Morgunblaðið - 27.01.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 27.01.1966, Qupperneq 2
- f- MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. janúar 1966 Vegleg hátíðahöld á Ísafirði á 100 ára afmælinu í gær ísafirði, 26. janúar. ®’ÁNAR voru dregnir hér að hún á Isafirði snemma í morgun í íremur rysjóttu veðri, sem þó fór Tbatnandi þegar á daginra leið. TJm kl. 10.30 í m'orgun lagðist ’varðskipið Óðinn að bryggju en jmeð því kom forseti íslands, lierra Ásgeir Ásgeirsson til þess sið vera viðstaddur hátíðarhöldin í tilefni af aldarafmæli ísafjarð- Isafjarðarkaupstaðar í dag. Hátíðarfundur bæjarstjórnar hófst hér í Góðtemplarahúsinu kl. 14, og var hvert sæti full- skipað. Meðal gesta voru forseti Islands, Eggert G. Þorsteinsson, Hannibal Valdimarsson, alþingis- maður, forsetaritari. Þorleifur Thorlacíus og oddvitar nokkurra hyggðarlaga í nágrenninu. Hátíðarfundurinn hófst með |>ví, að Lúðrasveit skólanna und- ir stjórn Þóris Þórissonar lék tvö lög, en síðan söng Sunnukórinn undir stjórn Ragnars H. Ragnars, ■við undirleik Sigríðar Ragnars- dóttur, nokkur lög. Því næst setti forseti bæjarstjórnar, Bjarni Guð björnsson, bankastjóri, hátiðar- fundinn, og bauð forseta íslands, ráðherra, og aðra gesti velkomna. A dagskrá hátíðarfundarins voru tillaga um byggingu nýs elliheifnilis, og tiliaga um sjóð- stofnun til verðlauna fyrir náms- afrek í væntanlegum mennta- skóla á ísafirði. Forseti bæjar- stjórnar lýsti þessum tillögum, en síðan tók til máls Björgvin Sighvatsson, bæjarfulltrúi, og ræddi hann vandamál aldraðs fólks, og rakti síðan sögu elli- heimiiis á ísafirði, en fyrsta elli- heimilið á landinu tók til starfa á ísafirði árið 1923. Næstur talaði Högni Þórðarson, bæjarfulltrúi, Og skýrði frá aðdraganda og undirbúning að byggingu fyrir- hugaðs elliheimilis. Var síðan samþykkt með níu samhljóða atkvæðum eftirfarandi tillaga bæjarráðs: „Bæjarstjórn ísafjarðar sam- þykkir, að byggt verði elliheimili fyrir 40 vistmenn á sjúkrahúslóð- inni og verði rekstur elliheimilis- ins í tengslum við sjúkrahúsið. Þegar á þessu ári verði efnt til verðlaunasamkeppni um útlits- og fyrirkomulagsteikningar elli- heimilisbyggingarinnar. Bæjarstjórnin samþykkir, að bæjarsjóður leggi fram á þessu ári hálfa milljón króna til elli- heimilisbyggingar. ■ Frá því var skýrt á hátíðar- ! fundinum að áætlað væri að j kostnaður við byggingu elli- : heimilis myndi nema um 400 þús. I krónum eða samanlagt 16 milljón ir króna sú bygging sem fyrir- huguð er fyrir 40 vistmenn. í byggingarsjóði eru nú 2,4 millj. króna. Þá var tekin fyrir síðari dag- skrártillagan og tók þá til máls Halldór Ólafsson bæjarfulltrúi og rakti stuttlega sögu mennta- skólamálsins, og kvað það sam- eiginlegt áhugamál allra ísfirð- inga og Vestfirðinga, og hafið yfir allan flokkdrátt. Var tillagan síðan samþykkt með níu sam- hljóða atkvæðum, en tillagan er svohljóðandi: „í tilefni af aldar- afmæli ísafjarðarkaupstaðar sam þykkir bæjarstjórnin að veita á fjárhagsáætlun þessa árs kr. 100 þús. til stofnunar sjóðs er varið verði til verðlauna fyrir náms- afrek nemenda í væntanlegum menntaskóla á ísafirði. Sjóður- inn beri nafnið: Aldarafmælis- sjóður ísafjarðarkaupstaðar. Verðlaun úr sjóðnum verði í fyrsta sinni úthlutað, þegar fyrstu stúdentar útskrifast frá menntaskóla á ísafirði, en fyrir þann tima verði sett reglugerð fyrir sjóðinn og stjórn hans kos- in. Fram að þeim tíma, sem fyrsta verðlaunaúthlutunin fer fram, verði sjóðurinn ávaxtaður í í Kjósarsýslu AÐALFUNDUR F.U.S. í Kjósar- sýslu verður haldinn að Hlé- garði sunnudaginn 30. þ.m. kl. 2. e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. Aliir félagsmenn eru hvattir tiil að sækja fundinn og taka með sér nýja félaga. Aðalfundur fulltrúaráðs Sjál/f- stæðisfélaganna í Kjósarsýslu verður haldinn að Hlégarði mánudaginn 31. þ.m. kl. 21. Mál Ben Barka hefur leitt ■ Ijós mistök frönsku lögreglunnar segir í yíirlýsingu frönsku stjórnarinnar París, 26. jan. — NTB t FRANSKA stjórnin hélt . ráðuneytisfund í dag, þar sem mál Marokkómannsins Ben Barka var til umræðu. Að fundinum loknum var gef- in út opinber yfirlýsing, þar sem sagði, að mál þetta hefði komið upp um mistök frönsku lögreglunnar og annmarka á samskiptum hennar við aðra réttaraðila ríkisins. í yfirlýsingu stjómarinnar sagði, að nokkrir starfsmenn lög- reglunnar hefðu meðvitað eða ó- meðvitað átt aðild að brottnámi Ben Barka í París í október sl. Hefði mál hans m.a. komið upp um annmarka á skipulagi þeirrar stofnunar lögreglunnar, er á- byrg væri fyrir því að upplýsing- ar bærust rétta boðleið milli hinna ýmsu deilda hennar. Útvarpið í Marokkó segir í dag, að framkoma frönsku stjórnar- innar í máli þessu, hafi verið mjög ósæmileg og það hafi verið til vanvirðu fyrir Frakka að stjórn þeirra skyldi reyna að varpa sökinni á brottnámi Ben Barka á stjórn Marokkó. Segir útvarpið að franska stjórnin hafi reynt að gera sér Marokkóstjórn að blóraböggli til þess að beina athyglinni frá hinum skuggalega þætti sínum í málinu. Var því bætt við að sendiherra Frakka í Marokkó, Robert Gillet, hefði í nóvember sl. beint þeim tilmæl- um til Hassam II. konungs, að hann vísaði úr embætti Oufkir, innanríkisráðherra landsins, á þeirri forsendu, að hann hefði tekið þátt í brottnámi Bens Barka. Slík framkoma af hálfu Frakka hefði verið móðgandi fyr- ir Marokkó, enda hefði Oufkir hvergi nærri ráni Barka komið, sagði útvarpið. vörzlu bæjarsjóðs ísafjarðar. í fundarlok þakkaði forseti bæjarstjórnar, öllum þeim mörgu mönnum, sem starfað hafa í bæjarstjóm kaupstaðarins á liðn- um tímum, og risu bæjarfulltrúar úr sætum í virðingarskyni við þá. Að því loknu var hátíðar- fundinum slitið, og Sunnukórinn söng lagið ,,í faðmi fjalla blárra“ eftir Jónas Tómasson, en kvæðið er eftir Guðmund skáld Guð- mundsson, sem lengi var búsettur á ísafirði. Stjórnandi var hið aldna tónskáld Jónas Tómasson. Athöfninni lauk með því að Sunnukórinn undir stjórn Ragn- ars H. Ragnars söng þjóðsönginn. Að hátíðarfundinum loknum hafði bæjarstjórnin móttöku í Sjálfstæðishúsinu, og voru þar ÉLJALOFT að norðan flæddi af hafi inn yfir norður- og austurströndina í gær. Það var ekki eins kalt og undan- farna daga, frostið því víðast 2—6 stig. Sunnan lands og við Faxaflóa og Breiðafjörð var úrkomulaust, en skýjað. Suður af iandinu var austan hvassviðri og rigning. meðal gesta forseti íslands. Egg- ert Þorsteinsson félagsmálaráð- herra, og mikill fjöldi bæjárbúa. Verzlunum og vinnustöðum var lokað eftir hádegi í dag, og víða í verzlunum eru myndarlegar glnggaskreytingar og m. a. sýnd- ar íjölmargar myndir af kaup- staðnum á ýmsum tímum, og myndir úr sögu hans. Síðdegis í dag fór ylfingasveit skátafélags- Framha'd á bls. 27 Mikilvægar aukakosningar í Bretlandi í das Gengur Wilson til kosninga í marz? í D A G fara fram auka- kosningar til brezka þings- ins í kjördæminu Norður- Hull. Kosningar þessar eru taldar hinar mikilvægustu, því að tapi Verkamanna- flokkurinn þingsætinu, sem hann vann með naum- um meirihluta í þingkosn- ingunum 15. október 1964, hefur hann ekki nema eins atkvæðis meirihluta á þingi. Getur því svo farið, að Wilson neyðist til þess að efna til nýrra kosninga bráðlega, því að stjórninni mun þykja ótryggt að eiga framgang mála sinna á þingi undir völtum stuðn- ingi Frjálslynda flokksins, sem gæti sett stjórninni ó- þægileg skilyrði fyrir fylgi sínu. Þó er talið ólíklegt, að Wilson efni til kosninga fyrr en í október, nema Frjálslyndir verði stirðir til samvinnu «g setji óað- gengileg skilyrði. Fari hins vegar svo, að Verkamannaflokkurinn haldi þingsætinu með yfir- burðum, yrði það túlkað sem ótvíræður stuðningur þjóðarinnar við stefnu brezku stjórnarinnar. Þá er ekki ólíklegt, að forystu- menn Verkamannaflokks- ins hvetji Wilson til þess að ganga til kosninga þeg- ar í marz og freista þess að vinna svo mörg þingsæti, að aðstaða flokksins á þingi verði traust. Stjórnin eigi eftir að beita sér fyrir ýms- um óvinsælum málum, og sé ekki seinna vænna að reyna að treysta þingfylgið nú, áður en þau komist á dagskrá. Afgreiðsla óvin- sæls fjárlagafrumvarps er einnig framundan. Árið 1964 var Solomon, Verkamannaflokksmaður, sem lézt skömmu fyrir nýj- ár, kosinn þingmaður í Norður-Hull með 1.181 at- kvæðis meirihluta. Hann hlaut 20.664 atkvæði, fram- bjóðandi íhaldsflokksins, sem þá var J. M. Coulson, hlaut 19.483 atkv., og frú Millward, frambjóðandi Frjálslynda flokksins þá eins og nú, hlaut 7,570 at- kvæði. Nú eru frambjóðendurnir sex. Þeir eru: • Kevin McNamara, fram- bjóðandi Verkamannaflokks- ins. Hann er 31 árs gamall, lektor í lögfræði við háskól- ann í Hull. Hann gerir sér vonir um 2000 til 3000 atkvæða meirihluta, en framboð Gotts, sem greint er frá hér síðar, dregur úr sigurlíkum hans. McNamara er talinn hafa unn ið á meðal kjósenda síðustu daga, en þó þykir mörgum hann of háður flokksvél Verka mannaflokksins í Transport House í Lundúnum. Honum er legið á hálsi fyrir að hafa eng- ar sjálfstæðar skoðanir á neinu máli en endursegja ræð- ur Wilsons athugasemdalaust. Þá var hann svo óheppinn að segja, að 2000—3000 atkvæða meirihluti í Norður-Hull McNAMARA millwawd mundi verða „stórglæsilegur sigur fyrir Wilson". Hull-búar eru ekki sérstaklega h. ifnir af Wilson um þessar mundir og hafa reyndar aldrei verið, svo að McNamara þykir hafa verið seinheppinn. Mikil óánægja ríkir nú í Bretlandi vegna þess, að mikill rafmagns- og gasskortur hefur gert fólki líf- ið erfitt að undanförnu, auk þess sem járnbrautarsamgöng- ur hafa verið í megnasta ó- lestri í vetur. • Toby Jessel er frambjóð- andi íhaldsflokksins. Hann er 31 árs gamall kaupmaður frá Lundúnum, bráðduglegur, vell ríkur og gáfaður maður, sem hefur sýnt óvenjulegan dugn- að í kosningabaráttunni. Hann gengur milli húsa allan dag- inn og talar við fólk, en á kvöldin heldur hann ræður og skrifar ávörp. Hann ræðst harkalega á stefnu Verka- mannaflokksins í innanlands- málum, rafmagns- og gasleysi, hækkandi verðlag á öllum lífs nauðsynjum o. s. frv. íhalds- menn eru mjög sigurvissir og baráttuglaðir. Þykir það stinga nokkuð í stúf við'kosn- ingabaráttu Verkamanna- flokksins, sem þykir hafa ver- ið nokkuð þunglamaleg fram til þessa. Hann talar með fyr- irlitningu um „mútur Wilsons" og á þar við loforð brezku stjórnarinnar um ýmiss konar framkvæmdir, endurbætur og aukna fjárfestingu í Hull. • Frú Laurie Millward er frambjóðandi Frjálslynda flokksins. Hún er húsmóðir í Hull og á eina dóttur, korn- unga. Hún er vinsæl í Hull, en er ekki talin munu fá fleiri atkvæði en 1964. Þá fékk hún talsvert af atkvæðum ó- ánægðra Ihaldsmanna, óflokks bundins, ungs fólks og kven- fólks. Hún vill engu spá um úrslitin. • Richard W. Gott býður sig fram fyrir hið svonefnda Rótæka bandalag („Radical Alliance"). Gott er 27 ára gamall blaðamaður, rauðhærð ur og rauðskegg j aður, sem hefur eiginlega ekki nema eitt mál á stefnuskrá sinni: Að vera á móti eindregnum stuðningi brezku Verkamanna stjórnarinnar við stefnu Banda ríkjanna í Víetnam. Hann var í Verkamannaflokknum og segist hafa farið í framboð til þess að vekja athygli á bar- áttumáli sínu. Það hefur hon- um tekizt, og honum er sama, þótt framboð hans steypi brezku ríkisstjórninni. Hann segir, að Verkamannaflokkur- Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.