Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 12
MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. janúar 1966 12 Þar heyrast ekki víxlarair falla en þar er vakað yfir miklum SamtaB við sr. Þorgeir Jónsson >AR sem fjársjóður þinn er — þar mun og hjarta þitt vera, segir meistarinn frá Nasaret. Svo það er þá líklega hér — hér í þessum gulhvíta, grá- teppaða, bjarta klefa undir Landsbankanum, sem hjörtu margra Reykvíkinga slá — þ. e. a. s. þeirra, sem eiga svo há skuldabréf og aðra verðmæta pappíra, að þeim hefur þótt taka því að leigja fyrir þá bankabox. Og hver er svo sá, sem vak- ir yfir verðmætunum í þessum eld- og þjóftryggu geymslum — hefur lyklavöldin af bank- ans hálfu? Það er enginn annar en hinn rúmlega sjötugi prófast- ur emeritus, sr. Þorgeir Jóns- son, síðast prestur á Eskifirði. Það er engin hætta á öðru heldur en hann gæti þeirra vel. Um hann mætti víst segja það sama og Jónas sagði um Þórð Jensson látinn: „Honum hefðu allir trúað fyrir heilum skipsfarmi af demöntum." Þegar efnaðir og forsjálir Reykvíkingar vilja skoða verð bréf sín eða þurfa að klippa af þeim kupona gjaldfallinna vaxta, þá leggja þeir leið sína niður í undirheima Landsbank ans, niður í hurðarþykka klef ann, þar sem númeruð boxin liggja í þráðbeinum regluleg um röðum frá gólfi til lofts. En hvað hér er rólegt og mikil regla á öllum hlutum. Þetta stingur svo þægiléga í stúf við ysinn og óróann og spennuna uppi, þar sem víxl- arnir falla, þar sem krónan minnkar, þar sem lánsfjár- skorturinn ríkir. Það er eng- in furða þótt það þurfi sterkt hjarta og víðar æðar til að þola svo hraðan slátt í ofvæni fjármálalífsins. Hér niðri er ró og kyrrð, hér er heimur þeirra, sem hafa sitt á þurru hvernig sem vind urinn blæs á hafi fínansanna, því að þeir hafa séð efnahags legu öryggi sínu borgið með sólídum pappírum. Það er ekki ætlunin með þessum línum að fara að gera sér tíðrætt um hag boxleigj- enda eða glugga í hólfin þeirra. Það væri líka hægara sagt en gert. Að hverju boxi þarf tvo lykla. Annan geymir leigjandinn sjálfur, hinn er í vörzlu sr. Þorgeirs. í boxið verður því ekki komizt, nema báðir ljúki upp. Flest eru box in í beingulum lit með gyltum ramma til að minna á hin gull tryggu bréf, sem þau geyma. Hvert box er með tveimur penum skráargötum. Að öðru gengur lykill eigandans, sem hann ber með sér, sjálfsagt hvert, sem hann fer. Að hinu gengur lykill bankans, sem G. Br. skrifar séra Þorgeir vakir yfir, — gæt ir sem sjáaldur auga sín. En á symum boxunum eru klunnalegar, utanáliggjandi skrár, sem minna á stóra plástra á fögru andliti. Hvern ig stendur á þeim? Þessi box hafa orðið að gjalda ógætni eða óheppni eiganda sinna. Þeir hafa týnt lyklum sínum. Það hefur orðið að sprengja þau upp. Þar með var skráin ónýt, sú sem fylgdi því, og það hefur orðið að setja þessa ljótu hlussulegu læsningu í staðinn. — o — Svo látum við útrætt um boxin í bankanum, eigendur þeirra, útlit og innihald, og snúum okkur að andlegu mál unum. — Hvernig vnr það, sr. Þor- geir? Þú varst prestur á Eski- firði. Ekki varstu vígður þangað? Sr. Þorgeir við bankahólfin. — Nei ég vígðist til Norð- f jarðarprestakalls haustið 1935. Og raunar var ég búinn að vera prestur áður, óvígður, en það var ekki hér á landi. — Var það í Ameríku? — Já, haustið 1926 réðst ég sem prestur til Sambands- safnaðarins í Gimli í Nýja ís- landi í Manitoba. Þá var ég nýorðinn kandidat og mig langaði til að sjá mig um í heiminum. Hafði lokið prófi vorið 1925 og verið kennari 1 Vestmannaeyjum næsta vet ur, en vildi komast lengra út og þá fannst mér tilvalið að fara vestur um haf. Þar átti ég margt frændfólk, sem ég hugði gott til að kynnast. — Þú fórst óvígður vestur? — Já, þáverandi biskup, dr. Jón Helgason, kvaðst ekki geta veitt mér vígslu. Hann taldi söfnuðinn, sem ég fór til ekki starfa á sannlúterskum grundvelli að sínum skilningi. Prestsvígsla var heldur ekki neitt skilyrði fyrir þjónustu hjá Sambandssöfnuðinum, svo að þessi afstaða biskups gerði ekki neitt strik í mína reikn- inga. — Hver var prestur á undan þér á Gimli? — Það var Eyjólfur Melan. Hann er kandidat héðan frá háskólanum og hefur alla tíð starfað með Vestur-íslending um. Hann hefur ekki tekið prestsvígslu. — Hvernig var kirkjulífið vestra? — Það var að mörgu leyti gott, yfirleitt almennur áhugi fyrir kirkjunni hjá safnaðar- fólkinu og þátttaka þess í kirkjulegu starfi mikil og fórn fús hjá öllum fjöldanum. Frí- kirkjan er að mínum dómi, öllu lífrænni oggróskumeiri heldur en ríkiskirkjan. Mætti margt um það segja, þótt ekki verði fjölyrt að þessu sinni. — Hvað varstu lengi vestra? — Tæp fjögur ár. Ég kom heim þjóðhátíðarsumarið — 1930 — með Vestur-íslending- unum, sem komu til að sam- fagna okkur með 1000 ára af- mæli Alþingis. Það var nú svo þrátt fyrir gott safnaðarlíf vestra og allsterk vináttu- bönd þá leitaði hugurinn samt aftur austur yfir hafið. Ég fann það og reyndi, að ,,römm er sú taug ,er rekka dregur — föðurtúna til“. Þótt ég væri hjá frændum og vin- um þar vestra, duldist mér ekki, að allt hjá þeim var að „ameríkaniserast" hröðum skrefum, sem og eðlilegt — eða óhjákvæmilegt — var. En í því vildi ég ekki taka þátt Sr. Þorgcir fermir í til langframa. íslendingseðlið í mér stóð fast gegn slíku. Og það réði úrslitum. —- Svo gekkstu í þjónustu ríkiskirkjunnar hérna heima? — Það gerðist nú ekki strax. Og eiginlega ætlaði ég mér ekki að fást frekar við prests- skap þótt önnur yrði raunin síðar meir. Fyrst eftir heimkomuna var ég við skrifstofustörf hér í Reykjavík, en haustið 1932 var ég beðinn að vera skólastjóri á Reykjum í Hrútafirði, og varð við þeirri beiðni. — Lengi í Hrútafirðinum? — Nei, bara tvo vetur. Þó féll mér það vel, var heppinn með samstarfsfólk eins og t.d. Þórodd Guðmundsson frá Sandi, sem var með mér báða veturna. Hann var afbragðs- kennari. Frá Reykjum fluttist ég til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður Landsbankans. Ætlaði eiginlega að vera þar áfram. En það átti nú ekki fyrir mér að liggja í það sinn. Eins og ég sagði áðan, fékk ég eindregin tilmæli um að taka við Nesprestakalli í Norð firði, því að þar var þá prests- laust. Það var í nóvember 1935 og dr. Jón biskup Helga- son vígði mig á 24. sunnudag eftir trinitatis. Mér var þó ráð ið frá því að fara austur af góðum og gömlum vini mín- um, sem ég mat mikils. Ég svar aði honum því, að þetta væri nú engin próventa. Ætlaði mér aldrei að vera nema 1—2 ár í Austurvegi. En það fór á annan veg. Fyrst var ég átta ár á Norðfirði. — Svo þér hefur líkað vel í „rauða bænum“? — Já, ekki get ég annað sagt. Það var að visu ekki al- mennur áhugi fyrir kirkju — eða safnaðarmálum og kirkju sókn ekki mikil nema við ein staka tækifæri. Þetta var nú eins og gengur og gerist ann- ars staðar og allir þekkja. Hinsvegar voru þarna ýmsir einstaklingar, ágætir, einlægir samstarfsmenn. sem ég á nrjög góðar minningar um. Alveg sama má segja um Esk- firðinga. — Frá Norðfirði lá svo leið in til Eskifjarðar. — Já, þar var ég sóknar- prestur í 17 ár. Seinustu 5 ár- in var ég prófastur Sunn-Mýl inga. Aðalástæðan fyrir því að ég flutti mig milli fjarð- anna var sú. að prestsíbúðin á Norðfirði reyndist allt of litil fyrir mig og fjölskyldu mína og ég gat ekki gengið þar neinar úrbætur. Hinsvegar var á Eskifirði stórt og vold- ugt hús, sem keypt hafði verið og gert að prestsetri þegar prestur fluttist þangað frá Norðfjarðarkirkju, Hólmum. Það var dýrt I ekstri og ekki heppilegt, enda er : | i búið að byggja nýtt hús eins og svo víða í prestaköll- unum. Alls var ég því aldarfjórð- ung á Austfjörðum. Þar kynnt ist ég mörgu góðu fólki, sem gott er nú að minnast þegar litið er til baka yfir farinn veg. Hugurinn hlýnar við þær minningar. Ég hugsa með miklu þakklæti og góðum ósk um til Austfirðinga. — o — Hér verður ekki fleira rakið úr rabbi okkar sr. Þorgeirs, þótt margt hafi borið á góma, þegar fundum hefur borið saman. Eins og hér hefur ver ið sagt hefur hann víða starf- að. Á Norðurlandi og hér í höfuðstaðnum, í Ameríku og á Austfjörðum. Og þó hann hafi tekið að sér vörzlu ver- aldlegra verðmæta, þá finnur maður, að hann hefur líka til- einkað sér ávexti andans: Kærleikann, gleðina, friðinn, trúmennskuna, hógværðina, bindindið. Prestar Sameinaða kirkjufélagsins í Vesturheimi. Frá vinstri: Þorgeir Jónssoni, Guðmundur Árnason, Friðrik A. Friðriksson, Albert Kristjánsson, Pilip Pétursson, dr. Rögnv.aldur Péturs- son og Ragnar E. Kvaran. — Myndin er tekin á kirkjutröpp- unium í Árborg 1928. — Kvikmyndir Framhald af bls. 15. um, dofnar með hverri nýrri mynd hans. Þó tekst De Sica á stundum að slá á strengi gamansemi og við- kvæmni, en þeir strengir hljóma öðruvísi en áður — hljómurinn er holari. Eins og áður er sagt mun sá bezt njóta þessa gaman- verks De Sica er ekki hefur átt kynni við fyrri verk hans; njóta skilyrðislausrar gamansemi sem á stundum er þó dauft endurskin fyrri hlýju og mannskilnings, en er nú spennt upp í hlátur og skrípalæti sem verka annað slag- ið. Síðasti hlutinn, sem Zavatt- ini skrifaði, virðist beztur hvað þetta snertir, sakir léttleika, bráðfyndni á stundum, en fyrst og fremst vegna leiks Mastroi- annis. 700 ára Framhald af bls. 28 1950. Hann var þá 81 árs að aldri. Guðrún sagði okkur að hún myndi vel éftir sinni 100 ára ævi, og þegar hún var að al- ast upp í sveitinni á 7. tug 18. aldar. Ekki hefur Guðrún verið heilsuhraust um ævina, þó hún nái svo háum aldri og sé svona eru. Tvisvar gekk hún undir holskurð, með 25 ára millibili. En nú er hún alveg furðulega hress. Sjón og heyrn eru að vísu farin að bila, en ekki er langt síð- an hún las blöðin. Hún hlust- ar á útvarp, hefur gaman af músíkinni, en hún þarf að vera stillt mjög hátt. Og hún unir vel hag sínum innan um barna-barna-börnin sex, því hún hefur yndi af börn- um. — Nei, hvað amma er orðin fín, sögðu krakkarnir, þegar þau komu inn og sáu að Guðrún va~ komin í peysu fötin sín. Og andlit gömlu konunnar ljómaði, þegar hún heyrði í þeim. Svo allir voru ánægðastir með að þau væru með henni á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.