Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 8
8 MORG'IUBLAÐID Laugardagur 99. Janðar 1988 Aldarminning Bjarni Bjarnason, hrepp- stjóri á Geitabergi ÖLD hinnar miklu tækniþróunar og vélvæðingar er gengin í garð í landi voru. Eru nú á öllum sviðum þjóðlífs vors efst á baugi staðreyndir þess, hve öllum verk- legum framkvæmdum fleygir fram á brautum hinnar nýju tækni. Hugsjónir þeirrar kynslóðar, sem nú byggir landið, um skjót- an framgang þjóðþrifamála, standa nú miklu nær því en nokkru sinni fyrr, að fylling tím- ans gjöri þær að raunveruleika. Og alltaf stefnum vér ha^ra og hærra um hagnýtingu nattúru- gæða lands vors og að sama skapi vaxa úrræðin til framkvæmd- anna. En þeirrt, sem standa í at- vinnuumsvifum á þessari tækn- innar og hraðans öld, verður ó- sjálfrtt húgsað til þeirra manna, sem um og fyrir aldamótin brutu blað í sögu þjóðar vorrar og stigu að segja má fyrstu sporin til endurreisnar atvinnulífsins í landi voru og unnu af miklum þrótti að eflingu þjóðlegrar menningar. Þessir menn bjuggu þá við föngin fá og áttu ekki margra góðra kosta völ. En þeir áttu hugsjónir engu síður en vér. Sálarlíf þeirra var frjótt. Þá dreymdi drauma um miklar framfarir í atvinnuháttum, bæði á sjó og landi. Þeir sáu í anda sléttar og grónar grundir, þar sem voru fen og foræði. Þeir sáu fríðan farkost ausa upp auðæfum úr nægtabrunni fiskimiða vorra og annan enn stærri skipastól flytja afurðir vorar á erlendan markað og varninginn heim. Þeir vissu, að það var annað og meira en tign og fegurð, sem skein út úr mikilúðlegum brúnum fossa vorra. Þar bjó einnig afl, sem var til margra hluta nytsamlegt. Og þeir gerðu sér ljósa grein fyrir gildi hitans, sem kraunaði og sauð í iðrum jarðar. Og þeir sáu akbrautir lagðar heim á hvern bæ á byggðu bóli. Þeir sáu skóla- hús rísa af grunni víða um héruð. Þeir vissu, að listhneigðar þjóðar vorrar biði rýmra svið til iðnað- ar og listsköpunar. Og þeir sáu félagssamtök vor eflast að þroska og þrótti. Þetta viðhorf blasti við sjónum hinna nýju brautryðj- enda. Þarna beið þeirra mikið verkefni: Nýtt landnám í sínu eigin föðurlandi. Til þessa nýja landnáms áttu þeir í rauninni ekki annað en stælta vöðva, styrkar hendur og það sem mest á valt, sterkan vilja. Og þeir færðu sönnur á, að „vilji er allt sem þarf“. Þeir gengu ótrauðir til starfa, þótt fátt hefðu þeir verkfæra til léttis og flýtisauka. Öllum hindrunum var smátt og smátt af brautu bægt. Áfram, á- fram, var kjörorðið. Það er í fót- spor þessara manna, sem vér höf- um fetað sem nú beitum véltækn inni til allra stórra hluta og smárra í þeirri uppbyggingu og nýsköpun, sem þessir aldamóta- menn lögðu grundvöllinn að. Ætt og uppruni Tilefni þessara hugleiðinga er það, að fjórða dag þessa mánaðar voru liðin hundrað ár frá fæð- ingu eins þeirra manna, sem af lífi og sál hófu upp raust sína og tóku með þrótti og þolgæði virk- an þátt í því endurreisnarstarfi, sem hér hófst fyrir aldamótin og að framan hefir verið vikið að. Þessi maður er héraðshöfðinginn Bjarni Bjarnason, bóndi á Geita- bergi í Svínadal. Bjarni var fædd ur að Stórabotrii í Botnsdal í Hvalfjarðarstrandarhreppi 4. jan- úar 1866. Foreldrar hans voru Bjarni Helgason bóndi þar og kona hans, Jórunn aMgnúsdóttir. Stóðu að Bjarna traustar og góð- ar bændaættir. Bjarni fæddist nokkru eftir lát föður síns. Tvö voru systkini hans, Sveinbjörn, stórbóndi í Efstabæ í Skorradal, og Elísa, bústýra Snæbjarnar Gislasonar á Stórufellsöxl. Móðir Bjarna bjó ekkja í Stórabotni um hríð. Síðar giftist hún öðru sinni Gísla Gíslasyni fræðimanni, sem þá hóf búskap í Stórabotni. Áttu þau hjón margt mannvæn- legra barna, sem flest ílentust í héraðinu og bjuggu þar um lang- an aldur. Bjarni ólst upp í Stórabotni. Þaðan fór hann í vinnumennsku til vandalausra. Stundaði hann, að hætti sveitamanna á þeirri tíð, sjómennsku á vetrar- og vorver- tíðum, lengst af á Suðurnesjum, en vann aðra tíma árs að sveita- störfum í átthögum sínum. Á vinnumennskuárum sinum dvald ist Bjarni einn vetrartíma í Keykjavík. Stóð hugur Bjarna á unga aldri mjög til náms, því menntaþráin var honum í brjóst borin, en hagur hans veitti ekki ráðrúm til fullnægingar þeirri löngun framar því sem fyrr greinir. En þennan vetrartíma notaði Bjarni vel. Naut hann þar nokkurrar bóklegrar fræðslu og lærði auk þess að spila á orgel, því hann var að eðlisfari maður söngvinn og hafði alla tíð mikið yndi af söng og hljóðfæraslætti. Þegar hér var komið sögu gerð- ist Bjarni organisti í Saurbæjar- kirkju og hafði á hendi í hreppn- um barnafræðslu á vetrum. Snemma komu í ijós hjá Bjarna þeir eiginleikar í fari hans, sem síðar leiddu til þess, að honum var falin forsjá fjölda mála í sveit sinni og héraði. Bjarni var að upplagi og gerð sannur sveitamaður. Hjá honum hafði á uppvaxtarárunum þróazt sú hugsun og ásetningur að helga sveitastörfum krafta sína. Það olli honum þegar á unga aldri hugarangri og sárindum það á- stand, sem þá ríkti í landbúnaði vorum. Öryggisleysið með bú- stofninn, ef nokkuð bar út af með heyöflun og beitarnot fyrir sauðfé og hross að vetrarlagi, lá eins og mara á herðum hans. Aukin ræktun og bættur húsa- kostur var æðsta boðorð bóndans á jarðnesku sviði og þar lá köll- un hans. Fyrstu búskaparárin Með þessum hugsunarhætti hóf Bjarni búskap í Katanesi á Hval- fjarðarströnd vorið 1894. Kvænt- ist hann þá frænku sinni, Sigríði Einarsdóttur frá Litlabotni. Voru þau hjón systkinabörn. Nokkru áður en þau hjónin Bjarni og Sig- ríður, reistu bú í Katanesi hafði dregið til nokkurra stórtíðinda á þessari jörð. Smalamenn af ná- grannabæjum töldu sig hafa séð dýr eitt mikið, er hefði aðsetur í Katanestjörn, er svo var nefnd. Er það vatn allstórt nokkuð fyrir ofan bæinn í Katanesi. Fregnin um þetta og tilburði dýrsins sló nokkru felmtri á fólkið í ná- grenninu. Kvað svo ramt að þessu, að niður lagðist umferð um skeið á þessum slóðum og fólk í nágrenninu harðlæsti að sér, þegar skyggja tók. Mátti því eigi við svo búið standa. Var því hafizt handa um aðstoð til þess að ráða niðurlögum þessa ægi- lega dýrs. Var ráðin frægasta skytta staðarins til þess að koma á vettvang og jafnhliða safnað til þess að ræsa fram tjörnina. Hvor ugt bar árangur. Dýrið birtist aldrei sjónum skyttunnar, en hann beið með uppdreginn gikk- inn á byssunni, sem var forláta- gripur. En um stefnuna á skurð- inum úr tjörninni til sjávar tókst þannig til, að vatnið hefði þurft að renna upp í móti, svo takast mætti að tæma tjörnina. Frægasti myndasmiður landsins var fenginn til þess að teikna dýrið eftir frásögn sjónarvotta, eins og þjóðspgur Ólafs Davíðs- sonar gerst frá greina. Svo féll umtal um þetta smám saman nið- ur. En málaferli allmikil risu víst af greiðslu til skyttunnar vegna aðfararinnar. Eigi fældi þetta Bjarna og konu hans frá að reisa bú í Kata- nesi, enda hafði í uppvextinum þróazt í huga þeirra hjóna skyn- samlegt sjálfsmat á viðburðum líðandi stundar, svo að þjóðsagna- og imyndunarfarldur orkaði ekki á hugi þeirra. Bjarni bjó í fimm ár í Katanesi. Fjarri var það hinum unga bónda að sitja þar auðum höndum. Hóf hann þegar, eins og eðli hans stóð til, umbæt- ur á jörðinni. Græddi út túnið, byggði uppbæjarhúsin af grunni og ný peningshús, því bústofn- inn jókst með hverju árinu sem leið. Og víst er um það, að ef Bjarni Bjarnason Bjarni hefði búið lengur í Kata- nesi, þá hefði hann ræst fram Katanestjörn á örðum stað án alls tillits til þjóðsögunnar um Katanesdýrið, heldur einvörð- ungu til þess að auka grasnytjar jarðarinnar, eins og nú hefir ver- ið gjört. Jörðin Katanes, sem er ekki landstór, en hæg og góð til bú- rekstrar, er nokkuð afskekkt og allfjarri alfaraleiðum. Það var ekki að skapi þessa félagslynda hugsjónamanns, sem hafði sterka löngun til þess að örva og glæða hjá mönnum félags- og sam- starfsvilja til allsherjar endur- reisnar og framfara, ekki sízt á sviði landbúnaðarins, að setjast að til frambúðar á þessum stað, ef annars væri kostur. En margt snerist á betri veg á þessum ár- um, þar á meðal það, að upp í hendur Bjarna barst tækifæri til þess að festa kaup á jörð í þjóð- bráut, þar sem var mikið athafna svið fyrir duglegan og áhugasam- án framfaramann. Þetta hvort tveggja voru kostir, sem Bjarni lét sér vel líka, og hugði hann allskostar glaður til breytingar- innar. Þessi jörð var Geitaberg í Svínadal. Árið fyrir aldamótin fluttist Bjarni búferlum að Geitabergi. Þar var að búnaði öllum köld aðkoma. Nýir straum- ar í þjóðlífsháttum vorum höfðu til þessa farið þar framhjá garði. Og hvað viðkom híbýlakosti þar voru það mikil viðbrigði að setj- ast þar að, samanborið við það, hvernig þau hjónin voru búin að búa um sig í Katanesi. Við árroða nýrrar aldar hefst nýtt og viðburðaríkt tímabil í sögu hins nýja bónda á Geita- bergi. Hér hafði hann fast undir fótum. Hér skyldi lífsstarfið háð og hér skyldi hann lifa þær stundir, að æskudraumar hans rættust um bjarta og heillaríka framtíð þjóð vorri til handa. Eigi hafði Bjarni lengi búið búi sínu á Geitabergi, þegar bús- athafnir hans þar færðu sönnur á, að engu var gleymt af heitum þeim, sem hann hafði gefið á unga aldri, að helga landbúnað- inum krafta sína, þegar honum yxi fiskur um hrygg. Brátt gerð- ist Bjarni, miðað við fram- kvæmdaaðstöðu þess tíma, harla stórvirkur í umbótum á þessari eignar- og ábýlisjörð sinni. Svo vel hafði honum skilað áfram með ræktunina, að þar var eftir nokkur ár framfleytt einu af stærstu búum hreppsins. Sam- tímis ræktunarframkvæmdunum og fjárfjölguninni risu af grunni öll peningshús á jörðinni og hlöð- ur yfir heyfenginn, sem óx með hverju árinu sem leið. Við bygg- ingu íbúðarhússins, sem var einn liður í þessum miklu byggingar- framkvæmdum, varð að hafa hliðsjón af því, að Geitaberg er í þjóðbraut og bar þar að garði margt langferðamanna, meðan menn ferðuðust á hestum milli Reykjavíkur og Norður- og Vest- urlands. Þegar hið nýja íbúðar- hús reis af grunni varð Geitaberg aðalgististaður langferðamanna á þessum slóðum. Auk þess, hvern- ig Geitabergsheimilið var í sveit sett, var það frábær gestrisni hús ráðendanna þar, rausn og höfð- ingslund, hlýtt og glaðvært við- mót, sem laðaði gesti að heimil- inu. Það var því oft gestkvæmt á Geitabergi. Það áttu margir er- indi við Bjarna bónda, enda reyndist hann jafnan ráðhollur ogúrræðagóður, ef vanda bar að höndum. Uxu þessi erindi því örar sem Bjárrii færðist níeira í fang um forystu mála í hreppn- um og nálægðum byggðarlögum. Þá kom og snemma símstöð á Geitabergi. Margt var það, sem stuðlaði að því, að þarna var samgagnamiðstöð hreppsins og vettvangur þar sem rædd voru og gert var út um fjölda fram- fara- og umóbtamála, sem til heilla horfðu. Húsfreyjan á Geitabergi En jafnframt því sem Bjarna er minnzt, dugnaðar hans og atorku semi og höfðingslundar í sam- skiptum við skylda og vanda- lausa, er og skylt að geta konu hans, hinnar tápmiklu dugnaðar- og mannkostakonu, sem í blíðu og stríðu stóð við hlið bónda síns og bar með honum byrðarn- ar og reyndist honum traustur og farsæll lífsförunautur, sem aldrei missti sjónir af því, sem gott er og göfugt í fari manna. Þetta kunni Bjarni vel að meta, enda taldi hann konu sína skipa æðsta sess þeirrar lífshamingju, sem honum féll í skaut um dagana. Hinar miklu framkvæmdir, sem Bjarni hafði með höndum á Geitabergi, vöktu athygli vegfar- enda og fregnir af þeim bárust víða um sveitir, enda hlaut hann heiðursverðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX fyrir fram- úrskarandi afrek í ræktunarmál- um og húsabótum. Það hefir löngum vakið ærna furðu, hve mikið þeir menn ýms- ir, sem unnið hafa baki brotnu við búsýslu og önnur störf, hafa getað lagt af mörkum í félags- málastarfsemi og ýmis konar op- inberri þjónustu. Og raunsæilega skoðað hefir á þessu sviði verið drýgð mikil dáð í landi voru, bæði fyrr og síðar. Þegar slíkra manna er minnzt kemur brátt röðin að Bjarna á Geitabergi. Hann hafði lengi á hendi flest þau opinber störf í hreppnum, sem fellur í hlut hreppsbúa að inna af hendi. Hann var oddviti í þrjá áratugi. Hreppstjóri var hann og og sýslunefndarmaður langa hríð og í sáttanefnd. Bjarna þótti vænt um kirkju og kristin- dóm. Var hann lengi sóknar- nefndarmaður og safnaðarfull- trúi. Þessi störf öll hlóðust ekki á Bjarna vegna þess, að það væri nein starfsmannafátækt í hreppn um. Það var síður en svo. En það var vilji fólksins, að þetta skyldi vera svona. Allt bar þetta vott um það álit, sem hreppsbúar höfðu á honum, enda var það svo, að eigi þótti vel ráðum ráðið nema atkvæði hans kæmi tiL Aldrei bar skugga á það traust, sem til hans var borið, eða vin- sældir þær, sem hann átti við að búa. En starfssvið Bjarna á vett- vangi opinberra mála náði langt út fyrir hrepp hans og kirkju- sókn. Bjarni beitti sér fyrir stofn un Kaupfélags Hvalfjarðar og hafði á hendi rekstur þess til dauðadags. Hann var lengi í stjórn Sláturfélags Suðurlands, og mætti jafnan á fulltrúafund- um þess. Jarðamatið Snemma á öðrum tug þessarar aldar var sivo ákveðið með lög- um, að fram skyldi fara nýtt fast eignamat um land alt. Voru ti'l þess kjörnar nefndir í öllum sýslum og kaupstöðuim sem höfðu kaupstaðarréttindi. Var Bjarni skipaður formaður fast- eignamatnsnefndar Borgarfjarð- sýslu með Akranesi, sem þá til- iheyrði sýslunni. Mat þetta bófst á árinu 1916. Að fasteignamatinu unnu þá með Bjarna Kristleifur Þorsteinsson, hinn landskunni bóndi og fræðimaður á Stóra- kroppi, og ég sem línur þessar rita. Líður mér aldrei úr minni náin kynni og langt samstarf við þessa skemmtilegu og mikilhæfu iheiðursmenn. Undirbúning mats- ins hófum við með þvi að leggja land undir fót. Fórum við ýmist fótgangandi eða á hestum um alla sýsluna, heim á hvern ein- asta bæ, auk þess sem við höfð- um aðsetur í Akraneskauptúni um skeið. Hafði Bjarni á hendi að skrá lýsingu á jörðunum með gögnum þeirra og gæðum ásamt því, sem telja mátti þeim til ókosta. Nokkrum fyllri upplýs- ingum en fyrirskipaðar voru skaut Bjarni þarna inn í, sem voru merk heimildargögn fyrir síðari tóma menn. Var þet'ta verk svo vel og rækilega af hendi leyst hjá Bjarna, að til fyrir- myndar var talið af nef ,d þeirri, sem að starfi lpknu heima í hér- aði fór höndum um fasteigna- matið. Og allt til þessa hefir við endurnýjun á matinu verið sótt- ur fróðleikur í þessa frumgerð. Bjarni var maður formfastur og mjög vandvirkur, auk þess sem hann hafði næman skilning á því, sem var aðalatriði við skrá- setningu og verðlagningu fast- eigna. Annað er það og, sem enn lifir í sál minni og sinni frá þeim tíma sem við þremenning- arnir unnum saman að fasteigna- matinu. Það er endurminningin um dvöi mína á heimili Bjarna og Sigríðar á Geitabergi. Sá heimilisbragur, sem þar var ríkj- andi og þau hjónin og uppkom- in börn þeirra, er heima voru, mótuðu, var svo einlægur og innilega hugþekkur, að dvölin þar var ánægjuleg og þar leið manni vel. Að vetrarlagi nokkru fyrir vökulok dag hivern, safnað- ist allit heimili&fólkið og gestir saman í baðstofunni uppi á loftL Þar var lesinn húslestur og fyrir og eftir sungnir sálmar og leik- ið á orgel. Lét Bjarni dætur sínar skiptast á um að spila á orgelið. En börnum sínum öllum hafði Bjarni kennt að leika á hljóðfæri. Án söngs og hljóðfæra sláttar gat heimilið á Geitabergi ekki verið. Þetta voru hátíðlegar stundir í baðstofunni, sem vöktu 'hjá þeim er þeirra nutu góðar og göfugar hugsanir. Harðæri og bjargráð Bjarni á Geitabergi var mað- ur úrræðagóður. Hann var hug- kvæmur og fundivís á leiðir til þess að greiða fram úr erfið- leikum, sem að höndum bar. Sumarið eftir frositaveturinn mikla 1918 var um land allt og ekki sízt á SuðurlandL þar sem frostið kom á auða jörð, —• grasleysi mikið, sem stafaði af kali og því, hve klaki var lengi í jörð og sums staðar sumar- langt. Var bændum þetta mikið Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.