Morgunblaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 17
Fimmtudagur f§. fts. 1965
MORGU N BLAÐIÐ
17
Skýrsla ríkisst jórn arinnar til Alþingis
um athugun á byggingu alúmínverk-
smiðju á íslandi
Á FUNDI Sameinaðs Alþingis
í gærkvöldi flutti Jóhann Haf-
stein, iðnaðarmálaráðherra,
skýrslu þá um alúmínmálið,
sem hér fer á eftir:
l Þann 5. maí sl. lagði ríkis-
Stjórnin fram á Alþingi skýrslu
um þá athugun á byggingu
»lúmínverksmiðju hér á landi,
sem fram til þessa hefur farið
frarn að tilstuðlan ríkisstjórnar-
innar og á vegum stóriðjunefnd-
«r.
Allítarlegar umræður urðu
um þessa skýrslu í þinginu
næstu daga.
I Áður en hér var komið hafði
stóriðjunefnd þann 14. nóvem-
ber 1964 skilað itarlegri skýrslu
til ríkisstjórnarinnar um alú-
xnínverksmiðju og stórvirkjun,
en þar voru störf nefndarinnar
og gangur viðræðna við erlend
alúminfyrirtæki rakin fram til
þess tíma. Skýrsla þessi ásamt
fylgiskjölum var-afhent öllum
alþingismönnum, sem trúnaðar-
xnál skömmu síðar, þ.e. 23. nóv-
ember. Einnig höfðu þingmönn-
um verið afhentar skýrslur stór
iðjunefndar um framhaldsvið-
ræður í málinu, sem fóru fram
í desembermánuði 1964 í Zúrioh
og í Washington í marz 1965 og
loks í Reykjavík dagana 31.
marz og 1. apríl. Aðilar þeir,
sem tóku þátt í þesum viðræð-
um voru fulltrúar íslenzku ríkis
stjórnarinnar, fulltrúar Swiss-
Aluminium og fulltrúar frá Al-
þjóðabankanum.
Með þesari skýrslugerð og um
ræðum um hana má segja, að
gerð hafi verið til hlítar grein
fyrir hvernig horfur voru á þess
um tima í þessu máli. Jafnframt
hafði það skeð, að fyrir Alþingi
hafði verið lagt frumvarp til
laga um landsvirkjun og var
það afgreitt á síðasta þingi, en
i því frumvarpi fylgdu ítarleg-
*r skýrslur og greinargerðir sér
fræðinga um þær rannsóknir,
sem fram höfðu farið hér á
landi um möguleika til stór-
virkjana í fallvötnum landsins.
Einnig hafði þingmannanefnd
skipuð fulltrúum þriggja þing-
flokka unnið að athugun máls-
ins frá því 9. febrúar, en eftir
að fram var lögð skýrsla ríkis-
stjórnarinnar þann 5. maí var
fjölgað í nefndinni og einnig
teknir í hana fulltrúar Alþýðu-
•bandalagsins, þannig að síðan
hafa allir þingflokkar átt sæti
1 þessari þingmannanefnd.
Eins og kunnugt er fóru enn
fram framhaldsviðræður milli
lömu aðila og áður hér í Reykja
vík, dagana 1.—3. desember og
gaf þá iðnaðarmálaráðuneytið
út fréttatilkynningu þess efnis,
að samkomulag hefði náðst í
viðræðum milli fuHtrúa aðila í
meginatriðum. í>að sem næst
lægi fyrir væri að ganga frá
samningsuppköstum með marg-
háttuðum fylgiskjölum og
rnyndu lögfræðingar aðila
vinna að því í desember. Það
hafa komið fram óskir um, að
frá því yrði nokkuð nánar
greint hér í þinginu, hvað að-
hafzt hefur verið síðan í maí á
þessu ári og hvað líklegt sé, að
framundan verði um meðferð
málsins innan ríkisstjórnar og
á Alþingi. ,
Ég gerði grein fyrir því í um-
ræðunum hér á Álþingi í vor,
að ég teldi málið þá vera komið
á nokkuð nýjan vettvang, þ.e.
af hreinu umræðustigi og á
þann grundvöll, að iþess bæri að
freista, hvort samningar gætu
tekizt milli aðila.
Á þessu stigi málsins höfðu
aðeins verið gerð frumdrög af
íslands hálfu að svokölluðum
aðalsamningi við hið svissneska
fyrirtæki og jafnframt frumupp
drög að orkusölusamningi. í lok
maímánaðar bárust okkur ís-
lendingum ný samningsuppköst
af hálfu Svisslendinganna og
síðan hefur sleitulaust verið
unnið að því að koma slíkum
samningsuppköstum í það horf,
er báðir aðilar gætu við unað.
Ég vil geta þess, að samnings-
uppköst Svisslendinganna frá
því í maímánuði Ollu okkur
nokkrum vonbrigðum og hafa
skapað ýmsa erfiðleika e.t.v.
ekki sízt vegna þess, hvernig
þeir voru þá formaðir af hálfu
lögfræðilegra ráðunauta hins
svissneska fyrirtækis og höfð-
um við sitthvað við það að at-
huga. Gerði ég þingmannanefnd
inni strax í Zúrioh þann 17.
júní, grein fyrir þessu og nefnd-
in fékk þessi uppköst Svisslend-
inganna til meðferðar eftir
heimkomu.
Ég vil skjóta því hér inn, að
um þetta leyti hafði orðið að
ráði, að þingmannanefndin
tæki sér ferð á hendur erlendis,
til þess að kynnast betur bygg-
ingu og rekstri alúmínbræðslu,
eða verksmiðja. Nefndin fór því
til Noregs í júnimánuði og
kynnti sér þar byggingafram-
kvæmdir við alúmínverksmiðju,
sem Svisslendingar eru að reisa
þar í Husnes í samvinnu við
Norðmenn, en gert er ráð fyrir,
að þar sé um að ræða alúmín-
verksmiðju af sömu stærð og
ráðgerð hefur verið hér. Á sama
tíma kynnti nefndin sér í Þránd
heimi þær rannsóknir, sem vís-
indastofnun þar innti af hönd-
um fyrir hönd raforkumála-
stjórnar í sambandi við ísmynd
anir í Þjórsá og aðra erfiðleika
í sambandi við byggingu raf-
orkuvers við þetta stærsta fall-
vatn landsins. Síðan var haldið
til Sviss og heimsóttar aðal-
stöðvar Swiss-Aluminium í
Zúrich og jafnframt skoðaðar
alúmínbræðslur og verksmiðj-
ur, sem framleiða úr alúmín,
sem sama fyrirtæki á og rekur í
Suður-Sviss. Hygg ég, að nefnd-
armönnum hafi með þessu móti
gefizt nokkuð góður kostur á
því að kynna sér eftir því sem
verða mætti, hvernig hið sviss-
neska fyrirtæki er upp byggt
og hagar rekstri sínum og allt
hafi það orðið þingmönnum til
nokkurs lærdóms.
Þann 13., 15. og 16. júlí voru
haldnir fundir í þingmanna-
nefndinni að nýju, þar sem far-
ið var ítarlega yfir samnings-
uppköstin að aðalsamningi og
raforkusölusamningi, sem okk-
ur höfðu borizt í lok maímánað-
ar. í þessa endurskoðun þing-
mannanefndarinnar fór mikið
verk, en hún hafði áður verið
undirbúin af ráðunautum og sér
fræðingum ríkisstjórnarinnar á-
samt mér sem iðnaðarmálaráð-
herra. Þeir sem áttu hér hlut að
máli voru dr. Jóhannes Nordal,
formaður stóriðjunefndar, Hjört
ur Torfason, lögfræðingur,
Steingrímur Hermannsson, verk
fræðingur, Eiríkur Briem, raf-
magnsveitustjóri, og Brynjólf-
ur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri í
iðnaðarmálaráðuneytinu.
Ekki reyndist fært að koma
á fundum að nýju milli fulltrúa
hinna þriggja aðila, fyrr en 12.
október sl., en þá komu hingað
fulltrúar Swiss-Aluminium og
Alþjóðabankans á þriggja daga
fund. Að loknum þeim fundi
var ákveðið að efna til nýs
fundar í byrjun desembermán-
aðar, en á milli þessa funda
þurfti hinsvegar að vinna ýms
verk á grundvelli viðræðna og
álitsgerða frá október fundun-
um. Af þvi tilefni fóru lögfræð-
ingar okkar, Hjörtur Torfason
og Brynjólfur Ingólfsson, til
fundar í New York í byrjun
nóvembermánaðar með lögfræð
ingum Svisslendinganna og Al-
þjóðabankans og formaður stór-
iðjunefndar ásamt ráðuneytis-
stjóranum í iðnaðarmálaráðu-
neytinu fóru einnig til fundar
við aðalforstjóra Swiss-Alum-
inium í Zúrich um miðjan mán-
uðinn. Jafnframt fór Steingrím-
ur Hermannsson til Noregs til
þess að afla upplýsinga um sér-
fræðileg atriði í sambandi við
aluminiumvinnslu og hafa þar
samráð við sérfræðinga og fjár-
málamenn um aðstöðu Norð-
manna við slíkan atvinnurekst-
ur, ef vera mætti, að okkur gæti
orðið það að nokkru liði. Naut
hann I því sambandi aðstoðar
Hans Andersen, ambassadors í
Oslo. Þingmannanefndinni voru
gefnar ítarlegar skýrslur um
þessar viðræður og annað það,
er máli skipti í sambandi við
þær og haldnir jafnframt tveir
fundir þann 26. og 30. nóv-
ember.
Ég vil nú skjóta því hér inn,
að eftir að lögð hafði verið
fram skýrsla ríkisstjórnarinnar
á Alþingi í maímánuði, þótti á-
stæða til þess að hefja viðræð-
ur við bæjarstjórn Hafnarfjarð-
ar, en líkur bentu þá þegar til
þess, eins og fram kom í skýrsl-
unni, að hentugast mundi að
staðsetja væntanlega alúmín-
verksmiðju við Straumsvík,
rétt sunnan Hafnarfjarðar. Þeg
ar svo enn stóðu fyrir dyrum
viðræðufundir fulltrúa ríkis-
stjórnarinnar og Swiss-Alum-
inium í október sl., er ætla
mætti, að kynnu að skera nokk-
uð úr um framvindu málsins
þótti rétt að taka upp formleg-
ar viðræður við bæjarstjórn
Hafnarfjarðar um málið, og ósk
aði ég þá eftir því með bréfi 8.
október, að bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar tilnefndi fulltrúa af
sinni hálfu, til formlegra samn-
ingaumleitana við ríkisstjóm-
ina um þá þætti verksmiðju-
málsins, sem Hafnarfjarðar-
kaupstað varða. Af hálfu líafn-
arfjarðar hafa síðan tekið þátt
í slíkum, viðræðum bæjarráðið,
sem skipað er þremur mönnum,
og bæjarstjórinn Hafsteinn
Baldvinsson.
Þá ber einnig að hafa í huga,
að eftir að landsvirkjun var
stofnuð samkvæmt lögum frá
síðasta Alþingi hefur meðferð
Jóhann Hafstein.
raforkusölusamningsins og at-
huganir í sambandi við hann,
fyrst og fremst verið í hönd-
um stjórnar landsvirkjunar.
Eftir síðustu viðræðufundi
milli fulltrúa ríkisstjórnarinn-
ar, Swiss-Aluminium og Al-
þjóðabankans, sem haldnir voru
hér fyrstu dagana í desemiber,
taldi ég málum hafa miðað það
verulega áleiðis, að líklegt væri,
að koma mætti sanjan á næst-
unni frumdrögum að öllum
þeim samningum, sem hér gæti
verið um að ræða í því formi,
sem viðunandi væri. Þótti þá
ráðlegt að ákveða nýjan fund
með samningsaðilum í byrjun
janúarmánaðar. Af okkar hálfu
þótti þá ástæða til að ætla, að
upp úr því gætum við, sem höf-
um verið í samningaviðræðum
og haft stoð af þingmanna-
nefndinni fyrr og síðar, skilað
frá okkur tillögum til ríkis-
stjórnarinnar. En sjálf ríkis-
stjórnin hefur ekki haft að-
stöðu til þess að fara yfir samn-
ingsuppköstin, sem um er að
ræða, þó að jafnan hafi verið
haft samráð innan stjórnarinn-
ar, eftir því sem föng stóðu til.
Hefur íþá einnig fyrir mér vak-
að, að þingmenn fengju slík
samningsuppköst jafnhliða til
meðferðar eins fljótt og gengið
verður frá þeim eftir næsta
fund og búið verður að þýða
það, sem þýða þarf. Fælist í
þessu, að þingmenn allir gætu
haft málsskjölin til meðferðar
verulega langan tíma, áður en
að því kæmi, að ríkisstjórnin
teldi sig reiðubúna til þess að
ganga til ákvarðana í málinu.
En gert er ráð fyrir því, að áð-
ur en málið yrði lagt fyrir Al-
þingi mundi iðnaðarmálaráð-
herra undirskrifa aðalsamning-
inn fyrir hönd íslenzku ríkis-
stjórnarinnar, en honum er ætl-
að að öðlast lagagildi, ef Al-
þingi fellst á efni samningsins.
En með því fororði eða skilyrði
mundi ráðherra undirrita. Þess-
um^samningi mundu svo fylgja
til Aliþingis eftirfarandi fylgi-
skjöl: 1) raforkusölusamningur,
sem undirritaður yrði einnig
með skilyrði af hálfu lands-
virkjunarstjórnar f. h. okkar ís-
lendinga, 2) samningur um stað
setningu verksmiðjunnar við
Straumsvík og bygginguhafnar,
en gert hefur verið ráð fyrir
því, að Hafnarfjarðarbær hefði
aðild þess máls í samráði við
ríkisstjórnina, 3) samningur um
bankatryggingar, sem sviss-
neska fyrirtækið mundi gera
við okkur, fyrst og fremst til
öryggis því, að engir misbrestir
yrðu á efndum þeirra varðandi
byggingarframkvæmdir, sem þó
mundu ekki hefjast fyrr en
12—18 mánuðum eftir, að sjálf
Búrfellsvirkjun hefði hafizt. í
fjórða lagi er gert ráð fyrir
ýmsum aðstoðarsamningum, er
svissneska fyrirtækinu er ætlað
að gera við hið íslenzka alúmín
fyrirtæki, sem jafnan hefur ver
ið gert ráð fyrir, að stofnað yrði
sem hlutafélag, og mundi þá
jafnframt stofnsamningur slíks
félags fylgja sém fylgiskjal til
þingisins.
Þetta er í stórum dráttum
það, sem ég á þessu stigi hefi
um þetta mál að segja fram
yfir þær upplýsingar, sem fram
komu í skýrslugerð ríkisstjórn-
arinnar í maímánuði sl. Tilfb. í
Búrfellsvirkjun í Þjórsá eiga að
hafa borizt hingað upp úr 20.
janúar, en verkið hefur.verið
boðið út á alþjóðavettvangi og
þykir öruggt, að mörg tilboð
munu berast, bæði frá erlend-
um aðilum og frá íslenzkum að-
ilum, e. t. v. að einhverju leyti í
samvinnu við erlenda aðila. Ég
tel ekki líklegt, að til undir-
skrifta samninga komi, fyrr en
í lok febrúarmánaðar og málið
kæmi þá til meðferðar í Al-
þingi í marzmánuði. Samtímis
væri eftir að ganga frá samn-
ingum við Alþjóðabankann um
þær lánveitingar, sem við hann
hefur verið rætt til virkjunar-
framkvæmdanna.
Efni hinna einstöku greina
hinna margháttuðu samnings-
uppkasta tel ég ekki tímabært
að víkja að nú. Bæði ríkisstjórn
og þingmenn eiga eftir að fá öll
þessi skjöl til meðferðar áður
en slíkar umræður gætu hafizt
hér á Alþingi. öll meginatriði
málsins komu raunar fram í
skýrslugerðinni í vor, en tím-
inn sem liðið hefur síðan hefur
í það farið að koma þeim meg-
insjónarmiðum í samningsupp-
köst og form, sem við teljum,
að enn gætu sætt sig við. Ég
veit, að ég hefi í þessum fáu
orðum mínum ekki sagt neina
nýlundu fyrir háttvirta 'þing-
menn, því þeir hafa haft
vitneskju um allt málið frá full-
trúum sínum í þingmannanefnd
inni. Um það var nokkur ágrein
ingur í öndverðu, hvernig sú
þingmannanefnd skyldi vera
skipuð. Ég tel, að það hafi ráð-
izt vel, að fulltrúar allra flokka
áttu sæti í nefndinni. Það hefur
tvímælalaust orðið málinu til
stuðnings. Hinsvegar -breytir
það að sjálfsögðu engu um af-
stöðu þingmannanna til máls-
ins, þeir hafa gert fyrirvara um
það mjög skilmerkilega, fulltrú-
ar stjórnarandstöðunnar, að
þeir starfi í þessari nefnd
eins og hverri annarri þing-
nefnd, óháð þvi, þegar að því
kemur, hvort þeir séu með eða
móti málinu, en út í það skal
ég ekki fara nú, það er þing-
heimi nokkuð kunnugt um frá
efnisumræðum, sem fram fóru
hér á sl. vori.
Hægri beygja hefur verið bönnuð úr Lækjargötu við Skólabrú,
Ekki virðast samt allir hafa gert sér grein fyrir því, því að hé
nærri genginn í þá gildru að beygja til hægrL
eins og sjá má á skiltinu.
r var einn bifreiðastjórinn
•"imr wnTOSfc*''