leika þér við mig, einsog hún mamma þín sagði þér? — Ég gretti mig. — Já, ég veit þetta alveg. Það er auðvitað litla ævintýrið þitt. En hvað sem. því líður, þá er ég nú hérna og þó að það sé leiðinlegt að vera að benda þér á það, þá finnst mér það misskilningur af þér að athuga mig ekki nánar. Ég er afskap- lega hressandi og skemmtileg. Þú verður alveg steinhissa á sumu, sem ég get gert. Og svo tók hún nokkur eggj- andi, suður-amerísk dansspor. — Viltu sjá þetta. Eri það er nú það minnsta. Ég get gefið gullfiskum betur en nokkur ann ar. Ég get sett gljáperlur á hest- rassa. En það er hún mamma þín nú búin að segja þér. Ég get .... Hún þagnaði og brá- hárin — sem voru löng, en þó ekki eins og á mömmu — sigu niður fyrir grænu augvm. — Já, hvað annað get ég gert? Ég get sagt sögur, þar sem minnsta orðið getur rótað upp sálinni í þér. Þegar ég leit á hana, greip nokkurn hluta huga míns — en þó ekki nema lítinn — þessi gamalþekkta „rauðkollutilfinn- ing“, en það gerði ekki annað en magna reiði mína. Hvað sem það kostaði, skyldi ég forðast þessa beitu, sem mamma var að leggja fyrir mig, og vera sem kaldastur og virðulegastur. — Jæja? sagði hún. Stattu ekki þarna eins og bjáni! Viltu ekki láta róta upp í sálinni í þér? Ég geri það nú ekki við hvaða strák sem er. Ég vil, að þú vitir það. Þetta er alveg sér- stök viðhöfn við þig, af því að ég tilbið móður þína, og er reiðu búin að tilbiðja þig líka, eins og systir, og yfirleitt af því að ég segi ekki leyndamál mín neinum nema gullfiskunum, þá ætla ég að verða hringlandi bandvitlaus og éta fótinn á sjálfri mér. Hún setti upp eymd- arsvip. — Það vildirðu vonandi ekki láta mig gera. Þú vildir ekki láta ritarann hennar mörnmu þinnar éta af sér fót- inn? Hún var aftur farin að brosa. Ég hefði bara viljað ’óska, að þetta bros hefði ekki verið al- veg svona smitandi. Hálftregur svaraði ég: — Jæja, rótaðu þá upp í sálinni í mér! — Jæja, gettu þá með hverju ég ætla að gera það? Það er hin fagra, nýlátna Norma Del- aney og hrapið hennar. — Ég hafði vonað, að það yrði bara eitthvað annað en það. — Já, hvað er með það? Síminn hringdi. Lukka Schmidt horfði enn á mig und- an löngu augnahárunum meðan hún greip símann og sönglaði eitthvað í hann með sinni hljóm fögru rödd, sem var svo uppgerð arleg. — Halló, halló? .... Já, góð- an daginn, Los Angeles Times ., Nei, nei! Það er hún ekki .... Ekkert að fyrirgefa .... Gerið þér svo vel! Hún lagði símann aftur. — Já, hélt hún áfram. —. Svona gekk það til. Kvöldið sem Norma datt, var mamma þín heima hérna í ró og næði að borða kvöldmatinn ásamt mér og Pam, Hans frænda og Gino. Með ekkert lánað þjón- ustufólk, af því að það átti frí þetta kvöld. Ef einhver, til dæmis lögreglustjórinn færi að spyrja um það, þá var þéim sagt að segja að svona hefði það ver- ið. — Nú, hvað um það? spurði ég. Lukka Schmidt varð tvíræð á svipinn. — Ég er tvíræð á svip- inn, sagði hún. — Æ, í guðs bænum, haltu áfram sögunni. — Þetta var betra. Ég get séð, að sálin í þér er farin áð rótast dálítið upp. Vertu rólegur með- an ég held sögunni áfram. Kvöldið, sem Norma datt, var hún mamma þín alls ekki . að borða heima hjá sér, í ró og næði, ásamt okkur hinum. Ég var sjálf að borða heima í ró og næði og alein, en öll hin voru að borða hjá Ronald Light og Normu Delaney. Ég gleymdi því alveg, að hún var Lukka Schmidt og ein af plágum heims. Ég gleymdi öllu nema upprótinu í sál minni, sem var nú komið á hástig. — Ronald Light hringdi þá um kvöldið, hélt hún áfram. — Ég tók sjálf símann. Ég hler- aði auðvitað ekki, vegna þess, hvað ég er heiðarlegur einkarit- ari einkaritarans. En rétt um klukkan sex hrúguðust þau öll inn í bílinn og rétt áður en þau 'hrúguðust, sveif mamma þín að mér eins og einhver skrautleg- ur Paradisarfugl kleip mig í kinnina og sagði: — Heyrðu elskan, ef einhverjar. sérlegar hringingar skyldu koma í kvöld þá verðum við hjá Ronnie allt kvöldið. Og svo, um klukkan ellefu komu þau öll streymandi heim. Ég var í herberginu og var að lesa eina perlu heims- bókmenntanna, roér til sálubót- ar, en ég heyrði til þeirra. Og svo næsta morgun var það, að mamma þín — ó, hvað ég til- bið hana! — kleip mig aftur og sagði: — Elsku Bernice — því að hún ruglar mér alltaf saman við einhverja aðra — mundu, að ég og þú og -Pam og Hans frændi og Gino, borð- uðum í ró og næði heima hjá okkur í gærkvöldi, og hreyfð- um okkur ekki að heiman. Þú manst þetta! Og ég sagði: —. Já, ungfrú Rood, ég man það al- veg út í æsar. Og hún faðmaði mig að sér, öll ilmandi af Joy, og sagði: — Æ, góða, kallaðu mig bara Anny! ins var hann farinn að gráta. Sat aleinn úti í króknum sínum og grét. — Hversvegna ertu að vola? spurði einhver. Litlikisi leit kringum sig og varð hræddur, þegar hann sá mús, sem var þarna rétt hjá honum. En músargreyið var í rauninni svo vingjarnleg á svipinn, og áður en hann vissi af því sjálfur hafði hann sagt músinni alla sína eigin sorgar- sögu. — Hm! sagði músin. — Fólkið hefur ketti til að verja sig gegn okkur. Nú fáum við tækifæri til að ná í kött, áem getur varið okkur fyrir mannfólkinu. Heldurðu ekki, að þú vildir koma til okkar og verða húsköttur heima hjá f jölskyld- unni minni? Þannig gerðist það, að Litlikisi varð húsköttur hjá mús- unum. í hvert sinn sem mýsnar þurftu að fara upp í búrið til að sækja sér mat, fór litlikisi fyrst upp til að aðgæta, hvort ekki væru þar menn eða kettir. Þegar hann hafði orðið þess fullviss, að enginn var í búrinu, kallaði hann á mýsnar og þegar mýsnar höfðu sótt nóg af mat, borðaði hann með þeim í hlýju músarholunni. Og á eftir las hann músaafi upphátt ævintýri fyrir börn barnabarnabarna sinna, en Litlikisi lá malandi í kjöltu hennar músaömmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.