Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 26
m
MORGUNBLAÐIÐ
' Laugardagur 22. janúar 1966
Glímubeltinu breytt til
að reyna að útiloka níð
Glímusamhandið ræðst til atlogu
við ýmsa galla glímumanna
A STJ ÓRNARFUNDI Glímu-
sambandsins þann 7. nóv. 1965
var skipuð þriggja manna nefnd
til að gera athugun á glímubún-
aði glímumanna og semja reglu-
gerð um hann. Nefndina skipuðu
þessir menn: Gísli Guðmundsson,
formaður; Þorsteinn Kristjánsson
og Rögnvaldur R. Gunnlaugsson.
Nefndin skilaði áliti sínu og
tillögum þann 15. des. s.l. til
stjórnar glímusambandsins sem
tók tillögur nefndarinnar til ýtar
legrar athugúnar og staðfesti
þær síðan á fundi sínum þann
30. des s.l.
Reglugerð hefur siðan verið
staðfest og er svohljóðandi:
1. gr.
Aðalbúningur skal vera sam-
festingur úr sterku teygjanlegu
efni, sem fellur vel að líkam-
anum.
2. gr.
Mittisskýla skal vera úr þunnu,
teygjanlegu og sterku efni.
3. gr.
Skór skulu vera úr leðri. Þeir
skulu vera reimaðir, öklaháir,
léttir og mjúkir og án krækja
eða nokkurs, sem myndar ójöfnur
eða skarpar brúnir. Sólar skulu
vera úr mjúku leðri og lausir
við skarpar brúnir (ekki
gúmmí). Heimilt er að nota inn
legg í skóna.
4. gr.
Glímubelti skal vera úr sterk-
um, flötum og 2—2,5 om breið-
um leðurborða og við hæfi glímu
manns.
Höft milli millisóla og læróla
skulu vera þrjú: Tvö vinstra
megin og eitt hægra megin.
Hægra haftið og fremra vinstra
haftið skulu falia niður í lær
ólar um lærhnútu. Milli vinstri
haf-ta skal vera 11 cm. og úr
tvöföldum borða. Mittisólin.
Bakhluti beltisins, sem nær
frá hægra hafti að aftara hafti
vinstra megin, skal vera 6 cm.
breiður og skorinn úr einum
borða.
Hringjur og hnoðnaglar skulu
vera skaðlaus líkama og bún-
ingi glímumanna.
5. gr.
Eigi má glímumaður nota hlíf-
ar, sem mynda skarpar brúnir.
6. gr.
Þeir, sem koma til leiks í opin-
beru glimumóti, skulu ætíð vera
í hreinum og heilum glímubún-
ingum.
7. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi
1. janúar 1966.
Ákvæði til bráðabirgða:
1. Þar sem skór, sem fullnægja
skilyrðum 3. gr., eru ekki fáan
legir nú, skal glímumönnum
heimilt að nota sams konar
skó og tíðkazt hefur, þar til
réttir skór verða fáanlegir.
2. Heimilt er að nota áfram
” glímubelti af eldri gerð fram
til ársloka 1966, en með þeim
breytingum, að sett verði
aftara haftið vinstra megin og
að saumaður verði á bakhluta
beltisins 6 cm. borði úr þynnra
leðri.
Kennsludagar fyrir
glímukennara.
Þann 21. nóvember s.l. var
haldinn kennsludagur fyrir glímu
kennara í íþróttahúsi Jóns Þor-
Vinnur Dawn Fraser
fjórða OL-gullið?
Keppnisbanni hennar aflýst og hún
œfir með Mexieoferð 1968 í huga
Ástralska sunkonan Dawn
Fraser, vann gullverðlaunin
í 100 m. skriðsundi kvenna
á OL í Tókíó, og varð þá
fyrsta konan í heiminum sem
vinnur gullverðlaun í sömu
grein á þremur Olympíuleikj
um í röð. Hún sigraði í 100 m.
sundinu bæði í Melborne
1956 og Róm 1960.
Eftir leikana í Tokíó var
hún dæmd í 10 ára keppnis-
bann vegna „óhlýðni" og
slæmrar framkomu. Þá töldu
menn að keppnisferli hennar
væri lokið með öllu, en nú
koma þær fréttir frá Ástra-
líu að keppnisbanni hennar
verði aflétt einhvern tíma á
næstunni.
Að minnsta kosti er það
skoðun Dawn Fraser að hún
verði „frjáls“ innan tíðar og
hún segir, að hún muni leggja
hart að sér til að geta varið
Olympíumeistaratitil sinn í
Mexico 1968. 11 in hefur hald-
ið sér í þjálfun og geti hún
enn synt 100 m. skriðsund á
skemmri tíma en mínútu, þá
er ekki ennþá fundin sú
stjarna sem getur ógnað sigri
hennar. Engin kona hefur
synt undir mínútu þessa vega
lengd frá því hún gerði það
á Tokíóleikunum.
Vinni hún gullið í Mexico
einnig jafnar hún met
sænska ræðarans Gert Frede-
rikson og danska siglinga-
mannsins Paul Elvströms - en
þeim einum hefur tekizt að
vinna gull á fjórum Olymp-
íuleikum í röð.
steinssonar, Lindargötu 7. Kenn
arar voru þeir Þorsteinn Einars-
son, íþróttafulltrúi, sem var yfir-
kennari og skipuleggjari kennslu
dagsins, Guðmundur Ágústsson
og Þorsteinn Kristjánsson. Þátt-
taka var góð. Skipulag og kennlu
fyrirkomulag við kennsludaginn
var með miklum ágætum og var
bæði ánægjulegt og lærdómsríkt
að njóta kennslunnar.
Glímusambandið hefur ákveð-
ið að efna til dómaranámskeiðs
í glímu nú í janúarmánuði. Nefnd
er starfandi til undirbúnings þess
en hún var skipuð af fram-
kvæmdastjórn Í.S.Í. 4. marz 1964.
í henni eiga sæti: Hörður Gunn-
arsson, formaður; Rögnvaldur R.
Gunnlaugsson og Þorsteinn Krist
jánsson.
Stjórn glímusambandsins hef-
ur ákveðið, að á glímudómara-
námskeiðið séu ekki teknir yngri
menn en 18 ára.
Þorsteinn Kristjánsson hefur
Framhald á bls. 17.
Sexþrautakeppni KR
Valbjorn hefur forysía
ANNAR hluti sexiþrautarkeppn-
innar fór fram miðvikudaginn
19. jan. Var nú keppt í hástökki
með atrennu. Sigurvegari varð
Valbjörn Þorláksson, en hann
sigraði einnig í fyrsta hluta.
Keppnin um fyrsta sætið var
mjög hörð, Valbirni tókst að
stökkva 1,80 m. í síðustu tilraun,
en áður hafði Ólafur forystu í
keppninni. Þórarinn Ragnarsson
átti góða tilraun við 1,75 m., en
mistókst í þetta sinn. Árangur í
keppninni var yfirleitt allgóður,
en 10. maður stökk 1,50 m. —
Helztu úrslit:
1. Valbjörn Þorláksson 1,80
2. Ólafur Guðmundsson 1,75
3. Þórarinn Ragnarsson 1,70
4. Björn Sigurðsson 1,60
Sækju um uð
hnldu OL 1972
Útrunninnn er frestur sá er
alþjóða Olympíunefndin veitt til
að sækja um að halda Olympíu-
leikana 1972. Alþjóðanefndin
hefur tilkynnt að eftirfarandi
aðilar hafi sótt um að halda
sumarleikina 1972: Detroit,
Montreal, Madrik og Múnchen.
Þær borgir er sóttu um að halda
vetrarleikana eru: Salt Lake
City, Calgary, Alta, Sapporo í
Japan og Lahti í Finnlandi.
Stigakeppnin stendur þannig
eftir tvær greinar:
1. Valbjörn Þorláksson 2 stig
2. Úlfar Teitsson 8 —
3. Ólafur Guðmundsson 9 —
4. Nils Zimson 10 —
5. Þórarinn Ragnarsson 11 —
6. Einar Frímannsson 13 —
7. Björn Sigurðsson 14 —
8. Gestur Þorsteinsson 15 —
9. Ólafur Sigúrðsson 17 —
Handbolti
um helgina
íslandsmótið í handknattleik
heldur áfram að Hálogalandi
laugardaginn 22. jan. og hefst
kl. 20,15. Fyrst verður leikið í
2. flokki kvenna: A-riðill: Þór
— Í.A. B-riðill: Týr —- Ármann.
2. deild kvenna: Þór —KR. —
3. flokkur karla: A-riðill: Þrótt-
ur — Víkingur. — Og síðasti
leikur kvöldsins verður í 2. fl.
karla milli Í.B.K. — Í.A.
Á sunnudag heldur svo mótið
áfram að Hálogalandi en þá hefst
það kl. 14,00. Verða þá leiknir
9 spennandi og fjörugir leikir:
2. flokkur kvenna: A-riðill: Í.A.
— Fram. B-riðill: Víkingur —
Týr. 2. flokkur karla: B-riðill:
F.H. — Í.B.K. A-riðill; Í.R. —
K.R. 3. flokkur karla: A-riðill:
ÍB.K. — Fram. B-riðill: Breiða-
blik — Ármann. Valur — F.H.
Skjaldarglíman 3. feb.
54. skjaldarglíma Ármanns
verður háð í íþróttahúsinu að
Hálogalandi í Reykjavík, fimmtu
daginn 3. febrúar 1966 og hefst
kl. 20,15.
Hver sá, sem er lögmætur fé-
lagi sambandsfélags íþrótta-
bandalags Reykjavíkur hefur
rétt til þátttöku fyrir hönd þess
félags.
Tilkynningar stjórna sambands
félaga Í.B.R. um þátttöku félags
manna sinna skulu sendar til
Harðar Gunnarssonar, formanns
Glímudeildar Ármanns, pósthólf
104, skriflega eða í símskeyti, eigi
síðar en 23. janúar n.k.
ÞESSI óvenjulega mynd er
tekin í Melborne, þar sem nú
er sól og sumar. Hlaupagarp-
urinn frægi og himsmethaf-
inn á 5 km. vegalengd, Keníu-
maðurinn Kipchoge Keino,
sést hér veita 12 ára gamalll
stúlku tilsögn í viðbragði.
Hann leit inn á æfingavöll
ungs fólks og fór vel á með
honum og unglingunum.
Fimm Ieikir
í íslnndsmótinu
Fimm leikir íslandsmótsins f
handknattleik voru leiknir á
miðvikudagskvöldið. Voru þrír
þeirra í 1. deild kvenna, einn í
3. fl. og einn í 2. flokki karla.
f 1. deild kvenna urðu úrslit
þessi:
Víkingur - Breiðablik 9-9
Valur - Ármann 18-10
FH - Fram 7-6
3. flokkur krla:
iR - ÍBK 11 - 10
2. flokkur karla:
Þróttur - ÍBK 17-8
Inniæíingnr í
knnttspyrnn
hjnFH
INNANHÚSS æfingar yngstu
flokkanna í F.H. hefjast í fyrra-
málið og verður æft í leikfimi-
húsi Lækjarskólans.
Æfingunum verður skipt þann
ig niður að kl. 10 til 11 f.h. æfa
drengir 8 til 10 ára, en kl. 11 til
12 f.h. æfa drengir 11 til 12 ára.
— Kennari verður Gunnar Jóns
Æfingar meistara — og 2.
flokks hefjast n.k. laugardag á
knattspyrnuvellinum í Hafnar-
firði.
Aðalfundur Knattspyrnudeild-
arinnar verður haldinn á morg-
un í Alþýðuhúsinu í Hafnar-
firði og hefst kl. 2 e.h.