Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAOID Föstudagur 5. nóv. 1965 Sigurður Jónasson 1 DAG er hér til moldar borinn minn gamli vinur og bekkjarbróð ir, Sigurður Jónasson forstjóri, er um langt skeið var einn af at- fcvæðamestu framkvæmdamönn- um þessarar borgar og segja má um, með fullum rétti, að sett hafi „svip á bæinn“ um tugi ára. Sigurður kenndi þess sjúk- dóms er varð banamein hans í ágústmánuði í sumar. Fór hann þá utan til lækninga í Finsen- stofnuninni í Kaupmannahöfn en sjúkdómurinn mun hafa verið kominn á það stig að ekki varð við hann ráðið og í Finsensstofn uninni andaðist Sigurður fimmtu daginn 28. október sl. Sigurður Jónasson var hún- vetnskur 1 föðurætt en að móð- urkyni sunnlezkur. Hann vax fæddur í Lækjarbæ í Miðfirði 19. ágúst 1896 og var því nýlega orðinn 69 ára er hann lézt. For- eldrar hans Voru þau hjónin Jónas Jónasson bóndi á Lækjar- bæ og á Hnúki, síðar kaupmað- ur um skeið í Bolungarvik og hér í Reykjavík, pg Sigurborg Geirmundsdóttir bónda í Gröf í Hrunamannahreppi. Sigurður varð stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík vorið 1916. Um haustið hélt hann til Kaupmanna hafnar, lauk þar prófi í for- spjallsvísindum vorið 1917 og stundaði jafnframt laganám þar við háskólann árin 1916-18 er hann hvarf aftur heim. Hann hélt laganáminu áfram við há- skólann hér og lauk lögfræði- prófi vorið 1923. Á háskólaárum sinum starf- aði Sigurður jafnframt náminu, sem blaðamaður við Alþýðublað ið árin 1919-20 og á árunum 1923-25 stundaði hann málfærslu störf í Reykjavík. Hann starfaði við Landsverzlun íslands á ár- unum 1920-25 og við Tóbaksverzl un íslands árin 1926-31, sem full- trúi þar, en 1. janúar 1932 varð hann forstjóri þess fyrirtækis og gengdi því óslitið til 1. júlí , 1947. Hann var jafnframt for- etjóri Raftækjaverzlunar íslands h.f. frá 1930 til 1935 og síðan forstjóri Raftækjaein-kasölu ríkis ims til ársins 1936. Á árunum 1944-45 stofnaði Sigurður hluta- félögin Orku og Olíuhöfn og árið 1946 varð hann forstjóri Olíu- félagsins h.f. og gengdi því starfi til ársloka 1951. Á árunum 1952- 54 stundaði hann ýms viðskipta- störf, var meðal annars starfs- maður utanríkisráðuneytisins og í Varnarmálanefnd sat hann frá 1. janúar 1955 til 1. október sama ár, er hann gerðist aft-ur forstjóri Tóbakseinkasölu ríkisins. Af því starfi lét hann 1. júní 1961, er Tóbakseinkasalan var sameinuð Áfengiseinkasölu ríkisins'. Sigurður var bæjarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1928-34 og síðar varafulltrúi um skeið, sat í Niðurjöfnunarnefnd Reykja- vikur 1928-34 og 1941, í raforku- xnálanefnd 1931-32 og milliþinga- nefnd í raforkumálum 1942. >á vaa- hann fulltrúi rí-kisstjórnar- innar við samningagerð-'Um lán- töku og efniskaup til Sogsvirkj- unarinnar 1934 í Stokkhólmi. Auk þessa fór Sigurður margar ferðir til útlanda á vegum þess opinbera m.a. til Norður-Ame- ríku fyrir Fiskimála-nefnd. Hann fór og mörgum sinnum víða um lönd og álfur í einkaerindum og mu-n hafa verið víðförlari flest- um íslendingu-m. Þegar Sigurður lét af forstjórastarfi við Tóbaks- einkasöluna snéri hann sér að by gginga f ramkvæ md-u m hér í borg og gekk að því, sem öðru er hann tók sér fyrir hendur xneð stórhug og dugnaði. Af því, sem hér hefur verið greint frá hinum mörgu og fjöl- þættu störfum Sigurðar Jónas- sonar, má sjá hversu mikils tnausts hann hefur notið hjá i'áðamönnum þjóðarinnar allt frá því er hann rúmlega tvítugur hóf starf sitt við Landsverzlun- ina, enda var hann flestum þeim kostum búinn, sem nauðsynleg- ir eru hverjum athafnamanni til farsælla afreka. Hann var frá- bær starfsmaður, stórhuga en jafnframt gætinn og hagsýnn, hugkvæmur, þróttmikill og ósérhlífinn, fljótur að átta sig á hinum erfiðustu viðfangsefnum og gerði sér far um að kynnast til hlítar öllum þei-m málum sem hann hafði til úrlausnar. Hann var og stórtækur maður þegar því var að skipta, svo sem er hann keypti Geysi úr hen-di er- lends eiganda og gaf hann ríkinu, og Bessastaði, sem hann gerði miklar umbætur á og gaf síðan ríkinu til forsetabústaðar. Fundum okkar Sigurðar bar fyrst saman haustið 1913, er við urðum samskipa frá ísafirði til Reykjavíkur og settumst báðir í 4. bekk Menntaskólans. Þessi hávaxni og svipmikli jafnaldri minn vakti þegar athygli mína, og þannig var það u-m hann alla tíð, að eftir honum var tekið hvar sem hann fór. Þessi fyrstu kynni okkar Sigurðar leiddu síð- ar til góðrar og traustrar vináttu, sem aldrei bar skugga á enda þótt okkur bæri stundum margt á milli, einkum í stjórnmálum, enda varSigurður trölltryggur og einlægur vinur vina sinna. Sig- urður var maður skapmikill og engin sérstakur skapdeildarmað- ur á yngri árum. Þá var ærið róstusamt hér í stjórnmálaheim- inum og barizt oftar í návígi og af meiri höfku en nú tíðkast. Sigurður tók mikinn þátt í þess- ari baráttu og stóð jafnan þar, sem átökin voru hvað hörðust og virtist Kunna því vel. En óskaddaður komst hann frá þeim hildarleik. Síðar, þegar aldu-r færðist yfir hann var áhugi hans á þjóðmálum, að vísu, sá sami og áður, en af-staða hans til þeirra mótaðist nú af jafnvægi hugans og rólegri yfirvegun hins lífsreynda manns. Eins og flestir víðsýnir gáfu- menn átti Sigurður mörg hugðar efni. Hann las mikið um hin margvíslegustu efni, en einkum þó erlendar bækur og tímarit um fjármála- og hagfræðileg efni, enda hafði hann aflað sér stað- góðrar þekkingar á þessum mál- um. Hann fylgdist einnig mjög vel með hinum fjölmörgu tækni- legu nýjungum, sem fram hafa komið í heiminum á síðari ár- um og var einkar hugleikið að við hagnýttum þær eftir því sem við væri komið. En þó að hann væri umsvifamikill fjármála- og framkvæmdamaður, þá hneigðist hugur hans mjög, einkum á síðari árum, að dulrænum efnum og kynnti hann sér þau mál svo vel sem kostur var á bæði hér heima og erlendis. Sigurður var mjög vinsæll með al skólabræðra sinna og annara þeirra sem höfðu af honum veru- leg. kynni ,enda var hann skemmtilegur viðræðu, bjó yfir góðri kímnigáfu og kunni vel að segja frá. Veit ég að við vinir hans allir og kunningjar söknum hans úr okkar hópi, því að jafn- an var gott að blanda við hann geði. Sigurður kvæntist aldrei, en móðir hans, er dó háöldruð fyrir fáum árum, sá umheimili hansr Systir hans, Helga, er gift kona, búsett í Bandaríkjunum. Og nú er skilnaðarstundin runnin upp. Ég mun ávalt minn- ast þessa gamla og góða vinar mins með þakklæti fyrir þær mörgu ánægjustundir er við átt- um saman á veraldargöngunni um meira en hálfrar aldar skeið. Sigurður Grímsson. SIGURÐUR Jónasson, forstjóri, er til moldar borinn í dag. Hann var mikill persónuleiki, sem setti svip á Reykjavík í fjóra ára- tugi. Við Sigurður Jónasson fædd- umst í sama hreppi, eh kynni tókust ekki með okkur fyrr en 1942, þegar ég keypti af honum hús það, sem ég bý í enn, en hann hafði hafið byggingu á. Sigurður Jónasson kom til Reykjavíkur á unga aldri og eins og margir aðrir sveitadrengir brauzt hann til mennta við lítil efni. Hann varð fljótlegg hug- fanginn af jafnaðarstefnunni og stundaði um skeið blaðamennsku við Alþýðublaðið ásamt námi. Hefur hann áreiðanlega gert það í sjálfboðaliðsvinnu. Sigurður var all-áberandi maður í Alþýðu- flokknum um árabil, en átti ekki samleið með flokknum, þegar fram liðu stundir._ Um skeið starfaði hann í Framsóknar- flokknum og gekkst m.a. fyrir stofnun Prentsmiðjunnar Eddu. Sigurður var athafnamaður mikill og fljótlega eftir að hann lauk námi stofnaði hann Tóbaks- verzlun íslands og gerðist fram- kvæmdastjóri hennar. Hann stofnaði einnig Raftækjaverzlun íslands og fleiri fyrirtæki. Skömmu eftir að é'g kynntist Sigurði gerðist hann forstjóri Oliufélagsins og var það áreið- anlega hans verk, hve vegur þess varð mikill. Sigurður Jónasson fór sínar eigin götur og var ekki gefið um þegar valdamenn Olíu- félagsins gripu fram fyrir hendur hans og var því fljótur til að segja starfi sínu lausu. Forstjóri Tóbaksverzlunar ríkisins var Sig- urður Jónasson um' skeið og rak það fyrirtæki með miklum mynd- arbrag sem það væri hans eigið, og mætti það vera öðrum til fyr- irmyndar. Árið 1945 urðum við Sigurður Jónasson ferðafélagar til Banda- ríkjanna í herflugvél. Bjuggum við nokkrar vikur saman á hóteli og kynntist ég Sigurði þá náið. Sígurður Jónasson. Ég held að Sigurður Jonasson hafi verið einstæðingur- og sam- tíðarmenn hans ekki fengið af honum rétta mynd. 'Hann var mikill athafna- og fjármálamað- ur og gekk að hverju starfi af lífi og sál. Af mörgum var hann talinn eiginhagsmunamaður, en ekki má gleyma, að hann keypti Bessastaði og gaf sem aðsetur ríkisstjóra og síðar forseta. Hann keypti einnig Geysi og gaf rík- inu. Erfitt er að sjá hverjir eigin- hagsmunir hafa ráðið þessum at- höfnum hans. Sigurður' Jónasson var góður vinur vina sinna og er mér kunnugt um að hann hjálp- aði mörgum ,sem í erfiðleikum áttu, en var ekki um það gefið að láta þess getið. Sigurður Jónasson eyddi mest- um hluta ævi sinnar til að vinna fyrir aðra, en þau fyrirtæki rak hann sem væru þau hans eigin. Hans er fyrst og fremsrt minnzt sem mikils athafnamanns, en Sig- urður Jónasson var einnig mikill hugsjónamaður. Samstarfsmenn hans í stjórnmálunum kunnu ekki að meta hann rétt, vegna þess að hann var svo langt á undan sinni samtíð. Um leið og ég kveð góðan vin, votta ég aðstandendum hana samúð mína. Sigfús Bjarnason. Asgeir Júlíusson — Minning KVÖLDSTUND fyrir rúmu ári — eða var það meir? — sátum við og hlustuðum á Vetrarferð þeirra Mullers og Schuberts. Við lásum textann saman, heyrðum tónana, — þér dvaldist lengst við síð- asta kvæðið í flokknum, en ég varð þér enn einu sinni skuld- ugur. Þetta verður nú ekki end- urtekið, eins og áformað var. I þjóðfélagi vísitalna og meðal- tala er þeim vandrötuð leið sem lenda utan punktaþyrpinganna. Að vera frábrugðinn fjöldanum er því aðeins leyfilegt, að menn komist upp með það. En þá má lundin ekki vera of viðkvæm, sál in of stór, eða áhugamálin of mörg og fjölbreytt. Þá dugir ekki að gjalda mótgjörð með blómum. Þín ævi var of stutt finnst okkur vinum þinum. En skyldu margir okkar hafa markað dýpri og varanlegri spor? Getur þessi bókmenntaþjóð oftar gefið út bók, sem er ljót hið ytra? Er lengur hægt að klæða nokkra vöru í ósnyrtilegar umbúðir nema bíða tjón af, eða birta illa gerða auglýsingu? Slík viðfangsefni voru þitt brauðstrit. í tómstundum þinum var þér ekki nóg að njóta sjálfur þess sem vel var gert og fagurt. Þú nauzt þess helzt með því að hjálpa öðrum til hlutdeildar með þér. Gat það þá farið eftir at- vikum hvort þú tókst þér fyrir hendur að kynna tónlist heims- ins fyrir heilum kaupstað, eða að þú vildir hlúa að einmana sál. Hér á margur ógoldinn greiða. Nú hefur þú farið þína vetr- arferð Ásgeir minn. Við hinir munum snúa sveifinni á lýru- kassanum um sinn. Af viðkynn- ingunni við þig höfum við feng- ið þann sjóð á diskinn litla, að við komumst vel af þótt ekkert bætist við. Sveinn S. Einarsson. VINARKVEÐJA Elskulegi vinur. Nú þegar að hinni þungbæru kveðjustund er komið hlaðast minningarnar upp hver á fætur annari. Ég minnist okkar fyrstu kynna þegar við vorum báðir við nám við Tón- listarskólann í Reykjavík. Þau kynni urðu að órjúfandi vináttu, sem hefir staðið óslitið í rúmlega 30 ár. Þú varst svo óvenjulega vel gerður á sál og líkama — gáfur þínar- voru víðfeðmar og öll framkoma þín svo aðlaðandi að hreinasta unun var að vera í návist þinni. Listrænt eðli var svo fjölbreytt að það var sama um hvaða listgrein var talað, alls staðar varstu heima. Hinar fjöl- mörgu bókaskreytingar, sem þú gerðir, bera listrænum gáfum þínum fagurt vitni. Og þær mörgu bækur sem þú áendir mér og fjölskyldu minni með falleg- um áritunum frá þér, geymi ég eins og dýrgripi meðan líf endist. Kýmnigáfa þín var frábær, sjald an eða aldrei hefi ég heyrt aðra eins frásagnargáfu þar sem veru- leikinn og fantasían runnu út í eitt, blandað þessari hárfínu kýmni, sem þér var svo eigin- leg. Þú stofnaðir Tónlistarfélag Hafnarfjarðar ásamt öðrum ágætismönnum og varst formað- ur þess með miklum sóma í mörg ár. Músikin átti ríkan þátt í þér og varstu slíkur tilfinninga- og kunnáttumaður á því sviði að alltaf var hægt að treysta dóm- um þínum þar. Þér var meira til lista lagt en það sem þegar hefir verið upptalið. Skákmaður varstu með afbrigðum góður, einnig þar hafðirðu aflað þér hinnar mestu menntunar sem þeir þekktu bezt, sem við þig glímdu í þeirri skemmtilegu íþrótt. Já, vinur, en svo varstu svo óendanlega miklu meira en þetta allt, þú varst persónan Ás- geir Júlíusson. Rögnvaldur Sigurjónsson. M É R varð ekki svefnsamt þá nótt, eftir að ég hafði fengið að vita, að Ásgeir Júl. væri sofn- aður sínum hinzta svefni. Og mér segir svo hugur um, að örlög svo góðs drengs eigi eftir að halda fyrir mér vöku. Þeim mun erfiðara var mér að skilja, að honum væri lífið horfið, sem mér .þótti hann ávallt gæddur meira lífi en flestir aðrir menn. Minningarnar sóttu á huga minn og fyrst um hina síðustu fundi. Ávallt var viðmótið hið sama, ljúft og hlýtt, en þó alltaf nýtt. Mér varð hugsað til þess, hve það væri í rauninni undarlegt, að jafnoft og við hittumst, þá skyldu það ávallt verða fagn- aðarfundir. Skiptust þó á skin og skúrir í lífi hans, en bjartar minningar eftirlét hann mér ein- ar. Fyrir það verð ég honum þakklátur alla ævi. Ásgeir var með afbrigðum vin- sæll maður og vinmargur. Hríf- andi glaðværð hans, bros og hlát- ur mun verða ríkjandi í minn- ingu hans, þegar sorgin víkur fyrir lækningamætti tímans. Ásgeir Júlíusson fæddist í Reykjavík 7. desember 1915. Foreldrar hans voru Ingunn Magnúsdóttir, sem látin er fyrir mörgum árum, og Júlíus Sveins- son, trésmiður, sem lifir sinn elzta son. Ásgeir var miklum og fjölbreyttum hæfileikum Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.