Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 3
1 Laugardagur 22. íanfíar 1966 MORCUNBLAÐIÐ y ALLIR sem nokkuð þekkja til í Vesturhöfn Reykjavíkur- hafnar vita hvar „Daniels- slippurinn“ er. Þessi slippur er nánar tiltekið „Skipasmíða stöðin Daniel Þorsteinsson & Co. h.f.“ í dag eru liðin 30 ár síðan stofnandi hennar skipasmið- urinn Daniel Þorsteinsson setti þetta fyrirtseki sitt á stofn. Með honum voru sonur hans Þorsteinn og Stefán Ricther. — Þeir Þorsteinn og Ricther eru enn forráðamenn stöðvarinnar, en Daniel lézt árið 1959. Séð yfir „Daniels slipp“ „Daniels-slippur" er 30 ára I dag Fyrsta verkefni skipasmíða- stöðvarinnar verður ætíð tengt sögu Reykjavíkur. Fyrir tilstilli Jóns Þorlákssonar þá- Jon Þorláksson — skömmu af stokkum. áður en honum var hleypt verandi borgarstjóra Reykja- víkur, var í það ráðizt (1935) að byggðir voru tveir 50 tonna bátar. Borgarstjórinn fékk dönsk fyrirtæki til að leggja til efni og vélar í bátana, en smíði þeirra var síðan boðin út innanlands. Daniel Þor- steinsson og félagar hans tóku að sér verkið og þeir smíðuðu báða þessa báta, og hið um- samda verð voru 15.000 kr. á bát. — Annar þessara báta hlaut nafnið Jón Þorláksson, var ætíð mikið happaskip. Ingvar Vilhjálmsson útgerð- armaður keypti bátinn og skip stjóri var Guðmundur Þorlák- ur. Þessi skipasmíði markaði tímamót í sögu skipasmíða- stöðvarinnar. Bæjarytfirvöld- in létu henni í té nokkurt at- hafnasvæði og af stórhug var í það ráðizt að byggja dráttar- braut þar sem hægt er að taka á land 150 smálesta skip. Alla tíð hefur skipasmíða- stöðin haft mikil og næg verkefni í skipasmíðum, við- haldi, stækkun og hverskon- ar endurbyggingu fiskiskipa. Þjónustustarf stöðvarinnar við hin minni fiskiskip hefur ekki verið einskorðuð við Reykjavíkurflotann heldur og mikinn fjölda skipa frá flest- um höfnum landsins. Mjög hefur aðstaðan breytzt í Vesturhöfninni frá því er skipasmíðastöðin hóf sína sarf semi. Nú telja hafnaryfirvöld in þörfina fyrir aukið við- legupláss bátaflotans vera orð ið svo aðkallandí, að þau hafa sagt upp lóðarsamningi Daniel Þorsteinsson. þessarar gömlu skipasmiða- stöðvar. Það er ekki að því hlauipið að kippa svona starf- semi upp úr föstum skorðum eftir árauga starf. En núver- andi forráðamenn þeir Stef- án Ricther og Þorsteinn Dan- ielsson hafa fullan hug á að „Daniels slippur“ verði í framtíðinni inni í Sundum. Muni þar verða sköpuð skil- yrði fyrir skipasmíðastöðina til að geta starfað ótrufluð um ófyrirsjáanlega framtíð. Kvikmyndasýn- incj fyrir almenn- ing I IMýja bíói kl. 2 í dag í DAG kl. tvö e.h. verða sýnd- ar í Nýja Bíói á vegum Varð'- bergs og Samtaka um vest- ræna samvinnu tvær athyglis- verðar kvikmyndir um þróun mála í Evrópu frá lokum siðari heimsstyrjaldar, „Endurreisn Ev- rópu“ og „Saga Berlínar“. Einnig er sýnd kvikmyndin „Yfirráðin á hafinu“. Þær eru allar með ís- Ienzku tali. Kvikmyndir bessar hafa verið sýndar víða við góða aðsókn, í tilefni þess að skammt er síðan liðin voru tuttugu ár frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. - Myndirnar eru rú sýndar í fyrsta skipti fyrir almenning í Reykja- vík. Öllum er heimill ókeypis að- gangur, meðan húsrúm leyfir, börnum þó aðeins í fylgd full- orðinna. ----------- ,---- Böin kveikjn í bilskúr UM klukkan 15,23 í gærdag kom upp eldur að Löngubrekku 33 í Kópavogi, en þar höfðu 3ja til 4ra ára börn verið að leika sér með eldspýtur og kveiktu í bíl- skúr. Þar brann allt inni, sem brunnið gat, svo sem einangrunar efni, sem þar var geymit, hjól- barðar og ýmislegt annað. Þá eyðilagðist þakið á bílskúrnum, sem er steynsteyptur. Talsvert tjón varð við brun- ann. . Hægviðri var um allt land í skýjað. Olli því smálægð sem gær, víðast léttskýjað og myndast hafði milli NA- frostið 10-20 stig inn til lands Grænlands og íslands. Hún ins. Út við sjóinn var það hreyfðist suður á bóginn svo heldur" vægara, og síðdegis að sennilega verður skýjað var það orðið eitt stig á vestan til á landinu í dag og Galtarvita,því að þar var ef til vill snjómugga sums komin SV gola og orðið staðár. STAKSTFIIMAH Sovézkur MacC ar thyismi BANDARÍSKA stórblaðið New York Times birti fyrir nokkrum dögum forustugrein um hand- töku hinna tveggja sovézku rit- höfunda undir fyrirsögninni: „Sovézkur MacCarthyismi“." Þar segir m.a.: „Hinar grimmdarlegu árásir „Izvestia“ á sovézku rithöfund- ana Andrei Sinyavsky og Yuli M. Daniel, sem teknir hafa verið höndum, eru ömurlegt merki þess, að enn er grunnt á hinum gömlu Stalinísku aðferðum í Moskvu. Þessir tveir menn hafa ekki verið leiddir fyrir dómstól, en þeir eru ákærðir fyrir að hafa ritað bækur og greinar, sem birzt hafa erlendis undir dul- nöfnunum Abram Tertz og Niko- lai Arzhak. „Isvestia“ gengur hinsvegar út frá því, að þeir séu sekir um landráð, glæpi gegn Sovétstjórninni o. sv. frv. Al- varlegust er þó yfirlýsing blaðs- ins þess efnis, að rithöfundunum tveimur verði engin miskunn sýnd, þrátt fyrir mótmæli vest- rænna menntamanna. Þetta er tónninn, sem ríkti í hreinsunun- um miklu eftir 1930.“ Barátta umbótamanna Og New York Times heldur áfram og segir: „Líklega verða hinar ofsalegu árásir á Sinyavsky og Daniel skýrðar með hliðsjón af þeirri staðreynd, að á mörgum sviðum sovézks þjóðfélags standa nú yfir mikil átök milli frjálslyndra umbótamanna og staðnaðra íhalds- og jafnvel afturhalds- manna. Hinir fyrrnefndu hafa nú meiri og betri tækifæri en þeir höfðu fyrir nokkrum árum til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri og einmitt þess vegna er hinum síðarnefndu mikið í mun að koma stimpli undirróðurs og ólöghlýðni á alla þá, sem mæla með breytingum. En ef hægt er að finna nokkurn ljósan punkt í þessu máli, er það helzt sú staðreynd, að greinin í „Izvestia“ hefur gert það að verkum, að milljónir sovézkra borgara vita nú, að verk Tartz og Arzhak eru til. Árásirnar mun vekja forvitni og löngun meðal fólks til þess að lesa þessar for- dæmdu sögur, alveg eins og varð um, „Dr. Zhivago“ eftir hinar ómerkilegu árásir gegn Boris Pasternak á hátindi valda Krús- jeffs“. Kerfið sjálft er sjúkt New York Times kallar aðfær irnar gegn sovézku rithöfundun- um „sovézkan Maccarthyisma“ og má það vissulega til sanns veg ar færa. En munurinn á Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum er sá, að í Bandaríkjunum varð MacCarthyisminn undir. Hann var sjúkdómur, sem lýðræðis- þjóðfélag læknaði sig af. í Sovét ríkjunum er það hins vegar kerf ið sjálft, sem er helsjúkt. Og þar verður erfitt að finna þau lyf, sem duga til þess að lækna stjórnskipulagið þar í landi af þessum sjúkdómi. Svo hefur virzt, sem heldur hefði miðað til frjálsræðia í Sovétríkjunum á undanförnum árum ,en aðfarirn ar gegn sovézku . rithöfundunum sýna að hinn gamli hugsunar- háttur Stalínsismans á sér enn djúpar rætur í Sovétríkjunum. Kerfið sjálft er helsjúkt. Það get ur enginn lengur verið í vafa um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.