Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 3
'WCjudagur 7. des. 1965
MORCU N BLAÐIÐ
3
4
ÞAÐ er skammt stórra högga
á milli hjá Sigurði Benedikts-
syni uppboðshaldara. Fyrir
skömmu hélt hann uppboð á
sjaldséðum og merkilegum
bókum. í dag kl. 5 býður hann
upp listmuni ýmis konar og
suma harla merkilega.
Þar á meðal er indverskt
Buddhahóf, listasmíð frá 18.
öld, 65 cm. hátt og útflúrað
úr fílubeini. Þarna eru einn-
ig tvær persneskar gólfábreið
ur, handsleginn málmdiskur,
lagður gulli með níu samsett-
um myndum úr svörtum
marmara, lapís og agötum,
h^nn mesti kjörgripur. Þar
gefur líka að líta mandarína
skorinn úr harðviðarrót með
smelltum silfursnúrum, kín-
, versk smíði, borðsilfur fyrir
Sigurður Bencdiktsson hjá uppboðsmununum.
Listmunauppboð í
húskjallaranum
sex manns, alls 33 hlutir úr
dönsku silfri, og borð og tveir
stólar, gömul smíði kínversk
Svertingjadrengurinn
með gapandi drekahausum. 1
Fréttamaður Mbl. átti sam-
tal við Sigurð í Þjóðleikhús-
kjallaranum. Sagði hann að
hlutirnir væru sitt úr hverri
áttinni og misjafnir að gæðum
eins og gengur.
— Það safnast í svona upp-
boð einu sinni á ári, segir Sig-
urður og nú eru að koma jól
og ég vil fara að ljúka þessu
af. Fólk er að koma með þessa
hluti allt fram á síðustu stund.
Það virðist ekki skilja að ég
þarf að hafa þá handa á milli,
til þess að gaumgæfa þá og
meta. Hlutir eru nefnilega
eins og fólk. Þeir verka mis-
jafnlega á uppboðshaldarann.
Sumir eru góðir, mjög góðir
og selja sig sjálfir. Öðrum
fylgir kvöð, einhver þungi og
verð sem eigendurnir vilja fá
fyrir þá á ekkert skylt við
raunveruleikann. Fólki er vel
komið að koma með góða
hluti, en það verða að vera
góðir hlutir.
Fréttamaðurinn hafði einn-
Ig tal af frú Irmu Weile Jóns-
son, sem á nokkra hluti á
þessu uppboði. Frú Irma sagði
m.a.:
— Hér á ég til dæmis gamla
útflúraða vínflösku er stóð í
hálfa öld á heimili Jóns Sig-
Frú Irma Weile Jónsson á
einnig á þessu uppboði stórt
líkan af svertingjadreng. Er
það handunninn gripur frá
Feneyjum frá 188. öld og var
Silfurbor ðbúnaður.
urðssonar forseta í Kaup-
mannahöfn, en þá bjó í íbúð-
inni frú Jóhanna Gartner,
dótturdóttir hins fræga danska
málara Gartner, sem var góð-
ur vinur Thorvaldsens.
fyrrum í eigu Maríu Barkale
leikkonu.
Frú Irma tekur það fram,
að það fé, sem inn kemur fyr-
ir listmuni sína renni óskert
til góð'gerðarstarfsemi.
Síldarflutningar hafa
gengiö skínandi vel
- en lengri reynslu þörf til að sjá
hvort þeir séu arðbærir
MORGUNBLAÐIÐ átti í gær tal
við Jónas Jónsson, framkvæmda
stjóra Sildar- og fiskimjölsverk-
smiðjunnar h.f. og spurðist
fyrir um, hvernig síldarflutning-
nr fyrirtækisins hefðu gengið í
sumar.
Jónas sagði, að fyrirtækið hefði
Ikeypt tankskipið Síldina, og hefði
|það komið til landsins í ágúst-
inánuði í sumar. Flutningarnir
hefðu gengið skínandi vel í öll-
um aðalatriðum og gefið tækni-
lega séð góða raun.
Síldin hefði þegar flutt til
Reykjavíkur 185 þúsund mál í
10 ferðum, en skipið ber alls
um 20 þúsund mál. Nú væri ver-
ið að taka síld í 11. ferðina og
væri ætlunin að fylla skipið.
Jónas sagði, að sildin væri
orðin mun lélegra hráefni en
sumarsíldin og því ekki eins hag
kvæmt að vinna hana. Frá sjón
armiði þjóðarheildarinnar væru
síldarflutningarnir nauðsynlegir
og í því sambandi mætti minna
á, að mikill hluti aflans, sem
Síldin hefur flutt, hefði ekki
veiðzt annars. Síldin hefði m.a.
flutt tvo farma frá Jan Mayen
0o sparað þannig veiðiskipunum
langar og tímafrekar siglingar.
Jónas sagði, að það væri aftur
á móti annað mál, hvort síldar-
flutningarnir væru arðbærir
fyrir fyrirtækið. Um það væri
ekki unnt að segja ennþá. Lengri
reynslu væri þörf til að skera
úr því.
Akranesi, 6. desember.
ELZTI núlifandi Akurnesingur-
inn, Sigurður Jörundsson á Mel-
stað, 99 ára að aldri, varð fyrir
því óhappi að hrasa í stiga heima
hjá sér fyrir nokkru.
Var hann fluttur í sjúkrahúsið,
þar sem hann er nú. Við fallið
sprakk beinfð í vinstra upphand-
legg hans. •— Oddur.
Ráðstefna um sjávarút-
veg, fiskiðnað í Keflavík
SAMBAND ungra sjálfstæðis-
manna og F.U.S. í Keflavík
efnir til ráðstefnu um Sjávar-
útveg og fiskiðnað í Keflavík
í kvöild í Aðalveri kl. 20.30.
_ Þar munu flytja ræðúr
Árni Grétar Finnsson, form.
S.U.S., sem mun verða um
gildi sjávarútvegsins fyrir
þjóðfélagið, Guðmundur H.
Garðarsson, viðskiptafræðing-
ur, sem mun ræða um nýj-
ungar í fiskiðnaði og markaðs
möguleika og Jón Sæmunds-
son útgerðarmaður, sem mun
ræða framtíð sjávarútvegsins.
Fyrsta ráðstefnan um Sjáv-
arútveg og fiskiðnað á vegium
S.U.S. var haldin í Vestmanna
eyjum sl. sunnudag, en fleiri
ráðstefnur munu haldnar eftir
áramót.
Öllum er heimill aðgangur
meðan húsrúm leyfir og frjáls
ar umræður verða að loknum
f r amsogur æ ðum.
<
0
STAKSTnwr,
Alúmín-
samningarnir
Nú hafa samningar tekizt i
aðalatriðum við svissneska aðila --
og Alþjóðabankann um bygg-
ingu alúmínverksmiðju á íslandi,
sem knúin verður innlendri raf-
orku frá stórvirkjun við Búrfell.
Eftir er að ganga frá ýmsum
smærri atriðum í sambandi við
þessa samninga, og siðan verða
þeir lagðir fyrir Alþingi til um-
ræðu og samþykktar. Með þess-
um samningum eru mörkuð þátta
skil í atvinnuuppbyggingu á ís-
landi. Hér er farið inn á algjör-
iega nýjar brautir og nú eru að
rætast hugsjónir margra mæt-
uslu manna íslenzkrar þjóðar, að
hér rísi mikil iðjuver knúin orku
frá hinu mikla fossaafli landsins.
Með þessum samningum erum
við að stíga fyrsta skrefið tii
þess að virkja aðra mestu auð-
lind islenzkrar þjóðar, en hing —
að til höfum við fyrst og fremst
beint kröftum okkar að nýtingu
aúðlindanna í sjónum kringum
landið, nú er röðin komin að
fossunum og er það mikill atburð
ur í atvinnusögu íslendinga.
Vonduð mdlsmeðíerð
Þetta mál hefur verið í und-
irbúningi um margra ára skeið.
Líklega hafa fá mál verið rann
sökuð af jafn mikilli kostgæfni
og öll málsmeðferðin er til fyrir
myndar. Eftir að alúmínmálið
komst á raunverulegt samninga-
stig, hafa allir þingflokkar feng-
ið tækifæri til þess að fylgjast
með gangi mála og til þess að
koma á framfæri ábendingum í
sambandi við samningsgerðina.
Þingmannanefndin hefur starfað
jafnhliða samninganefndinni,
fengið öll gögn í hendur, sem
fram hafa komið og hefur því
ekkert af því, sem gerzt hefur, '*
farið fram hjá þingmönnum
stjórnarandstöðuflokkanna. Þeir
hafa haft öll tækifæri til þess
að fylgjast með því, sem gerzt
hefur og láta í ljós skoðanir sín-
ar á öllum stigum málsins. Al-
þingi hefur verið skýrt frá því,
sem gerzt hefur eftir því sem
málinu hefur þokað áfram, og nú
er svo komið, að þess mun vart
langt að bíða, að endanlegt samn
ingsuppkast verði lagt fyrir Al-
þingi.
r J'
Astæðulausar
íullyrðingar
>
Fullyrðingar um leynimakk I
sambandi við þessa samninga eru
því algerlega út í hött, og verður
ekki hægt fyrir þá, sem leggjast
gegn þessu tækifæri, sem nú hef
ur skapazt til þess að auka f jöl-
breytni í íslenzku atvinnulífi,
að nota þá röksemd, að þeir
hafi ekki haft alla aðstöðu til
þess að fylgjast með málinu.
Þeir hafa öll gögn og allar upp-
lýsingar sem fyrir hendi eru, og
hljóta því að byggja afstöðu sína
á því einu, en ekki annarlégum
pólitískum sjónarmiðum. Um það
skal engu spáð, hverja afstöðu ^
Framsóknarmenn og kommúnist-
ar taka endanlega til þessa máls,
en fróðlegt verður að vita, hvort
þeir reynast nú menn til þess
að fyigja þeirri atvinnubyltingu,
sem er í uppsiglingu á íslandi,
eða hvort þeir láta lítilfjörieg
pólitísk sjónarmið ráða afstöðu
sinni og gerast afturhaldsmenn í
þessu mikla framfaramáli ís-
lenzkrar þjóðar