Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. des. 1965 Úrslit kosninganna komu á óvart í París — Sjónvarpið nýr og mikilvægur þáttur Viðtal við Einar Benediktsson MBL. hringdi í gær til Einars Benediktssonar, sem starfar hjá Efnahags- og framfara- stofnuninni í París, og spurði hann um andrúmsloftíð í Parísarborg vegna forseta kosninganna í Frakklandi og úrslita þeirra. — >að hefur verið mikiU spenningur hér vegna kosn- inganna, enda var nú meiri þátttaka en nokkru sinni fyrr í kosningum, eða 85%. Ég var úti í bíl með krakkana á kosningadaginn, og var að reyna að fylgjast svolítið með. Það var geysimikil umferð í kringum kosningastaðina all- an daginn þrátt fyrir ógurlegt illviðri, sem var um allt Frakk land. En í gærkvöldi var mannfátt í miðborginni. Allír voru komnir inn til að horfa á sjónvarpið, sem veitti mjög góða þjónustu. Frá kl. 9 og til kl. 3 um nóttina var sjón- varpað tölum frá öllum borg- um landsins og sérfræðingar sjónvarpsins greindu frá sínu áliti á þeim. f>etta var ákaf- lega spennandi talning. Síðan byrjaði sjónvarpið aftur í morgun. En ég hefi verið bundinn á fundi allan daginn' og ekki getað fylgzt með. — Ég held a'ð það hafi kom- ið fólki hér. í París töluvert á óvart, að de Gaulle skyldi ekki hafa meiri yfirburði í kosningunum. Að vísu hafa farið fram skoðanakannanir áð undanförnu, sem upplýst hafa að fylgi forsetans hafi far ið minnkandi. Þó vöktu úrslit- in mikla furðu. Það er að vísu takmarkáð, hvað ég hefi hitt margt fólk. En ég held að al- mennt hafi menn það á til- finningunni, áð ef de GauIIe gefur kost á sér og kosið verð- ur milli hans og næsta manns, Mitterrand, þá komi það betur út fyrir forsetann. 1 innanrikisráðuneytinu fransk a er stór kosningatafla, sem úrsiit kosninganna eru skráð á. Hér er verið að búa töfluna út, til að taka við kosningatölum. í þessum nýafstö'ðnu kosn- ingum hefur það gerzt, að kommúnistar, sem áður fylgdu de Gaulle, hafa hú kosið sósíalistann Mitterand. Einnig hefúr fylgi færzt af forsetanum yfir á mfðflokka- manninn Lecanuet. Ef aðeins tveir efstu mennirnir keppa í endulteknum kosningum, de Gaulle og Mitterand, er talið að þessi atkvæði skili sér til de Gaulle og þetta komi öðru vísi út fyrir hann. í sambandi við þessar kosn- ingar þykir eitt sérstaklega at- hyglisvert og þáð er þáttur sjónvarpsins, sem er alveg nýr liður í kosningabaráttunni í Frakklandi. Á síðustu tveimur vikunum fyrir kosningar voru hverjum frambjóðanda úthlut aðir 2 klukkutímar í sjón- varpi. Hvernig þeir tóku sig út? Þeir voru mjög misjafnir. Sagt er að Lecanuet hafi feng ið mikið fylgi fyrir sinn „sjón varpssjarma". De Gaulle kem- ur vel fjrrir og hefur alitaf sitt aðdráttarafl. En við sam- anburð við hina tvo ungu keppinauta sína, Mitterand og Lecanuet, kemur vel í ljós að hann er orðinn gamall. Með Einar Benediktsson tilkomu sjónvarpsins í kosn- ingum tekur almenningur meiri þátt í kosningabarátt- unni. Það getur verið fram- bjóðendum til mikils gagns eða öfugt að þurfa að koma þannig fram í sjónvarpi. — Ekki er enn vitað hvað de Gaulle gerir og það verður mjög spennandi að iylgjast með því hvernig hinir bregð- ast við í sambandi við endur- tekningu á kosningunum, sagði Einar Benediktsson að lokum. dfærð á Norður- og Austurlandi Reynt að aðstoða bifreiðir til Akureyrar i dag MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Hjörleif Ólafsson hjá Vegagerð ríkisins og spurð- íst fyrir færðina á vegum lands ins. Hjörleifur sagði, að á aðalveg- um á Suðurlandi mætti færðin heita góð, og allt austur að Vík í Mýrdal, en þaðan væri svo ekki fært nema stórum bífreið um og jeppum. Sama gilti um vegina á Vesturlandi, færð væri góð um Hvalfjörð, Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali, en mjög færi að þyngjast færð, þegar kæmi á Holtavörðuheiði. Þó væri fært stórum bifreiðum alveg að Blönduósi. Á Vest- fjörðum væri mjög svipað og verið hefði, en í dag yrði reynt að aðstoða bifreiðar til Hólma- vikur og um Dalina, ef þörf krefði. Hjörleifur sagði enn fremur, að þegar kæmi í Langadal væri þar ófært öllum bifreiðum, einn ig um Öxnadalsheiði og alveg til Akureyrar. Yrði reynt að að- stoða bifreiðir á þeirri leið í dag ef veður leyfði. Innan Eyjafjarð ar væri mjög þungfært og vart fært öðrum bifreiðum, en fram hjólatrukkum. Á Austurlandi hefði færð spillzt og væri þar alls staðar fært nema á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða. Snjóþyngsli á Akureyri Akuryeri, 5. des. HÉR hefur verið mikil snjókoma síðan á sunnudagsmorgun, þar til síðdegis í dag að upp stytti, en herti frost. Snjórinn hefur fallið í logni, þannig að hann er jafn- fallinn, og er 60 — 70 sm. djúp- ur til jafnaðar. Götur bæjarins urðu flestar ófærar Iitlum bíl- um, en í dag hefur verið reynt að skafa helztu umferðargötur. Vegir í nágrenni Akureyrar eru allir ófærir öðrum en sterkustu trukkum, og hafa þeir verið not- aðir til mjólkurflutninga. Mjólk hefur borizt úr flestum e'ða öllum sveitum á þennan hátt. Samið við mat- sveina sl. nótt SAMNINGAR tókust nm kl. 1 i nótt milli Félags matreiðshi- manna og Skipaútgerðar ríkis íns, en á miðnætti aðfaranótt mánudags hófst verkfall mat- sveina hjá fyrirtækiinu. Samningar voru undirrítað- ir með fyrírvara um samþykki félagsfundar og framkvæmda nefndar Vinnuveitendasam- bands fslands. Fundur í Fé- lagi mutreið.slumanna verður haldinn ki. 2 í dag. Ekki kom til þess, að neitt af skipum Ríkisskips stöðvaðist vegna verkfallsins, en Esja á að hulda úr höfn í kvöM sam- kvæmt áætlun, svo ekki mátti tæpam standa. Verkfallið uáði tH fjögurra matsveina á Esju og Heklu. f 5. TÖLUB.LAÐI Ingólfs, blaði Framsóknarmanna í Reykjanes- kjördæmi, er grein sem heitir Vegaskatturinn, þar sem sagt er að samgöngumálaráðherra hafi svikið loforð við Vatnsleysu- strandarmenn. Við Vatnslfiysustrandartoúar teljum að Reykjanesbrautin hefði átt að liggja með fram byggðinni er hinn nýi vegur var lagður ,og hefur það komið í Ijós eftir að brautin var tekin í notk- un, að erfiðleikar hafa skapast hjá okkur við það að vegurinn liggur svo fjarri. En hvað viðvík- ur loforðum þeim sem samgöngu málaráðherra gaf hreppsibúum, og n.ú eru komin í framkvætmd, hefur hann staðið við fulikom- lega. Ýmsir annmarkar hafa kom ið í ijós við framkvæmdina, en ráðherra hefur sýr»t góðan vilja til að leysa vandann. Þetta vildi ég Xáta koma fram, því þótt við höfum ekiki verið sammála út af lagningu hinnar nýju brautar, þá tel ég sjátfsagt að það rétta komi í Ijós og ráð- herra sé ekki borinn röngum sök um. Það er íbúum Vatns-leysu- strandarhrepps ekki til góðs að málin séu rangtúlkuð, eins og gert hefur verið í fyrrnefndu blaði. Pétur G. Jónsson, oddviti. f GÆR var komið hægviðri lægðin fyrir vestan land vaídt vestan lands, en norðan áttin því, að hiti fari upp fyrir óðum að ganga niður á Aust- frostmark í dag víðast hvar urlandi. á Suður- og Vesturlandi. Gert er ráð fyrir að smá- Sáríus stranda&i á EHiÖaárvogi IMádist út á flóði í gær AÐFARANÓTT mánudags gerí- ist það, að togarinn Sirius RE 16, eign útgerðarfyrirtækisins Jupi- ter og Mars, slitnaði upp, þar sem hann lá við dufl i Viðeyjar- sundi, og hefur legið siðan í haust. Rak hann inn í Elliðaár- vog, og strandaði þar við Gufu- neshöfða. f gærdag kom björgunarskipið Goðanes á vettvang, og tókst því að draga togarann út á flóði um •kL 15.30. Var hann síðan dreg- inn í höfn og liggur nú við Ing- Ófært til Raufarhafnar Verksmiðjan hefur brætt 316 þúsund mál sildar Raufarhöfn, 6. desember. ÓFÆ.RT er hér allsstaðar frá bænum, néma til Kópaskers, þar sem flugvöliíurinn er, en þangað er sæmileg færð. Fremur lítill snjór er í bænum sjálfum — um 30 cm. jafnfaLlin snjór hylur göt- ur hans og næsta nágrenni, en hann mun auðveldlega taka af í hlákuveðri. Aftur á móti er mun meiri snjór inn til heiða. Lokið var við að bræða í dag, og hefur nú verið brædd hér 316 þús. mál, en þar af rúm 90 þús. i þessari síðustu lotu. Við gerum o.kkur þó vonir um að fá meira fyrir áramót, enda þótt það hafi aldrei komið fyrir áður að brætt hafi verið hér alveg fram í des- ember. — Einar. ólfsgarð. Að því er Gunnar Felixson, fulltrúi hjá Tryggingar miðstöðinni, en þar er togarinn tryggður, tjáði Mbl. í gær, naun ekki hafa komið leki að sflcipinu. og ek.ki var í gær vitað um nein- ar skemmdir á þvi, en nánari rannsókn á eftir að fara fram. Jólabazar INiem- endasambands Kvennaskólans EINS og oft áður, heldur Nem- endasamband Kvennaskólcins 1 Reykjavík bazar til ágóða 'fyrir starfsemi sína. Að þessu sinni verður hann sunnudaginn 12. des. kl. 2 e.h. í Kvennaskólanum. Til þess að góður árangur nááit, er náuðsynlegt, að sem flestar af eldri og yngri nemendum skólana leggi eibthvað af mörkum. Bazarar sambandsins hafa ætíð haft á boðstól'um fallega og ódýra muni og væntir Nemendasam-. samibandið þess, að svo verði einnig að þessu sinnl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.