Morgunblaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.12.1965, Blaðsíða 32
Hvalur IX. við bryggju í Reykjavík í gær. — Ljó&m. Ól. K. M. Stærsta hvalveiðiskipiö komið NÝR hvalveiðibátur hefur bætzt í skipaflota Islendinga, Hvalur IX, eign Lofts Bjarna- sonar, útgerðarmanns. Kom skipið til Reykjavikur sl. þriðjudagsk v öld. Agnar Guðm,undsson, skip- stjóri, sótti Hval IX. ti'l Sande fjord í Noregi, þaðan sem hann var áður gerður út af Thor Dahl, sem m.a. hefur gert út hina frægu Kosmos hvalveiðileiðangra til Suður- hafa. HvaJur IX. hét áður Tiger, eða tigrisdýr. Hann er 631 tonn að staerð og með uim 2 þúsund hestaffla vél. Hann er staersta hvalveiðiskip íslend- in,ga, en næstur kemur Hvai- ur VIII., sem er 487 tonn að stærð. Agnar Guðmundseon sagði, að þeir hafi lagt u.pp frá Sandefjord kl. 12.45 sl. laug- ardag og komið til Reykjavílk- ur kl. 8.30 á þriðjudagskvöld. Hefði skipið gengið 13.5 til 14 sjómílur á kist. án þess að reynt heíði verið á aflvélarnar til fuJls. Sagði skipstjórinn, að Hval- ur IX. væri mjög gott sjósikip og yrði áreiðanlega ágaet reynsla af því á veiðunuim. Skipið er 12 ára gamalt og hefur 12 ára flokkunarviðgerð farið fra,m á því. Sagði Agnar, sem sótt hefur úit öll hvalveiðisikip Lofts, að vistarverur allar væru hinar skemmitilegustu og rúmgóðar. Sú breyting -væri frá hinum skipunum, að unnt er að fara bæði fram og aftur í undir þiljum og allar vistarverur skipverja væru aftur í á Hval IX., en svo væri ekiki á hinum íslenzku hvalveiðisikipunum. Maiur drukknar í Reykjavíkurhöfn U N G IT R maður drukknaði í Reykjavíkurhöfn snemma í gær- morgun, en hann hugðist stökkva milli skips og bryggju. Hann hét Haraldur Steinar Guðmundsson, fæddur 1938, frá Hamraendum í Miðdölum. Hai'sldur Steinar hafði verið gestkomandi í fyrrinótt um borð í bv. Agli Skallagrímssyni, sem lá við togarabryggjuna (Faxa- garð). Á fjórða tímanum um morguninn ætlaði hann í land. Hann notaði ekki landgöngu- brúna, heldur mun hann hafa ætlað að stytta sér leið og stökkva úr lífbáti niður á bryggj- una, en mjög lágsjávað var. Hann dró ekki alla leið, skall með höf- uð og öxl utan í bryggjuna, kast- aðist aftur á bak á skipið, en féll síðan í þrengslum milli skips og bryggju niður í sjó. Bílstjóri, sem beið þarna á bryggjunni og sá atburðinn, hljóp fram á bryggj- una og kallaði, en sá hvorki til mannsins né heyrði. Varðmaður í skipinu kom á vettvang, en bíl- stjórinn ók til lögreglustöðvar- innar. Guðjón Lúðvík Viggósson, kyndari á bv. Agli Skallagríms- syni, kastaði sér í sjóinn, en fann ekki manninn, fyrr en lögreglan kom á staðinn með Ijóskastara. Hann náði þá Haraldi, en telur, að hann hafi þá verið látinn, og synti með hann að stiga, þar sem lögregluþjónar biðu. Belti var brugðið um Harald heitin og farið að draga hann upp, en hátt var upp á bryggjuna. Á miðri leið rann jakkinn ásamt beitinu upp af Haraldi, svo að hann féll í sjóinn og náðist hann ekki aft- ur. Um leið og birti í gærmorg- un, fór Andri Heiðberg, kafari, að ieita við bryggjuna, og fann hann líkið á ellefta tímanum í gærmorgun. Þinghlé 18. des. f GÆR var lögð fram í Sam- einuðu Alþingi þingsályktunar- tillaga frá forsætisráðherra, þess efnis, að Alþingi álykti að veita samþykki til þess, að fundum þingsins verði frestað frá 18. des. 1965 eða síðar, ef henta þækir, enda verði það kvatt saman á ný eigi síðar en 7. febrúar 1966. Leitinni haldið dfram að konunni EINS OG skýrt var. frá í Mbl. í gær, var á þriðjudagskvöld haf- in-leit í Reykjavík og nágrenni að konu, sem fór frá heimili sínu í Reykjavik um kl. 14,30 á þriðju dag. Talið er, að konan hafi síð- ast sézt laust fyrir kl. 19,30 á þriðjudagskvöld. Var hún þá gangandi á leið súður með Hafn arfjarðarvegi milli Fossvogs- kirkjugarðs og Fossvogslækjar. Umfangsmíkil leit fór fram í fyrri nótt og gær, og leitinni var hald- ið áfram í nótt, þegar blaðið fór í prentun. í leitinni taka þátt hjálparsveitir skáta í Reykjavík ©g Hafnarfjrði, Flugbjörgunar- sveitin, menntaskólanemendur ©g björgunarsveitin Ingólfur (SVFÍ) auk lögregluþjóna. Lögreglan heíur beðið bla'ðið fyrir svohljóðandi lýsingu á kon unni, sem leitað er að: Hún er 39 ára gömul, meðal- etór, Ijóshærð og talar íslenzku með erlendum hreim. Hún var klædd dökkblárri kápu með svarta, loðna húfu og í svörtum, leggháum stígvélum. Eins og skýrt er frá hér að framan, er tahð, að siðast hafi til hennar sézt við Hafnarfjarðar veg milii Fossvogskirkjugarðs og Fossvogsiækjar á suðurleið. Bendir því flest til, a'ð hún hafi verið á leið suður á bóginn, og eru þeir, sem leið áttu um Hafn- arfjarðarveginn eða eða aðiiggj- andi götur á þessum tíma eða sfðar, beðnir að skýra lögregl- unni nú þegar frá því, ef þeir hafa orðið varir við konu, sem lýsingin gæti átt við. AKRANESI, 15. des. — Aust an-suðaustanrok er hér í dág og húðarrigning og landlega yfir alla línuna. — Oddur. flutning'ur í máli ákæruvaldsins gegn Jósafat Arngrímssyni, Ey- þóri Þórðarsyni, Þórði Halldóns- syni, Áka Gránz, oig Alibert Sand- ers 1 Sakadómi Reykjavíkur. Setudómari í máli þessu var Skipaður Ólafur Þorliáksson saíka- diómari í Reykjavík. Verjendur binna ákærðu er Áki Jakobsson fyrir Jósafat, Árni Guðjónsson ... fyrir Eyþór, Guðmundur I. Sig- mgakJubbur var stofnaður her 1 ; urgsso,n fyrir Þórð Halldórs^on, bæ fyrir rúmlega mónuði. Stofn i Póll S. Pálsson fyrir Albert Sand- , , „ lers og Benedilkt Sigurjónsson endur voru um 135. Formaður er I , . :. 0 .. i fynr Aka Granz. Smári Hannesson, Jaðarsbraut [ Hallvarðuir Einvarðsison sótti málið af hálfu saksóknara ríkis- Flugvallarmálið umfangsmikið Ræða sækjanda tekur tvo daga I flutningi GÆR, hófst munnlegur mál- ins. Málflutningur hófst kl 10. Unglingaklúbbui á Akranesi AKRANESI, 15. des. — Ungl- 13. Oddur. f.h. með ræðu sækjanda. Stóð rœða hans í alian gærdag og varð ekki lokið um kl. 18 í gærkvöldL Mál þetta er feikilega yfingrips- mikið og hefir rannsókn þess staðið langan tíma. Málsskjöl eru og mjög mörg. Þar var kom- ið málum í gær, að sækjandi hafði aðeins rakið mál fcveggja hinna fyrsttöldu af hinum áikærðu. Því viðkiomandi voru mikið á annað hurudrað máls- skjöl. Málfluitningi verður fram haldið 1 dag og mun sækjandi þá flytja síðari hluta ræðu sinn- ar. HAPPDRÆTTI LANDSMÁLAFÉLAGSINS VARÐAR DREGIÐ 11. FEBRÚAR 1966 . VERÐMÆ.TI VINNINGA KR.315.000.00 Bátarnir að hætta sfldveiðum eystra Milljón mál og tunnur til Seyðis- fjarðar - Verðmæti 475 millj.? Seyðisfirði, 15. des. FLESTIR bátar eru nú að hætta síldveiðum hér eystra. Margir aðkomubátanna ætía að taka síldarfarm með sér heim, og þar sem bræla er nú, bíða þeir hér inni eftir betra veðri, svo að þeir geti farið út og náð sér í seinasta farminn, sem þeir fara svo með heim fyrir jól. Hér hafði verið lanðað í morg- un alls 1.013.500 málum og tunn- um frá vertíðarbyrjun. Af því hafa SR tekið á móti 663.000 mál- nm í bræðslu og Hafsíld 250.000 malum. Saltað var í 97.000 upp- mældar tunnur og fryst í 3.500 tunnur. Hætt verður að bræða hjá SR í nótt, því að starfsfólkið er að fara í jólafrí. Það, sem nú er í tönkunum, verður geymt fram yfir áramót, þegar bræðsla hefst á ný. Síldarverksmiðja Hafsíldar mun halda áfram til 23. des. Heyrzt hefur, að áætlað út» flutningsverðmæti síldarinnar, sem hingað hefur borizt, sé 479 miJljónir króna. Asahlóka er hér, og rífur snjó- inn upp eftir öll frostin og harð- indin. — Fjarðarheiði var opnuð til umferðar í dag. — Sv. G. Kaupir Fylkir skuttogara Togaraútgerðarfyrirtækið Fylkir h.f. hefur farið fram , á heimilð fyrir ríkisábyrgð til þess að láta smíða skuttogara. ' Mbl. hafði tal af Sæmundi | Auðunssyni, framkvæmda- j stjóra Fylkis h.f. í gær, og, sagði hann málið vera á al- geru frumstigi. Komið hefði I til álita, að fyrirtækið létij smiða handa sér skuttogara ( og þá líklega í Póllandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.