Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. Janúar 1966 MORGU N BLAÐIÐ n Helzti geimvísinda- maður USSR látinn Moskvu, New York, 20. jan. —(AP)— Moskvu, New York, 20. janúar. LÁTINN er í Sovétríkjunum Sergei Korolev, sérfraeðingur sá, sem stóð fyrir smíði geimfara þeirra, sem fyrst var skotið á loft í Sovétríkjunum. Korolev, sem var 59 ára, lézt skyndilega 14. þ.m. Banamein hans var hjarta- bilun. Ekki er ljóst til fulls, hvern J>átt Korolev hefur átt í geim- rannsóknum Sovétríkjanna, en hann hefur verið talinn gegna forystuhlutverki á því sviði. Minningargrein, sem birtist í Moskvublöðum um Korolev, er undirrituð af leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins, Leonid Brezhnev, Aleksei Kosygin, for- sætisráðherra, Nikolai V. Pod- gorny, forseta, og fleiri af æðstu ráðamönnum Sovétríkjanna. í ritstjórnargrein í „New York Times“ segir m.a. svo um Koro- lev: „Andlát vísindamannsins Sergei Korolev hefur loks leitt í ljós, hverju hlutverki hann hafði að gegna. Hann var maðurinn, sem lagði grundvöllinn að eld- flaugum þeim, sem sendu menn á braut umhverfis jörðu, og sendu á loft ljósmyndavélar, sem tóku myndir af bakhlið tunglsins. Viðhöfn sú, sem einkenndi út- för hans, brýtur mjög í bága við leynd þá, sem alltaf hvíldi yfir honum, og starfi hans, og þótt eldflaugar hans væru öflugar, þá dugðu þær ekki til þess að veita honum þá viðurkenningu, sem hann átti skilið, meðan hann lifði.“ Frú Akranesi Akranesi, 18. jan. Vb. Ólafur Sigurðsson kom að austan með 1100 tunnur af síld. Fer sumt af síldinni í vinnslu, en sumt í bræðslu. Línubátarnir fiskuðu í gser frá þremur til tæpl. 6 tonn á bát. Þýzka skipið Waldtraut kom hingað í morgun og lestar 180 tonn af frosinni síld á Austur- Þýzkalandsmarkað. _ ODDUR — Miklir ilutningar um Kelluvíkurhöin FLUTNINGAR um Keflavíkur- höfn aukast með hverju ári og eru talsvert meiri á árinu 1965 en þeir voru árið 1964. Viðkom- ur fiskiskipa í höfninni voru alls á árinu 11545 og voru lögð á land 40.500 tonn af allskonar afla, þrátt fyrir það að haustsíldin brygðist alveg. 402 stór flutningaskip komu í höfnina (í fyrra um 370 skip) og fluttu út um 36.000 tonn af unn- um sjávarafurðum, en talsvert magn af framleiðslu fyrra árs er ennþá ófarið. Inn var flutt um höfnina: 13.500 tonn sement 8.500 tonn salt. 1.500 teningsm. af timbri. 15.000 tómar tunnur 90.000 tonn af olíum, og nokkurt magn af ýmsum öðr- um vörum. Ekkert hefur verið unnið á liðnu ári að endurbótum og stækkun hafnarinnar í Keflavík, þótt þess sé bráð nauðsyn — en aftur á móti hefur verið unnið fyrir nokkra milljónatugi að hafnargérð í Njarðyíkum og átti þeirri hafnaregrð að vera lokið fyrir vertíðarbyrjun liðins árs, en ekki verður ennþá séð fyrir enda þess verks. — hsj. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu PÁSKAFERÐ 1966 N Ú ÞEGAR HAFA UM 50 TRYGGT SÉR FAR — AÐEINS RÚM FYRIR 30 TIL VIÐBÓTAR FERÐATILHOGUN: 10 áhygg-julausir sólskinsdagar í TORREMOLINOS frægasta baðstað Spánar á suðurströndinni COSTA DEL SOL. HÓTEL RIVIERA — glæsilegt hótel með sjósund- laug, garði og einkabaðströnd. Nýjasta lúxushótelið á Sólarströnd Spánar. Úrvalsfæði og þjónusta — dans á kvöldin. Til tilbreytingar gefst kostur á ferðum til nokkurra fegurstu og kunnustu staða Spánar, t. d. Malaga (10 km), Granada, Sevilla, Gibraltar og yfir sundið til Tanger í Afríku. 3 daga dvöld í LONDON á heimleið — til viðskipta, leikhúsferða, fróðleiks og skemmtunar. Athugið eftirfarandi kosti þessa ferðalags: * í TORREMOLINOS er bezta loftslag Evrópu, meira en 300 sólskinsdagar á ári. í apríl er hitinn 20—30 °C í skugga og miklu sólríkara en t.d. á Spán- areyjum. * Enginn þeysingur milli staða — heldur búið þér um kyrrt á úrvalshóteli, sem rómað er fyrir þjónustu og góðan mat. * Hótelið stendur á sjálfri strönd inni — hinni frægu COSTA DEL SOL, með eigin bað- strönd. Öll herbergin hafa forstofu, einkabað og sólsvalir ásamt öllum öðrum nútíma- þægindum. * íslenzk leiguflugvél báðar leiðir lækkar ferðakostnaðinn svo að hægt er að bjóða þessa ferð með einstökum kosta- kjörum og mun ódýrar en undanfarin ár. íslenzkur far- arstjóri. Brottför 7. apríl — 14 dagar V E R Ð KR. 15.200.— Munið einnig þessar ódyru, vin- sælu ÚTSÝNARFERÐIR: 12 daga BRETLANDSFERÐIR með Gullfossi brottf. 18. júní og 27. ágúst. 15 daga ferðir SKANDINAVIA— SKOTLAND brottf. 28. júní og 19. júlí. 17 daga MIÐ-EVRÓPUFERÐ brottför 6. ágúst. Ljósasti votturinn um vinsældir ÚTSÝNARFERÐA er, að þær eru fullskipaðar ár eftir ár. Pantið því nógu snemma. Ú T S Ý N greiðir götu yðar — hvort sem þér ferðizt einn eða í hópferð — hverra erinda sem þér farið — hvert sem þér farið. Kaupið því farseðla yðar í ÚTSÝN og þér njótið margs konar fyrirgreiðslu, sem kostar farþegann ekkert. FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AU STURSTRÆTI 17 Símar: 20-100 og 2-35-10. KANADISKIR SNJÖSLEDAR MEÐ STÝRI 14 TEGUNDIR - STERKIR — VANDAÐIR — FALLEGIR TOMSTUIMDABIJÐIN Aðalstræti — Nóatúni — Grensásvegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.