Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. janúar 1968 Þorgils Þorgilsson - Minning „Að huga ekki í árurn en öldum að heimta ei daglaun að kvöld um því svo lengist mannsæfin mest.“ Þegar góðs manns er getið, sem liíað hefur og starfað mest- an hluta æfi sinnar í sama byggðarlagi, þá mætti minnast, þó fátt eitt verði þó hér sagt En ótal minningar koma í hug- ann af ánægjulegum samveru- stundum. Minningar um áhuga- mál hans og hugsjónir, og eigin- gjörn störf, þar sem ekki var hugsað um að alheimta daglaun að kvöldi. En því hef ég valið þessar ljóðlínur Klettafjalla- skáldsins, sem inngangsorð að vinarkveðju til Þorgilsar, að mér fannst hann aldrei telja starfsdaginn í mínútum eða klukkustundum, né spyrja um laun við hin mörgu félagsstörf, sem hann vann að, af lífi og sál, jafnframt sínum daglegu skyldu störfum. Mér virtist starfslöng- unin eiga hann allan og vera honum lífsnautn og gleðilind. Þorgils Guðni Þorgilsson, var fæddur að Smyrlabjörgum í Suð ursveit, Austur-Skaftafellssýslu 2. desember 1885. 25 ára að aldri varð hann fyrir því hörmulega slysi að detta af hestbaki, með þeim afleiðingum, að vinstri handleggur hans lamaðist svo að hann varð óvirkur til æfiloka: Auk þess, sem hann leið miklar þrautir, í hinum lamaða hand- legg alla tíð. Árið 1913 fór Þor- gils í Hvítárvallaskóla og síðan í kennaraskóla íslands vetur- langt. Gerðist hann svo barna- kennari um nokkurra árabil. Til Vestmannaeyja fluttist Þorgils 1919 með unnustu sína Láru Kristmundsdóttir, ættaðri frá Seyðisfirði. Giftu þau sig ári síðar og áttu hér heimili upp frá því. Voru þau einstaklega sEim- rýmd og reyndist Lára manni sín um sannur og góður lífsförunaut ur . Þau voru bæði einlægir trú menn og það var þeirra sameig- inlega hugsun, að fyrir trú á skapara sinn, byggðist einlægt og gagnkvæmt traust, sem veitti festu og öryggi í lífinu. Þau eignuðust fimm syni, sem allir reyndust þeim mjög vel, og voru foreldrum sínurn sannar perlur, enda allir mannkosta og myndarmenn. Synir þeirra eru Baldur skrifstofumaður i Reykja vík, Ari, starfsmaður við Lór- ansstöðina á Reynisfjalli, Grét- ar, skipstjóri hér, Jón járnsmið- ur hér og Haukur við háskóla- nám í Reykjavík. Þorgils hóf starf hér í Eyjum hjá Gunnari Ólafssyni og Co. við skrifstofustörf. Var þetta eril- féiaginu Fram, en lengst af vann hann hjá Rafveitunni eða um 30 ára skeið til 1961. Hafði Þorgils með höndum allan mæla aflestur, lengst af innheimtu og skrifstofustarfa. Var þetta eril- samt starf, en Þorgils skilaði því öllu með sóma, eins og bezt sést á því, að hann vann áfram til 75 árá aldurs. Er mér kunnugt um, að Þor- gils naut fyllsta trausts og virð- ingar húsbænda sinna allra,fyr- ir einstaka trúmennsku ásamt meðfæddri prúðmennsku. Um afkomu þessara hjóna mætti taka undir með breið- firzka skáldinu, er kvað svo um sína eigin hagi: Auð né fátækt ei ég hlaut, — en Drottinn gaf mér deild- an verð — dag hvern, þess ég naut. Þorgils var mjög félagslynd- ur og söngelskur. Hann söng í áratugi í Vestm.kór og karlakór Ve. en lengst söng hann í kirkju- kórnum og var heiðurfélagi kórs ins. Allt kirkjustarf var Þor- gilsi og konu hans mjög hjart- fólgið, og sóttu þau kirkju að staðaldri eins lengi og heilsan leyfði. Einnig starfaði Þorgils mikið að bindindismálum, og átti sá er þetta ritar samleið með hon- Um í stúkunni SUNNU no. 204 I um margra ára skeið. Gegndi hann þar mörgum trúnaðarstörf um m.a. fullt. | i á Stórstúku- þingum. Árið 1957 missti Þorgils konu sina eftir 37 ára sambúð. En kallt er að byggja bera mörk — þá burt eru gömlu skjól in, mun þeim finnast, sem séð hafa á bak maka sínum, eftir langa og farsæla sambúð. Sann- aði Þorgils þar gildi hinna fornu helgu orða: í rósemi og trausti skal yðar styrkur vera. Síðustu æfiárin var Þorgils á heimili Jóns sonar síns og konu hans Önnu Stefánsdóttur, og sagði hann mér oft, að honum liði eins og bezt yrði á komið hjá þeim. Þorgils andaðist í Sjúkrahúsi Ve. 30. des. sl. eftir stutta legu og má segja að hann gengi úr kvöldvöku ellinnar dáður af sín- um nánustu vinum, og'virtur af samferðarmönnum inn í brúðar- sæng hins nýja dags, hjá brúði sinni í Landakirkjugarði. En þangað var honum fylgt af vina fjölda 5. jan. sl. Ég varð gripinn, og það urðu fleiri, þegar hvíta kistan með blómskrúðinu og minningunum, hvarf niður í gröfina, í hinar voldugu hendur lífgjafans, sem er að minna okkur á: Komið aftur þér mannanna börn, með fyrirheitinu dýrlega: Ég lifi, og þér munuð lifa. Að leiðarlokum þakka ég þess um kæru hjónum alla góðvild til mín og minna frá fyrstu kynnum. Friðfinnur Finnsson ViggÖ Andersen — Minning Fæddur 15. október 1896. Dáinn 14. nóvember 1965. Kveðja frá stéttarbróður. Ungur leist þú ljósa, landið fyrsta sinni. Bústað kaust að kjósa kær þau voru minni. Fjörður, vík og vogar værð og fegurð bundu. Báru sólarbogar birtu á þeirri stundu. Allt var undrum vafið, eyjar, sund og hlíðar. Gullna geisla trafið glóði um strandir víðar. Þá var fegurð fundin fögnuður í geði. Heil var heillastundin haldin innri gleði. Þér fannst landið laða á leið frá beykiskógum. Fjöllin fegurð hlaða fjölda tindum nógum. Hér hófst þú starfið stunda slíkur með Ijúfu geði. Varst maður mætra funda. Við minnumst þess af gleði. Ljóst um hugann liður hinn lifandi máttur, spunninn. Þegar ferill friður farsæll, á enda runninn. Á ævina blessun blikar blæfögrum geislum slær. Minningar margar kvikar máttugar fjær og nær. Við lát hins ljúfa, góða lifir hugþekk minning hin gæfuríka gróða þú gafst með þinni kynning. Með prúðmannlegri prýði þú prýddir vinasalinn. Ljúfmenni af lýði þú lengi verður talinn. Þ. H. Guðríður Guðmunds- dóttir Guðríður Guðmundsdóttir hús freyja Sleðbrjótsseli Jökulsár- hlíð var fædd 31. des. 1893 að Ásum í Gnúpverjahreppi í Ár- nessýslu. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þormóðsson bóndi þar og kona hans Sigríður Höskuldsdóttir. Mun ætt hennar öll vera af þeim slóðum. Guð- ríður fór ung í fóstur til Finns Gíslasonar skipstjóra í Hafnar- firði og konu hans Sólveigar SveinsdSttur. Guðríður gekk í Flensborgar- skóla, þegar hún hafði aldur til og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1096. Kennarapróf tók hún síðar eða árið 1914. Frá 1914 til 1918 var hún kennari við barnaskóla Hafnarfjarðar og jafnframt kenndi 1 jin teikningu við Flens- borgarskóla. Á þesum tírna var ekki eins auðvelt að ferðast og nú. Ungt fólk, sem hafði áhuga á að sjá sig um, skoða landið og kynnast einhvérju nýju, fór gjarnan í kaupavinnu í aðra landfjórð- unga. Svo mun því hafa verið varið með Guðríði. Árið 1918 fór hún til sumar- dvalar austur á Fljótsdalshérað. i Þar kynntist hún unga bónda- Minning syninum í Sleðbrjótsseli Bimi Guðmundssyni. Hann stóð fyrir búi með móður sinni, sem þá var orðin ekkja. Þau kynni urðu á þá lund, að þessi ungmenni gengu í hjónaband 7. júlí 1919, en tóku alveg við jörðinni'og búskapnum 1920. Guðríður andaðist 20. des. sl. og hafði þá verið húsfreyja á hreppstjóraheimilinu Sleðbrjóts seli um það bil 45 ár. Guðríður og Björn eignuðust þrjú börn: Svavar kennari, býr nú fél- agsbúi með föður sínum, kvænt- ur Ásrúnu G. Snædal. Sólveig, gagnfræðingur og stundaði framhaldsnám í Sví- þjóð, búsett í Reykjavík. Ása, sem er að ljúka námi í Fóstruskólanum í Reykjavík. Auk þess voru þrjú fóstur- börn þeirra hjóna, sem öll kom- ust vel til manns. Guðríður var mikil starfskona og fón | s. Auk þess að stjórna annasömu heimili tók hún að sér barnakennslu í Jökulsárhlíð frá 1943 til sl. árs. Hafði hún skól- ann ýmist á sínu heimili eða flutti milli sveitabæjanna. Það hefur jafnan þótt erfitt starf að j halda uppi farskóla, en hún taldi Og stundum enda menn á ólíklegustu stöðum vegna hálku. Væri nú ekki betra að aka varlega og með gát, og sleppa við svona hluti. - Umferð Framhald af bls. 10. stað hallar akbrautin tölu- , vert til norðurs og var hún mjög hál vegna snjókomu. Gegnt húsinu nr. x við Háa- gerði stóð bifreiðin R-0 mann láus og skipti það engum tog um að hægra pallhorn R-01 ienti á vinstri hlið R-0 og rann sú bifreið afturábak um það bil 2 m. við áreksturinn. þar eð hann hefði ekki komizt upp brekkuna sakir hálku. Ur bréfum lesenda Enn hefur orðið alvarlegur árekstur og slys á gatnamót- um Nóatúns og Laugavegar, en eins og allir vita eru þarna ágæt umferðarljós til stjórnar umferðinni. Samt sem áður, segir lögreglan okkur. að þetta sé mesti slysastaður borgarinnar árið sem leið. Og það sem meira er, að númer tvö komi ‘gatnamót Lönguhlíð ar og Miklubrautar, en þar eru einnig góð umferðarljós. Staðreyndirnar geta sem sagt ekki verið greinilegri; umferðarljósin ná þarna alls ekki tilgangi sínum og hlýtur umferðarstjórninni að vera orð ið það Ijóst fyrir löngu. En hvað er reynt til úrbóta? Mér vitanlega hefur ekkert verið gert annað en að býsn- ast yfir þeim ósköpum, að ökumenn kunni ekki að nota ljósin og hlýði ekki settum reglum, og þess vegna verði slysin. Þetta er alveg rétt, en því miður halda slysin samt áfram að gerast. Og einfaldasta lausnin er enn ekki reynd, en hún er sú, að láta röska lögregluþjóna á upphækkuðum pöllum stjórna umferðinni um þessi gatnamót og taka vitana úr sambandi á meðan. Þetta ráð myndi án alls vafa stórfækka slysunum eða jafnvel útiloka þau. alveg. Yfirmenn okkar umferða- mála eru allir sigldir, og sum- ir margoft, í viðleitni sinni til betri umferðarstjórnar. Á þessum ferðum sínum geta þeir vart hafa komizt hjá að sjá lögreglu stjórna umferð á fjölförnum krossgötum, borg- anna; yfirleitt af slíku öryggi og leikni, að ekki kemur til óhappa. Götuvitarnir hafa vissulega sannað sína kosti hér í Reykja vík, en líka sína ókosti og það áþreifanlega. Þar sem svo er, ber skilyrðislaust að láta þá víkja, og hverfa aftur til þess, sem öruggara hefur reynzt, þótt eitthvað dýrara sr ' ‘i-;. K’ormákr. - það erfiði ekki eftir, því hún vildi starfa sem mest fyrir sína sveit og jafnframt afla fjár til menntunar barna sinna. Mun kennsla hennár jafnan hafa þótt með ágætum. í félagsmálastörfum kynntist ég Guðríði mest, var hún ein af stofnendum Kvenfélags Hlíð- arhrepps og form. þess lengst af. Hún sat stofnfund Sambands Austfirzka kvenna 1927 og var kosin í fyrstu stjórn þess ásaant Sigrúnu P. Blöndal á Hallorms- stað og Margréti Pétursdóttur á Egilsstöðum. Sat hún oftast aðal fundi S. A. K., sem fulltrúi síns heimafélags meðan heilsan leyfð, en þessi síðustu ár hefur hún eigi gengið heil til skógar. Guðríður var skemmtileg á fundum, tillögugóð, réttsýn í málsimeðferð. Var hún ávallt virðuleg í framkomu, klædd ís- lenzkum búningi, sem fór henni mjög vel, þar sem hún var með afbrigðum hárprúð kona. Síðast sat hún með okkur á aðalfundi S. A. K. 1961 á Hall- ormsstað. Að tilmælum for- manns hélt hún þar erindi á kvöldvöku. Erindið hafði hún samið um smákafla úr Land- námu. Flutti hún það af miklu fjöri og frábærum frásagnar- hæfileika, svo konurnar allar hrifust með. Þegar vér r('i eigum þessum rnerka heiðursxélaga vorum á bak að sjá, vil ég fyrir hönd Sambands austfirzkra kvenna votta henni einlæga virðingu o.g alúðar þökk vor allra fyrir á- nægjulegt og gott samstarf á liðnum árum. Eftirlifandi eiginmanni henn- ar og fjölskyldu sendum vér fyllstu samúðarkveðju. Sigríður F. Jónsdóttir. • • „Oruggur akstur44 í Hafnarfirði NÝLEGA var að tilhlutan Sam- vinnutrygginga stofnaður klúbb- urinn „Öruggur akstur“ fyrir Hafnarfjörð og Gullbringu- og Kjósarsýslu. í stjórn klúbbsins voru kosnir þessir menn: Kristinn Gunnars- son, forstjóri bæjarútgerðarinnar, form., Einar Árnason, gjaldkeri, ritari; Garðar Benediktsson bif- reiðastj., meðstjórnandi. — Vara stjórn skipa: Jón Magnússon, framkvæmdastjóri, Ármann Pét- ursson, Eyvindarholti, Bessastaða hreppi, Hálfdán Þorgeirsson, bif reiðavirki. Þessi nýstofnaði klúbbur er hinn 9. í röðinni af sams konar klúbbum sem Samvinnutrygging ar hafa gengizt fyrir víðs vegai um land-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.