Morgunblaðið - 19.12.1965, Page 16
16
MORGUNBLAÐID
Sunnudagur 19. des. 1965
Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Ritst j órnarf ulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 95.00
I lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
STORA UKINN
STUÐNINGUR
VIÐ ÞJÓÐNYTJAMÁL
l?yrlr nokkrum dögum var
vakin athygli á því hér í
blaðinu að framlög til skóla-
bygginga hafa raunverulega
hækkað um rúmlega 100
milljónir króna samkv. fjár-
lögum ársins 1966, sem Al-
þingi hefur nýlega afgreitt,
miðað við árið 1958, er var
*■ síðasta valdaár vinstri stjórn-
arinnar. Hefur þó verið tek-
ið tillit til hækkunar bygg-
ingarkostnaðar.
í>að er ómaksins vert að
halda þessum samanburði
áfram og minnast á nokkur
atriði fjárlaga. Verða þá fyrst
fyrir hendi almannatrygging-
ar. Til almannatrygginga
voru veittar á fjárlögum árs-
ins 1958 85 milljónir og 300
þúsund krónur. Samkv. fjár-
lögum ársins 1966 eru veittar
tæplega 700 milljónir króna
til almannatrygginga. Hér er
um svo gífurlega hækkun að
ræða, að auðsætt er að engin
ríkisstjórn hefur eflt al-
mannatryggingar eins stór-
kostlega og Viðreisnarstjórn-
in, í þágu aldraðra og sjúkra
*og annarra sem orðið hafa
fyrir skakkaföllum í lífinu.
Til hafnarframkvæmda var
heildarfjárveitingin árið 1958
12,7 milljónir króna. Sam-
kvæmt fjárlögum ársins 1966
verður heildarfjárveiting til
hafnarmála 43,4 milljónir
króna.
Styrkur til læknisbústaða,
fijúskraskýla og sjúkrahúsa-
bygginga, annarra en ríkis-
sjúkrahúsa, nam 3,3 milljón-
um króna árið 1958, en er á
fjárlögum ársins 1966 18,4
milljónir króna.
Á árinu 1958 var varið 5,2
milljónum króna til ríkis-
sjúkrahúsa, en á næsta ári
verða veittar samkv. fjárlög-
um 30,6 milljónir króna til
þessara sömu framkvæmda.
Allar þessar tölur sýna, að
framlög til þessara nauðsyn-
legu framkvæmda og félags-
mála hafa hækkað margfalt
meira en nemur hækkun
framfærsluvísitölu eða bygg-
ingarkostnaðar.
Það er þessi stóraukni
stuðningur við margs konar
"þjóðnytjamál, ásamt miklum
kauphækkunum, sem veldur
hækkun fjárlaganna undan-
farin ár.
MANNDÓMS-
LEYSI
Cú ákvörðun Framsóknar-
flokksins að leggjast gegn
| 't>yggingu alúmínverksmiðju
t sambandi við Búrfellsvirkj-
.un, hefur vakið almenna undr
un manna, ekki síður innan
Framsóknarflokskins en með-
al annarra. í fyrsta lagi vek-
ur það furðu, að flokkurinn
skuli taka þessu ákvörðun nú,
eftir að hafa marglýst því
yfir, að hann muni ekki taka
afstöðu til þess fyrr en end-
anlegt samningsuppkast og
allar upplýsingar liggja fyrir.
í öðru lagi er vitað, að í þing-
flokki Framsóknarflokksins
er nokkur hópur manna, sem
hlynntur hefur verið þessum
framkvæmdum, og þykir
mönnum lítill manndóms-
bragur að því, að þessir menn
skuli láta hina afturhalds-
sömu flokksforustu Eysteins
Jónssonar kúga sig til undir-
gefni.
Með andstöðu sinni við
byggingu alúmínverksmiðju
á íslandi og notkun fossaafls-
ins til þess að auka fjöl-
breytni og treysta undirstöð-
ur atvinnulífs okkar, hefur
Framsóknarflokkurinn lagzt
gegn mesta framfaramáli í
atvinnusögu íslenzkrar þjóð-
ar, og um leið opinberað sig
sem argvítugasta afturhalds-
flokk á þessu landi.
En þótt menn hafi trúað
Eysteini Jónssyni og kumpán
um hans, sem alla tíð hafa
verið þröngsýnustu aftur-
haldsmenn í íslenzkum stjórn
málum og lagzt gegn þeim
þjóðþrifamálum sem til heilla
hría horft íslenzkri þjóð, til
þess að taka slíka ákvörðun,
munu þó fæstir hafa vænzt
þess, að hinir yngri mennt-
uðu þingmenn Framsóknar-
flokksins, sem margir hverjir
hafa barizt fyrir erlendu fjár-
magni til atvinnu-uppbygg-
ingar á íslandi um langt skeið,
mundu fallast á að hlýta for-
ustu Eysteins Jónssonar í
þessu mikla máli.
Skýringin á þessu er annað
hvort sú^ að manndómur þess
ara manna er ekki meiri en
svo, að þeir láti hinn aftur-
haldssama flokksforingja
kúga sig til undirgefni, eða
þá að allt þeirra tal hefur ein-
göngu verið orðagjálfur eitt.
Þess hlýtur að verða kraf-
ist, að þeir menn í Framsókn-
arflokknum, sem vænzt hafði
verið að tækju framfarasinn-
aða afstöðu til þessa máls, gefi
einhverjar viðhlýtandi skýr-
ingar á því, að þeir taka nú
þátt í baráttu afturhalds-
manna á þessu landi gegn
mestu atvinnubyltingu í okk-
ar sögu.
Stærsti glæpurinn gagn-
vart verkamanninum
— er fyrirtæki, sem
ekki skilar hagnaði
HUBERT H. Humphrey, vara«
forseti Bandarikjanna, ritaði
nýlega grein í blöð í Banda-
rikjunum, og fjallaði hún um
bairidarískt viðskiptalif, kosti
þess, og hvað framundan
væri. Greinin fer hér á eftir:
„Faðir minn er kaupsýslu-
maður“, sagði ungur maður
við mig nýlega, „en ég vil
starfa í opinberri þjónustu."
Hann taldi greinilega, að hér
væri um tvær algjörlega ólík-
ar starfsgreinar að ræða, og
þetta var ekki í fyrsta sinn,
sem ég heyrði þessa skoðun.
Ég er satt að segja forviða
á því hve mikill fjöldi ungs
fólks telur að kaupsýsla og
opinber þjónusta eigi ekkert
sameiginlegt. Ég skal vera
hreinskilinn: I Bandaríkjun-
um í dag hefur sumt ungt
fólk neikvæðar hugmyndir
varðandi kaupsýslu, þrátt fyr-
ir að hagnaðarkerfi okkar
hafi veitt fleira fólki meiri
lífsgæði en nokkurt annað
efnahagskerfi í sögu veraldar.
Ungur maður, sem ákaft æsk-
ir þess að ganga í opinbera
þjónustu, gæti vel snúið sér
að kaupsýslu. Hann getur orð-
ið hluti af einkaframtaki, ekki
í þeim skilningi að áhugaefni
hans sé persónulegur hagnað-
ur, heldur með stoltstilfinn-
ingu sökum þess að hann sé
að þjóna framtíð lands síns.
Og margt fólk — einkum
það, sem óx úr grasi á dögum
kreppunnar miklu — vandist
því að ríkisstjórnin hefði svör
við öllum hlutum. í>að taldi
að leiðin til þess að vinna bug
á atvinnuleysi væri að alríkis-
stjórnin yki eyðslu sína. En
við höfum komizt að þeirri
niðurstöðu að efnahagsleg vel-
ferð byggist á mörgum atrið-
um, og að það sé ekkert eitt
svar til við nægri atvinnu,
efnahagsvexti eða stöðugleika
verðlags.
Eitt er víst, og það er að hið
raunverulega hvetjandi afl í
bandarísku efnahagslífi er
einkaframtakið sjálft.
Við trúum á kerfi hagnað-
arins, og við erum sammála
Samuel Compers hinum gamla
verkalýðsstríðsmanni, sem eitt
sinn sagði að stærsti gfæpur-
inn, sem framinn væri gagn-
vart verkamanninum, væri
fyrirtæki, 'sem ekki skilaði
hagnaði. Þegar dyr verk-
smiðjunqar lokast, missa þeir
atvinnu sína, sem þar störf-
uðu.
Kaupsýslumaður hagnast —
vonandi — þegar hann fram-
leiðir góða vöru, stjórnar
framkvæmdum sínum vel og
annast þjónustu, sem nauðsyn
er á. Ríkisstjórnin hvetur til
slíkrar hagnaðarmyndunar,
því hagnaður skapar henni
skatttekjur.
Á þessu ári mun þjóðar-
framleiðsla vor nema 670
mílljörðum dollara, sem er
framleiðslumet, og þetta verð-
ur fimmta árið í röð, sem
þjóðarframleiðslan vex veru-
lega.
Hagnaður fyrirtækja, að
sköttum greiddum, hefur vax-
ið í 4% ár í röð, úr 24,4
milljörðum döllara í byrjun
1961 í 44,2 milljarða dollara
um mitt árið 1965.
Á sama tíma hafa með-
al vikulaun framleiðslugrein-
anna hækkað í meira en 106
dollara, og hafa aldrei verið
hærri. Nær 70 mílljónir Banda
ríkjamanna hafa fulla at-
vinnu — og atvinnuleysi hef-
ur minnkað úr 5,7% á árinu
Hubert H. Humphrey
1963 i 4,5% um mitt árið 1965.
Verðlag hefur haldizt tiltölu-
lega stöðugt, og eru vörur á
neyzluvarningi nánast á sama
verði nú og árið 1960.
Látum þetta duga um tölur.
En hvað þýða þær?
Þær þýða, að efnahagsvél
okkar knúin framtaki og hinu
einstæða samkeppniskerfi okk
ar, er á stöðugri hreyfingu
framávið.
Sattalækkunin 1964 var á
þrauthugsaðan hátt notað til
þess að hvetja einkaframtakið
— til þess að auka hagnað,
hækka laun, og skapa fleiri
störf fyrir borgara okkar.
Ákvörðunin um skattalækk-
unina sýndi umfram allt hið
djúpstæða traust á styrk og
hæfni kerfis frjáls framtaks.
Útkoman um áramót gaf
greinilega til kynna, að traust
okkar var ekki að ófyrir-
synju.
Frammistaða bandarísks
efnahagslífs er eitt mesta
undur nútímans. Hagnaður
fyrirtækja að sköttum greidd-
um fyrri helming þessa árs
var 20% meiri en miðað við
sama tímabil á sl. ári. Þessi
hagnaður er því til reiðu fyrir
fjárfestingu, útþenslu og arð.
Þessi hagnaður er nýttur, en
ekki grafinn í jörðu.
Hin raunverulega prófraun
er hvort viðskiptalífið hafi
nægt traust til að bera til að
fjárfesta í nýjum verksmiðj-
um. Ráðgerð útgjöld á þessu
ári, samkvæmt síðustu athug-
un Viðskipta- og verðbréfa-
nefndarinnar, nema 13,5%
meira en var á sl. árL Upp-
hæðin nemur samtals 50,92
milljörðum dollara aðeins á
þessu ári, og er þetta sem
næst helmingi meira en fyrir
10 árum. Ekkert annað land
á jörðu hér getur látið sig
dreyma um slíkar upphæðir,
hvað þá gert þær að raun-
veruleika.
Þetta »er saga Bandaríkj-
anna, og þetta eru hinar góðu
fréttir í þessum heimi. Á með-
an efnahagskerfi einvalds-
stjórna á í alvarlegum erfið-
leikum, hefur efnahagur þessa
lands verið á stöðugri uppleið
í 57 mánuði samfleytt, og sér-
hver mánuður verið betri en
sá, sem á undan fór. Upp úr
þessari hagsæld spretta beztu
lífskjör verkamanna, sem um
ræðir í víðri veröld.
Bandarískt viðskiptalíf vinn
ur stórkostlegt starf, en ein-
hver ætti öðru hvoru að segja
hversu vel unnið er — með
því að forðast óþarfa kostnað,
og með því að bjóða stöðugt
meiri og betri þjónustu og
vörur. Og ég vil segja eftir-
farandi, svo það megi heyrast
utan Bandaríkjanna: Engin
einstök kaupsýslustétt í ver-
öldinni er eins mannleg, eins
framsækin og frjálslynd og
stétt bandarískra kaupsýslu-
manna, og bandarískt við-
skiptalíf.
Bandarískt viðskiptalíf veit-
ir þeim, sem við það vinna,
ávöxt, sem hvergi annars stað-
ar þekkist. Bandarískur verka
maður, í verkalýðsfélagi sínu,
hefur læknis- og sjúkrahjálp,
tækifæri til frístunciagamans,
góða lífsafkomu og réttlát
vinnuskilyrði. Þetta er það,
sem þjóðir S-Ameríku og ým-
issa annarra heimshluta, hafa
áhuga á, og þetta er það, sem
smábóndinn og hinir fátæku
ættu að vita.
Kommúnisminn kemur til
þeirra og segir: „Fylgið okk-
ur. Hlustið á okkur“ Við get-
um svarað: „Lítið til lífsaf-
karmu hinna bandarísku stétt-
arbræðra ykkar, sjáið hina
heilbrigðu fjölskyldu hans,
bæjarfélag, kirkju, bíl og
bankabók.“
Flestir í þessum heimi
æskja frelsis, og flesta hungr-
ar og þyrstir eftir betri af-
komu. Flestir íbúar heims
æskja neyzluvarnings, og flest
ir óska eftir því að hafa tæki-
færi til þess að aðhafast eitt-
hvað á eigin spýtur.
Og fáir bandarískir kaup-
sýsiumenn gera sér grein fyr-
ir því, að þeir eru meðal
framsæknustu (progressive)
manna heims. Litið á, hvað
þeir hafa gert: Þeir hafa skap-
að betri framleiðsluvörur,
fleiri framleiðsluvörur, og
skapað beztu lífsafkomu í
heimi hér.
Hagnaður er ekki aðeins
gerður fyrir kaupsýslumenn.
Hájmaður hjálpar öllu fólki.
Hagfcaður hefur skapað dá-
samlegasta og framsæknasta
land veraldar. Hagnaður hef-
ur ekki aðeins-gert stjórn okk
ar mögulega, heldur einníg
varnir okkar, kennara okkar,
lækna, rannsóknir og kannan-
ir. Hagnaður rennur í sjóði
Framlhald á bls. 18.
I
I
I
<
I
!
I
I
!