Morgunblaðið - 27.01.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.01.1966, Qupperneq 12
12 MORCUNBLAOID Fimmtudagur 27. janúar 1966 KWAME Nkrumah, forseti Ghana, vígði á laugardag nýja stíflu í Volti.fljóti, um 115 km fyrir norð-austan höfuðborg- ina Accra. Er þetta ein hin mesta virkjun, sem unnin hef- ur verið til þessa, og á stíflan og orkuver það, er henni fylgir, eftir að valda gífurleg- um breytingum á afkomumögu leikum þjóðarinnar. Aðalstíflugarðurinn er 130 metra hár og nærri sjö hundr- uð metra langur efst.'Auk þess er svo önnur tífla fyrir ná- lægt fjallaskarð, 330 metra löng og 36 metra há. Handan við þessar miklu stíflur mynd- ast gríðarmikið stöðuvatn, sem verður að jafnaði um 8.500 Yfirlitsmynd yfir nýju stífluna og stöðuvatnið. Amerísk alúmínverksmiðja — Tryggir ofkomu Voltasfíflunnur í Ghunu tæki ætti bræðsluna og ræki og að engin sérstök áhætta hefur verið talin því samfara. Nkrumah sjálfur telur virkjun ina og verksmiðjuna eitt hið þýðingarmesta, sem eftir stjórn hans liggur. Kaiserfyr- irtækið og forstjóri þess njóta mikilla vinsælda, enda bentu þeir á nýja lausn á virkjun- inni, sem gerði hana fjárhags- lega framkvæmanlega. Raun- ar reyndist hún verða enn ó- dýrari en áætlað hafði verið“. Stöðuvatnið, sem myndast við stíflurnar, stækkar og minnkar eftir árstíðum, svo um 7000 ferkílómetra land- svæði meðfram vatninu fær þarna sjálfvirka áveitu. Á þetta að stórauka ræktunar- möguleika, en ætlunin er að rækta þarna bæði sykur og hrísgrjón. í vatninu sjálfu á svo að koma upp fiskieldi, og vonazt er til að þar megi í framtíðinni veiða um 10.000 tonn af fiski árlega. En þetta er aðeins upphafið. í framtíðinni mun Volta-stífl- an færa Ghana margskonar iðnað og hrinda af stað nýjum framkvæmdum, sem ættu að tryggja stórfelldar framfarir á efnahagssviði landsins. ferkílómetrar og 500 kíló- metra langt. Er það fjórða stærsta stöðuvatn heims gert af manna höndum. Sex aflstöðvar verða í sam- bandi við stífluna, hver þeirra 147.200 kílóvött, en fyrst um sinn verða aðeins fjórar þeirra í notkun. Rafmagninu verður veitt víða um landið til ljósa og iðnaðar, en mikill hluti orkunnar rennur til nýrr ar alúmínbræðslu,’ sem reist hefur verið í nánd við stífl- una. Á verksmiðja þessi að framleiða 120 þúsund lestir alúmíns á ári, og er það banda ríska félagið Kaiser Alumini- um Company, sem rekur hana. Var stofnað sérstak félag í Ghana um verksmiðjuna, og nefnist það Volta Aluminium Company. Aðaleigendur eru Kaiser-félagið, en önnur bandarisk, brezk og kanadísk félög eiga þar einnig hlut að máli. Við þessa alúmínbræðslu eiga að starfa um 1500 Ghana- búar, og er talið að verksmiðj- an muni kaupa raforku fyrir sem svarar 300 milljónum kr. á ári, auk þess sem hún greið- ir öll opinber gjöld. Um fram- kvæmdir þessar ritaði Jónas Haralz, ráðuneytisstjóri, m.a. í Mbl. hinn 19. desember sl.: „Þá hafa þeir einnig byggt glæsilega virkjun í Voltaánni, og þar er nú verið að reisa 120 þúsund tonna alúmínverk- smiðju sem Kaiser-fyrirtækið bandaríska á og rekur, en raf- orkuna kaupir það af Ghana- mönnum. Er fyrirkomulagið í grundvallaratriðum það sama og ætlunin er að verði hér og raforkuverðið er svipað. Er at- hyglisvert, að þrátt fyrir þá á- kveðnu þjóðernisstefnu, sem ríkjandi er og þrátt fyrir það, að hagkerfi landsins er í grund vallaratriðum sósíalískt hefur aldrei neitt annað komið til álita en að erlent einkafyrir- Frá byrjunarframkvæmdum v*ð Voltastifluna fyrir fjórum arum. Einútur Þorsteinsson: Hugleiðing um hókina um Davíð Stefánsson EIN þeirra bóka, sem út hefur komið á þessum vetri, er minn- ingabók um skáldið frá Fagra- skógi, Davíð Stefánsson. Þar er að finna safn nokkurra ritgerða, þar sem ýmsir vinir og kunn- ingjar skáldsins minnast kynna sinna af því, eða einstakra at- burða frá þeirri kynningu, auk þess sem sumir þeirra segja frá tildrögum þess, hvers vegna sum fegurstu Ijóð skáldsins urðu til. — Vel er að slík bók skyldi gef- in út og mætti áframhald verða slíkrar útgáfu, því þrátt fyrir ágæti þessarar bókar gefur auga leið, að um svo storbrotinn lista- mann sem Davíð Stefánsson og svo sérstæðan persónuleika, sem hann hefur borið, hljóta þeir, sem af honum höfðu kynni, að eiga það mikið safn minninga, á mörg um svióum, að efni væri í fleiri bækur. Um það verður varla deilt að Davíð Stefánsson sé ástsælasta skáld, sem íslenzk þjóð hefur alið, Og það, sem meira er, þær ástsældir þjóðar sinnar hlaut hann strax, er hans fyrsta ljóða- bók kom út. — Flest, ef ekki öll, hin mörgu góðskáld íslendinga, urðu árum — jafnvel áratugum saman að berjast við andúð og skilningsleysi samtíðar sinnar og hlutu ekki viðurkenningu þjóð- arinnar fyrr en langt var liðið á ævi þeirra, og ýmis urðu að bíða þar til komið var á grafar- bakkann eða í gröfina eftir þeirri viðurkenningu sem verk þeirra og snilli höfðu verðskuldað að fá. — En svo sem vizkugyðjan Pallas Aþena stökk alvopnuð úr höfði Seifs, í trúarbrögðum Hellena, svo haslaði Davíð Stefánsson sér, ungur að árum hið innsta sæti í huga og hjörtum þjóðarinnar, sem hinn goðborni snillingur óðs og anda. Það var sama um hvað Davíð orti, hvort heldur það var dýrð- aróður til íslenzkrar náttúru, „um tign hinna bláu fjalla“, um „bæi, sem biðu í dalnum og báta við fjörusand", eða hann kvað um tryggðir og hreysti Helgu Haraldsdóttur, eða vonbrigði klausturnunna, sem innan grárra múra klaustursins' þjáðust af þeirri hugsun, „að kærleikur, von og kristin trú hafi komið þar inn til að deyja,“ allt sem hann kvað fann hljómgrunn í hjörtum þjóðarinnar, — varð orð af hennar orði. Og þegar hann sló á strengi ásta og munaðar, skipti ekki máli hvort hann kvað um íslenzkar daladætur, eða blóð heitar Caprímeyjar, undir suð- rænni sól Miðjarðarhafsstranda, hvar og hverri, sem sá óður var sunginn, varð hann sú töfrum vígða lind, er streymdi til hvers þess hjarta, sem átti sína feg- urstu drauma í ástum og þrá. Það fór allmikið orð af því, að Davíð Stefánsson væri ástamað- ur og víkja enda sumir kunn- ingjar hans að því í umræddum minningum. — Og eitt er víst, að áreiðanlega hafa engin ís- lenzk ástarljóð verið lesin af fleiri augum, eða sungin af fleiri vörum, en sum hin fegurstu ást- arljóð Davíðs. Þau urðu bókstaf- lega himinborin dýrðaróður okkur, sem þá vorum ung og uppvaxandi, dýrðaróður, sem varpaði þeim helgiljóma yfir ást ina og unað hennar, að við lestur sumra þeirra ljóða komu í hug hin fornu orð: „Drag skó þinn af fótum þér, því sá staður sem þú stendur á er heilög jörð.“ Og trú mín er það, að ef ís- lenzk æska hættir að lesa, læra og tigna ástarljóð Davíðs Stef- ánssonar, sé ekki einungis að bókmenntasmekkur hennar sé á refilstigu leiddur, heldur sé þá og einnig einhvers orðið vant í ást hennar og tilfinningar. í minningabók þeirri um skáld ið frá Fagraskógi sem hér um ræðir, segir frú Hulda Stefáns- dóttir, skólastjóri á Blönduósi, í skemmtilega skrifaðri grein frá þeim atburði, er hún telur að orðið hafi þess valdandi, að Davíð Stefánsson orti Dalakof- ann, kvæði, sem á sinni tíð varð áreiðanlega dáðasta ástarljóð ís- lenzkrar tungu og sem langa tíð mun ylja þeim um hjartarætur, sem meta og virða göfgi fagurra ásta og Ijóðrænnar snilli. — Frú Hulda telur að fyrstu drög Davíðs að þessu ljóði hafi orðið eftir ferðalag, sem þau Davíð fóru saman yfir norðlenzka heiði, þar sem yfir þau skall niðdimm þoka. Kemst frúin svo að orði um þetta ferðalag, með- al annars: „Ýmsar kynjamyndir birtust okkur þá í þokunni og varð okk- ur skrafdrjúgt á þessari sein- förnu leið. Birtust okkur hallir og huldufólk, auk þess sem við þóttumst sjá inr í hulda ævin- týra heima.......“ — Dýrðlegir hafa þeir ævintýraheimar verið, er í huga skáldsins seiddu fram þessar setningar: „Kysstu mig......Kysstu mig. Þú þekkir dalinn, Dísa, þar sem dvergar búa í steinum og vofur læðast hljótt. Og hörpusláttur berst yfir hjarn og bláa ísa og huldufólkið dansar um stjörnubjarta nótt. Þó landið okkar, Dísa, sé vetrar- örmum vafið, þá veit ég að þú hræðist það ekki að fylgja mér. Því senn mun vorið koma að sunnan, yfir hafið. Ég sé það speglast, Dísa, i aug- unum í þér.“ — Ætli fegurri óður hafi ortur verið nokkurri íslenzkri konu? Og máske verður þess langt að bíða, að hliðstætt ástarljóð auðgi bókmenntir okkar. Skemmtilegt er og að fá fyrir almenningsaugu frásögnina um það hvernig kvæðið „Hvíta hind- in“ varð til, t-n það kvæði mun, eins og dr. Sigurður Nordal seg- ir, hafa orðið ástsælast af síð- ari ára kvæðum Davíðs. — Og frásögn Davíðs, sem sr. Pétur Sigurgeirsson tiífærir, af tildrög- um þess að Davíð orti hinn ó- dauðlega sálm „Ég kveiki á kertum mínum“, er sú dýrðar- perla manngöfgi og kærleika, að sízt hefði mátt í gleymsku falla. Hún er sú lærdómslind mann- kyni öllu að helzt minnir á sum- ar sögur kærleiksverka meistar- ans mikla frá Nazaret, sem Davíð svo heitt dáði í trú sinni og ljóð- um. Og þegar hugurinn hvarflar að þeim atburði, er Davíð býðst til að uppfylla óskir og þrár hins ósjálfbjarga, lamaða stúlkubarns, um að komast til guðsþjónustu á föstudaginn langa, með því að bera hana til og frá kirkju, verð- ur enn auðskildara en áður, að stórskáldi með slíkt hugarfar veitist létt að mæla fram hin innblásnu orð: „Þú veizt er veikir kalla, á vin að leiða sig. Þú sérð og elsxar alla, þó allir svíki þig.“ Sá einn býðst ótilkvaddur að vinna slíkt kærleiksverk, sem hér um ræðir, sem öðrum betur skilur og metur hinn guðdóm- lega fórnaranda Jesú Krists. Þó þessi minningabók sé eðli- lega ekki nema lítið brot af því, sem rita mætti og vafalaust verð ur ritað um líf og einkenni Dávíðs Stefánssonar, er að henni mikill fengur. Þetta er falleg bók, skrifuð af hreinskilnum vinum skáldsins og aðdáendum, mönn- um, sem voru svo lánsamur að kynnast hans stórbrotnu og sér- stæðu yfirburðum og einnig þeim misfellum í lífi hans, sem öllum dauðlegum mönnum fylgja. — Og sumar þessar minn- ingargreinar eru snilldarverk, enda af snillingshöndum skráð- ar. — Við hin mörgu, sem dáðum Davíð Stefánsson allra skálda mest, en höfðum af honum eng- in persónuleg kynni, fögnum því og þökkum að eignast þessa fögru bók. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.