Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.1966, Blaðsíða 18
m MORGU NBLAÐIÐ Laugardagur 22. janúar 1966 Innilegar þakkir til ættingja og vina er minntust mín á 75 ára afmæli mínu. María Guðmundsdóttir. Hjartfólgnar þakkir fyrir vinsemd á 75 ára afmælinu. Jónína Jónsdóttir, Grettisgötu 46. ORMUR Flettir í dag ofan af eindæma hneyksli, er erlendur ræðismaður gerist íslenzkur skattsvikari. Ódeigur ræðir um átök ríkisstjórnarinnar og Hæstaréttar o. m. fl. er stærsta og vinsælasta vikublaðið og segir yður sannleikann umbúðalaust. Vefnaðarvöruverzlanir mínar eru til sölu, einnig húseign mín Grundarstígur 2 (hornhúsið). Tilboð í allar verzlanirnar eða hverja einstaka, sömuleiðis í húsið allt eða hverja einstaka hæð óskast sent fyrir 27. þ.m. til undirritaðs er gefur nánari upplýsingar ÓLAFUR JÓHANNESSON Grundarstíg 2 — Sími 18692. Piltur eða stúlka óskast til sendiferða % eða allan daginn. Vátryggingaskrifstofa SIGFÚSAR SIGHVATSSONAR Lækjargötu 2. Riftari Ritari óskast í Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri störf sendist forstöðumanni rannsóknarstof- unnar sem fyrst eða í síðasta lagi 26. þ. m. TTánari upplýsingar um starfið veittar í síma 19506. ,t, Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ARA JÓNSSONAR Skuld, Blönduósi. Guðlaug Nikodemusdóttir og börn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa JÓNS RÓSMANNS JÓNSSONAR Stykkishólmi. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegustu þakkir sendum við þeim fjölmörgu fjær og nær sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður og ömmu JÓNÍNU KRISTBORGAR JÓNSDÓTTUR frá Krossi á Berufjarðarströnd. Aðalheiður Helgadóttir, Hilmar Ólafsson, Sigríður Helgadóttir, Heimir Gíslason, Albert Stefánsson, Kristján Bergsson. — Aldarminning Framhald af bls. 8. áhyggjuefni og fjárfækkun næsta haust yfirvofandi. Var þá tiil þess ráðs gripið, þar sem þau skilyrði voru fyrir hendi, að afla heyja 1 forblautum starar- og brok-mýrum, þar sem var milkil sina, því þar var meiri spretta en annarsstaðar. Bændur í Svínadal voru hart leiknir af grasbrestinum eigi síður en aðr- ±r. Vitað var að uppi á Glámu- ijalli og Botnsheiði voru slík flóalönd og grasspretta þar nokk ur, en sá var hængur á um hey- öflun þaðan, að nær ókleift var að koma hestum við til flutn- ings á heyinu sökum bratta og klungra. En þá kom Bjarna ráð í bug. Hann hafði lesið um það, að í hinu mikla brattlendi í Nor- egi væru bændur farnir að nota vírstrengi, sem strengdir voru milli fjallsbrúnar og jafnlendis til flutninga á varningi og jafnvel fólki líka. Þetta varð til þess að þeirri hugmynd skaut upp í huga Bjarna að flytja heysáturnar þannig ofan af Glámufjallsbrún niður á jafnsléttu. Hann náði sér í stálstreng og renniihjól úr Reykjavík. Strengbrauin var lögð af fjallsbrún og var látin ná góðan spöl niður á jafnsléttu til þess að draga úr brattanum. Þetta tókst með ágætuim. Segir sonur Bjarna, Bjarni læknir í Reykjavík, mér, að það hafi þótt mi'kið ævintýri að fylgjast með iþví, þegar sáturnar brunuðu eftir strengnum ofan af fjalls- brún og niður á jafnsléttu án þess að nokkuð slaknaði á bönd- unum. Stutt var að flytja heyið að strengnum og frá honum heim í hlöður, svo að bér var erfiðu hlutverki breytt í léttan leik. Slíkar voru tiltektir Bjarna á fleiri sviðum og nutu þar margir góðs af. Silungaklak og laxastigi 1 Svínadal er stórt vatnasvæði. Þar eru þrjú vötn, sem ásamt ósum þeim eða ám, sem eru á milli þeirra, taka yfir stærsta hlutann af miðbiki dalsins. Nokkur silungsveiði er í vötn- unum, en þar hefur til skamms tíma eingöngu verið um vatna- silunga að ræða. Bjarni stundaði þarna nokkurn veiðiskap. Lét hann snemma reisa klaksitöð á þessum slóðum og rak hana um skeið, en af þv, varð ekiki ár- angur sem erfiði sökum ónógrar upplýsinga um rekstur hennar og gerð. Úr neðsta vatninu, Eyrarvatni, rennur Laxá út í Grunnufjörur. Laxá hefir um langan a' iur ver- ið mikil laxveiðiá og það í rífara lagi eftir því sem gerist, ef miðað er við lengd hennar og vatnsmagn. En Eyrarfoss, sem er gegnt bænum á Eyri, var ekki laxgengur og því allar fiski- gönguleiðir milli Laxár og vatna svæðisins í Svínadal lokaðar. Bjarni hafði ekki lengi búið á Geitabergi, þegar hann hafði gert sér þess ljósa grein hvers virði það væri að opna laxinum göngu fram í vatnasvæðið. Auk þess vinnings, sem í því var fólginn að stækka veiðisvæðið, þá mundi hitt þó enn þyngra á metunum, hvað hryggning- og klaksæðstofn batnaði, en af því leiddi stóraukna laxgengd í ána. Og Bjarni lét hér ekki frekar en endranær, sitja við orðin tóm. Á ferðum sínum um landið hafði hinn merki vísindamaður Bjarni Sæmundsson fiskifræðing ur oft gist á Geitabergi og hafði tekizt góður kunningsskapur með’ þeim nöfnunum. Fagnaði Bjarni á Geitabergi hverju færi sem gafst til þess að ræða við þennan gagnmerka fiskifræðing um hegð un laxins, uppeldi hans í ám og vötnum, þroskaskeið hans í sjónum og hvað væri hægt að gera til vaxtar þessari skemmti- legu og arðsömu atvinnúgrein. Og á svörum stóð ekki hjá fiski- fræðingnum. Til þess að auka og tryggja þau miklu verðmæti, sem fólgin væru í laxveiðunum, yrði að búa vel að þeim, koma í veg fyrir ofveiði með takmörkun á ádrætti og að skilyrðin til lax- göngu í árnar og um þær yrðu bætt. Umræður þessar leiddu til þess, að Bjarni á Geitabergi fékk mjög ríkan áhuga á því að gera Eyrarfoss laxgengan. Eftir mikl- ar athuganir og heilabrot um þetta varð það úr, að Bjarni leit- aði til þáverandi landsverkfraéð- ings um að teikna og gera kostn- aðaráætlun um laxastiga í Eyr- arfoss. Þetta gerði landsverkfræð ingur og útvegaði hann Bjarna að því loknu norskan sérfræðing í sprengingum til þess að standa fyrir og sjá um framkvæmdverks ins. Vann flokkur manna mikinn hluta vors að því að veita ánni úr farvegi meðan gengið var frá laxastiganum. En hvað sem vald- ið hefir, þá misheppnaðist þetta verk, fossinn var jafnt ólaxgeng- ur eftir sem áður. Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá Það er alkunn saga, að þeir, sem hefjast handa um að ryðja nýjar brautir til framkvæmda, ná sjaldnast settu marki í fyrstu lotu, en heiður sé þeim fyrir frumkvæðið, því hálfnað er verk þá hafið er. Þetta sannaðist hér. Bjarni á Geitabergi lifði það að vísu ekki að sjá, að tilgangi sín- um væri náð. En þær ánægjulegu lyktir urðu hér á, að sonur Bjarna, Bjarni læknir, tók upp þráðinn og lét ásamt félögum sín um ljúka verkinu með fullum árangri, þannig að nú fer laxinn með sporðaköstum um allt vatna svæðið og svo langt til fjalla fram sem rennsli leyfir. Verkið vann frændi þeirra feðga, hinn mikli dugnaðar-, framtaks- og atorkumaður Þorgeir Jósefsson, skipabyggingastöðvareigandi á Akranesi. Sú reynsla, sem nú er fengin af þessari framkvæmd, sýnir, að það sem fyrir Bjarna vakti var fullum rökum stutt og ber þess glöggt vitni, hve glögg- skyggn og framsýnn hann var á þýðingu og gildi laxveiðanna fyr- ir þjóð vora. Bjarni var maður höfðinglegur í fasi og framkomu. Hann var hár maður og þrekinn. Fríður sýnum með hátt enni og göfug- mannlegt yfirbragð. Hann hafði mikið og fallegt skegg sem huldi bringu hans. Minningin um Bjarna á Geita- bergi lifir meðal vor. Verk hans og afrek standa enn fyrir sjónum vorum. Af lífi og starfi slíkra forystu- og framtaksmanna sem Bjarni vár má á öllum öldum mikið læra og er fordæmi þeirra ungum mönnum hvöt- og hvatning til dáða og drengskapar í þjónustu sinni við þjóð sína og föðurland. Pétur Ottesen. Hinir m a r g eftirspurðu TALSCHER krepsokkar eru komnir aftur og fást flestum vefnaðarvöru- verzlunum. Umboðsmenn Ágúst Ármann hf S í m i 2 2 1 0 0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.