Morgunblaðið - 19.12.1965, Síða 19
Sunnuifcgur 19. des. 1965
MORGUNBLAÐIÐ
19
PETER USTINOV er um þess
ar mundir staddur í ParíS, en
þar mun meginlandsfrumsýn-
ing á kvikmynd hans, „Lady
L“, fara fram 21. desemher.
Kvikmynd þessi byggist á
skáldsögu eftir Roman Gary,
Sagan gerist í kringum 1900
og fjallar um stjómleysingja,
sem gerist einkabílstjóri ást-
konu sinnar, sem giftist inn
í brezka aðalsfjölskyldu. Að-
alleikararnir í myndinni eru
Sophia Loren, Paul Newman
og David Niven. Ustinov kem
ur einnig fram í myndinni
Erskine Caldwell
Peter Ustinov
Sístarfandi listamenn
Peter Lstinov og Erskine
sem vitgrannur prins frá Bay-
ern, sem með naumindum
kemst lífs af eftir sprengingu
skemmdarverkamanna í Nice,
en þar var hann í opinberri
heimsókn.
Frumsýning þessarar kvik-
myndar fór fram í London
fyrir skömmu og fékk frábær-
ar viðtökur.
Um síðustu mánaðamó't birt
ist smásaga eftir Ustinov í
franska ritinu Pariscope, og
'ber hún nafnið „Hitamælir
Hoims forseta“.
Tímaritið „The Atlantic
Monitihily“ hafnaði þessari
sögu“, segir Ustinov, „á þeirri
forsendu, að stooða mætti
hana sem ádeilu á Johnson
forseta. I>etta er ekki rétt, en
þó fjallar sagan um banda-
rískan forseta i framtíðinni.“
í stuttu roáili er söguþráð-
urinn sem hér segir: Tuttugu
og fimm ár eru liðin, en stríð
ið í Vietnam helduir enn
áfram. I rauninni hefur allri
Asíu nú verið sikipt í norður
og suður hluta. Fonsetinn hef-
ur eitt áhu'gamál og ástríðu;
frímerkj asöfnun, en ráðgjafar
hans telja að ef vitneskja um
þetta saklausa áhugamál hans
'breiðist út, geti það haft slæm
áhrif á persónuímynd. hins
þróttmikla forseta. Hann neyð
ist því til að sinna áhugamáli
sínu að næturlagi, og fer þá
í gegnum allar bréfakörfur
Hvíta hússins. Á afvopnunar-
ráðstefnu í Genf, komast Sovét
menn að leyndarmáli forset-
ans og heimsækja hann með
safn af frímerkjum Nikulás-
ar I. Forsetinn er gegn vilja
sínum sendur á sjúkrahus,
meðan rannsókn í málinu
stendur yfir.
„Vel má vera,“segir Ustinov,
„að einhverja ádeilu sé að
finna í sögu þessari, en henni
er alls ekki beint til Johnso'ns
forseta.“
Um þessar mundir er Ustin-
ov að vinna við skáLdsögu og
leikrit. Skáildsagan heitir
„Krupnagei1 og fjallar um lög
reglustjóra úr Suðurríkjunum
í Bandaríkjunuim, sem er í
heimsókn í Englandi. Honum
verður á að skjóta mann til
bana í bjórkrá og er alveg
undrandi yfir því að hann
skuli vera settur inn fyrir
verknaðinn.
Leikritið, sem Ustinov er að
vinna að, ber nafnið „Óþekbti
hermaðurinn og kona hans“
og fjallar það um hina síend-
urteknu sögu um hermanninn,
sem sendur er á vígvöllinn til
slá'trunar og skillið hefur eig-
inkonu sína eftir með ófætt
‘barn, sem hann mun aldrei
sjá. Eftir að þessi saga hefur
Caldwell
á
endurtekizt í nokkrar aldir
segir eiginkonan „hingað og
ekki lengra.“ „Ég hef lokið við
fyrsta uppkast af leikritinu",
segir Ustinov „en það er of
langt. Þegar eftir fruimisýning-
una á „Lady L“ í París, mun
ég fara til Sviss og yfirfara
leikritið."
Peter Ustinov er einnig að
vinna við undirbúning að
tveimur kvilkmyndum, en það
eru „Diplomatic Cover“, sem
fjallar um njósnir og gagn-
njósnir, og „Strangers on a
Bridge“, og fjallar sú saga
einnig um njósnir.
„Ég kýs að skrifa kvik-
myndahandritið áður en ég
geri samninga," segir Ustinov,
„því það kemur í veg fyrir
óteljandi ráðstefnur varðandi
uppsetningu og bugsanlegar
úrklippingar, sem oft vegna
tímatakmarkanna leiða til
neikvæðra niðurstaðna. Hinar
eilífu beiðnir um niðurskurð
á þessu eða hinu leiða oft til
þess að fiitan verður eftir en
sósan er fjarlægð."
Söngleikurinn „Tobacco Road“
Á næsta ári er nýr söngleik-
ur væntanlegur á Broadway
í New York, en það er
„Toobaco Road“ byggður á
samnefndri sikáldsögu eftir
Erskine Caldwell. Leikritið,
sem þeir Caldwell og Jack
Kirkland gerðu eftir sögunni,
var frumsýnt í New York ár-
ið 1933. Flestir gagnrýnend-
ur voru fjandsamlegir leikrit-
inu, sem þó gekk í New York
í meir en niíu ár og hafði þá
aðeins eitt leikrit gengið leng-
ur, en það var „Life with
Father“. „Tobacco Road“ hef-
ur síðan verið sýnt við mikla
aðsókn víða um heim, en
mætti þó nokkru andstreymi
siðapostuila í Ohicago og í
London.
Söngleikurinn er væntan-
legur snemma á næsta starfs-
ári, en þó er ekki enn ákveð-
ið bvaða tónskáld semux tón-
lisitina.
Caldwell, sem nú er stadd-
ur í París ásamt konu sinni,
til viðræðna við útgefanda
sinn þar álítur að úm 70
milljón eintaka séú seld af
bókium hans, en þær eru nú'
orðnar um 40 talsins. Bækur
Caldwells hafa verið þýddar
á 27 tungumál og er hann einn
víðlesnasti höfundur í dag.
„Það er erfit't að segja til
um söluna á bókum mínum“,
segir Caldwell. „Ég hef aldrei
hef aldrei fylgzt vel með söl-
unni og ég hef oft skipt um
útgefendur. í janúar sl. gerði
kona mín tiiraun til að reikna
þetta út á gamla reiknivél, en
u.þ.b. er kona mín taldi sig
vera að komast að endanlegri
niðurstöðu, stóð þetta gamla
skrapatól á sér og neitaði al-
gjörlega að láta ok'kur í té
iokatölurnar. Við höfum nú
sent öll okkar gögn til bók-
ihaldara og vonumst eftir nið-
urstöðum bráðlega".
Caldwell hefur farið í fyrir-
lestraferðir víða um heim í
'boði bandarísku stjórnarinnar
og nú fyrir skömmu ferðaðist
hann um suður-fylki Banda-
ríkjanna. Þessa ferð fór hann
vegna efnisleitar í nýja skáld-
sögu, sem mun bera nafnið
„í leit að Bisoo“. Bisoo var
negri og leikfélagi Caldwells
í Georgia, þegar þeir voru
fimm ára gamlir. Fjölskyldu
Caldwells þótti þessi félags-
skapur óviðeigandi og voru
drengirnir aðskildir og hafa
þeir aldrei hitzt eftir þetta.
Caldwell hefur lengi, en árang
urslaust, leitað að þessum
æskufélaga sínum, og hefur
hann einnig skrifað átakan-
legar lýsingar af kynþáttamis
rétti í Suðurri'kjunum, en
hann telur að þar sé hann
mun alvarlegri en í stórborg-
unum.
Caldwell hefur komizt að
raun um að ástandið á svæði
því sem var sögusvið „To-
bacoo Road“, hefur breytzt
mikið á þeim 30 árum, sem lið
in eru frá þvi sagan var skrif-
uð.
„Nokkrir af íbúunum fóru
að vinna í verksmiðjum eítir
kreppuna, en flest fólkið hef-
ur þó flutzt inn á heiðamar.
Jarðrækt er lítil og eru vöru-
skipti mjög algeng meðal íbú-
anna. Ríkisstjóynin hefur
reýnt ýmislegt til hjáipar
þessu fólki. Uppfrætt það og
k'ennt því að framleiða ýms-
an söluvarning. En allt sem
fólk þetta framleiðir, er hægt
að kaupa fyrir lægra verð í
ódýrum verzlunum. Stöðug
fj’ölgun hefur átt sér stað með
al þessa fólks, og reynt hefur
verið að fræða það um getn-
aðarvarnir, en það hefur eng-
an árangur borið. Fólkið <ær-
ir sig kollótt og vill einfald-
lega fá að vera í friði. í raun
inni er þetta vonlaust ástand,
sem liklega verður ekki raðin
bót á fyrr en yngri kynslóðin
flyzt til borganna“, segir
Erskine Caldwell.
Órúðlegf oð borgin dskilji sér
iorkaupsrétt nð öllum
éiullgerðum íbúðum
A FUNDI borgarstjómar
fimmtudaginn Z. desember s.l.
var til umræðu tillaga, er Guð-
mundur Vigfússon (K) bar
fram þess efnis, að sú regla
' yrði tekin upp við úthlutun lóða
í Reykjavík, sem ætlaðar væru
til íbúðarhúsabygginga, að
borgarsjóði væri áskilinn for-
kaupsréttur samkvæmt mati að
mannvirkjum og íbúðum, sem
reistar eru á lóðunum, og boðn-
*r kunni að verða til kaups, allt
þar til að um fullgerðar íbúðir
væri að ræða.
í framsöguræðu fyrir tillög-
unni sagði G.V., að tillaga þessi
væri flutt til að koma í veg
fyrir óeðlilegt brask, sem væri
með íbúðarhúsnæði í bænum
áður en það væri fullbyggt.
Birgir ísl. Gunnarsson (S)
ræddi nokkuð tillögu Guðmund-
ar. Hann taldi, að það vandamál,
sem sérstaklega sneri að borg-
arsjóði í þessu sambandi væri
brask með lóðir. Orðrómur
gengi um það, að nökkur brögð
væru að því, að þeir, sem fengju
lóðir seldu þær síðan dýru verði
án þess að hafa
byggt nokkuð á
þeim sjálfir, en
slíkt væri mjög
óeðlilegt. Með-
an ekki væri
unnt að full-
nægja eftirspurn
eftir einbýlis—
húsa- og rað-
húsalóðum yrði
að snúast gegn
með lóðir, sem
færðu handhöfum lóðanna ó-
eðlilegan hagnað. Reynt hefði
verið að snúast gegn þessu með
afturköllun lóða í nokkrum til-
fellum.
Um sölu á íbúðum að öðru
leyti, áður en þær væru full-
borgarstjórn
slíku braski
gerðar, taldi BÍG erfitt að
sporna við. í mörgum tilfellum
úthlutaði borgin lóðum til bygg
ingarmeistara í því skyni að
þeir byggðu til að selja. Þjón-
usta byggingarmeistaranna, sem
þessa starfsemi hefðu með hönd
um, væri alls ekki þýðingar-
laus fyrir borgarana og því
væri erfitt fyrir Reykjavíkur-
borg að hafa uppi aðgerðir, sem
væru óeðlilegt haft á starfsemi
þessara manna.
Að vísu hefði stundum leikið
það orð á, að þeir seldu íbúðir
óeðlilega háu verðL Það væri
vafalaust rétt í sumum tilfellum,
en hinsvegar yrði að hafa það
í huga, að það væri markaður-
inn, sem skapaði verðið að miklu
leyti, þegar byggingarkostnaði
sleppti og þegar nóg framboð
væri af fjölbýlishúsalóðum, eins
og verið hefði að undanförnu,
mætti búast við, að verð íbúða
og sölukjör að öðru leyti flyttu
ekki óeðlilegan gróða í hendur
byggingarmanna. Það bæri og
að hafa í huga, þegar rætt væri
um hátt söluverð á íbúðum, að
raunverulegur byggingarkostn-
aður þeirra íbúða, sem byggðar
væru með „félagslegu fram-
taki“, en það teldi G.V. allra
Framhald á bls. 23
Baby strauvélin léttir ótrúlegu
erfiði af húsmóðurinni. — Baby
strauvélin pressar, straujar, rúllar,
Pressar buxur — straujar skyrtur
— rúllar lök. —
Baby strauvélin er opin í báða enda. Baby strau-
vélinni er stjórnað með fæti og því er hægt að nota
báðar hendur við að hagræða þvottinum.
Baby strauvélin er ómetanleg heimilisaðstoð ....
Sími
//687
2/240
AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HÍBÝLAPRÝÐI
Það er barnaleikur að strauja þvottinn með
Baby strauvélinni
Laugavegi
170-172