Morgunblaðið - 27.01.1966, Page 6

Morgunblaðið - 27.01.1966, Page 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 27. januar 1966 LOKIÐ er nú landsliðskeppni Bridgesambands íslands og hafa nú valizt 6 pör í opna flokkinn og 3 pör í kvennaflokkinn til keppni í Norræna bridgemótið í BRIDGE vor. Kvenna- og karla landsliöin á Noröurlandamót hér íslenzka kvennasveitin, sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í bridge: Elín Jónsdóttir, Kristjana Steingrímsdóttir, MargrétJóns- dóttir, Ósk Kristjánsdóttir og Rósa Þorsteinsdóttir. Á myndina vantar Magneu Kjartansdóttir. Karlasveitln: Vinstra megin í stiganum, talið neðan frá: Einar Þorfinnsson, Símon Símonarson, Þorgeir Sigurðsson, Hjalti Elíasson, Benedikt Jóhannsson, Sigurður Helgason og Jóhann Jóns- son. Hægra megin: Gunnar Guðmundsson, Ingólfur ísebarn, Agnar Jörgensson, Ásmundur Páls- son og Jón Arason. Keppnin var mjög jöfn allan tímann og fór svo að lokum, að ekki skildi að 6. og 7. par í karla flokknum nema eitt stig og í kvennaflokknum urðu 3. og 4. par jöfn að stigum, en hlutfallstala unninna og tapáðra EBL-stiga látinn ráða röð. Eftirgreind sex pör unnu rétt til að keppa í opna flokknum: Nr. 1 Ásmundur Pálsson/ Hjalti Elíasson 74 stig — 2 Benedikt Jóhanns- son/Jóhann Jónsson 72 — — 3 Símon Símonarson/ Þorgeir Sigurðsson 71 — — Agnar Jörgensson/ Ingólfur Isebarn 70 — — 5 Einar Þorfinnsson/ Gunnar Guðmundsson 68 — — Jón Arason/ Sig- urður Helgason 66 — Hjá konunum unnu eftirgreind þrjú pör sér rétt til að keppa í kvennaflokknum: Nr. 1 Kristjana Stein- grímsdóttir/Margrét Jensdóttir 86 stig — 2 Ósk Kristjánsdóttir/ Magnea Kjartansd. 74 — — 3 Elín Jónsdóttir/ Rósa Þorsteinsdóttir 68 — Allt eru þetta þekktir spilarar og hafa sumir þeirra keppt oft fyrir íslands hönd í milliríkja leikjum. Að öðru leyti urðu úr- slit þessi: Karlar: Nr. 7 Steinþór/Þorsteinn 65 stig — Eggert/V ilhjálmur 63 — — 9' Hilmar/Jakob 61 — — 10 Stefán/Þórir 58 — — 11 Jón/Gunnar 56 — — 12 Júlíus/Tryggvi 53 — — 13 Jóhann/Lárus 51 — 14 Ólafur/Sveinn 50 — — 15 Guðjón/Eiður 42 — Konur: Nr. 4 Soffía/Viktoría 68 stig — 5 Ásta/Guðrún 67 — — 6 Vigdís/Hugborg 66 — — 7 Sigríður/Kristrún 59 — — 8 Sigríður/Unnur 59 — — 9 Kristín/Dagbjört 58 — — 10 Júlíana/Louise 57 — — 11 Steinunn/Þorg. 55 — — 12 Rósa/Sigríður 54 — — 13 Eggrún/Guðríður 51 — — 14 Ásgerður/Laufey 49 — — 15 Margrét/Guðrún 47 — — 16 Ingibjörg/Sigríður 42 — Mjög bráðlega ver'ða valdir þrír fyrirliðar fyrir sveitirnar og munu þá hefjast reglulegar æf- ingar til þess að við getum sem bezt verið undirbúnir að mæta hinum norrænu þjóðunum í mal n.k. London, 25. janúar — AP. — NTB. Harold Wilson, forsætisráð- herra Bretlands, sagði í dag, að stjórn sín myndi ekki ganga til samninga við upp- reisnarstjórn Ian Smith, í Rhódesíu. Sagði Wilson, að um framtíð landsins yrði að semja við ábyrga aðila. Sagði Wilson stjórn sína þegar hafa gert áætlun um, hvernig Rhódesíu yrði stjóm- að ,er stjórn Smith hefði hrökklazt frá. Taldi forsæt- isráðherrann brezki til greina koma að setja þá á laggimar bráðabirgðastjóm, e.t.v. und- ir forystu Sir Humphrey Gibbs, landstjóra. SÁ MISSKILNIN GUR varð í blaðinu í gær, að Hafliði Jónsson var talinn formáður Félags garð- yrkjumanna. Er það Steingrím- ur Benediktsson, garðyrkjufræð- ingur, sem nú er formaður félags- ins. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á mistökunum. Læknarómantík Læknir nokkur skrifaði grein um iæknisfræðileg efm í Morgunblaði’ð í fyrri viku og réðst á þessa svonefndu lækna- rómantík — og sagði: Það vaða uppi hvítsloppaðar hetjur síbjargandi mannslífum með hnífum og kyngimögnuð- um töfralyfjum milli þess að þeir elska hjúkrunarkonur, sem ýmist eru engilmildar draum- konur eða rauðhærðar kynbomb ur. Flestum læknum er lítíð um þess háttar reyfarasögur . . . “ Ég veit satt að segja ekki hvernig læknarnir mundu kom- ast af, ef læknarómantíkin væri ekki váðandi uppi í heimilis- blöðum og „bókmenntum“ vor- um. Ætli þeim fækkaði ekki, ungu stúlkunum, sem hæfu hjúkrunarnám, ef draumurinn um „hvitsloppuðu hetjurnar“ með öll sín töfralyf yrði tekinn frá þeim? Okkur skilst, að ekki séu það launin, sem láði ungar stúlkur að atvinnunni — jafnt þær engilmildu og hinar rauð- hærðu. íslenzk stundvísi Og svo kemur hér bréf frá „Útvarpshlustanda." „Mig furðar oft á því að sjá aldrei á prenti athugasemdir um óstundvísi Ríkisú.tvarpsins. Þeir, sem fylgjast að verulegu leyti með dagskránni, komast ekki hjá því að verða varir við þá óstundvísi, sem á sér stað á hinum ýmsu dagskrárliðum. Til dæmis hefjast framhalds- sögurnar mjög sjaldan á aug- lýstum tíma og eru oftast fram yfir, eins og á kvöldin, en þá eiga seinni fréttir að hefjast kl. 10. Oftast er klukkan orðin fimm og tíu mínútur yfir. Lest- ur Kiljans er þó hrein undan- tekning. Um fleiri dagskrárliði mætti sama segja, eins og flest- ir verða vafalaust varir við. — En þó kemur stundum það merkilega fyrir, að þulur til- kynnir að næsti dagskrárliður hefjist eftir 10—15 sekúndur. Þá má ekki miklu muna. Ég, sem þetta rita, hef gaman af að hlusta á margt, sem fram fer í útvarpinu, og til sums er vel vandað. En þessi óstundvísi á dagskrárliðunum — sem getur komið sér illa, ef maður vill hlusta á eitthvað sérstakt —. þekkist ekki í neinni útvarps- stð, sem ég hef hlustað á. — Þar — svo sem í BBC — skakk- ar ekki nema nokkrum sekúnd- um á að dagskrárliðirnir hefjist á réttum tíma. Það hlýtur að vera hægt að kippa þessu í lag — það kostar að vísu talsverða vinnu, en við svo búið má ekki lengur standa. Þá má það ekki koma fyrir, að auglýst lög í síðdegisútvarpi séu hreinlega felld niður, sök- mu þess að ekki vinnst tími fyrir klukkan fjögur að leika þau. Það hefur hins vegar kom- ið tvisvar fyrir, að lög leikin á píanó af Rubinstein og Horo- witz, sem auglýst voru síðast á efnisskránni fyrir kl. 4, voru ails ekki leikin, vegna þess að ekki vannst tími til þess. — Að minnsta kosti á þulurinn að biðjast afsökunar, en ekki láta sem ekkert sé og þetta sé sjálf- sagður hlutur.“ „Ú tvarpshlustandi.“ Höfum flutt vcrzlun vora og verkstæði að LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.