Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 7. des. 19OT MORGUNBLAÐIÐ 17 tiöfundur: Stefán Jónsson Leikstjóri: Helga Bachmann SÍÐDBGIS á laugardaginn frum- eýndi Leikfélag Reykjavíkur í Tjarnarbæ nýtt barnaleikrit, ,,Grámann“, eftir hinn þjóðkunna og dáða barnabókahöfund Stefán Jónsson. Leikstjóri var Helga Bachmann, en tónlistina samdi Knútur Magnússon, og leikmynd- ir og búningar voru verk Stein- Iþórs Sigurðssonar. Sýningunni var vel fagnað af leikhúsgestum og fengu allir aðstandendur hennar langdreigið lófaklapp í iokin. „Grámann" er fyrsta raunveru- lega leiksviðsverk Stefáns Jóns- eonar, en hann hefur áður samið stutta leikþætti fyrir skóla, þýtt eitt barnaleikrit og átt þátt í að búa „Mjallhvíti“ í leikbúning. Eins og nafnið ber með sér er hið nýja leikrit sprottið úr jarð- vegi íslenzkra þjóðsagna og íevintýra. Stefán hefur tengt eaman stef úr nokkrum ævintýr- um á einkar viðfelldinn hátt, þó eums staðar móti greinilega fyr- ir samskeytum og söguþráðurinn eé hnökróttari en skyldi. Sagan um Grámann og ævintýri hans er með öðrum orðum „trufluð" eða rofin af öðrum lítt skyldum sögum, og á einum stað er at- 'burðarásin beinlínis stöðvuð, þ.e. í atriði Vordísarinnar, sem er út af fyrir sig hugnæmt, en kemur eins og skollinn úr sauðarleggn- um í þessu verki. Ljóðið sem Vordísin fer með er bæði fagurt og umhugsunarvert, en það á tæplega erindi inn í veröld Grá- manns. Yfirleitt má segja um þetta fyrsta barnaleikrit Stefáns Jóns- sonar, að það sé í hæggengara lagi fyrir börn, en virðist mundu eiga betur við unglinga. Ljóðin eru til dæmis mörg bráðsnjöll, en fara að mestu forgörðum í flutningi og hefur leikstjórinn kosið að láta flytjendur þeirra ærslast þeim mun meir sem mál þeirra er torskildara, og er það að mínu viti heppileg lausn. Ljóðmæli á leiksviði valda ævin- lega erfiðleikum, nema þau séu einfaldleikinn sjálfur. Stefán Jónsson er einatt aðdáanlega ná- lægt mæltu máli í ljóðum sínum, en ég held þau nái samt ekki tilgangi sínum nema helzt hjá stálpuðum krökkum. Hins vegar vinnur Stefán á ýmsan hátt fimlega úr efni sínu, tengir saman ævintýrið og hinn hversdagslega veruleik með djörfum tiltektum sem vekja í senn kátínu og umhugsun. Hann hefur orðið að auka ýmsum sjálf- stæðum þáttum við meginþráð leikritsins til að gera það nógu langt, eins og fyrr var vikið að. Þáttur Vordísarinnar stakk mjög í stúf, og svipað má segja um þátt kerlingarinnar hans Brúsa- skeggs, en hins vegar féll þáttur- inn um brauðin og rjómatertuna prýðilega inn í heildina. Hlut- verk tveggja sögumanna, sem eru eins konar meðalgöngumenn milli leikhúsgesta og sýningar, voru vel til fundin, og áttu þeir Arnar Jónsson og Borgar Garð- arsson ólítinn þátt í skemmtun barnanna með ærslum sínum og spaugsamri framsögn ljóðatext- ans, sem komst raunar ekki til skila nema að hálfu leyti! Þeir voru hvor öðrum betri í þessum hlutverkum. Þó Búkolla og Brúsaskeggur komi við sögu ásamt Vordísinni, er megininntak leikritsins sagan um þau karl og kerlingu í Garðs- horni og Grámann hinn ráð- snjalla. Gömlu hjónin voru leik- in af Guðmundi Pálssyni og Guðrúnu Stephensen, sem bæði ávöxtuðu sín pund vel. Einkan- lega var Guðmundur ísmeygilega gamansamur í öllu sinu fasi. Grámann var leikinn af Sigurði Erni Arngrímssyni, og fór hann þokkalega með hlutverkið, en hefði gjarna mátt sýna meira af fjörinu og glettninni sem hann sýndi í barnaleikritinu í fyrra, en hitt skal játað að hlutverk Grámanns er hvorki þakklátt né „frjótt“. Kóng og drottningu léku þau Steindór Hjörleifsson og Sigríð- ur Hagalín og gerðu þeim mjög kátleg skil. Steindór var hreint óborganlegur í gervi hins ýstru- mikla og einfalda kóngs, og Sig- ríður gaf honum lítið eftir í hlut- Kóngur, drottning og fylgdarlið þeirra. Guðrún Stephensen, Guðmundur Páisson og Sigurður Öra Arn- grúnsson í hlutverkum ainum. verki hinnar blestu drottningar. Kóngsdótturina lék Stefanía Sveinbjarnardóttir af ferskum yndisþokka. Brauðin voru leikin af Bjarna Steingrímssyni (rúgbrauðið) og Auróru Halldórsdóttur (hveiti- brauðið), en rjómatertan af Kristínu Önnu Þórarinsdóttur. Þeirra var Bjarni spaugilegastur, hann gerði sér verulega góðan mat úr sínu brauði. Bjarni lék einnig prest, sem einhverra hluta vegna kom fram eins Og gyðing- legur rabbíni, og brá upp hnytt- inni mynd af honum. Af öðrum hlutverkum er ástæða til að nefna Vordísina, sem Kristín Anna Þórarinsdóttir lék af Ijóðrænni næmi, og kerl- inguna hans Brúsaskeggs, sem Jóhann Pálsson lék með þó nokkrum gusti, en hún átti held- ur lítið erindi inn í leikritið og var þar af leiðandi oftast utan- gátta. Sigurður Karlsson skapaði sérlega skemmtilega manngerð í hlutverki Longintess hirðmanns, og eru þá upptaldir þeir sem helzt kvað að á sýningunni. I heild var sýningin fjörmikil og heilsteypt, þrátt fyrir ofan- nefnda annmarka leikritsins, og hefur Helga Bachmann unnið hér eftirtektarverðan sigur í glímu sinni við fyrsta verkefnið. Hún hefur blásið miklu lífi í sýning- una, en samt varðveitt vissa fág- un og þann rétta tón, þannig að ævintýrið og veruleikinn fallast í faðma. Tónlist Knúts Magnússonar átti Sigríður Hagnlín og Steindór Hj örleifsson í hlutverkum kóngs og drottningar. f sal og magna fjörið þegar mest lá við. Tónlist hans var mjög hugþekk og viðkunnanlega flutt á orgel og klarínettu af Helgu Steffensen og Einari Jóhannes- syni. Lilja Hallgrímsdóttir stjórn aði danssporum sem voru lipur- lega stigin. Leikmyndir Steinþórs Sigurðs- sonar voru í senn afar skraut- legar og sérlega stílhreinar, og veittu sýningunni hinn æskilega blæ ævintýris og blárra drauma. Búningar hans voru sömuleiðis skrautlegir og skemmtilegir. Það sem veitir manni kannski mesta ánægju á sýningu eins og þessari er sú vitneskja, að hér hafa nokkrir valdir menn, hver á sínu sviði, virkilega lagt sig fram um að koma upp fallegri Og vandaðri sýningu fyrir yngstu kynslóðina, og það yfir- gnæfir þá vankanta sem fyrr voru nefndir, enda sýndu áhorf- endur á laugardaginn að þeir kunnu vissulega að meta þetta lofsverða framtak Leikfélagsins. verulegan þátt í að laða fram hina réttu stemningu á sviði og Sigurður A. Magnússon. Viðurkenning fyrir þrek og karlmennsku MAGNÚSI Þórarinssyni, gjald- kera Flugbjörgunarsveitarinnar, barst eftirfarandi bréf frá Gísla Sigurbjörnssyni, forstjóra Elli- heimilisins Grundar, ásamt 5 þúsund kr. ávísun: Við hér á Grund höfum, sem og allir aðrir íslendingar, fylgzt með athygli og aðdáun á því leitarstarfi, sem þér hafið stjórn að og félagar yðar og fjöldi ann ara dugmikilla manna, sem og amerískir varnarliðsmenn hafa tekið þátt í. Við samfögnum yður með gifturíkan árangur og látum í Ijós þakklæti til yðar og allra þeirra, sem stóðu í þessari vandasömu og erfiðu leit. — Jóhann Löve sýndi frábæra karl mennsku, sem efalaust verður mörgum til hjálpar og eftir- breytni síðar meir. Það er ekki alveg rétt hjá yður í dagblaðinu Vísi, að störf yðar og Flugbjörgunarsveitarinn ar sé ekki hátt metið. — Við vitum nú betur en áður, hvaða karlmenni hér eru á ferð. Vistmennirnir sumir hafa kom ið að máli við mig. Þeir eru orðnir rosknir flestir og vel það. En þeir voru margir hverjir líka hraust karlmenni og komust oft í hann krappan. — Þeir kunna áreiðanlega að meta slíkt afrek og hér hefur verið unnið. Avísunin, sem þessu bréfi fylgir, er sýnilegur vottur um virðingu og þakklæti. — Þér og yðar menn, íslenzkir og erlendir — hafa sýnt hvað karlmennska er — og þá ekki sízt Jóhann Löve sjálfur. Vinsamlegast, Gísli Sigurbjörnsson. Gjaldkeri Flugbjörgunarsveit arinnar, Magnús Þórarinsson, og Sigurður Þorsteinsson, formað- ur hennar, hafa beðið blaðið að færa gefendunum innilegar þakkir fyrir þessa góðu og vin samlegu gjöf. Leikfélag Reykjavíkur — Tjarnarbæ: GRAMANN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.