Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. des. 1965 Áherzla lögö á að f inna fram búðargrundvöll Rætt um verðlagningu landbúnaðarafurða J GÆR kom til annarrar um- raeðu í neðri deild stjórnarfrum- varpið um verðlagningu land- búnaðavara. Jónas Pétursson tal- aði fyrir áliti meiri hluta land- búnaðarnefnd- ar og sagði m.a. að það dyldist engum að gagn- rýni Framsókn- armanna sem hefði komið við fyrstu umræðu málsins, hefði fremur verið af vilja en mætti. Efast mætti um að í annan tíma hefði betur tekizt að leysa þetta erfiða og viðkvæma mál en nú, þrátt fyrir tilraunir til að koma upp óánægju. Það hefði einkum verið gagnrýnt, að með bráða- birgðalögunum hefði samnings- Látið ekki dragast að athuga bremsurnar, séu þaer ekki í lagi. — Fullkomin bremsu- þjónusta. Stilling Skipholt 35. — Sími 31340. rétturinn verið tekinn af bænd- um, en spyrja mætti hvort mögu leiki hefði verið fyrir hendi um samninga, þegar annar aðilinn vildi ekkert með þá hafa. Deil- ur um bráðabirgðalögin væri ó- skynsamleg og báendur hefðu ekki í annan tíma unað betur hag sínum en nú. Ágúst Þorvaldsson (F), sagði hinsvegar að bráðabirgðalögin hefðu orðið mjög óvinsæl og vitnaði í ályktun frá Búnaðarfé- lagi Suður-Þingeyjarsýslu. Með lögunum hefði bændur verið sviptir samningsrétti, einir allra stétta og ætti Alþingi ekki að reka smiðshöggið á þetta verk ríkisstjórnarinnar, ekki sízt þegar þess væri gætt að nú væri nefnd tekin til starfa til rann- sókna á verðlagi landlbúnaðar- vara. Ingólfur Jónsson. landbúnaðar- ráðherra, sagðist undrast afstöðu Ágústar Þorvaldssonar til frum- varpsins, enda vekti það athygli að hinn Framsóknarmaðurinn í landibúnaðarnefnd hefði ékki viljað rita nafn sitt undir nefnd arálit það er Ágúst sendi frá sér. Ráðherra kvaðst efast að Ágúst gerði sér grein fyrir því, hvað mundi ske ef frumvarpið yrði fellt, þá stæðist ekki það verðlag sem ákveðið var í haust og spyrja mætti á hvaða verði ætti nú að selja vöruna. Undarlegur væri einnig sá málflutningur að tala um lögin sem frambúðarástand í öðru orðinu og um nefndina í hinu. Bændur vissu, að ríkis- stjórnin vildi finna frambúðar- grundvöll sem launþegarnir gætu einnig vel við unað og þess vegna hefði verið skipuð nefnd sem í ættu sæti þrír fulltrúar bænda. Þrír fulltrúar neytenda og einn hlutlaus oddamaður. Von ir stæðu til þess að samkomulag næðist og yrði allt gert til að svo yrði. Hvað ætti hinsvegar að gera ef samkomulag næðist ekki. Til væru þrjár leiðir, láta bænd- ur ráða sjálfa verðlaginu, sem telja mætti að væri sízt til á- vinnings fyrir þá, að gera ekki neitt og gefast upp og væri það von Framsóknarmanna að svo færi og að skera á hnútinn eins og stjórnin gerði í haust, þannig að bæði bændur og neyt- endur gætu unað við, og það mætti Ágúst Þorvaldsson vita, að þá leið færi stjórnin, heldur en að gefa þessi mál frá sér. Að lokum sagði ráðherra að bænd- ur myndu tímana tvenna nú og þegar framsókn fór með þessi mál, og samanburður mundi vera núveíandi ríkisstjórn í hag. Ágúst Þorvaldsson tók aftur til máls og sagði að benda mætti ó það að á árunum 1957—1960 hefði fækkað í bændastétt um 689. Hvort það væri vegna þess að bændur hefðu það svo gott, — nei, það væri vegna þess að aðstaða þeirra hefði stórversnað. Þá vék Ágúst að því, að sam- kvæmt skýrslum Hagstofunnar hefðu meðaltekjur bænda verið 116 þús. kr., og væri það allur blóminn sem núverandi ríkis- stjóm hefði til að stæra sig af. Þá hefðu skuldir bænda og vaxtabaggi einnig vaxið að mun. Varðandi afstöðu Björns Pálsson- ar væri það að segja, að vel gæti verið að hann og land- búnaðarráðherra ættu saman einhver launungarmál, að minnsta kosti hefði Björn veitt landbúnaðarráðherra stuðning. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra tók aftur til máls og sagði, að sennilega hefði aldrei verið meiri flótti úr sveitunum, en á valdatímum Framsóknar- manna. Ekki væri nú hægt að reka búskap með því gamaldags formi er tíðkast hefði, og til- gangslaust væri að tala um bænd ur sem tekjulægstu stéttina, þegar til væru einstök kot sem gæfu aðeins nokkra tugi þús- unda af sér á ári. Menn yrðu að sætta sig við það, að þær jarð- ir sem hefðu lítil skilyrði að bjóða upp á færu í eyði. Marg- ir hefðu stundað aðra atvinnu á slíkum jörðum og nú hefðu marg þegar eftirspurn eftir vinnuafli var orðið mikið. Nú hefði verið lagður grundvöllur að blómleg- um búskaparhætti, með því. að stuðla að aukinni ræktun, enda hefði aukinn jarðræktarstyrkur fljótlega sagt til sín. Það væri kaldhæðni örlaganna þegar bóndi spyrði að því hvað bændur hefðu haft upp úr því að stækka búin og auka framleiðsluna. Svarið lægi í augum uppi, að þeir sem hefðu fylgzt með tím- anum og stækkað búin lifðu nú við góða afkomu, en þeir sem hefðu haldið að sér höndunum hefðu dregizt aftur úr, og það væru þeir sem drægju svo mjög úr, þegar meðaltekjur bænda væru reiknaðar út. Það væri einnig auðsvarað þeirri spurn- ingu, hvort hagkvæmara hefði verið fyrir bændur, að standa í stað með skuldir og framkvæmd ir, eða at*ka þær og stækka bú- in. Skaðlegt væri, að Ágúst Þor- valdsson skyldi ekki hlusta á flokksbróður sinn, sem hefði f máli þessu tekið ábyrga afstöðu. Jónas Pétursson tók einnig aftur til máls og sagði að bænd- ur hefðu ekki fremur fengið samningsrétt þótt málinu hefði verið vísað til yfirnefndar, en það hefði legið fyrir að þeir hefðu samþykkt að sú leið væri farin. Skúli Guðmundsson tók einnig til máls og kvaðst hann vilja beina þeirri spurningu til ráð- herra hversvegna viðmiðunar- grundvellinum hefði verið beytt. Atkvæðageiðslu var síðan frest- ir þeirra farið út í aðra atvinnuað. Tekiur vegasjóðs verða meiri í GÆR var frumvarpið um fuglaveiðar og fuglafriðun til þriðju umræðu í neðri deild og bar þá Skúli Guðmundsson fram breytingartillögu, þess efnis að óheimilt skyldi að skjóta fugla á helgidögum ’þjóðkirkjunnar. Breytingartillaga þessi var borin undir atkvæði og felld með 14 atkv. gegn 8. Einnig var breyt- ingartillaga Hlaldórs E. Sigurðs- sonar felld með 16 atkv. gegn 9. í efri deild voru til þriðju um- ræðu frumvörpin um almanna- tryggingar, ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla og sinuibrennur og hlutu þau af- greiðslu og var vísað til neðri deildar. í neðri deild var einnig tekið fyrir til annarrar umræðu frum- varpið um breytingu á vegalög- unum og mælti Guðlaugur Gísla- son fyrir nefndaráliti meiri hluta samgöngumála- nefndar, sem mælir með því að það verði samþykkt. Sagði hann að tekjur þær er öfluðust við hækkun á benzíni og þunga skatti rynnu ó- skertar til vega- framkvæmda og kæmu þær í stað þeirra 47. millj. kr. sem teknar hefðu verið út úr fjár- lögum. Um auknar tekjur til ARIN - ALDREI DLEYMAST ' é m ísland og heimsstyrjöldin 1914-18 eftir GUNNAR M. MAGNÚSS Rit þetta fjalJar um tímabil heimsstyrjaldarinnar fyrri. — Bókin hefst á frúsögn af morði hertogahjónanna í Serajevo f Bosníu. Sagt er frá hinu ofsalega vígbúnaðarkapphlaupi um alla Norðurálfú, — frá þeim mikla ótta, sem sló íslenzku þjóðina er stríðið brauzt út, — umhorfi hér innanlands, m. a. stjórnarkreppunni og sókn ísiendinga tii sjálfstœðis. — Sagt' er frá fánamálinu og löggildingu íslenzka fánans, — .frá bannlögunum og fslandi sem „þurru" landi, — frá fyrstu skipum Eimskipafélags íslands og Goðafoss-strandinu, — frá farþegaskipinu Flóru, sem Bretar hertóku og stefndu til Eng- lands með yfir 100 farþega innanborðs. Einnig er sagt frá ungum íslenzkum hermanni, sem féll f orrústu nokkru fyrir styrjaldarlok,—Sagt er frá brunanum mikla í Reykjavík árið 1915, frá frostavetrinum mikla f ársbyrjun 1918, — frá Kötlugosinu árið 1918, — frg spönsku pestinni, mestu drep- sótt þessarar aldar. — í löngum kafla er sagt í stórum drátt- um frá átökum í styrjöldinni og vígstöðunni á meginlandinu — og hér er sagt frá „blóðugasta bardaganum" og lýst sfríðslokum og eyðileggingu stríðsins. snsssjA vegamála yrði að ræða, strax á næsta ári, þótt innheimta þess- arra skatta mundu aðeins ná 10 mánuðum þess. Sigurvin Einarsson (F) gerði grein fyrir breytingum þeim er Framsóknarmenn flytja við frumvarpið. Sagði hann að fyrsta tillaga þeirra væru um það að ráðherra legði árlega fram skýrslu um hvemig viðhaldsfé vega væri varið. Þá legðu Fram- sóknarmenn einnig til, að sam- ræimi yrði milli endurgreiðslu þungaskatts til bænda en hann væri nú hlutfallslega meiri til þeirra er ættu díselbíla. Þá vék Sigurvin að því að 47 millj. kr. framlagið var tekið út úr fjárlögum og sagði að með því væri samkomulagið, er gert var á sínum tím» um vegalögin, þvi ekki hefði verið samið um það að ríkissjóður skyldi afla tekna til vegaimála með auknum skött- um. Lúðvík Jósefsson (K) gerði grein fyrir afstöðu Alþýðubanda- lagsins tii þessa máls og sagði að enginn vafi væri á því, að gengið hefði verið þannig frá málinu er vegalögin voru sam- þykkt að ríkissjóður skyldi leggja a.m.k. 47 milljónir króna til vegamála. Til greina hefði komið að hækka gjöld á bif- reiðum, ef tryggt hefði verið að féð hefði verið látið renna til aukinna framlaga í vegasjóð. J i Koodl minní.. ««v* að auglýsing i útbreiddasta blaðlnu borgar sig bezt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.