Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐID Þriðjudagur 7. des. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne Það heyrðist ofurlítill smell- ur í símanum og Saunders kom fram undan málverkinu með góðmannlegt bros á vör. Fimmtu dag þann 19., klukkan 9.37 varð árekstur á T-mótunum á Wands worthbrúnni og New Kings Ro- ad. Báðir bílamir skemmdust talsvert. Ökumennirnir voru ungfrú Eleanor West og hr. Hammond Barker. Hún var flutt í spítala með meiðsli á höfði. Hr. Barker meiddist ekki nema lítilfjörlega. Saunders smellti teygjunni um vasabókina sína með mikilli áherzlu og skálmaði yfir að stólnum sínum aftur og settist niður. Ég var að horfa á Perlitu. Svipurinn á henni var cins og hún botnaði ekki neitt í neinu. Hún' hafði sýnilega ekki vitað neitt um þetta áður. Ég reyndi að hugsa út einhverja gilda á- stæðu til þess að maðurinn henn- ar hefði þagað yfir þessu við hana, en það var árangurslaust. Hún sagði: — Mér skildist bíllinn hafi farið á verkstæði til þess að láta taka upp vélina, og ég vissi, að þess var farið að þurfa. Hann sagði bara, að hann væri á verkstæði, svo að mér datt ekki neitt í hug. En mér finnst skrítið, að hann skyldi ekki segja mér frá þessum árekstri. Ég þagði um stund en sagði síðan dræmt: — Því miður er ég ekkert viss um, að þessi árekstur sé nokkur fjarverusönn im. Ef hann hefur orðið kl. 9.37, hefur hann ekki tafizt meir en í mesta lagi klukkustund og þá er klukkan 10.37 — og Úrs- úla var myrt um klukkan ellefu. p-------------------------□ 45 □-------------------------□ Þá gat hann hafa haft nógan tíma til að ná sér í leiguvagn — ef þá bíllinn hefur verið ógang- fær — og skreppa yfir til Putn- ey sem er ekki nema tíu mín- útna leið. Og hvað var hann yf- irleitt að vilja í Fulham? Ekki hefur hann þá verið á leið heim til Yvonne Lavalle, nema þá eft- ir miklum krókaleiðum — þér skiljið, hvað ég á við? Allt bend ir yfirleitt til þess, að hann hefði getað myrt Úrsúlu. Hún reis upp öndverð. — Það hefðu svo margir aðrir getað gert! — Satt er það svaraði ég ró- lega. — Þér hefðuð sjálf getað gert það. — Til hvers hefði ég átt að vera að því? — Það veit ég auðvitað ekki. Og rétt í bili hef ég engan áhuga á því. En ástæðurnar til slíks og þvílíks geta stundum legið djúpt. En það, sem ég hef raun verulegan áhuga á, er það, hvers vegna þér sögðuð mér, að þér hefðuð farið ein á bíó þetta kvöld, þegar þér fóruð með Úrs- úlu? — Ég fór í bíóið. — Með Úrsúlu, endurtók ég þrákelknislega, því að nú ætlaði ég að nota þessa hugdettu oaina til hins ítrasta. Sem snöggvast var hún eins og á báðum áttum. Hvers vegna sögðuð þér mér ekki frá því strax? — Ég þorði það ekki. — Hvers vegna. Hún þumbað- ist við og ætlaði sýnilega ekki að segja mér frá því. Ég hélt áfram: — Enginn er fús til að játa sig hafa verið í fylgd með myrtum manni, skömmu áður en hann var myrtur. Það get ég vel Skilið, en svona hlutir hafa þann ljóta vana að skjóta upp kollinum seinna og þá er maður kannski helmingi verr settur en áður og þá verður að fara með yður eins og þér séuð grunuð. Hún leit snöggt upp. — Þetta er ekki nema alveg satt. Við fórum saman í bíóið. — Og klukkan hvað? — Nokkuð seint, hún hlýtur að hafa verið farin að nálgast níu. — Hversvegna svo seint? — Af því að við kærðum okk- ur ekkert um fyrri myndina. — Hvaða mynd sáuð þið? Hún hugsaði sig dálítið um. — Ég man ekki, hvað hún hét. — Þá lítur helzt út fyrir, að þér hafið hvoruga myndina kært yður um að sjá. Hún svaraði fyrtin: — Ég man ekkert, hvað hún hét, en hún var um eitthvert fjall og svo eitthvað, sem kom utan úr geimnum. — Saunders skaut að, hógvær- lega: — Var það Trollenberg- hryllingurinn“? — Já, það var það. Nú leit hún á mig ögrandi. Manni get- ur nú ekki hæglega dottið svona nafn í hug. Ég brosti til hennar. — Mér þætti vænt um ef þér vilduð hætta að halda, að við séum allir andvígir yður. Ég er aðeins að reyna að koma mér niður á tilteknum staðreyndum . . . það er allt og sumt. En sátuð þér þarna myndina á enda? — Já. — En Úrsúla? — Auðvitað líka. — Og svo? — Svo fylgdi ég henni að strætisvagninum og gekk sjálf heim. Ég horfði beint á hana. — Seg ið þér mér, frú Barker: Hvern eruð þér að reyna að vernda? — Hvað eigið þér við? Nú var hún orðin óróleg. — Það kann að vera satt, að þér hafið setið myndina á enda, en hitt er jafnvíst, að það gerði Úrsúla ekki. Þjóðsöngurinn var ekki leikinn fyrr en klukkan 10.55. Úrsúla var dauð í rúminu sínu í Putney klukkan ellefu eða þar um bil. Svo fljótur hefði jafnvel Stirling Moss ekki getað verið í förum! Það var reiðiglampi í fallegu augunum. — Úr því að þér vit- ið þetta allt svona vel, hvers vegna þá að vera að spýrja um það? — Af því að ég vil vita alveg fyrir víst, hvers vegna venð er að leyna mig tilteknum atrið- um. Ég get ekki annað en hald- ið að þér hafið manninn yðar grunaðan um að hafa myrt Úrs- úlu, og eruð svo að gera allt, sem í yðar valdi stendur til að útvega honum fjarverusönnun, sem þér vitið mætavel, að er ekki tiL Við störðum hvort á annað langa stund. — Hafið þér hann grunaðan?. spurði ég. — Ég hafði það . . . . já, svaraði hún. — En nú orðið? Hún hristi höfuðið hægt. — Hvers vegna viljið þér þá ekki hjálpa okkur að sanna það, með því að segja mér satt? Allar þessar lygar og undanbrögð geta ekki orðið honum til annars en dómsáfellis. Það verðið þér að skilja. Og allt í einu linaðist hún; tárin fylltu augu henrvar og hún barði krepptum hnefunum á hné sér. — En ef hann hefur nú gert það! æpti hún í örvæntingu sinni. — Ef hann skyldi nú hafa gert það! — Þá verður hann bara að taka afleiðingunum og hvorki ég þér né neinn annar getur neitt gert. í fyrsta lagi: fóruð þér i bíóið af nokkurri sérstakri á- stæðu? Það leið löng stund áður en hún svaraði og þegar svarið kom var uppgjafahreimur í röddinni. — Yvonne hringdi hingað fyrr um kvöldið og talaði við Mamm ond. Hún sagði honum, að Úrs- úla væri hjá sér og væri í vand- ræðum með eitthvað. — Þér heyrðuð ekki þetta samtal, var það? — Ég var úti í eldhúsi að taka til matinn og Hammond kom til mín þangað og sagði mér frá 'þessu. Hann stakk upp á, að ég hringdi og talaði við hana hjá Yvonne, og byði henni í bíó, til þess að hafa af fyrir henni. — Fannst yður ekki einkenni- legt, að þessi uppástunga skyldi koma frá honum .... ekki hrifn- ari en hann var af Úrsúlu? — Jú, vitanlega. Ég spurði hann hverju sætti þessi snögglega umhyggja hans fyrir henni og hann þaut upp og sagði, að þetta væri vegna þess, að hún væri farin að fara í taugamar á Yvonne. Við fórum að rífast út af þessu, en að lokum fór ég f símann, hringdi Úrsúlu upp, og sagðist vera að koma til að taka hana með mér. Hún sagðist skyldu hitta mig við bíóið, og það gerði hún. í miðri sýning- unni stóð eitthvert fólk upp og fór út og ég held, að hún hafi hlotið að fara um leið. Ég sá hana ekki fara og elti hana ekki — það var engin ástæða til þess. Hún var auðsjáanlega í æsingu út af einhverju — en hún sagði mér ekki hvað það var og vildi sýnilega vera ein um það. Jólaalmonök Jólakort — Jólaskraut Jólapappír — Jólaservíettur Jólakerti. BOKAVERZLUN SlGFÚSAR EYMUNDSSONAR Austurstrœti 18 - Sími 13135 JUJNANGSGULTI>DÖKKGRÆ.NTHGULTOKKUR LJÓMAGULT brímbvítt ÚRVAL H.S.Í. - KARVINÁ i kvöld kl. 20.15 FRAM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.