Morgunblaðið - 16.12.1965, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.12.1965, Qupperneq 19
Fimmtudagur Ttf des. 1965 MORCUN&LAÐIÐ 19 Guörún S. Jensdóttir iHínningarorð í DA'G fer fram útför Guðrúnar Sessedju Jensdóttir, hússtjómar- kennara. Hún fæddist í Hnífsdal 5. marz 1896 og hefði orðið sjö- tug á næsta afmælisdegi sínum. Guðrún andaðist á Borgarspítal- amnn í Reykjavik 7. desember sl. eftir stutta legu. I>ó hafði hún áður gengið undir tvo mein ihá'ttar uppskurði með stúttu millibili, en ekkent fé'kk sitöðvað þann imfshæittulega sjúkdóm er fest hafði rætur í henni. Að öðru leyti var Guðrún heilsu- hraust alla ævi. Foreldrar Guðrúnar voru þau ihjón Jens fonmaður Þórðarson Ibónda Sigurðssonar að Tungu við Skutulsfjörð og Guðfinna Jónsdóttir, settuð frá Læk (Núpi) Dýrafirði. Þau hjóin giftust árið 1895 og bjuggu fyrsit í Hnífsdal en fluttust síðan til Bolungarvílk- ur, þar sem Jens gerði út bát, sem hann var formaður á. Hjóna Iband þeirra varð skammvinnf þar eð Jens drukknaði ásamt tveimur hásetum sínum í áhlaupa veðri 13. apríl 1899 og var Guð- rún því aðeins þriggja ára göm- ul er hún missti föður sinn. Var þetta í annað sinn að Guðfinna, móðir Guðrúnar, varð ekkja. Fyrri mann sinn, Þorkel Árna- son frá Öniundarfirði, missti hún einnig af slysförum frá tveimur ungum börnum, öðru reyndar ófæddu. Sonur hennar af fyrra Ihjónabandi, Guðmunidur, á 16. éri, var með stjúpa sínum á bátn um er hann fórst, en var bjarg- að með naumindum ásamt tveim ur öðrum bátsverjum, eftir að (hafa hangið klukkutíma á kjöln- um. Guðfinna sem var aifburða dugleg kona, lagði ekki árar í bát og hélt börnum sínum heim- ili þar til þau komust á le,gg og gátu farið að lótta undir með henni. Hugur Guðrúnar Jensdóttur etóð mikið til mennta, en vinn- an varð að ganga fyrir öliu. Bft- ir fermiingu var hún einn vetur við nám í unglingaskóianum á ísafirði, en gerðist eftir það af- greiðsluatúlka í verzlun Valdi- mars Þorvaldssonar í Hnifsdal. ÍÞar vann hún í 5 ár eða til árs- irns 1918, en þá tólk hún sig upp að eigin rammleik og héit til Reykjavíkur, þar sem hún settist í Kennaraskóla íslands og lauk hún þaðan prófi 1920. Stundaði hún síðan barna- og uinglingafræðslu á ýmsum stöð- um sunnanlands til ársins 1929, en það ár sigldi hún til Noregs og hóf nám í húsatjórnarfræði við Ríkiskennarasikólann í S'ta- bekk. Jaifnframt lagði hún stund á garðrækf. Þegar heim kom hóf hún kennslu í þessum gremum við húsmæðraskólann á Hallorms- stað, Staðarfelli og Kvennaskól- anum í Reykjavík. Lengst mun hún þó hafa stairfað á vegum Kvenfélagasambands íslarnds, sem sendiikennari í hússtjórnar- fræðum og garðrækt og ferðaðist þá víða um landið og héit nám- skeið. Einnig skrifaði hún dáika um matreiðslu í blöð og flutti erindi í útvarp um sa-ma efni. Árin 1951-1952 stundaði hún framhaldsnám í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Síðast var hún fastaikeimari við kvennaskólann á Staðarfelli, þar til húni lét af kennslu fyrir nokkrum árum. Guðrún var mjög lesin og heima í margskonar fræðum. Lifði hún sig mjög inn í áhuga- mál sin og ekkert gladdi hana meira en það að finna að störf hennar bæru árangur og væru metin að verðleikum. Henni voru ungri falin ábyrgðarmikil störf sem hún leysti með prýði eins og öll önnur störf á lífsleiðinni. Guðrún giftist aldrei og átti engin börn, í hennar skaut féll ekki sú hamingja að njóta ástúð ar eiginmans og bama, en sína eigin ástúðlegu umhyggju gaf hún þeim er hún umgekkst í ríku legum mæli. Eina alsystur átti Guðrún, Þórdísi, sem lézt sl. sum ar og varð þannig skarnmt milli þeirra systra. Þórdís var tveimur árum yngri og átti hún tvö börn, sem bæði eru á lífi. Marino Sig- urðsison hrepþstjóra á Álfgeirs- völlum í Skagafirði og Elísu sem gift er í Keflavík. Tvö voru háif- sysitkini þeirra, Guðmundur Þor- kelsson, sá er fyrr var nefndiur, faðir Jóns G. Sólnes á Akureyri og þeirra systkina og Þórkatla Þorkelsdóttir, móðir Hernrýs Hálf dánssonar og systkina. Guðmund ur lézt fyrir 45 árum siðan og er Þórkatla því ein eftirlifandi þeirra systikina. Mjög lét Guðrún sér annt um hag systkina sinna og þeirra af- komenda og fylgdist af áhuga með miálefnum þeirra. Hennar er því saknað mjög af stórum hóp skyltíimenna um allt land og einn ig af vinurn sinum, sem hún átti víða og var trú og góð. Einnig sakna hennar nemendur hennar í gegnum árin þar á meðal fjöl- margar húsmæður úti um land notið hafa kennslu hennar. Aiit þetta fólk minnist hennar sem góðrar og hæglátrar konu, sem lét sér mjög annt um vel- ferð annarra, einkum þeirra, er henni fannst eiga bágit og bera skarðan hlut frá borði. Vinir hennar og vandamenn, er syrgja hana í dag, senda henni innileg- ar 'kveðjur og þakkir fyrir sam- verustundirnar og vináttu henn- ar í blíðu og .stríðu. Vinkona. Hjúkrunarfélag íslands JóIatrésfagnaSur verður haldinn fyrir börn félagsmanna í samkomu- húsinu Lídó fimmtudaginn 30. desember kl. 2 e.h. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu félagsins Þingholtsstræti 30 efstu hæð föstudaginn 17. og laugardaginn 18. þ.m. kl. 2—7 e.h. Hárþurrkan frá Ódýr jólagföf iORPHY-RICSSflRO: með luxus þurrkhettu í ^gjafakassa er bezta og ódýrasta hárþurrkan. Fæst hjá öllum raftækjasölum. ORPHY-RICHRROS Mlhrærivélln eróska- draumur hverrar húsmódur. Vélin fæst hjá Dráttarvélum h.f. og kaupfélögum landsins Véladeild X\sk\zörn /0 Ae>i>\e^\ NEFNDIN. 11'

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.