Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. des. 1965 Útgefandi: Framk væmdast j óri: Ritstjórar: Ritst j órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ÚTBOÐ VERKLEGRA FRAMKVÆMDA rfr þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þeir Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Sveinn Guðmundsson og Jónas Rafn- ar fluttu nýlega á Alþingi fyrirspurn um útboð verk- legra framkvæmda. Spurðust flutningsmenn fyrir um það hvað liði störfum nefndar, sem viðskiptamálaráðherra skipaði 18. desember 1959, til þess að athuga þann þátt, sem á er um tilboð í verk sam- kvæmt útboðum, og gera til- lögur um leiðir til úrbóta með það fyrir augum, að reglur verði settar um þau mál. Viðskiptamálaráðherra upp lýsti að gert væri ráð fyrir að störfum þessarar nefndar yrði lokið fyrir næstkomandi ára- mót. Ástæða er til þess að fagna þessum upplýsingum. Æski- legt er að útboð verklegra framkvæmda verði miklum mun algengari hér á landi í framtíðinni en verið hefur undanfarið. En í íslenzkri lög- gjöf eru ekki almenn ákvæði um útboð, þótt slíkar reglur hafi verið teknar í lög á Norð- urlöndum og í flestum öðrum 'Vestur-Evrópulöndum .Ber því brýna nauðsyn til þess að koma fastari skipan á þessi mál hér á landi. Nauðsyn þess hefur einnig verið viðurkennd af hálfu ríkisvaldsins með skipan sérstakrar nefndar ár- ið 1959 til þess að rannsaka þessi mál og gera um þau til- lögur. Ennfremur hafa iðnað- arsamtökin lýst áhuga sínum á framkvæmdum á þessu sviði. Þorvaldur Garðar Kristjáns son komst m.a. að orði á þessa leið í þingræðu sinni um dag- inn: „Hér er um stórmál að ræða, mál sem hefur hina mestu þjóðhagslegu þýðingu. Þó að útboð verklegra fram- kvæmda hafi farið vaxandi á undanförnum árum þarf þró- unin að ganga í þá átt í enn auknari mæli. Það ætti að vera regla eða skylda að fram kvæmdir hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, verði boðnar út til þess að tryggja sem bezt hagsýni í meðferð opinbers fjár. Þetta á ekki einungis við um opinberar byggingar, skóla, sjúkrahús, orkuver, ‘hafnargerðir og þess háttar, heldur og Vegagerð ríkisins. Hin stórvirku tæki, sem nú eru notuð til vegalagninga breyta vegagerðinni ekki ein- ungis tæknilega heldur og skapa eðlilegan grundvöll fyr ir því að gerð nýrra þjóðvega verði boðin út. Byggingar- og mannvirkjagerð í þágu at- vinnuveganna ætti að bjóða út í auknum mæli frá því sem nú tíðkast". Undir þessi ummæli er fyllsta ástæða til þess að taka. FRÖNSKU FORSETA- KOSNINGARNAR I Trslit forsetakosninganna í ^ Frakklandi urðu mikið áfall fyrir de Gaulle forseta, og er enn ekki Ijóst, hvort hann gefur kost á sér í síðari kosningunum, sem fram eiga að fara eftir tæpan hálfan mánuð. Þegar litið er yfir starf de Gaulle í þágu Frakk- lands, fer ekki hjá því, að þessi úrslit komi nokkuð á óvart. Á stríðsárunum var de Gaulle bjargvættur Frakk- lands og fransks þjóðarmetn- aðar. Þegar aðrir höfðu gefizt upp hélt franskur liðsforingi fána Frakklands hátt á lofti og sneri heim til föðurlands síns, sigurvegari og þjóðarleiðtogi. Þegar hann hafði ekki lengur afl til þess að framfylgja stefnu sinni sagði hann af sér og beið í einangrun í áratug þar til kallið kom á ný og franska þjóðin sneri sér til hans á ör- lagastund. Líklega hefði eng- inn annar Frakki getað leyst þau vandamál, sem Frakkar áttu þá við að stríða á þann hátt, sem de Gaulle gerði. Þess vegna fer ekki hjá því, að menn furði sig á því, að franska þjóðin skuli hafa tekið þá áhættu að veita de Gaulle þá aðvörun, sem hann hefur nú fengið, því að hershöfðinginn er óútreiknan- legur og ekki ólíklegt, að hann telji frönsku þjóðina hafa hafnað forustu sinni. Þessa áhættu hafa Frakkar tekið og ástæðan virðist fyrst og fremst sú, að stefna de Gaulle í utanríkismálum og málefnum Evrópu hafi ekki almennt fylgi með frönsku þjóðinni. Vera kann einnig að Frökkum hafi þótt nauðsyn- legt að sýna de Gaulle, að hann sé ekki lengur eina lífs- von frönsku þjóðarinnar, hún geti komizt af án hans og hon um beri ekki að líta á sig, sem alvald Frakka og málefna þeirra. En úrslit kosninganna sýna einnig að valdatími de Gaulle hefur ekki orðið til þess að drepa í dróma áhuga Frakka á stjórnmálum. Enn er ekki ljóst, hvort de Gaulle gefur kost á sér á ný, en ástæða er til að benda á, að fyrir síðari valdatíma hans Chicagro, 19. nóv. (AP). — Meðfylgjandi mynd er frá keppni bifreiða, sem hægt er að aka bæði á láði og legi. Bifreiðarnar lögðu af stað frá Michigan Avenue-brúnni og fóru einnar og hálfrar mílu vegalemgd upp eftir Chioago-ánni. Sigurvegari í keppninni varð Bob Duller frá Chicago, en hann fór vega lengdina á níu mín. og 40 sek. Tekið skal fram að keppnisbrautin var vot. Herhvöt til æskulýðsins í baráttunni við hungrið ,,HELMINGUR mannkyns býr við matvælaskort. Afleiðing- in af því er sú, að árlega deyja margar milljónir ung- menna með jafnafdráttarlaus- um hætti og væru þær strá- drepnar af harðstjóra. Enn fleiri bera mark hungursins á líkama og sál ævilangt. Við , fullvissum yður umt að þessar þjáningar er hægt að stöðva og það verður að gera. Þeg- ar við öll, hvort sem við bú- um við þessar óhugnanlegu aðstæður eða í fjarlægum vel- | megandi ríkjum, afráðum að bmda enda á þetta hungur, þá erum við þess megnug." , Þannig er komizt að orði í yfirlýsingu sem nýlega var samin af hópi æskulýðsleið- toga, sem komu saman í Rómaborg í boði B. R. Sens, forstjóra Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), í sambandi 11 við hina alþjóðlegu Herferð gegn hungri. í yfirlýsingunni er æskulýður heimsins hvatt- ur til að taka upp baráttuna gegn hungri og næringar- skorti og stuðla þannig að efþngu friðar í heiminum. „Veröldinni er fyrst og fremst stjórnað af mönnum, sem ekki eru í neinum tengsl- um við heim æskulýðsins,“ segir ennfremur í yfirlýsing- unni. ,,Menn vita, að milljón- ir jarðarbúa svelta og láta lífið. En það er talið mikil- vægara að framleiða hergögn, sprengjur, herskip, eldflaug- ar, að senda okkur út í styrj- aldir hvern gegn öðrum held- ur en að leggja fram sáðkorn, vatn, skóla og sjúkrahús, svo að við gætum mettað og þjónað hver öðrum.“ „Við skulum öll gera ráða- mönnum heimsins það full- komlega ljóst, að skipting í ríka og fátæka verður að hverfa úr sögunni, og að okk- ur er ljóst, að til þess að stuðla að þróun heimsins út- heimtist framlag sem svarar til þeirra mörgu milljarða dollara sem nú er sóað í her- búnað. Við skulum gera þeim Ijóst, að séu það pólitísk eða efnahagsleg kerfi, sem hindra réttláta skiptingu fæðu og velmegunar í heiminum, Þá verða þessi kerfi að hverfa og önnur betri að koma í stað þeirra.“ Fiskafli heimsins jókst um 4 milljón tonn. Fiskafli heimsins hefur aldrei orðið meiri en árið 1964. Þá nam hann samtals 51,6 milljón tonnum, og var það rúmlega 4 milljón tonn- um meira en árið á undan. Þetta kemur fram í ársyfir- liti Matvæla- og landbúnaðar stofnunar Sameinuðu þjóð- anna (FAO). Perú var þriðja árið í röð mesta fiskveiðiþjóð heims með afla sem nam 9.130.700 tonnum. Næst kom Japan með 6.334,700 tonn. Fiskafli Japana minnkaði um 360.000 tonn frá 1963, en hjá Perú- mönnum jókst aflinn hins veg ar um 2 millj. tonn frá árinu áður. Kína (meginlandið) var aft- ur í þriðja sæti með afla, sem FAO áætlaði að verið hefði kringum 5,8 millj. tonn. Því næst komu Sovétríkin með 4,48 millj. tonn; Bandaríkin með 2,63 millj. tonn og í sjötta sæti Noregur með 1.608,100 tonn. Danmörk að meðtöldum Færeyjum var í tólfta sæti í heiminum, en þriðja sæti í Evrópu (eftir Noreg og Spán) með 1.010.200 tonn. ísland var fjórtánda í röðinni í heimin- um ,en fimmta í Evrópu (eftir Bretland) með 972.700 tonn. Svíþjóð var tíunda ríkið í Ev rópu með 372.100 tonn. Miðað við álfur veiddi Asía 37 af hundraði alheimsaflans, Suður-Ameríka 21 af hundr- aði og Evrópa 19 af hundraði. var algjör ringulreið ríkjandi í frönskum stjórnmálum, og jótt de Gaulle hafi verið ó- pjáll síðustu árin í samvinnu vestrænna ríkja er ólíklegt að betra taki við hverfi hann af sjónarsviðinu. De Gaulle er vafalaust einn merkasti stjórnmálamaður þessarar aldar og um leið sá sérkenni- legasti. Það hefur áður kom- ið fyrir, að miklum leiðtoga hefur verið hafnað í frjálsum kosningum og má þar minna á kosningarnar í Bretlandi 1945, þegar Bretar höfnuðu að stríðslokum forustu þess manns, sem leiddi þá til sig- urs í styrjöldinni gegn nazist- um. Úrslit frönsku kosning- anna nú verða þó tæplega skilin á þann veg, að Frakkar hafi viljað hafna forustu de Gaulle, heldur miklu fremur, að þau beri að túlka, sem að- vörun til hans um, að hann geti ekki ráðskazt með mál- efni frönsku þjóðarinnar að eigin vild, heldur verði eins og aðrir stjórnmálamenn, að taka nokkurt tillit til sjónar- miða annarra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.