Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 22
MORCU N BLADID Þriffjuclagur 7. des. 1965 Faðir okkar, KRISTJÁN SIGTRYGGSSON Amtmannsstíg 5A andaðist 6. desember síðastliðinn. Hulda Kristjánsdóttir, Kristján Kristjánsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR Deildartúni 10, Akranesi, lézt í sjúkrahúsi Akraness, sunnudaginn 5. desember sl. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Júlíusson, börn og tengdabörn. Bróðir okkar, ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON frá Stafnesi, andaðist að Elliheimilinu Grund, 4. desember sl. Systkinin. OTTO ERHARD stórkaupmaður, Hamborg, andaðist 5. desember síðástliðinn. Otto Erdland. Hjartkær eiginkona mín og móðir okkar, HELGA ÖRNÓLFSDÓTTIR Skipasundi 8 lézt á fæðingardeild Landsspítalans laugardaginn 4. des. Baldur Jónasson og börnin. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, ÞORKELL DANÍEL RUNÓLFSSON Grafarnesi, andaðist 4. desember sl. — Jarðarförin ákveðin síðar. Margrét Gísladóttir, börn og tengdabörn. Jarðarför móður okkar, JÓNÍNU KRISTJÁNSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. desember kl. 10:30 f.h. — Blóm afbeðin, en þeir, sem vilja minn- ast hinnar látnu eru vinsamlega beðnir að láta Kven- félag Bústaðasóknar njóta þess. Anton G. Axelsson, Sigríður Axelsdóttir, Friðrik S. Axelsson. Bálför mannsins míns, ÓLAFS P. JÓNSSONAR héraðslæknis, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. þ.m. kl. 10,30 árdegis. — Athöfninni verður útvarpað. Fyrir mína hönd og barna minna. Ásta Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem sýndu mér samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, SIGURLAUGAR S. SIGURÐARDÓTTUR Sigurður Benediktsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns og föður, SIGURJÓNS GUÐLAUGSSONAR bifreiðastjóra, Grafarnesi. Guðveig Þorleifsdóttir, Hjörtur Sigurjónsson. Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall ástkærrar móður, tengdamóður og ömmu, HILDAR BJÖRNSDÓTTUR Gnoðarvogi 64. Ennfremur færum við læknum og hjúkrunarliði, sem hana önnuðust, þakkir og kveðjur. Hólmfríður Jósefsdóttir, Kaare Petersen, Margrét Jósefsdóttir, Ragnar Jóhannesson, Haukur Jósefsson, Svava J. Brand, Barnabörn og aðrir aðstandendur. Signar Valdemarsson IMinningarorð SUNNUDAGINN, 28. f.m. and- aðist í Landsspítalanum Signar Valdemarsson kaupmaður, til heimilis að Eskihlíð 14 hér í bæn- um. Jarðarför hans fer fram kl. 10.30 f.h. í dag frá Fossvogskap- eBu. Signar var fæddur að Bakka á Langanesströndum, 23. april 1910, og var því 55 ára að aldri er hann lézt. Foreldrar hans voru Valdemar Jónatansson, ættaður úr Vopnafirði og af Langanes- ströndum og Sigríður Jónsdóttir, ættuð úr Styikkishódmi. Sigríður var yfir 30 ár vel látin ljósmóðir í Skeggjastaðahreppi. Auk Sign- ars áttu þau Sigríður og Valde- mar eina dóttur, Þórhildi sem gift er Oddgeiri Péturssyni og búa þau hjón í Keflavík. Þegar Signar var tveggja ára, fluttu foreldramir með börnin frá Bakka að GunnóMsvík í sömu sveit og bjuggu þar fram til árs- ins 1936, að þau settust að á Þórshöfn. Vandist Signar snemma allskonar vinnu, bæði til sjós og lands, enda hafði hann mikla starfslöngun og ríka sjálfsbjarg- arlund. Árið 1937 stofnaði hann eigin verzlun á Þórshöfn og rak hana fram til ársins 1947 að hann fluitti með konu sína og foreldra til Reykjavíkur. Stundaði hann um hálfs annars árs skeið ýmis- konar störf hér í bænum, unz hann var ráðinn starfsmaður í skrifstofu tollstjórans í Reykja- vík hinn 1. janúar 1949 og stanf- aði þar upp frd því. Eftirlifandi kona Signans er Kristjana Anna Jónsdóttir, frá Skálum á Langanesi. Eignuðust þau hjónin tvö börn, Knút, sem er 15 ára og stundar nám við Verzlunarskóla íslands, Og Sig- ríði Lilju, 4. ára. Foréldrar Signars fluttu eins og áður grein- ir með þeim Signari og konu hans til Reykjavikur Og dvöldu á heimili þeirra upp frá því. Voru ungu hjónin bæði jafn nær- gætin við þau og önnuðusit þau með stakri umhyggjuseimi. Eru báðir foreldrar Signars nú látin fyrir nokkrum árum. Signar var vinnusamúr og starfsglaður maður. Hann var vel að sér í öllu, sem viðkom sfcrifstofuistörfum, þó ekki hefði hann átt þess kost að ganga í framlhaldsskóla, og hafði mjög góða rithönd. Greiðvikinn var hann og hjálpsamur svo af bar og vildi hvers manns vandræði leysa. Hann var viðkvæmur í lund og mátti ekkert aumt sjá, svo hann vildi ekki reyna úr að bæta, og bamgóður var hann með afbrigðum. Hann var glaður og reifur í vinahóp, kunni marg- ar skoplegar sögur og sagði eink- Eur skemmtilega frá, allt þó án græsku. Alger bmdindismaður var hann á vín og tóbak, reglu- samur og snyrtilegur í allri um- gengni. Hann fylgdi eindregið Sjálfstæðisflokknum að málum. Fyrir um það bil tveimur árum kenndi Signar nokkurs lasleika og náði sér aldrei upp frá því. Fyrst í sumar kom í ljós að um ólæknandi mein var að ræða. öalastore Stærðir 45—265 cm. Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13. S. 13879 -17172. Tökum veizlur og fundi. — Utvegum islenzkan og kín- verskan veizlumat. Kínversku veitingasalirnir opnir alla daga frá kl. 11. Pantanir frá 10—2 og eftir kl. 6. Simi 21360. Þakka innilega öllum vinum mínum, sem sendu mér skeyti, blóm og glöddu mig á annan hátt á afmælis- daglnn minn. Amalía Jósepsdóttir. Hjartans þakkir til bama minna, barnabarna og tengdabarna, frændfólks og vina fyrir allt, sem þau gerðu fyrir mig á 75 ára afmælisdaginn. Ég þakka gjafir, skeyti og hlýjar kveðjur. — Guð blessi ykkur ölL Jóhanna Tómasdóttir, Grundarstíg 5. Þakka af alhug öllum fjær og nær, venzlafólki og vinum, sem tóku þátt i að minnast sextíu ára afmælis míns og sýndu mér margvíslegan heiður. Magnús Hannesson, rafvirkjameistari. Ég þakka ykkur öllum, sem minntust mín á áttræðis- afmæli mínu og óska ykkur alls hins bezta. Helgi Ketilsson, Odda, ísafirði. Lokað Skrifstofan verður lokuð fyrir hádegi, þriðjudaginn 7. desember, vegna jarðarfarar. TOI.LSTJÓRASKRIFSTOFAN . Arnarhvoli. Signari var þetta vel ljóst, en æðraðist eklki heidur bar þján- ingar sínar með mikilli hetju- lund og beið dauða siíns með óvenjulegri hugarró. Sagði sem kappinn forðum, að þá skuld eiga allir að lúka. Eftir upp- skurð á sjúfcrahúsi dvaldi hann heima í nokkurn tíma, mest þó við rúmið, en var fluttur hel- sjúkur á Landsspítalann seinni- partinn í nóvember, þar sem hann lézt eins og áður segir 28. f.m. Vinir hans og samstarfsmenn senda eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum, innileg- ustu samúðarkveðjur. Þeir geyma í huga sér Ijúfar minn- ingar um góðan dreng sem féll fyrir aldur fram. Bjarni Pálsson. vandervell) ^JVélalegur^y Ford, amerískur Ford, enskur Ford Taunus Dodge Chevrolet, flestar tegundir Bedford Disel GMC Plymoth Bedford, diesel Thames Trader BMC — Austin Gipsy De Soto Chrysler Buick Mercedes Benz, flestar teg. Gaz ’59 Pobeda Opel, flestar gerðir Skoda 1100—1200 Reniault Dauphine Volkswagen Þ. Jónsson & Co. Brautarholti 6. Sími 15362 og 19215. BUTTERFLY Barnanáttfðt margar gerðir. Allar stærðir. Drengjaföt Telpnapeysur Telpnablússur Telpnapils Heildsölubirgðlrt BERGNES a/f. Bárugötu 16. —Simi 21270. ALLSKONAR PRENTUN Hagprentp Sími 21650 I EINUM OG FLEIRI UTUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.