Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 15
1 Laugardagur 22. Janöar 1966 MORGUNBLADIÐ 15 Jóhann Hjálmarsson: Ljoðskáld og lesendur (Stutt athugasemd) LENGI hef ég verið að velta fyrir mér þessum orðum franska skáldsins Valérys: „Það sem máli skiptir, er ekki að túlka hitt eða þetta ástand sem skáldið er í, það er einkamál, heldur ríður mest á að skapa þannig ástand hjá öðrum“. Ég hef komizt að þeirri niðurstöðu að réttast væri að snúa orðum Valérys við, og orða þetta þann- jg: „Það sem máli skiptir fyrir skáldið, er að leitast við að túlka það ástand sem það er í, og ef það heppnast mun lesand- inn komast í sama ástand, að minnsta kosti meðan áhrif ljóðs ins vara í vitund hans“. En í sambandi við þetta er ýmislegt að athuga. Aðeins fá- einir lesendur hafa möguleika á að skynja eða skilja rödd skálds ins réttum skilningi. Þeir sem aldrei hafa fundið til á sama hátt og það, munu ekki verða margs vísari. I þeim getur að vísu fæðst grunur um það sem skáldið vildi segja, sá grunur er oft mikilvægur og getur leitt til finningum sínum stað í verkum en hcUin sameinar aldrei reynsiu skáldsins og lesandans fyllilega. Til þess að vera sér fyllilega meðvitándi um harm- inn í ljóðum Georgs Trakls, t. d. þarf lesandinn að hafa drýgt blóðskömm, verið á valdi eitur- lyfja, og að lokum tekið þátt í fyrri heimsstyrjöldinni. Flestir munu taka undir það að Trakl hafi verið mikið skáld, en ef þeim væri sagt að ráða hin marglitu og dimmu tákn ljóða hans, myndi þeim vefjast tunga um tönn. Skáldið á sér ekki aðra leið" en að lýsa sinni eigin reynslu, því er ekki undankomu auðið. Þrátt fyrir allt er það rödd mannsins í því sem er sterkust og ríkust. Það er ekki hægt að útiloka manninn og líðan (ástand) hans, enda þótt fræði- menn og prófessorar í nútíma- ljóðlist vilji halda því fram að sum nútímaskáld hafi gert þetta. Sannara er að þau reyndu það, en þau gáfust öll upp. Rödd mannsins í þeim tók völdin, og þau stóðu uppi ber- skjölduð. Og þegar allt kemur til alls rneta lesendurnir hæst skáldið, sem gefur mest af sínu eigin blóði, hvort sem það lýsir fögnuði sínum eða þjáningu. Við skulum því ganga út frá því sem vísu að allur góður skáldskapur kappkosti að lýsa innra eða ytra lífi mannsins sjálfs, og að honum geti ekki tekizt að hlaupa frá þessari skyldu sinni. Þá erum við kom- in að því sem er mergurinn málsins: Á að segja allt, eða á að láta nægja að gefa í skyn? Skáldið, sem þjóðfélagsborg- ari, hefur ekki aðstöðu til að segja allt það sem því býr í brjósti. Það verður heldur ekki að teljast nauðsynlegt,- aðeins það að það sé trútt grundvall- armynd sinni af heiminum. Ef Jóhann Hjálmarsson skáldið segir allt, er hætt við að bæði það og lesendurnir fái ofnæmi fyrir skáldskap þess. Það er líkt og að éta yfir sig af einhverjum gómsætum rétti. Þess vegna er skáldið neytt til að segja margt á milli línanna, gefa tóminu á pappírnum fyll- ingu. Ef það væri aðalatriðið að skáldið segði allt, myndi það semja nokkrar ritgerðir (sumir eina) um lífsmynd sína. Vafa- samt væri að nokkur sem væri í leit að skáldskap, hefði áhuga á að lesa þetta. Slíkt skjal væri nefnilega að öllum líkindum sneytt skáldskap, en bæri frek- ar keim af skýrslu um afla- brögð eða varnar- og sóknar- ræðu frammi fyrir dómara. Skáldið verður að gefa í skyn, og á þann hátt öðlast orð þess eiginleika þess sem hefur fleiri augu en tvö. Lesendurnir eru sér þess oft- ast ómeðvitandi hvers krefjast skuli af skáldinu. Góður skáld- skapur afvopnar þá tíðum. Þeir eru í fyrstu hikandi við að við- urkenna það, sem kemur þeim á óvart, og vísir til að berjast gegn því með oddi og egg, en þegar minnzt varir eru þeir orðnir ákafir fyígismenn þess sem áður var þeim þyrnir í aug um. Form nútímaljóðlistar hef- ur oft ögrandi áhrif á lesendur. Þegar þeir hafa aftur á móti skilið merkingu orðanna, lærist þeim að formið er hennar rétti búningur, og nota svo þessa uppgötvun sína sem vopn gegn því sem reynir aðrar leiðir. Þeir sem hafa t. d. nýlega upp- götvað það að ljóð Jóns úr Vör eru mörg hver álitlegur skáld- skapur, hrista höfuðið yfir verk um ungs skálds, sem hefur ann- að að segja en Jón. En tíminn er miskunnarlaus, og velur sér skáld og ekki síður lesendur. Hlutverk lesandans er jafn mikilvægt og skáldsins. Got't skáld verður að eiga sér les- endur, annars er hætt við að því sígi blundur á brá á ein- talinu við sjálft sig. Það er mjög háskalegt fyrir íslenzka ljóðagerð nútímans hversu fáa lesendur hún á, og ef til vill ein af skýringunum fyrir því að hún skuli ekki vera lengra á veg komin. Þess eru líka dæmi að ákafir les- endur taki völdin af skáldinu. Hvort tveggja er jafn viðsjár- vert sinnuleysið og of mikill áhugi. Skáldinu er nauðsynlegt að vera eitt, og það má ekki hika við að fórna lesendum sín um, ef það finnur sig knúið til þess. Ef rödd þess er lifandi, finnur hún sér. alltaf nýjan hljómgrunn. Ef til vill eru þannig tímar á íslandi núna að mikil þörf fyrir skáldskap er ekki fyrir hendi? En skáldið verður að neita að trúa því. Það verður að haga orðum sínum þannig að þau geti orðið einhverjum að liði, og það má umfram allt ekki vera hrætt við að tjá eigin reynslu sína, bitra eða fagra, lýsa sínu eigin ástandi til þess að aðrir geti fundið til- finningum sínum stað í verkum þess, umskapað þau eða gefið þeim víðtækari merkingar. Bercelona í janúar. I gœr,í dag og á morgun Lelkstjóri: Vittorio De Sica. — Framleiðandi: Carlo Ponti. Hand- rit: Cesare Zvattini, Eduardo De Filippo o. fl. Kvikmyndun: Giu- seppe Rotunno. Tónlist: Armando Trovajoli. Frönsk-ítölsk frá 1963. Techniscope og Technicolor. — Danskur texti. Bæjarbíó. 119 mín. Frumheiti: Ieri, oggi, domani. í gær, í dag og á morgun er raunar þrjár ósamstæðar myndir að öðru en því að sömu tveir leikararnir fara með aðalhlut- verkin í þeim öllum og þeim er stjórnað af Vittori De Sica, sem eitt sinn var meðal merkustu kvikmyndaleikstjóra, en er nú orðinn geldneyti innan kvik- myndagerðar. í stað einlægs 6annleika og raunsæis fyrri mynda hans, finnur maður nú uppgerð og gervikæti sem yfir- gnæfir og kæfir þá fáu neista lífs og upprunaleika er leiftra rétt sem snöggvast, en fá ekki kveikt það hrifningarbál sem lokaði skært við sýn fyrri mynda hans. Nú eru þeir félagar, De Sica og Zavatti, komnir svo fjarri ný- raunsæissfcefnunni í ítölskum myndum að lengra verður tæp- lega komizt. í höndum þeirra verður hinn einstaki Marcello Mastroianni svo aðþrengdur, að hæfileikar hans fá ekki notið sín til fulls, nema á smá augnablikum. Það er spaugilegt að hugsa til þess, ef De Sica hefur haldið að ný raunsæið yrði uppvaifið með því að hafa Sophiu Loren raunveru- lega ólétta í þeim atriðum sem Adeline — í Adeline frá Napólí — á að bera barn undir belti. Slíkar tilraunir De Sica til raun- sæis eru vonlausar innan í gervi ramma er hann smíðar utan um þær manneskjur er Mastroianni og Loren eiga að sýna. De Sica og Loren virðast einstaklega sam ræmt eyki og hæfa hvort öðru; samt er það Marcello sem bjarg- ar myndinni. Það er einkar fróð- legt að sjá hvaða tökum hvort um sig nær á hlutverkunum. — Sophia er hin sama í öllum hlut- um myndarinnar, opin og glennu leg og ræður yfir lítilli tilbreyt- ingu í leik þótt um þrjú ólík hlutverk sé að ræða. Aftur á móti nær Marcello ýmsum til- brigðum í leik sínum þótt auð- sætt sé að De Sica ætlar Loren sinni heiðurinn af myndinni. Fjölbreyttni Marcellos í hlut- verkunum er miklu meiri en hjá Sophiu. í fyrsta hlutanum, Ade- lina frá Napólí, sýnir hann nokk uð skemmtilega úttaugaðan eig- inmann, sem ekki þolir til lengd ar fjölgunarstarf hjónabandsins. f miðhlutanum, Anna frá Mílanó, sem gerður er eftir sögu Alberto Moravia, Troppo Ricca, er hann nálægt þeim persónum er fylla myndir Antonionis og vitanlega er frú Ponti sérlega utangátta í þeim hluta. í síðasta hlutanum, Mara frá Róm, sýnir hann enn eina hlið leikhæfni sinnar í hlut- verki pabbadrengsins Rusconi, sem taugaveiklaður bíður blíðu Sophiu meðan hún fægir gull- hjarta gleðikonunnar sígildu með saklausu augnaráði unglings eins sem á að verða prestur, en ruglast í ríminu við að sjá feg- urð Sophiu og ætlar að hætta við múnklífið.. Þessi síðasti hluti er líklega sá bezti og spaugilegt er að sjá þegar Sophia fær Marcello, úrvinda af löngun í hana, til að sameinast sér í bænahaldi vegna skírleifisheits hennar ef ungi maðurinn snúi aftur að múnklíf- inu — og er það dagurlegur endi á lifi drengsins. Mastroianni leikur þarna skemmtilega „playboy“ og pabba dreng, sem sífellt verður að slá á frest ástastundum sínum með Sophiu og það er gamanleikur hans i hlutverki þessa taugaveikl aða Casanova sem gerir mynd- ina umtalsverða fremur öðru. Sameykið Loren/De Sica kemst skammt án Mastroiannis, þótt athygli De Sica beinist þll að Sophiu sem fær að blómstra öllu sínu bezta, sem á að skyggja á Mastroianni. En uppáhald De Sica fær ekki — og getur ekki — ráðið mótun myndarinnar vegna hans. Þó fær hann ekki bjargað myndinni upp úr meðal- mennskunni. Smájafnaðarmennska myndar- innar kemur ekki aðeins fram í meðförunum á þessum frægu stjörnum, heldur einnig í kvik- myndun Rotunnos, sem átti þó heiðurinn að kvikmyndun Hlé- barðans eftir Visconti, en er ó- sköp flatneskjuleg miðað við fyrri afrek kvikmyndarans, sem voru auðsæ í fyrrgreindri mynd, þrátt fyrir skemmdir á litaleik hans þar. Þessar þrjár smámyndir rísa hver upp af annarri. Það er, sú fyrsta er lökust, önnur er betri í sínum Moravia/Antonioni anda, sem Mastroianni er kunnugastur og lætur honum bezt að túlka í and-karlhetjumennsku sinni á kvikmyndatjaldinu. Sú síðasta er án efa skemmtilegast gerð og leikin. í heild mun myndin án efa vekja hlátur og er raunar þess virði að hún sé gerð að kveldeyði. De Sica á enn í sér smáþætti eftirtektarverða, þótt hann hafi runnið sitt bezta skeið fyrir löngu og sá sem ekki minn- ist þess mun geta átt ánægjulega stund — án merkisatburða — í samfélagi við þennan fyrrver- andi meistara í kvikmyndagerð. Þéir sem þekkja til fyrri afreka hans munu samt finna til sakn- aðar gagnvart Sciuscia, Reið- hjólaþjófnum, Umherto D og Kraftaverki í Mílanó, sem munu halda nafni De Sica hátt á lofti þrátt fyrir síðari tíma vönun. Ef til vill mun honum takast að komast út úr þessari andlegu sjálfheldu sinni og skapa eitt- hvað varanlegt á ný. Þó rennur sú von út í sandinn með tíman- Frh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.