Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUN BLAÐIÐ Þriðjudagur 7. des. 1965 Ferö Bormans og Lovells hefur gengið að óskum til þessa *6Hann hefur alltaf komið i tæka tíð fyrir fæðingu hinna barnanna - og ég hýst við því sama nú“ segir frú IVfiarilyn Lovell sem væntir fjórða bárns þeirra hjóna á næstu vikum Svo sem frá hefur verið skýrt í fréttum, var banda- riska geimfarinu Gemini 7. skotið á loft frá Kennedy- höfða s.l. laugardag. Voru tveir menn um borð í geim- farinu, þeir Frank Borman og James A. Lovell, sem báð- ir eru 37 ára að aldri. Til- raunin hefur til þess, sem þetta er skrifað, gengið mjög vel og bendir allt til þess, að geimfaramir verði á lofti í fjórtán daga, eins og fyrir- hugað var. Síðan er áform- að að skjóta á loft öðru geim- fari, Gemini 6., einnig með tveimur mönnum innanborðs, þeim Walter Schirra og Thomas P. Stafford. Er ætl- unin, að geimförin tvö hittist úti í geimnum og hafi sam- flot í nokkra daga. Takist þessi tilraun verður hún merkur áfangi í undirbún- ingi Bandarikjamanna að ferðum mannaðra geimfara til tunglsins. jf Geimfarið Gemini 7. er þyngsta geimfar, sem Banda ríkjamenn hafa skotið á loft til þessa, vegur 3.289 kg., eða 113 kg. meira en fyrri Gem- ini-geimförin. Eldflaugin sem flutti Gemini 7. út í geiminn var af gerðinni Titan 2 — tveggja þrepa. Sams konar eldflaug verður notuð við til raunina 13. des. Hér á eftir fer frásögn af geimskotinu á laugardag og fyrstu tveim dögum geimferðarinnar. Bandarísku geimfararnir Frank Borman og James A. Lovell voru snemma á fót- um á laugardagsmorguninn. Voru þeir klæddir og komnir á ról klukkan sjö og byrju'ðu daginn með því að borða létt- an morgunverð, appelsínu- safa og ristað brauð. Síðan gengust þeir undir raekilega læknisskoðun, en að henni lokinni fengu þeir ríflega úti- látinn málsverð, steik og egg. Á meðan var gengið úr skugga um, að allt væri í lagi í geimfarinu, reynd öll hugs- anleg tæki og lögð síðasta hönd á Gemini 7., sem átti að verða vistarvera þeirra Bor- mans og Lovells í fjórtán daga, gengi allt að óskum. Fyrst um morguninn hafði verið nokkuð skýjað, en veð- urútlit var sagt mjög gott. Laust éftir klukkan 12,30 komu geimfararnir út úr bún ingsherbergi sínu, klæddir hvítum geimbúningum. Þeir voru kátir og reifir, brostu og veifuðu til vina og kunn- ingja, þegar þeir stigu inn í hvítan vagn, sem ók með þá að skotpallinum. Stigu þeir þar inn í lyftu, sem bar þá upp í geimfarið, Gemini 7., efst á hinni miklu Titan-eld- flaug, sem var tveggja þrepa, og að stærð við níu hæða hús. Þegar geimfararnir höfðu komið sér fyrir í geimfarinu, könnuðu þeir súefnis- og hitakerfi þess og síðan hvert tækið af öðru. Tæpri klukku stvrnd áður en geimfarinu skyldi skotið á loft höfðu all- ar eftirlitsstöðvar, víðs veg- ar um heiminn, 22 talsins, tilkynnt, að þær væru við- búnar að fylgjast með skot- inu og ferð geimfarsins. Mikill mannfjöldi var sam- an kominn á Kennedyhöfða til þess að fylgjast með skot- Ahöfnin á Gemini 7. Frank Borman til hægri og James Lov ell á Kennedyhöfða. inu, foreldrar Bormans kona hans, Susan og tveir synir þeirra, Frederick, fjórtán ára og Edwin 12 ára. Móðir Lovells, sem er ekkja, fylgd- ist með ferð hans í sjónvarpi á heimili sínu og kona hans, Marilyn og börn fylgdust með ferðinni frá geimstöð- inni í Houston. Frú Marilyn gengur með fjórða barn þeirra og er ekki ósennilegt að það verði fætt, áður en faðirinn finnur aftur fast land undir fótum. Hin börn- in þrjú heita Barbara, James Arthur og Susan. Marilyn Lovell var hin glaðasta og rólegasta, þegar fréttamenn ræddu við hana í Houston. Kvaðst hún von- góð um að fá manninn heim til sín aftur, áður en barnið fæddist. — „Hann hefur alltaf komið í tæka tíð. áður en hin börnin fæddust og ég býst við því sama nú“, sagði hún. ★ ★ ★ Á mínútunni kl. 2,30, að staðartíma — 7,30 GMT — lyftist Titan eldflaugin af skotpallinum og ferð þeirra Bormans og Lovells var haf- in. Flaugin reis fyrst hægt og tígulega umvafin þykku reykskýi, en hraðinn jókst jafnt og þétt og fyrr en varði stefndi flaugin út í eilífðina með ógnarhraða. Þrem mín- útum síðar var tilkynnt, að geimfarið Gemini 7. væri komið á braut umhverfis jörðu og allt væri í bezta lagi. Fylgdust þá að geim- Framhald á bls. 23. Kosningaúrslitin í Frakklandi vekja undrun víða um heim — talinn mikill hnekkir fyrir DeGaulle EINS og frá er skýrt í for- síðufrétt í dag, fékk DeGaulle ekki hreinan meirihluta í kosn ingunum sl. sunnudag. Af þess um sökum fara fram auka- kosninigar þann 19. des., mdlli tveggja efstu manna. Skoðan- ir eru nokkuð skiptar um á- stæðumar fyrir fylgistapi for- setans. Miklar bollaleggingar eru í dagblöðum víða um heim, og nefna mörg þeirra eftirfarandi ástæðu. Frakkar eru ekki eins sammála um ut- anríkisstefnu DeGaulles, og álitið hefur verið. Hann fékk aðeins 44% atkvæða, en Mitt- erand, aðalandstæðingur for- setans fékk 32% atkvæða. Sovétmenn eru þeirrar skoð- unar, að það hafi verið vegn>a stuðnings kommúnisti og ann arra vinstri sinnaðra, að Mitt- erand hlaut þetta mikið fylgi. Á forsíðum franskra blaða í morgun, gaf að líta breið- letraðar fyrirsagnir: „Auka- kasningar 19. desember." í for síðuleiðara hins íhalds- sama blaðs, „Figaro," er De- Gaulle hvattur til ða gefa kost á sér við aukakosningar síðar í þessum mánuði, en DeGaulle hefur áður lýst því yfir, að ef hann fengi ekki hreinan meiri hluta í kosningunum, myndi hann ekki gefa kost á sér í aukakosningum. Blaðið segir ennfremur að forsetinn verði að íhuga gaumgæfiiega hvaða þýðingu þessi kosningaúrslit hafi fyrir stefnu hans í stjórn- málum. Þetta sé aðvörun frá kjósendum og augljóst sé að stefna hans nú hafi minni- hluta fylgi. Samkvæmt lögum verða þeir DeGaulle og Mitt- erand að tilkynna fyrir mið- nætti nk. fimmtudag, hvort þeir hyggist gefa kost á sér í aukakosningum. Ef DeGaulle dregur sig í hlé, mun keppi- nautur Mitterands verða Jean Lecanuet, sá er fékk þriðju hæstu atkvæðatölu í kosning- unum á sunnudag. í Bandaríkjunum hefur eng in opinber tilkynning verið gefin út í sambandi við kosn- ingaúrslitin, en almennt hafa þau vakið undrun Bandaríkja- manna. Þeir fáu ráðamenn, sem fengizt hafa til að láta í ljós skoðanir sínar, hafa bent á tvennt: 1) Það hefði þótt fjarstæðukennd óskhyggja, ef þeirri skoðun hefði verið hald ið á lofti fyrir nokkrum mán- uðum, að ferli DeGauiles sem stjórnmálaleiðtoga, væri senn Jcan Lecanuet. lokið. 2) Ástandið í frönskum stjórnmálum hefur tekið rót- tækum breytingum meðan á kosningabaráttunni stóð, og hefur þetta m. a. haft það í för með sér, að stjórnmála- menn víða um heim verða að fara að æfa sig á framburðin- um á nafninu Jean Lecanuet, en þessi maður virðist vera stöðugt stígandi stjarna á frönskum stjórnmálahimni. Almennt er talið í Banda- ríkjunum, að DeGaulle muni sigra með naumum meirihluta í aukakosningum, ef hann gef- ur kost á sér. Kosningaúrslitin hafa vakið ánægju í Þýzkalandi, en stjórnin hefur ekki gefið út neina opinbera yfirlýsingu. Þjóðverjar hafa beðið með eftirvæntingu eftir úrslitun- um, og að því er AP frétta- stofan segir, var skýrsla um frönsku kosningarnar það fyrsta sem Erhard kanslari bað um, er hann kom á skrif- stofu sína á mánudagsmorg- un. Flest þýzk dagblöð birtu forsíðufréttir um kosninga- úrslitin, og í ritstjórnargrein í stórblaðinu „Die Welt“, segir m. a. „Vinaþjóðir Frakklands hljóta nú að sjá, að DeGaulle og skoðanir hans, er ekki samnefnari frönsku þjóðar- innar. Þeir sem til þessa hafa aðeins séð stjórnmálamanninn DeGaulle, en ekki Frakkland, er nú ljóst, hvað hugmyndin um Bandaríki Evrópu, sem DeGaulle hefur til þessa fyrir- litið og barizt gegn, á í raun- inni djúpar rætur í hugum frönsku þjóðarinnar". Að því er þýzkir sósíal- demokratar telja, leiða kosn- ingaúrslitin eftirfarandi stað- Francois Mijterand. reyndir í ljós: 1) Frakkar bera virðingu fyrir DeGaulle, en þeir sætta sig ekki lengur við gýfuryrði hans um mikil- fengleik Frakklands, sem ekki virðast eiga við rök að styðj- sat. 2) Stór hluti kjósenda ber í brjósti ótta um að Frakk- land einangrist, ef stefnu De- Gaulles, í innanríkis jafnt sem utanríkismálum, verði fram- fylgt. 3) Meirihluti frönsku þjóðarinnar er ekki sammála DeGaulle um að hann sé ómissandi maður. Kosningaúrslitin hafa vakið undrun í Japan, að því er seg- ir í forsíðufrétt stórblaðsins „Asahi Shimbun“ sem gefið er út daglega í 4 millj. ein- taka. Þar segir m. a. : „Franska þjóðin hefur gréini- lega látið í ljós efasemdir að því er varðar stjórnmála- stefnu forsetans. Svo virðist sem heilbrigð skynsemi, hvað snertir stjórnmál, hafi skyndi lega vaknað með frönsku þjóð inni og tekið í taumana. Þetta getur ekki talizt undarlegt eftir sjö ára stjóm DeGaulles. Stöðug og hörð gagnrýni frá Framh. á bls. 23. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.