Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLADID 1 Þriðjudagur 7. des. 196, Iþróttahöllin nýja markar þáttaskil Borgarstjóri opnaði hana til afnota á laugardag FJÖGUK til fimm þúsund manns sem sáu tvo fyrstu kapp- leikina í nýju íþróttahöllinni í Laugardal sannfærðust um, hver bylting hefur orðið í íþróttalífi hér við tilkomu hallar- innar. Að koma inn í höllina og sjá leiki þar er sem að koma inn í annan heim frá því sem verið hefur á kappleikjum hér. Fólkið naut fagurrar húsagerðarlistar og þægilegrar innrétt- ingar salarins og víst mun flestum hafa farið svo að þykja höllin helmingi stærri og tignarlegri er inn var komið, en utan frá varð séð. Það er ekki ofsögum sagt að langþráður draumur hafi rætzt og að Reykvíkingum finnist að hær þeirra sé meiri og stærri eftir tilkomu þessarar hallar en áður. — Handknattleiksmenn Reykja víkur unnu verðskuldaðan sigur yfir Tékkunum í fyrsta leiknum í höllinni. Ósk Greirs Hallgríms- sonar borgarstjóra í ræðu fyrir leikinn rættist. Og vonandi ræt- ist einnig sú ósk hans, að í fram- tíðinni verði . húsið lyftistöng íþrótta fyrir æsku Reykjavíkur og raunar landsins alls — svo og einnig iðnaðinum, en Sýningar- samtök atvinnuveganna eru eig- endur að 41 hundraðshluta húss- ins og er þar gert ráð fyrir iðn- sýningum. Jónas B. Jónsson form. bygg- ingarnefndar hússins ávarpaði um 1800 gesti við fyrsta leikinn í húsinu sl. laugardag. Hann bað velvirðingar á að boðið væri til Keppni í húsinu ekki alveg fullbyggðu en byggingu lyki fyrir næsta haust. Hann lét í ljósi vonir um að húsið yrði lyftistöng atvinnu-, íþrótta- og félagslífi og bað borgarstjóra að opna íþrótta- og sýningafhöllina í Reykjavík. Borgarstjórinn gerði það með stuttri ræðu. Kallaði hann fyrir- liða liðanna til sín og afhenti þeim borðfána með skjaldar- merki borgarinnar til minningar um fyrsta leikinn í húsinu. Hann kvað höllina annan stóráfanga í framkvæmdum í Laugardal. Fyr- ir væri íþróttaleikvangurinn og væntanlega á næsta ári yrði tek- in í notkun sundlaugin, er upp- fylltu ströngustu alþjóðlegar kröfur. Þakkaði hann öllum er að þessu átaki hefðu unnið og lét í ljós óskir um að farsæh hvíldi yfir öllu starfi er í höll inni yrði unnið. Kátir leikmenn KFR liðsins. Frá hægri: Marinó, Einar, Ólafur og Þórir. KFR vann KR og Rvíkurtitilinn KFR hefur unnið alla slna leiki í mótinu KFR varð Reykjavíkurmeistari í körfuknattleik í meistaraflokki karla. Vann KFR-liðið lið íslands meistara KR í úrslitaleik á laug- ardagskvöldið með 67-57. Óhætt að segja að þau úrslit hafi komið öllum á óvart. En úrslitin voru eftir gangi leiksins verð- skulduð og má segja að með mjög góðum leik og öryggi í skotum hafi KFR-liðið gert út um leik- inn i síðari helming fyrri hálf- leiks, en á þeim tíma skoraði KFR 23 stig gegn einu hjá KR. Rvíkurúrval vann höllinni leikinn i fyrsta 23-20 Hörður skoraði fyrsta markið REYKJAVÍKURÚRVALIÐ, sem fyrst ísl. liða keppti í nýju Iþróttahöllinni vann þar örugg- an og verðskuldaðan sigur yfir tékknesku gestum frá Karvina. Er þetta eitthvert samstilltasta úrvalslið sem HKRR hefur teflt fram og var sigur þess aldrei í hættu, þó Tékkarnir næðu einu sinni að jafna (15—15). í fyrri hálfleik hafði Reykjavíkurúr- valið yfir, 14—11 og í lokin skildu jafnmörg mörk 23—20. Hörður Kristinsson varð fyrstur til að skora mark í nýja salnum, og litlu síðar bætti Gunn laugur öðru við. Tékkarnir náðu áð jafnan en síðar tók Reykja- víkyrliðið undirtökin í leiknum hélt þeim örugglega til hlés. Þrívegis hafði liðið 4 marka for- ystu. Á fyrstu mín. síð. hálfleiks gekk Tékkunum bezt og náðu aftur 9 mín. leik að jafna 15—15 og aftur síðar er 18 mín. voru af leik 17—17. En aldrei náðu þeir forystu og á síðustu 10 mín. Landsliðiö — Tékkari f KVÖLD fer fram 4. leikur tékkneska liðsins Karvina, sem hér dvelst á vegum Fram. Mætir tékkneska liðið þá úr- valsliði HSÍ, sem er valið af landsliðsnefnd. Má líta á leik- inn í kvöld sem nokkurs konar prófleik fyrir landsliðið, sem um næstu helgi leikur tvo leiki gegn sovézka landslið- inu. Fer leikurinn í kvöld fram í íþróttahöllinni í Laug- ardal. Lið Iandsliðsnéfndar er þannig skipað: Þorsteinn Björnsson, Fram; Karl M. Jónsson, FH; Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram; Karl Jó- hannsson, KR; Ragnar Jóns- son, FH; Birgir Björnsson, FH; Þórarinn Ólafsson, Víking; Ágúst Ögmundsson, Vai; Matt hías Ásgeirsson, Ilaukum; Guðjón Jónsson, Fram og Hörður Kristinsson, Ármanni. Forleikur hefst kl. 20.15, en síðan hefst aðalleikurinn. komu yfirburðir Reykjavíkur- liðsins aftur í ljós og var það ekki sízt ágætri markvörzlu Þor- steins Björnssonar að þakka. Beztu menn Reykjavíkurliðs- ins voru Hörður Kristinsson í vörn og sókn og Þorsteinn í mark inu sem varði oft mjög vel. Her mann Gunnarsson, sem nú lék Framhald á bls. 31. KR þoldi ekki mótspyrnuna í leikbyrjun fóru KR-ingar heldur betur af stað og stóð 8-4 þeim í viil eftir stufcta sitund. Síð- an jafnaðist leikurinn og er 10 miín voru af leik var sitaðan 17-14 fyrir KR. En síðari 10 mín í fyrri hálf- leik var al'ger yfirburgakafli hjá KFR. Kom þar fyrst og fremst til greina öryggið í sikotum og hittnin. KR-ingar áfbtu á þessum leikkafla margar tilraunir til körfusfcota, en þær mistókust all- ar. En þessu var öðruvísi farið bjá liði KFR. Næstum ihver einasta tilraun ti'l að skora tókst hvort sem var úr hraðupþhlaupi eða skotum af lengra færi. 1 hátfleik var því staðan 37 gegn 17 KFR í vil — og eiginlega útséð um úr- slitin. fslandsmeistaramir gerðu þó sitt til að reyna að vinna upp hið mikla forskot KFR. Kom KR-lið- ið mjög sámstillt til síðari hálf- leiksins og tókst í byrjun að saxa nokkuð á Æorslkot KFR. En þó aldrei meir en svo að 13 stig skildu liðin. í fyrri hluta síðari hálfleiks var því háð hin örlagaríkasta barátta um Reykjavikurtitilinn. En þrátt fyrir að KR-ingar næðu þá ágætum leikkafla, tókst þeim ekfci að brjóta niður KFR-liðið, sem skyndilega hefur í hausi skipað sér í efsta sæti reykvískra liða og unnið alila sina keppi- nauta. Undir lokin er orðið var útséð um hver sigraði slóu KFR-ingar nokkuð af, og skildu 10 stig 1 leikslofc. i Tlr Liðin KFR-liðið er skipað sambdandi af eldri og reyndari leikmönnum og ungum og efnilegum mönnum, Bezti maður liðsins er og úr röð- um hinna yngri, Þórir Magnús. son, sem er einn efnilegasti körfu knattleiksmaður landsins í dag, Þórir skoraði 21 stig. Ágætastan leik áttu og Einar Matfhíasson (20 stig), Sigurður Helgason (15), Marinó Sveinsson (9 stig) og Ólafur Thorlacius með tvö stig, en þáttur hans var mestur í uppbyggingu og taktiskri hlið leiksins, en sá þáttur þar efcki minnstur í sigrinum. Þessir fimm áttu einn sinn bezta leifc í mót- inu en nokkurt bil er svo á milli þeirra og annarra liðsmanna. KR-liðið átti í byrjun nokkuð Framhald á bls. 31. FH brást vonum manna en jafntefli varð 19-19 FYRIR fullu húsi áhorfenda í nýju höllinni léku íslandsmeist- arar FH við Tékkana á sunnu- dag. Liðin skildu jöfn 19—19 og er ekki ofsögum sagt af því að áhorfendur hurfu heldur von- sviknir á braut. Var það ekki fyrst og fremst út af úrslitunum, heldur vegna þess, að FH-ingar sýndu nú alls ekki þá getu sem við var búist. Lið Tékkanna var nú án stór- skyttunnar og landsliðsmannsins Ciner og hefði mátt búast við auðveldum sigri FH, því lið Tékkanna missti mikið við að missa Ciner. En á daginn kom að sóknar- leikur FH var mjög óskipulegur og þeir réðu alls ekki við þann hraða sem þeir á köflum hleyptu í leikinn. Skutu þeir í tíma og ótíma í pottþéttan varnarmúr Tékkanna og þegar við bættisc ágæt markvarzla tékknesku markvarðanna tókst illa til. Segja má áð allir leikmenn FH hafi átt lakari leik en vonir stóðu til ef ungu piltarnir eink- um Jón Gestur og Geir eru und- anskildir. Tékkarnir höfðu frumkvæði í leiknum í mörkum fram á 19 mín. þó FH jafnaði oft. Reyndist vörn FH óþétt og markvarzla Karls í byrjun heldur slöpp. Á 19. mín. nær FH í- fyrsta sinn forystu 8—7 og tapaði henni ekki eftir það fram til hlés, en þá stóð 13—12 fyrir FH. Gerðu menn sér vonir um að leikur FH myndi veröa betri eftir hlé en það fór á annan veg. Skipulagsleysið kom, enn frekar í ljós, og skotgræðgi ein- staklinganna keyrði um þver- bak. Eftir 12 mín. höfðu Tékkarnir jafnað leikinn 15—15 og komust síðar í 2 marka forskot 19—17. Á síðustu 10 mín. leiksins komu aðeins 2 mörk, skoráði Páll Eir. úr víti og Birgir með góðu skoti 3 mín. fyrir leikslok. FH náði síðan tækifæri til að vinna leik- inn en missti knöttinn fyrir klaufaskap. í heild var þetta lakasti leikur heimsóknarinnar til þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.