Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 14
14 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 22. janúar 19i <» , ATVINNULEYSI Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. ÞÁ SPÁÐU ÞEIR ■f^egar Viðreisnarstjórnin tók við völdum haustið 1959, spáðu stjórnarandstæðingar því fullum fetum, að hún myndi innan skamms leiða yfir landslýð atvinnuleysi og margvíslegar þrengingar. For sendur þessara spádóma voru að sjálfsögðu þau vandræði, sem vinstri stjórnin og flokk- ar hennar höfðu skapað. En Viðreisnarstjórninni tókst að bægja þeim frá með víðtæk- um ráðstöfunum, sem í fyrstu voru óvinsælar, en almenn- ingur síðar gerði sér ljóst að voru óhjákvæmilegar. Það sem síðan hefur gerzt þekkir þjóðin. Viðreisnar- stjórninni tókst að skapa jafn vægi í efnahagsmálunum og tryggja stórfellda uppbygg- ingu og framfarir í landinu. Afleiðingin er meiri velmeg- un, jafnari og betri lífskjör en þjóðin hefur nokkru sinni áð- ur notið. Því miður hefur ekki verið fyrir hendi nægur skilningur á nauðsyn efnahagslegs jafn- vægis meðal almennings á ís- landi. Þess vegna hefur á síð- ustu árum skapazt þensla er haft hefur í för með sér vax- andi dýrtíð. En sú spá stjórnarandstöð- unnar, að hér mundi skapazt atvinnuleysi og kyrrstaða, hefur rækilega afsannazt. Hér hafa verið og eru meiri fram- kvæmdir og atvinna en nokkru sinni fyrr. Nú eru stjórnarandstæðingar líka hættir að tala um yfirvofandi atvinnuleysi af völdum stjórn arstefnunnar. Nú tala þeir þvert á móti fyrst og fremst um vinnuaflsskort og jafnvel „vinnuþrælkun“. Það er að vissu leyti rétt, að í einstökum landshlutum hefur verið um vinnuafls- skort að ræða vegna hinna geysimiklu framkvæmda. Og nú nota stjórnarandstæðingar hina miklu atvinnu, sem er í landinu sem mótbáru gegn ýmsum stórframkvæmdum, sem fyrirhugaðar eru, sum- part til þess að tryggja stór- um hluta þjóðarinnar næga raforku og sumpart til þess að treysta grundvöll íslenzks atvinnulífs í framtíðinni. Vitanlega getur ekki hjá því farið að hugsandi fólk sjái'hversu andstæðukenndur þessi málflutningur er allur saman. Fyrst spá stjórnarand- stæðingar atvinnuleysi og bág indum af völdum stjórnar- stefnunnar. Þegar sú spá þeirra bregst þeim og þjóðin býr við meiri velmegun en nokkru sinni fyrr, þá hefja stjórnaarndstæðingar árásir á ríkisstjórnina fyrir það, að hún hefur í undirbúningi stór framkvæmdir í þágu framtíð arinnar, og lýsa því jafnframt yfir, að slíkar framkvæmdir muni hafa í för með sér alltof mikla atvinnu og kröfur um aukið vinnuafl!! Vitanlega skiptir það höfuð máli að útgerðin hafi nægi- legt vinnuafl til þess að reka skip sín og halda útflutnings- framleiðslunni í fullum gangi. En það hefur komið oft fyrir áður að útgerðin hefur þurft að fá færeyska sjómenn og verkafólk á hávertíðinni. Það er líka eins og stjórnarand- stæðingar gleymi því að ís- lenzku þjóðinni fjölgar ört, og þess vegna er henni lífs- nauðsynlegt að auka atvinnu- vegi sína og gera þá fjölbreytt ari. Þegar á allt er litið verður það augljóst, að stjórnarand- stæðingar kyrja söng aftur- halds- og úrtölumanna. Ríkis- stjórnin hefur hinsvegar hlýtt kalli hins nýja tíma og beitir sér af stórhug og dugnaði fyr- ir alhliða framförum og upp- byggingu í landinu. SKATT SKYRSLAN Ijessa dagana er verið að bera skattskýrslur til landsmanna og skattauppgjör mun væntanlega vera ofar- lega í hugum manna á næst- unni. Skattsvik hafa lengi verið tíð á landi hér, enda sannast sagna að oft og tíðum hefur skattalöggjöfin ýtt und- ir þau. í tíð núverandi ríkisstjórn- ar hefur veruleg breyting verið gerð á skattalögunum, og er nú engin ástæða fyrir menn til að svíkja undan skatti vegna ranglátrar skatta löggjafar. Hjón með tvö til þrjú börn og meðaltekjur borga nú t.d. lítinn eða engan tekjuskatt, og er það auðvitað mikil kjarabót. Þess ber að vænta nú þegar landsmenn gefa upp til skatts, að samvizkusamlega og vel verði frá skattskýrsium geng- ið og að því fari að líða, að hinn hvimleiði löstur skatt- svika hverfi úr þjóðlífi okkar. HERNAÐARÁSTAND ríkti í Lagos, höfuðborg Nígeríu, eftir að byltingartilraunin var gerð þar, sl. laugardag. Efsta myndin sýnir öryggis lögreglu við þinghúsið í Lag- os, en þá hafði lögregla og her tekið völdin í sínar hend- ur. Næsta mynd er tekin úr sjónvarpsfilmu, sem brezka sjónvarpið, BBC, fékk frá Lagos. Vopnaðir hermenn aka um borgina, meðan enn ríkti ótti um frekari átök. Þriðja myndin var tekin í Surrey, Englandi, en þar hef- ur Azkiwe, forseti Nígeríu, dvalázt að undanförnu eftir uppskurð, sem nýlega var gerður á honum. Azikiwe hef ur lýst því yfir að hann muni halda aftur til Nígeríu, en hann mun þó ekki geta setzt að í forsetahöllinni, því að Ironisi, sem nú fær æðstu völd í Lagos, hefur flutt i höllina og látið flytja burt allar eigur Azikiwe. Ljósm. — AP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.