Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 19
Laugardagur 22. Janftar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 Er Thailand næsta fórnar- dýr Kína-komniúnista ? Áhuga þeirra virðist ekki skorta í því sambandi Thanom Kittikachorn HONG KONG. — Seilast nú angar frá Peking og efna til nýrra aðfara komm únista til ógnunar öryggi og sjálfstæði Thailands? Stjórnmálamenn hér og annars staðar hafa nánar gætur á yfirgangsöflunum, sem færzt hafa í aukana og náð geta kverkataki á þeirri þjóð, sem byggir hjarta hinnar agasömu Suðaustur-Asíu. Yfirgangsöflin hafa þró- azt í klassísku samræmi við forskrift kínverskra kommúnista um undirbún- ing byltingar. Samkvæmt þessari forskrift er þess krafizt, að einvalalið kommúnistaflakksins seilist til valda með aðstoð skæruliða- sveita og „samfylkingar“, stjórnmálasambandi stuðnings manna, sem sjá um að koma áróðri á framfæri eftir vissum leiðum. Kínverski kommún- istaforinginn Mao Tse-tung notaði forskriftina til að kom- ast sjálfur til valda, og sem stendur er henni beitt í við- leitninni til að yfirbuga Laos og S-Vietnam. Ekki hefur komið til hern- aðaraðgerða í Thailandi, en tilraunir eru nú á uppsiglingu til að skapa þar „samfylk- ingu“ undir stjórn kornmún- ista. Haft er eftir forsætisráð- herra Thailands, Thanom Kittikachorn, að „sterkar lík- ur séu til þess, að kúgunarað- ferðum kommúnista, sem stjórnað er frá Peking, verði næst beint að Thailandi.“ Thanom forsætisráðherra skýrði frá því á blaðamanna- fundi í Bangkok nýlega, að stjórm hans hefði borizt skýrsl ur um Thailendinga, grunaða um kommúnistiska starfsemi, sem verið hefðu á ráðstefnu með kínverskum leiðtogum í Peking. Hann kvaðst vita, að kínverskir kommúnistar hefðu keypt thai-gjaldeyri fyrir háar fjárhæðir, sem nota á til að koma fram frekari yfir- gangi. Siðar sagði forsætisráð- faerrann við fréttaritara í Ban gkok, að í aprílmánuði myndi hann ferðast víða um í fjórum héruðum landsins. Fréttir berast um, að skæru- liðar kínverskra kommúnista, sem komið hafa yfir landa- mærin frá Malajsíu, hafi sig mjög í frammi í Suður-Tai- landi. Utanríkisráðherra Thailands Thanat Khoman, hefur einnig sagt fréttamönnum, að komm- únistar í Kína hafi „nú opin- berlega lýst yfir því, að Kína ætli sér að beita ofbeldi gagn- vart Thailandi‘“. Hann sagði: „Kínverskir kommúnistar bera enga virðingu fyrir al- þjóðalögum og koma fram eins og lögleysi ríki í öllum löndum heims.“ Áhugi kommúnista á Thai- landi hefur farið vaxandi um nokkurra ára bil. Síðan 1962 hefur verið starfandi leynileg útvarpsstöð, sem kallar sig „Rödd thailenzku þjóðarinn- ar“ handan við landamærin, og útvarpssendingunum er ætl að að orsaka sundrungu í Thailandi. Sumir telja, að stöðin sé í N-Vietnam, aðrir álíta, að hún kunni að vera í Kína, en Yunnan-héraðið í Kína er að- eins í 100 mílna fjarlægð frá nyrzta odda Thailands. Árið 1963 bárust fréttir um að flugmenn þjálfaðir í Kína hefðu gert eins konar „inn- rás“ í norðausturhluta Thai- lands. Þessir menn létust vera farandsalar og streymdu inn í smáþorpin við landa- mæri Laos. Áróðri var dreift ásamt fatnaði, lyfjum, skó- fatnaði og útvarpstækjum, sem úthlutað var sem „vináttu vott“. Sagt var, að sumir þess ara farandsala kæmu með kassa af vopnum og skotfær- um til notkunar síðar meir. Svipaðri starfsemi Pathet Lao-kommúnista er enn hald- ið áfram. Til vjðbótar því, sem Thanon forsætisráðherra hef- ur skýrt frá, eru aðrar sann- anir fyrir hendi um það, að Kína sé að vinna að hruni í Thailandi í Hong Kong tóku sérfræð- ingar í kínverskum málefn- um eftir stuttri fréttatilkynn- ingu frá Peking í septembér 1964, þar sem skýrt var frá því, að opnaður hefði verið enn einn tungumálaskóli þar í borg. í tilkynningunni sagði, að í skóla þessum myndu verða haldin námskeið í ensku, japönsku og thai- lenzku. Þar sem tungu lítillar þjóðar var þarna skipað á bekk með tungum stórþjóða, olli það heilabrotum um, að Peking væri að búa sig til frekari áhrifa í Thailandi. Það sem síðar gerðist sann- aði, að þessar vangaveltur voru ekki ástæðulausar. í ljós kom, að náin tengsl voru milli Peking og hins bannaða komm únistaflokks Thailands. Plokk urinn var stofnaður 1942 en bannaður 1958 og nokkrir flokksmenn eru nú í útlegð í Kína. Síðari atburðir báru einnig með sér sterk kommúnisk á- hrif, þegar tvenn „samfylk- ingar“-samtök skutu upp koll inum og áttu að heita fulltrú- ar Thailands. Til að skilja þessa þróun er nauðsynlegt að líta til októbermánaður 1964, þegar Rauða Kína hélt hátíð- legan 15. afmælisdag sinn. Þann dag birti fréttastofa stjórnarinnar í Peking kveðju boðskap frá útlögum thai- lenzka kommúnistaflokksins til Alþýðulýðveldisins Kína. Boðskapurinn, sem var óund- irritaður, fór viðurkenningar- orðum um Kína fyrir „hina „framfarastökkið mikla“ og kommúnista. Það hrósaði „feiknaafrekum kínversku þjóðarinnar“ og kvað þau hvatningu þjóðum heims. Án þess að nefna Rússland gagnrýndi boðskapurinn „end urskoðunarsinna, er sviku byltinguna“ og fagnaði því, að Kína sýndi staðfestu í and stöðu sinni við „nútíma endur skoðunarstefnu". í kveðjuboðskapnum sagði, að Kína og Thailand væru nágrannar og löndin „hefðu fengið að kenna á yfirgangi og kúgun einræðis“ — en þessi fullyrðing er alröng, að því er snertir Thailand, þar sem landið befur aldrei verið und- ir nýlendustjórn. Eftir meira skjall var stjórn ir í Thailandi kölluð „aftur- haldssöm, fasistísk og einræð issinnuð“. Síðan hvatti boð- skapurinn öll almannasamtök og einstaklinga úr öllum flokk um til „að sameinast og mynda þjóðernis- og lýðræðis- sinnaða samfylkingu“ til að bola Thaistjórninni frá. í þessari kveðju til Rauða Kína, sem send var út í Kína, var fyrsti vísirinn að áform- um um nýja „samfylkingu", sem túlka átti almennings- álitið í Thailandi. Tveim mánuðum síðar, 8. des. 1964, tilkynnti leyniút- varpið „Rödd thailenzku þjóð arinnar“, að stofnuð hefði ver ið „sjálfstæðishreyfing Thai- lands“ og var það mikið fagn- aðarefni kommúnistum í Asíu. Þ. 13. desember birti frétta- stofan Nýja Kína „stefnuskrá“ hinnar nýju hreyfingar, og Hanoiútvarpið flutti hana einnig. Meðal annars var end urtekið í stefnuskránni að steypa setti Thaistjórninni. Þ. 1. janúar 1965 kom „Þjóð ernissinnafylking Thailands“ fram á sjónarsviðið, og fréttin um það birtist í opinberu fréttablaði Hanoi-stjórnarinn- ar. Og sama daginn póstlögðu önnur samtök, sem kölluðu sig „Samsteypufylking Thai- lands“, bækling til margra dagblaða í Bangkok, þar sem farið var hörðum orðum um stjórn Thailands, og þess kraf izt enn einu sinni, að henni yrði steypt af stóli. Næst gerðist svo það 22. janúar, að „Þjóðerhissinna- fylking Thailands“ fékk stuðning frá leyniútvarpsstöð- inni, er útvarpað var þaðan hvatningu til allra, án tillits til aldurs, kynferðis, starfs- greinar, stjórnmálastefnu, þjóðernis, eða trúarbragða, að ganga í „fylkinguna“ og starfa með henni að falli Thai-stjórn arinnar. í þessari áskorun sinni á- sakaði útvarpið Thai-stjórn- ina fyrir „að ætla að svíkja þjóðina" og „beita einræðis- valdi“. Utvarpið hélt því fram að bændur landsins horfðust í augu við gjaldþrot vegna hárra skatta og vaxta og ræddi um eymdarkjör land- búnaðarverkamanna, og það leitaði stuðnings fiskimanna, verkamanna, götusala og mánmsmanna. Námsfólkinu flutti það boðskap um hin háa námskostnað og kvað horfur slæmar að fá vinnu að námi loknu. Einnig beindi það boðskap sínum til lágt laun- aðra opinberra starfsmanna, kennara og manna í herþjón- ustu. Til stuðnings þessum út- varpssendingum flutti frétta- stofan Nýja Kína 5. febrúar hvatningu „Þjóðernissinnafylk ingu Thailands" til alls þjóð- ræknissinnaðs fólks í landinu að sameinast sem einn mað- ur í ákveðinni baráttu til að reka af höndum sér amerískt einræði og koma á sjálfstæði, lýðræði, friði, hlutleysi og velmegun í Thailandi," sem er aðalefni sex-faldrar stefnu skrár „fylkingarinnar“. Thailand er eitt af fáum Asíulöndum, sem ekki á að baki sér nýlendustjórn. Nafn landsins þýðir „land frjálsra rnanna". Þar ríkir engin gremja vegna nýlendukúgun- ar fyrri tíma, eins og í sum- um öðrum löndum. Þar eru engin erlend þjóðarbrot, sem leitast við að öðlast sjálstæði. Uppreisnir og ókyrrð hafa ekki hrjáð Thailand eins og margar grannþjóðir þess. Thailendingar búa við stöð ugan gjaldmiðil, verzlanir landsins hafa gnægð vara, og útflutningur jókst um 21 af hundraði á árinu 1964. Nátt- úruauðlindir eru miklar í land inu, svo sem kolanámur, tin, járn. mangan, tungsten, antí- mon og kvikasilfur. Helming- ur erlends gjaldeyris fæst með hrísgrjónasölu. Útflutnings- vörur þjóðarinnar eru tin, gúm, teakviður, tungsten; ræktaðar eru kókóshnetur, tóbak, pipar, tapioka, korn, hnetur, baunir og baðmull. Bifreiðasamsetningaverkstæði, lyf jaframleiðsla, vefnaðar- vara og raftæki eru líka drjúg ir þættir í efnahagsþróun landsins. Hver er skýringin á at- ferli Kína nú gagnvart Thai- landi? Að nokkru má finna svarið í nýlegri yfirlýsingu Thanoms forsætisráðherra. „Thailand hefur verið höfuðvígið í and- spyrnunni gegn útrbeiðslu kommúnismans í Suður-Asíu. Þess vegna er landið orðið að- alskotmark kommúnista." Uppskrift Peking-stjórnar- innar fyrir aðgerðir gegn slík um höfuðvígjum andspyrnunn ar er að finna í bréfi, sem birt var, og miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins sendi Sovétríkjunum 14 júní 1963: „Sem leiðtogar öreiganna og verkalýðsins í byltingu verða flokkar Marx og Lenin-sinna að hafa fullt vald á öllum bar- áttuaðferðum og geta leyst hvert annan af hólmi í skyndi eftir því sem baráttuskilyrðin breytast. Framsveitir öreig- anna munu reynast ósigrandi undir öllum kringumstæðum, en því aðeins, að þær hafi full komið vald á öllum baráttu- aðferðum — friðsamlegum jafnt sem vopnaviðskiptum, opinberum og leyndum, lög- legum og ólöglegum, í stjórn- málum og félagsmálum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.