Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 7. des. 1965 MORCUNBLAÐIÐ 25 1 — Hvers vegna ætli prests- frúin sé svona sjaldan í kirkju? — Ætli það sé ekki vegna þess að hún þarf þá að sitja heilan tíma undir rseðu manns síns, án þess að geta gripið fram í fyrir honum. >f : 1 Maður fór með ungan son sinn í óperuhús til þess að hlusta á söng mjög frægrar söngkonu. — Hljómsveitarstjórinn veifaði tón sprota sínum og óperusöngkonan hóf söng sinn. Þá sagði strákur- inn upp úr eins manns hljóði: — Hvers vegna er kallinn að berja kellinguna? — Hann er ekkert að berja hana, hann er að stjórna! ' — Hvers vegna veinar hún þá svona, spur'ði strákur aftur. Hjónin voru að rífast um dótt- ur sína og ungan mann sem hún var nýtrúlofuð. Manninum líkaði ekki við þennan unga mann. — Ég skil ekkert í henni dótt ur okkar, sagði hann. — Það ligg ur ekkert á — hún er svo ung ennþá. Hún getur vel beðið þang- eð til sá rétti kemur. — Hversvegna skyldi hún vera að bíða eftir þeim eina rétt, svar •ði móðir hennar, ekki gerði ég það. Þar sem Fögnuður var ekki sérlega vanur venjum hins menntaða heims, á- kváðu þeir að venja hann smátt og smátt við lífið á „Sykurtoppi". Þess vegna byggðu þeir anddyri og komu þar fyrir mjög ófullkomnu rúmi, þar sem Fögnuður gat sofið þangað til hann vildi flytja inn í húsið. Prófessor Mökkur hóf strax að veita Fögnuði tilsögn í máli þeirra félaga, því að það gat alls ekki gengið að hann gæti hvorki talað mál þeirra né kynni að skrifa það. — Þetta hérna er „A“, sagði hann. — Getur þú sagt „A“? — „A“, svaraði Fögnuður og framburðurinn var hárréttur. Spori var ekki í alltof góðu skapi yfir því, að hann skyldi þurfa að sjá um mat- reiðsluna, meðan sá svarti lét fara vel um sig á skólabekknum. — Tekur hann ein- hverjum framförum? spurði hann Júmbó dag einn. — Iss, já, já, hann er svo dug- legur, að með sama áframhaldi verður eld- húsið alltof lítilmótlegur staður fyrir hann, svaraði Júmbó í strýðnistón. SANNAR FRÁSAGNIR Eftir VERUS 1 Ef Bandaríkin liggja a8 norS- anverðu að Kanada, sunnanverðu áð Mexicó, austanverðu að At- lantshafi og vestanverðu að Kyrrahafi, hve gamall er ég þá? spurði kennarinn nemendur sína. Það var lengi þögn í bekknum, en svo svaraði einn drengurinn: —- Þú ert 44 ára. — Kétt, en hvemig í ósköpun- um fórs-tu að finna það út? — Ég á bróður, sem er bara hálfvitlaus, en hann er 22 ára, svo mér fannst það éðlilegast að þú værir 44. Þyrlan kemur að miklum not- um í iðnaði og fer notkun henn- ar á því sviði vaxandi. Þegar skýjakljúfar eru byggðir er ætíð mesta vandamálið, að koma hinum gífurlega þungu járnbitum í mikla hæð, en þar veitir þyrlan ódýrustu og beztu lausnina. Rafmagnsstrengir hafa verið lagðir yfir fjöll á einum sjötta þess tíma, sem til þess þurfti áður fyrr. Þyrlan getur flutt turna miIU staða, sett þá á réttan stað og gerir með því lagningu aukavega ó- þarfa. Þyrlur eru framleiddar í mörgum stærðum og gerðum og geta flutt tilbúin hús á fjalls- toppa, rekið nautahjarðir og flutt trjáboli úr skógum fyrir timburiðnaðinn. Olíuiðnaðurinn um heim allan hagnýtir þyri- urnar tU flutninga eða tU könn unarferða. f ræktun eru þyrlur hagnýttar til dreifingar á fræ- um, til þess að þar vaxi í fram- tíðinni skógar. Einnig koma þyrlur að góðum notum við — Það er atvinna min að taka ljósmynd- ir ... Ég er frá dagblaði! — Þér verðið að ljúga betur en þetta, ungfrú . . . Hver sendi yður til að taka myndir af stjóranum? — FLJÓTAR NÚ! JÚMBÖ — Ó! Hár hvellur, er ljósperan springur £ andliti Quarrels. — Þú — ! Teiknari: J. M O R A baráttu við skógarelda. Snemma 1600 km. vegalengd og tók ferð- ársins 1965 var 2.5 tonna þung in 16 klukkustundir. Þetta er Apollo eldflaug flutt af þyrlu lengsta ferð sem farið hefur ver alla leiðina frá Tulsa, Okla- ið með þungaflutning til þessa homa til Kennedyhöfða eða dags. HAESTROI £3Z 1 — Og hann sagðl, að ég spil- aði Mozart eins og þegar aðrir yæru að stiila fiðluna sina. r — Þú ættir að giftast, sagði giftur máður við álkulegan pip- arsveinavin sinn. — Mig langar ekkert til þess að giftast, sagði piparsveinninn. — En hjónabandið er alveg dá- samlegt, svaraði sá gifti, — og þó sérstaklega forleikurinn að því. Hugsaðu þér bara, hvað það er dásamlegt að fara í litlum bát í tunglsljósinu eftir læknum, sem rennur gegnum skóginn og syngja ástarljóð eftir Davíð . . . — Blessaður vertu, svaraði piparsveinninn, þetta hef ég allt saman gert. Ég hef róið litlum bát í tunglsljósi eftir læknum, sem rennur gegnum skóginn, og sungið ástarljóð eftir Davíð. Já, mér fannst heldur lítið varið í það. — Og fannst þér ekkert varið í að hafa stúlkuna með? — Ha, stúlku Hefur maður stúlkur með sér í slíku? Fólk úr víðri veröld „Pop“-stjarnan Petula Clark Bítlarnir frá Liverpool voru hinir fyrsut til að koma brezkri pop-músik á framfæri í Banda- ríkjunum. Fleiri fylgdu á eftir, og áunnu sér engu minni hylli og má þar benda á Rolling Stones, Herman Hermits, Jerry and the Paoemakers og marga fleirL Sá dægurlagasöngvari, sem hefur unnið einna mesta hylli í Bandaríkjunum er hin brezka Petula Clark, sem varð heims- fræg á svipstundu af laginu Downtown, sem samið var af Englendingnum Tony Hatch. Petula Clark er nú skærasta stjarnan á hinum bandaríska dægurlagahimni, þó að vafa- samt sé að sú frægð haldist lengi, ef marka má reynslu annarra dægurlagasöngvara í Bandaríkjunum. Nægir þar að benda á Elvis Presley, sem hefur bókstaflega drukknáð í þeirri flóðbylgju „popsins", sem brezku bíltarnir veittu inn 1 Bandaríkin á sínum tíma. Allt um það nýtur Petula Clark frægðarinnar í rík- um mæli, Hún er eftirsóttasta söngkona í Bandaríkjunum og eftirlætissöngvari hins fræga næturkiúbbs Copacabana í heimsborginni New York. Nýlega kom Petula fram í eig- in sjónvarpsþætti, sem sýndur verður um öll Bandaríkin á jól- unum, og má eiginlega telja, að með því hafi hún náð lengst á öllum sínum glæsilega frægðar- ferli. í umræddum sónvarpsþætti mun Petula Clark verða klædd, sem eftir tízkunni 1929 og syngja jólalög me'ð undirleik á píanó. Petula Clark er arftaki Cillu Black, sem náði heimsfrægð með lagmu „You're my World“. Nú heyrist lítið til þeirrar ágætu söngukonu, og má af því marka, að frægðin er fallvölt í hinum margslungna og hrikalega heimi „popsins". , Önnum kafin kvikmyndadís Julie Andrew, heitir hún, og í fyrra fékk hún Oscar-styttuna fyrir leik sínn í kvikmyndinni Mary Poppins. Síðan hefur verið stöðugt annaríki hjá henni, til- bo’ðin berast henni í tugatali, og mun hún nú vera sú stjarna í Holloywood, er einna skærast skín. Um þessar mundir er hún önnum kafin við að leika í hroll vekju, sem gæsahúðar smiðurinn Alfred Hitchcock stjórnar. Mynd in heitir „Torn Curtain-' og mót- leikari Julie í henni er Paul Newman. Julie ségir sjálf um myndina: — Þetta er að sjálf- sögðu hrollvekja, en mér finnst hún samt hlægileg, sérstaklega vegna þess, að Hitch hefur svo kynlega kímnigáfu“. Það er ákaflega lærdómsríkt að vinna undir stjórn hans og þaö ríkir mikill agi hjá honum. Hann veit nákvæmlega, hvað hann vill og myndar aðeins það, sem hann vill myn'da. Hitchcock svarar þegar hann er spurður, hvers vegna hann hafi valið Julie Andrews í hlut- verk þetta: „Hún er alþjóðleg stjarna, og hefur unnið sér fast- an sess, sem góð leikkona. Það er um mánúður síðan hún lauk við myndina „Hawaii“, sem gerð var eftir samnefndri metsölubók James Michener, en tveimur dögum síðar, var hún byrjuð að leika 1 þessari mynd Hitchcock. Þegar því er lokið mun Julie taka sér smá frí frá störfum en síðan taka til við kvikmyndina „Private Eye“, og þar á eftir „Gertrude Larw- rence Story". — Það er svo mik- ið að gera, stynur Julie auming- inn, að maður hefur vart tíma til þess að anda. Á myndinnr sést Julie ásamt Paul Newman og Alfred Hitchcock, sem snýr í okkur bakL JAMES BOND James Bond BY IAN FliMING DRAWING BY JOHN MclVSKY Eftir IAN FLEMING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.