Morgunblaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 28
28 MOR.GU N BLAÐIÐ ! Fimmtudagur 16. ’des. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne Ég sagði: — Datt yður ekki í hug, að hún væri í þann veg- inn að veikjast fyrir alvöru og, að það gæti verið gott að tala við lækni. — Ég stakk uppá því hvað eftir annað, en enginn gat feng- ið hana til neins, sem hún vildi ekki sjálf. — Þið fóruð bæði talsvert í Hásetaklúbbinn, var það ekki? — Hún var þar félagi, en ég aldrei. Ég kærði mig ekkert um þann stað, en hún átti þar marga kunningja. — Hverja, til dæmis? Hann hugsaði sig ofurlítið um. — Þegar ég fer að hugsa um það, þá kynnti hún mig aldrei neinum þeirra. Ég er hræddur um, að hún hafi gert talsvert að því að hundsa mig. En vitanlega þekkti ég Jordan Barker — þennan, sem hún trú- lofaðist. — Hvemig orkaði sú trúlof- un á yður? Hann hió dauflega. — Ég tók GRILL því sem sannur heimspekingur. „Allt er heiðarlegt í ást og ó- friði“ og „betri maðurinn sigrar“ og allt það. En, skiljið þér, að þegar ég heyrði það, var það mér fyrst og fremst mesti léttir. Það var eins og ég losnaði af önglinum. Nú var suddinn orðinn að úr- hellis rigningu. Við sáum prest skjótast yfir grasblettinn, og hempan barðist úm fætur hans, □--------------------------□ 53 □------------------------—□ rennvot. — Hafið þér nokkurntíma heyrt getið um mann að nafni Lamotte? spurði ég snögglega? Hann hristi höfuðið. — En Tom Teal? — Nei. — Hafið þér nokkurntíma kynnzt bróður Jordan Bakers? — Já, ég hef hitt hann einu sinni. Og kunni vel við hann. i ! I GRILLFIX grillofnamir eru þeir fallegustu og fullkomn- ustu á markaðinum, vestur- þýzk framleiðsla. 2 stærðir. ■ár INFRA-RAUÐIR geislar if innbyggður mótor if þrískiptur hiti it sjálfvirkur klukkurofi ★ innbyggt ljós ir öryggislamipi ir lok og hitapanna að ofan ic fjölbreyttir fylgihlutir GRILLFIX fyrir sælkera og þá sem vilja hollan mat — og húsmæðumar spara tima og fyrirhöfn og losna við steikarbræluna. Afbragðs jólagjöf! Sími 2-44-20 — Suðurgata 10. GÆRUSKINN hvít — svört — brún flekkótt — lituð óklippt — klippt pelsgærur. Einnig: TRIPPASKINN KÁLFSSKINN í miklu úrvali. Margir verðflokkar. Sendum hvert sem er. SÚTUNARVERKSMIÐJA SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS Grensásvegi 14 Sími 31250. Revell og Airfix Skipamodel Flugmodel Fjölbreytt úrval Se BOKAVERZLUN SiGFOSAR EYMUNDSSONAR Austurstrœti 18 - Simi 13135 — En hvað um konuna hans? — Perlitu? Augu hans horfðu eftir grasblettinum, þar sem Per lita var nýhorfin, milli trjánna. Hann svaraði, hugsi: — Ég held hún hafi verið eina manneskj- an. sem Úrsúla treysti nokkurn- tíma. — En David Dane? Hann þagði lengi. — Mér var nú að detta í hug, sagði hann dræmt, — hvort hann myndi nú kannski hafa myrt hana. — Hann hafði fjarverusönnun . . . og það er meira en sagt verður um suma, sem ég gæti nefnt. Hann brosti kuldalega. — Hús móðir mín hefur sagt, að hún væri reiðubúin til að koma fyr- ir hvaða rétt sem vera vildi, hvenær sem væri og sverja, að ég hafi verið heima allt kvöld- ið. Hann lagaði trefilinn um hálsinn á sér, og bætti við næst- um teprulega: — Og til hvers hefði ég eiginlega átt að fara að myrða Úrsúlu? Hún hafði aldrei gert mér neitt. Ég horfði fast á hann, stund- arkom, klappaði síðan létt á hnappinn á frakkanum hans. — Kannski hefur hún ekki verið myrt fyrir það, sem hún gerði, heldur fyrir það, sem hún var, minnti ég hann á. Þegar ég loks kom á stöðina, hálftíma seinna, fann ég, að verkið hafði gengið vel í fjar- veru minni. Fyrst og fremst hafði náðzt í Pat með augnveikina, og það meira að segja á svo ólíklegum stað sem Market Harborough. Þeir höfðu séð hjólið hans standa fyrir utan krá eina og fundið eigandann, sem hallaðist upp að barnum og drakk öl. Hann sagðist ekki heita Pat Hilt- on, svo að þeir spurðu hann, hvað hann væri þá að gera með hjólið hans Pat Hiltons. Þegar hann sagðist ekki vita neitt um neitt hjól, litu þeir á ökuhanzk- ana hans og hjálminn og spurðu hvort hann væri þá að fara á grimuball. Svo fóru þeir með hann upp í lest og nú var hann einhversstaðar á leiðinni. Edinborgar lögreglan hafði líka náð sambandi við Joanette Musgrove sem var komin heim uppgefin úr fjallgöngunni sinni, og hafði verið fengin til að rifja upp sögu Úrsúlu og það, sem gerðist fyrir einum fimm árum. En það var því miður ekkert upp úr henni að hafa og hún mundi engin smáatriði málsins, annað en það, að þar höfðu nokkrir karlmenn komið við sögu, og bætti því við, með nokkrum semingi sem málsbóf- um fyrir stúlkuna, að Úrsúla hefði verið „góð stúlka“ og að hún vonaði að hún hefði eikki ekki komizt í neitt óstand. Það varð mér ekki til neinna vonbrigða, að ekkert skyldi vera upp úr henni að hafa, úr því að ég vissi nú deili á barni Úrsúlu. Ég veit ekki, hversvegna ég setti ekki Hall fyrr í samband við Aylesbury, þar sem þar var æfingastöð flughersins, í eitt- hvað fjögurra mílna fjarlægð, en afsakaði mig við sjálfan mig með því ,að sjálfur hefði ég aldrei verið í flughernum. Ég hreinsaði til á borðinu hjá mér og dró fram minnis'bókina mína ásamt með dagbókinni, sem ég hafði fundið á borðinu hjá Yvonne. Þegar ég fór frá Sid rakara um morguninn, hafði ég litið félagsins í Piccadilly og fengið inn í skrifstofur Lamotte-Slavia þar nokkrar upplýsingar um ferðir skipa þeirra. Nú varð ég hrifinn af að uppgötva, að Tr- stafirnir komu reglulega fyrir í dagbók Yvonne, miðað við kom- sflpmæofoos);^ algemapm iv aOpnMP Z ur þessara skipa til Tilbury. Bezta upplýsingin var síðasta innfærslan fyrir þriðjudaginn 22. apríl. í minni minnisbók stóð, að hið góða skip Peruslavia frá Lamotte-Slavia félaginu átti að lenda í Austurkvínni í Til- bury þá um kvöldið. Og í dag var mánudagur, 20. apríl TTTU E1222 var hin stuttorða inn- færslu í pennanum hennar Úr- súlu. Ég var frá mér af æsingi, en stillti mig samt um að tala við yfirmann minn, ef ske kynni áð hann yrði búinn að safna liði áður en ég hafði vegið og metið þessar upplýsingar, og verkanir þeirra á hina ýmsu, sem ég hafði grunaða. Ég teygði úr mér og fór að hugsa um, hversvegna ég væri svona glaður. Ég vissi ekki einu sinni, hver Tom Teal var! En ég huggaði mig samt við þá vit- neskju. áð nú hafði ég einn naglann enn í líkkistuna hans. Ég skrifaði nöfn á þeim helztu, sem ég hafði grunaða, með upphafstöfum. Tom Teal var þar efstur á blaði, ásamt Abu Ben Adhem, og svo kom William Lamotte, sem stóð þarna, aðeins sem fyrrverandi eigandi byssunnar, og að hann var eigandi ríks skipafélags og átti fyrir nokkrum árum son, sem hét Charles, sem hafði ver- ið giftur konu að nafni Yvonne Lavalle og fallið fyrir hendi hennar með grunsamlegum at— vikum. Svo var hennar nafn næst á skránni, og síðan Jordan, Hammond og Perlita Barker. Næst kom Rodney Herter — þessi sleipi þykjast-Ameríku- maður, sem átti Hásetaklúbbinn og Totem-kaffistofuna, eða átti hann hana? Hugsum okkur, að hann fyrir sitt leyti, stjómaði henni fyrir Tom Teal, til dæm- is að taka, ef sú persóna væri til! Ég þóttist vita að þessar stofnanir væru álika sekar og einstaklingarnir sjálfir og skrif- aði því Hásetaklúbbur og Tot- em við hliðina með stórum stöf- um. Ég starði lengi og hugsandi á skrána. Ef eitthvað ortryggilegt kæmi með þessum skipum, var trúlegt, að þau reyndu að losa það áður en þau kæmu undir arnaraugu tollvarðanna, og þá var Jordan Barker með bátinn sinn, einna líklegastur, og Gi- useppe einmitt eins og sniðinn fyrir svona flutninga. Og enn- fremur hugsaði ég um það, að skel eins og Giuseppe væri þægi legri til að gera lúsaleit í, held- ur en að fara að rífa sundur skip eins og Peruslavia, sem var að minnsta kosti 8000 tonn. Að minnsta kosti var það gott til að byrja á. Peruslavia var væntanleg á næsta flóði, og ef nokíkuð væri til í þessum til- gátum mínum, myndi Jordan Barker verða tilbúinn til ferðar á næstu klúkkustundunum. Ég greip símann. — Reynið hvort þér getið einhvernveginn náð í Jim JJlackwell fulltrúa í Thames-umdæminu. Hann er sennilega í Wapping. Fortescue svaraði: Ég var að reyna að ná í yður. Brook Green er í símanum og þeir segja, að þeir séu með Pat Hilt- on, og æskja fyrirmæla. — Segið þeim að geyma hann, Ég kem til þeirra í fyrramálið. Saunders kom inn, brosandi út að eyrum, því að hann hafði þegar heyrt fréttirnar í hinni skrifstofunni. — Þetta gekk fljótt, ha? — Jú þetta mjakast. Settu þig niður og ég skal segja þér, hvernig málin standa. Ég finn á mér, að eitthvað muni gerast á morgun. Ég vildi bara óska þess, að við þyrftum ekki að fara svona varlega. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Skerjaf. sunnan flugvallar Lindargata Skólavörðustígur Háteigsvegur Snorrabraut Vesturgata, 44-68 Bræðraborgarstígur Laufásvegur Freyjugata Laugarteigur Ingólfsstræti Laugavegur frá 1 - 32 Aðalstræti Túngata Skeiðárvogiu: Lambastaðahverfi frá 58-79 SÍMI 22-4-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.