Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 23
f Þriðjudagur 7. des. 1965 MORGUNBLAÐID 23 DAS EFTIRTALIN númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 5.000.00 hvert: . 556 648 766 1271 1284 1877 1980 2008 2098 2298 2344 2675 4247 4459 4527 4709 4904 5053 5885 6004 6236 6868 7018 7571 8176 8214 8372 8546 8838 9051 | 9181 9329 9610 9880 9774 10056 10601 11460 12929 13640 13655 13874 14200 14613 14979 15340 15443 15597 15722 15950 15995 16356 16389 16544 16791 17079 17687 18196 18646 18683 18954 18978 20233 20252 20461 21042 21844 21918 22675 22997 23918 24458 24507 24899 25002 25096 25441 25468 25605 26354 26751 26781 27010 27047 28125 28190 28571 29245 29455 30089 30699 30739 31005 31372 31576 31594 31829 31032 31963 32125 32590 33326 33988 34775 34909 34989 35039 35166 35166 35210 35620 35647 35886 36083 36413 36918 37408 37988 38134 38511 38517 38668 39406 41488 41717 41905 41961 42452 42500 42684 43101 43560 43671 44304 44983 45089 48190 48559 48754 46353 46958 47535 49994 50867 51256 51449 51636 51671 51803 52210 52641 52855 53449 54033 54131 55700 56076 56416 58219 58319 58342 58884 59052 59426 59808 59896 60526 60984 62161 62326 62599 63299 63497 64251 64390 64458 64516 64547 64744 64973 (Birt án ábyrgðar) Framh. af hls. 10. farið og annað þrep Títan- flaugarinnar og mun það í fyrsta sinn sem svo er gert. Þeim, sem með fylgdust, létti er þeir heyrðu að allt var í góðu lagi. Heppnist þessi tilraun, slá ' "'orman og Lovell met geim- fara, verða 14 út í geimnum eða lengur en nokk ur geimfari áður. Og haldi þeir út svo lengi verður tímafjöldi bandarískra geim- fara úti í geimnum orðinn 1329 klst. 18 mín. og reyndar nokkru betur takist að koma Gemini 6. á braut með þeim Schirra og Stafford. Til sam- anburðar er þoss getið, að timi sovézkra geimfara úti í geimnum er nú 507 klst. 16 min. Eftir aðra umferð geim- farsins kviknaði ljós, sem benti til þess, að einhver bil un hefði orðið í orkugjafa geimfarsins. Kom þó siðar í ljós, að það var Ijósið sjálft sem bilað var en orkugjaf- inn vann eðlilega. Einnig var þá tilkynnt, að braut geim- farsins væri ofurlítið lægri en fyrirhugað hafði verið, eða jarðnánd 160 km. en jarð firð tæpir 325 km. Hraðinn var einnig örlitlu minni en áætlað var eða 28.137 km. á klst. Um það bil, sem þeir Bor- man og Lovell hófu fimmtu umferð sína umhverfis jörðu skiptu þeir með sér vöktum. Síðar var á stöðvum á jörðu tilkynnt, að hafa ekki sam- band við geimfarið næstu Iklukkustundir, þar sem báð- ir geimfararnir ættu að hvíl- ast. Höfðu þeir samband við jörðu laust eftir miðnætti GMT um það bil er þeir hófu sjöundu umferðina og sögðu þá. að allt væri í lagi, þeim liði vel. Á sunnudagsmorgun kl. 8,15 GMT var aftur haft sam band við Gemini 7. Kváðust geimfararnir vel hvíldir en sögðust hafa sofið laust af nóttina og skamma stund i einu. Læknar á Kennedy- höfða upplýstu, að það væri ekki nema eðlilegt og í sam- ræmi við fyrri reynslu. Þá sagði Borman að ljósið á mælaborðinu hefði kviknað og slökknað á víxl alla nótt- ina, en þeir væru sannfærð- ir um að allt væri í lagi að öðru leyti. Var þeim ráðlagt að líma band yfir ljósið, ef það angraði þá, en þeir sögðu bara heimilislegra að láta það blikka. Talsmaður á Kennedyhöfða upplýsti, að eldsneytiskerfið virtist í full komnu lagi. Geimfararnir eiga að gera ýmsar tilraunir í þessari ferð m.a. munu þeir taka ljós- myndir af jörðunni og skýja- myndunum, egra ýmsar loft- siglingafræðitilraunir og stjarnfræðilegar athuganir. Ennfremur munu þeir kanna hversu nákvæmlega jafnvæg isskyn þeirra sjálfra starfar þarna úti í geimnum og loks má geta þess, að þeir munu gera tilraunir til þess að láta raddir sínar berast með ljós- geislum til jarðar. Þótt þeir hefðu þannig næg verkefni fyrir höndum, fóru þeir sér að öllu rólega á sunnudag. Þeim voru reikn- aðar tólf klukkustundir til starfa — til að gera ýmsar athuganir og halda uppi sam- starfi við jörðu, því næst skyldu þeir snæða og taka síðan tíu klst. hvild. Þegar þeir Borman og Lovell ætluðu að hefja myndatökur á sunnudags- morgun tilkynntu þeir, að mestur hluti jarðar væri skýjum hulinn og yrði það verkefni því að bíða. Veður- stöðvar á jörðu tilkynntu, að það yrði vart lengi, veður- útlit væri eindæmagott utan hvað hvirfilvindamyndanir væru yfir Indlandshafi. Var þar á ferðinni hvirfilbylurinn Alice, sem geimfararnir munu ljósmynda á ferð sinni. Eins og í fyrri ferðum slik um, fengu geimfararnir fregn ir af jörðu niðri, frá fjöl- skyldum sínum og lesnar voru fyrir þá stórfyrirsagnir í blöðum um ferð þeirra. Er þeim var sagt frá flugvéla- árekstrinum yfir New York varð þeim að orði, að þeir virtust öllu öruggari uppi í geimnum en á jörðu niðri. Geimfararnir voru annars við hina beztu líðan allan sunnudaginn, sögðu þó að þeim væri ívið of heitt, en ekki svo að óþægindum ylli. Þeir sögðu frá flyksum, sem virust fjúka fyrir glugga geimfarsins og jafnvel fest- ast á bol þess. Líktu þeir þeim við pappírsræmur og sögðu þær koma aftan frá. Laust eftir miðnætti var haft samband við geimfarana í síðasta sinn undir nóttina. Var þá allt í bezta gengi og skyldu þeir nú hvílast næstu tíu klukkustundirnar, lausir við amstur og erfiði og án þess að mannfélagið á jörðu niðri gerði þeim ónæði. ★ ★ ★ En meðan þeir Frank Bor- man og James A. Lovell liðu þannig léttilega um himin- geiminn, — að því er virtist átakalaust — var mikið um að vera á Kennedyhöfða. Þar hafði þegar verið hafinn und irbúmngur að því að senda á loft Gemini 6. með þeim Walter Schirra og Thomas P. Stafford um borð. Titaneld- flaugin, sem skyldi bera þá á loft, var tekin út aðeins um klukkustund eftir að þeir Borman og Lovell voru komnir á loft og á sunnu- dagskvöld hafði undirbúning urinn að skotinu 13. desein- ber farið þrjár klst. fram úr áætlun. Þetta verður í annað sinn, sem þeir Schirra og Stafford gera tilraun til þess að kom ast á ,stefnumót“ úti í geimn um. Fyrra sinnið reyndu þeir 25 .október s.l., án árangurs. Eins og frá hefur venð skýrt eiga þeir að reyna að hafa upp á Gemini 7. úti í geimnum og hafa samflot með þeim Borman og Lov- ell í nokkra daga. Geimfari þeirra verður skotið á braut nokkru lægra en Gemini 7. en síðan mun Schirra, sem fyrst og fremst á að hafa stjórnina á hendi, hækka geimfarið smám saman unz bæði eru komin nokkurn veginn á sömu braut. Takist þessi tilraun er hún mikilvægur áfangi í þá átt að menn stýri sjálfir geim- förum sínum um loftin blá og stórt spor í átt til þess að senda menn til tunglsins. Bandaríkjamenn vonast til þess að geta sent þangað mannað geimfar fyrir árið 1970. „Stefnumót“ sem það, er nú skal reynt, er nauð- synlegur liður í undirbún- ingi tunglferðanna, því að tunglferðaáætlun Bandaríkja manna gerir ráð fyrir því, að geimskipi verði komið á braut umhverfis tunglið, sem eins konar móðurskipi, en þaðan verði farið í litlum tyeggja manna geimförum til tunglsins, lent þar og síð- an —snúið aftur til móður- skipsins. ■ Kosningaúrslitin Framhald af bls. 10. öðrum þjóðum til viðbótar uppvakningu á leyndum efa- semdum í brjóstum hinna frönsku kjósenda, hefur leitt til þessara sögulegu kosninga- úrslita. Sigri DeGaulle í auka- kosningunum, mun hann og stjórn hans verða líta öðrum augum á hlutina og ýmis ný vandamál munu verða á vegi þeirra". „Hvað gerir DeGaulle?", spyr dagblaðið „La Nacion" í Buenos Aires, „hann hefur tvo möguleika: draga sig í hlé, eða gefa kost á sér í auka- kosningunum gegn Francois Mitterand, sem studdur er af vinstrisinnuðum og kommún- istum. DeGaulle mun án efa sigra í aukakosningum, því hann mun örugglega fá þau atkvæði, sem áður féllu til Jean Lecanuet“. Blað enskumælandi í Buen- os Aires, „Buenos Aires Her- ald“, telur að kosningaúrslit- in benda til þess að franska þjóðin heimti breytingar, en að hún sé enn ekki tilbúin til að velja eftirmann DeGaulles. í ritstjórnargrein dagblaðs- ins „La Republica" í Caracas, Venezuela, segir m. a. „Lík- lega eru Frakkar orðnir þreyttir á gorgeirnum í De- Gaulle. Stór hluti hinna vinn- andi stétta hafa ekki notið góðs af stefnu hans. Frakk- land er í dag gjörbreytt frá því sem það var árið 1959“. í gær birtist ritstjórnargrein í sovézka blaðinu „Izvestia" og þar segir að kosningaúr- slitin sýni ljóslega að ótvíræð hreyfing „til vinstri" sé nú í uppsiglingu með frönsku þjóð inni. Blaðið segir ennfremur, að hið óvenjulega fylgi Mitt- erands hafi verið vegna stuðnings kommúnista og ann- arra vinstrisinnaðra, Borgarstjórinn í Marseille, Gaston Defferre, sem í 18 mánuði var aðalkeppinautur DeGaulles, en dró sig til baka vegna ágreinings innan flokks síns, sagði í dag, að úrslitin sýndu berlega, að franska þjóðin hefði tekið ákveðna af- stoðu til stefnu DeGaulles. Fyrrverandi forsætisráðherra, Rene Pleven, sem var nánasti samstarfsmaður DeGaulles á styrjaldarárunum, lét svo um- mælt í dag, að DeGaulle verði nú að endurskoða stjórnmála- stefnu sína, hafi hann í hyggju að mæla fyrir munn allrar þjóðarinnar á innlend- um sem erlendum vettvangi í framtíðinni. Stórblaðið New York Times, heldur því fram að það hafi verið afstaða DeGaulles til Atlanzthafsbandalagsins, Efna hagsbandalagsins og hin and- bandaríska stefna hans, sem varð honum að falli. Brezku stórblöðin „Times“ og „The Guardian“ telja að þessi ó- væntu kosningaúrslit, séu hið mesta áfall, sem hinn stolti stjórnmálamaður, DeGaulle, hafi orðið fyrir. Að því er NTB fréttastofan segir, hefur Francois Mitter- and þegar tilkynnt að hann muni verða í framboði við aukakosningarnar þ. 19. des- ember, og kveðst munu gera sitt bezta til að sigra. Vetrarírakkar Margar vandaðar tegundir nýkomnar. mm - HoiLEnisKiR - mm Verð frá rúmum kr. 1900,00. Aldrei áður annað eins úrval. CiEYSIR HF. Fatadeildin. KARLMANNA \ INNLEND OG ERLEND FÖT í MIKLU ÚRVALI ALLAR STÆRÐIR •. FOT HERRADEILD Austurstræti 14. Laugavegi 95. Sími 12345. Sími 23862.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.