Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 4
MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 7. des. 1965 Ungur reglumaður óskar eftir herbergi á leigu, helzt í Austurbænum. — Uppl. í síma 32295 í kvöld og næstu kvöld. íbúð óskast >arf að vera laus strax. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Uppl. í síma 40790. Til sölu sænsk dagstofuhúsgögn (Carl Johans), sófi, borð og sex stólar. Sími 14112. Lítil íbúð óskast til leigu Upplýsingar í sima 22150. íbúð óskast Hjón með 1 barn óska eftir 2—3 herb. íbúð til leigu, sem fyrst. Fyrrrframgr. Tilboð sendist Mbl., merkt: ■“ „Góð íbúð 8009“. Tvær rafmagnseldavélar Rafha í 1. fl. standi, til sölu mjög ódýrt. Ránargata 22, 2. hæð. 2ja—4ra herb. íbúð óskast til leigu. Uppl gefur Lára Siggeirs í sima 13646. Til leigu geymslupláss. Sími 13253. ,2ja herb. íbúð * teppalögð með húsgögnum, eldhúsáhöldum og síma til leigu. Tilboð ásamt uppl. um fjölskyldustærð sendist Mbl. fyiir 12. þ.m., merkt: „Reglusamt — 8011“. Keflavík Myndir og málverk í úrvali Handunnar kínverskar myndir. íslenzkar blóma- og skeljamyndir. Rammar og gler Sólv.g. 11. Til sýnis og sölu radíófónn með segulbands- tæki, vestur-þýzk sauma- vél, sjálfvirk litskugga- myndavél, barnarúm Og ‘ barnavagn. Sjafnargötu 4 eftir kl. 7 i dag eirigöngu. Volkswagen 1955 í góðu lagi til sölu. Uppl. í símum 18483 og 31434. Barborð til sölu, hentugt fyrir veit- ingastofu (sjoppu). Tæki- færisverð. Uppl. í síma 2528, Keflavík. >Óska eftir að taka á leigu 1 herb. og bað eða litla íbúð í Austurbænum. Fyrir framborgun, ef óskað er. Uppl. í síma 14804. STÚLKA VILL KYNNAST manni. >arf að eiga íbúð. Tilboð sendist Mbl. ásamt upplýsingum fyrir föstu- dagskvöld, merkt: )rAlvara 8012“. LEIÐARLJOS Eitt af skærustu leiðarljósum Framsóknar, Halldór frá Kirkju bóli, skrifar í Tímann 25. nóv. s.l. langhund mikinn og telur, af sinni alkunnu hógværð, að þar sé að finna lausn helztu vandamála þjóðarinnar. ,J»eir vita fyrir vestan“ eitt víðfrægt Kirkjuból, er margir segja hvað mestan mennta- og fræðastól. Þar sitja skáld-bóndinn skýri og skáldsins bróðirinn dýri og veðrast af vindi og sóL Sá mun þar Halldór heita, — einn hjartprúður mann —> og visast má lengi leita að „ljósi“ á borð við hann. í langhundum býsna leikinn, af list hann veður svo reykinn, að enginn annað eins kann. K e 1 1 60 ára varð sl. sunnudag Svav- ar Guðmundsson bæjargjaldkeri, Sauðárkróki. Meðf. mynd tafðist í pósti og náði ekki í sunnudags- blað. 6. nóvember voru gefin sam- an í Neskirkju af séra Fank M. Halldóssyni ungfrú Sigríður Pét- ursdóttir og Friðrik Bárðarson. Sandholti 20. Ólafsvík. (Studio Guðmundar Garðastræti 8) 13 nóvember voru gefin saman af séra Þorsteini Bjömssyni ung- frú Jóna Vernhardsdóttir og Reynir Kristjánsson, Háaleitis- braut 103. (Studio Guðmundar Garðastræti 8), Vísukorn 32. og 33. vísukorn: Ef ég heyri „svani“ syngja, sorgir hverfa mér úr hug, það eru þeir, sem aldna yngja, unglingunum létta hug. oft ég hafði svartan séð ’ann — sjálfsagt feigð með næsta broti. Reyndist bezt að brosa meðan báturinn var enn á floti. Vísnakarl. l>ú likur upp hendi þinni seður allt, sem lifir með blessun (Sálm. 145,16). í dag er þriSjndagur 7. desember og er það 341. dagur ársins 1965. Eftir lifa 24 dagar. Amrosiusmessa. Árdegisháflæði kl. 4:12. Síðdegis- háflæði kl. 16:26. lípplysingar nm læknaþjofl- ustu í borginnl gefnar i sim- svara Læknafélags Reykjavikur, Slysavarðstoían i HeiLsuvr.rnd- arstöðinnl. — Opin allan sólir- liringinn — sími 2-12-30 Næturlæknir í Keflavik 2/12 tii 3/12 er Ambjöm Ólafsson simi 1840, 4/12—5/12 er Guðjón Klemenzson simi 1567, 6/12 Jón K. Jóhannsson sími 1800, 7/12 Kjartan Ólafsson sími 1700 og 8/12 Arnbjörn Ólafsson sími 1840. Næturvörður er í Vesturbæj- arapóteki vikuna 4/12—11/12. Næturlæknir í Hafnarfirði aðfaranótt 4. desember er Jósef Ólafsson simi 51820. Bilanatilkynningar Rafmagns- veitu Reykjavíkur: A skrifstofu- tíma 18222, eftir lokun 18230. Kópavogsapótek er opið alla virka daga frá kl. 9:15—20. laug- ardaga frá kl. 9:15—16, helgidagfl frá kl. 13—16. Framvegis verUur tekið & mótl þelm, er gefa vilja blóð i Blóðbankann, sea hér segir: Mánudaga, þriðjudaga, flmmtudaga og föstudaga frá kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA frL kl. 2—8 e.h. Laugardaga fra kL 9—11 fJi. Sérstck athygli skal vakin á mið- vikudögum, vegaa kvöldtimans. Holtsopótek, Garðsapótek, Soga veg 108, Laugarnesapótek og Apótek Keflavikur eru opin alla virkst daga kl. 9. — 7., nema laugardaga frá kl. 9 — 4 og helgi daga frá kl. 1 — 4. Upplýsingaþjónusta AA samtak anna, Hverfisg. 116, sími 16373. Opin alla virka daga frá kl. 6-7 Orð lifsins svarar i sima 10000. I.Q.O.F. Rb. 4, = 1151278^4 — E.K. Kiwanisklúbburinn Hekla. Fundur í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld kl« 7:15 S + N. B HELGAFELL 59651287 IV/V. 2. □ EDDA 59651277 — 1. Stork- urinn sagði aS hann hefði verið að fljúga um kringum Austurvöll á sunnudag- inn, þar sem búið er að reisa norska jólatréð, og mér fannst það eitthvað svo rytjulegt land- synningsmegin, mætti segja mér að það hefði staðið í norðaustan- strekking úti í Oslóarskóginum. En sjálfsagt gleður það augu borgarbúa, og sjálfsagt verða ræðuhöld og söngur, þegar kveikt verður á því, en sá atburður er raunar orðinn jafn árviss og skattarnir og dauðinn, eins og kerlingin sagði. Og þegar minnst er á skatta, sagði storkurinn, þá hitti ég mann framan við Alþingi, sem eins og kunnugt er samþykkir skattalög sem önnur lög, en allt eru það þó þannig lög, að dr. Páll getur ekki leikið þau á Dómkirkjuorgelið þarna beint á móti, og er slíkt skaði. Storkurinn: Ekki ert þú mik- ið að skattyrðast maður minn? Maðurinn á stéttinni: Nei, og tekur því máski ekki svona í des- ember, því að þá er það einungis jólaskatturinn, sem kemur viS kaun manná, jú, og einstaka borða litla skatt eins og gengur, ef þeir hafa þá orðið efni á þvi í dýrtíðinni, en ég ætla aðeins i þetta skipti að minna skattyfir- völd landsins á það, að dreifa skattskýrslueyðúblöðum langt- um fyrr en gert hefur verið. Það er ótækt t.d. að allir Reykvíking ar fái þau í hendur í síðustu viku fyrir skilafrest. >eir þurfa margir að afla sér ýmissa upplýs inga, sem tekur tímann sinn. Storkurinn var manninum al- veg sammála og flaug upp á turninn á Alþýðuhúsinu, þar sem skattstofan er til húsa, setti haus undir væng, og hugsaði: Frestur er á illu beztur! Spakmœli dagsins Takmark tilvistar vorrar er ekki sæla, heldur að verða sæl- unnar verðir. — J. G. Fichte. í sunnudagsmatinn með Svavari Gests amimM * 20 nóvember voru gefin saman í hjónaband í Neskirkju af sr. Frank M. Halldórssyni ungfrú Guðfinna Halldórsdóttir Hæðar- enda 10 við Nesveg og Björn Magnússon, Barónsstíg 10. Heim ili þeirra er að Stigahlíð 28. (Studio Guðmundar Garðastr. 8) „Hrossakjöt er svo sem ágætis matur 'ef xnaður bara týnir úr því SKEIFURNAR“. (Svavar Gests í útvarpinu 14. nóv.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.