Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 13
Fimmtadagur 27. jaíúar 1966 MOHGUNBLAÐID 13 varla boltann fyrir hárinu Fjörugir leikir unga fólksins að Hálogalandi 1 vonbrigðum, því Keflvíkingar hafa á undanförnum árum átt góðan II. flokk karla. Trú hef j ég á að þeir séu aefingarlitlir. Færri urðu leikir yngri flokk •* iR — ÍBK í 3 fl. Afiðvikudaginn 19. janúar Miðvikudaginn 19. janúar léku í III. fl. A-riðli, Í.R. og Í.B. K. Leikur þessi var mjög fjör- ugur og skemmtu hinir ungu á- horfendur sér vel, og hvöttu sína menn dyggilega. Í.R.-ingarnir skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins, en Í.B.K. skoraði sitt fyrsta mark úr víta- kasti. Eftir það varð leikurinn m jög jafn og skiptust liðin að skora. í hálfleik var staðan 5:5. Strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks skora liðin sitthvort markið og enn er jafntefli 6:6. Í.R.-ingarnir komast yfir 7:6, en Í.B.K. jafnar úr vítakasti. Leik- urinn heldur áfram og Í.R.-ing- arnir eru yfirleitt fyrri til að komast yfir en Í.B.K. tekst alltaf að jafna. hað er ekki fyrr en á síðustu mínútu leiksins að Í.R.-ingarnir tryggja sér sigurinn, og áttu þar, þeir Ásgeir og Örn skemmtileg- an samleikskafla og komust í opið færi á línu, og sendi Örn boltann viðstöðulaust í netið. Í.R.-liðið er svo sem áður hef- ur verið sagt hér, mjög efni- le.gt, leikið með boltann en er þó ekki nærri nógu yfirvegað í leik. Beztir voru þeir Örn og Ásgeir. Í.B.K.-liðið stóð vel í Í.R. ingunum og nýttust tækifæri þeirra vel. Þeir spila þó full hratt miðað við leikni. Hinir hárprúðu markmenn beggja liða stóðu sig vel, en smeykur er ég um að „bítlahárið" hái þeim. ★ Þróttur — ÍBK. 2. fl. karla 17—8. Sama dag léku í II. fl. karla B-riðli Þróttur og Í.B.K. Leikurinn hafði staðið yfir í fjórar mínútur er fyrsta markið var skorað og voru þar Í.B.K. að verki. Þróttararnir jafna það míntúu síðar úr vítakasti. Á 6. mínútu skora bæði lið- in sitthvort markið og er jafn- tefli 2:2. 7. mínúta er einnig notuð vel ef báðum liðum og bæta þau við sig einu marki. Eftir það tekur Þróttur leikinn í sínar hendur og skorar á síðustu átta mínútum fyrri hálfleiks 3 mörk á móti 1 frá Í.B.K. Seinni hálfleikur var svipaður og seinnihluti fyrri hálfleiks Þróttararnir voru óstöðvandi og settu hvert markið á fætur öðru. Á fyrstu fjórum mínútumim skoruðu Þróttararnir 3 mörk án þess að Í.B.K. svaraði fyrir sig. Eftir það komast t.B.K. (Kefl- víkingamir) aðeins í gang og skora tvö mörk á móti tveim frá Þrótti. En Þróttararnir láta ekki þar við sitja og bæta við sig 6 mörk- um á móti 2 frá Í.B.K. Endaði leikurinn með yfirburða sigri Þróttar 17:8. Þessi sigur Þróttar var næsta auðveldur og ef til vill lítið hægt að dæma Þróttarliðið eftir leikn um Þó eru þeir seigir, nokkuð jafnir, leika ekki af neinum hamagangi, utan einn. Mark- mennimir báðir eru efnilegir. í. B.K.-liðið olli mér nokkrum Kristinn FH skorar hér eitt af mörkum FH í leiknum gegn ÍBK Kappleikir unga fólksins anna um helgina, en í upphafi var ætlað þar sem stúlkur Vest- mannaeyjaliðanna, fengu ekki ferðaleyfi vegna prófa, varð því að fresta leikjum þeirra um ó- ákveðinn tíma. Fyrsti leikurinn á sunnudag- inn var leikur í II. fl. kvenna A- riðli. fimm mörk gegn einu frá Í.B.K. Það var ekki fyrr en á síðustu 9 mínútum sem að Í.B.K. veitti F.BL einhverja mótspyrnu. A þeim tíma skora bæði þrjú mörk hvort, en þetta dugði skammt því F.H.-ingarmr höfðu áður tryggt sér átta marka for- skot. Það var barist af karlmen nsku í leik ÍR og KA í 2. fl. Aðdáendur hvetja sína menn f.A. — Fram 3:8. Stúlkur Í.A. Akranesi mættu þá til leiks gegn hinu sterka liði Fram. Svo sannarlega má segja að Í.A.-stúlkurnar hafi komið nokkuð á óvart í fyrri nálfleik, en þá höfðu þær yfir 3:2. Seinni hálfleikur gekk ekki eins vel hjá þeim því ekki tókst þeim að skora hjá Fram. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fram-stúlkurnar náðu sér loks á strik í seinni hálfleik og skoruðu fimm mörk gegn engu frá Í.A. Leikurinn endaði því með sigri Fram 8:3. Þetta var ágætlega af stað farið hjá Í.A.- stúlkunum, en þær skortir greinilega meiri keppnisreynslu. Fram-stúlkurnar voru daufar í fyrri hálfleik, en sýndu síðan í seinni hálfleik hvað þær eiga til, vörnin var ágæt og sóknar- leikurinn góður síðustu tíu min- úturnar. II. flokkur karla B-riðill. ★ F.H. — I.B.K. 18:10. Leikur þessi var sæmilega leikinn af báðum liðum. F.H. liðið var ákveðnara frá byrjun leiksins, og hafði yfir í hálfleik 10:6. í síðari hálfleik komu yfirburðir F.H. betur í ljós. Á fyrstu 6 mínútum þess hálfleiks skoruðu F.H.-ingarnir Úrslittölur leiksins urðu 18: 10 F.H. 'í vil. Þorvaldur í F.H.- liðinu skoraði rúmlega helming marka F.H. F.H.-liðið var betri aðilinn, lék betur og átti betri skyttur, Í.B.K.-liðið virtist eins og áður hefur verið sagt, ekki vera enn í nægilega góðri æf- ingu. Bæði liðin sýndu slappan varnarleik. II. fl. karla A-riðill I.R. — K.R. 12:8. Liðin voru mjög jöfn í byrjun og gættu sín vel í sókn og vörn. Það var ekki fyrr en 5. mínútur að Í.R.-liðið tók af skarið og skoraði fyrsta mark leiksins af línu, og tveim mínútum síðar bættu þeir við tveim mörkum. K.R.-liðið lét það ekkert á sig fá og gætu þeir sín vel í sókn, á 8. mínútu skora þeir sitt fyrsta mark af línu. Litlu síðar bæta Í.R.-ingarnir við sig fjórða markinu. Og þar á eftir fylgja svo tvö mörk sem bæði eru skoruð úr vítaköstum. K.R.-ingarnir skor- uðu á síðustu mínútu fyrra hálf leiks eitt mark. Staðan í hálf- leik var því 6:2 Í.R. í vil. Seinni hálfleikur var jafnari og voru K.R.-ingarnir þá heldur djarfari í skotum. Eftir fimm mínútna leik er staðan orðin 8: 5. A síðustu tíu mínútunum skoruðu I.R.-ingarnir 4 mörk gegn 3 frá K.R. K.R.-ingarnir misnotuðu eitt vítakast. Leikur- inn endaði því með sigri Í.R. 12:8. Í.R.-liðið lék nokkuð vel og vörn liðsins var ágæt sérstaklega í fyrri hálfleik, K.R.-liðið er gott lið þeir léku nú rólega og fóru sér að engu óðslega, voru þó full rólegir á köflum í fyrri- hálfleik. IH. flokkur karla A-riSiIl. ★ I.B.K. — Fram 8:11. í,3.K.-liðið mætti nú Fram í III. flokki og stóðu sig veL Strax í byrjun leiksins skora bæði liðin sitthvort markið, við mikinn fögnuð aðdáenda sinna sem létu heyra rækilega í sér. Framararnir taka sig nú til og skora tvö næstu mörkin. Þá taka Keflvíkingarnir við og skora mark. Ekki létu Framaramir sér það vel líka og sóttu stíft á, Keflvíkingarnir vörðust vel, en fengu dæmí á sig vítakast og notuðu Framararnir sér það vel og skoruðu úr því. Strax upp úr því skora Kefl- víkmgarnir mark af línu og Staðan er orðin 4:3. Litlu síðar bæta Keflvíkingarnir enn við sig marki og jafna nú metin 4:4. Framararnir skora á síðustu þrem mínútum fyrri hálfleiks 2 mörk gegn 1 frá Í.B.K. Staðan í hálfleik 6:5 fyrir Fram. Framararnir náðu sér veru- lega vel upp á fyrstu fjórum mínútunum í seinni hálfleik og skora þá fjögur glæsileg mörk aflínu. Eftir þessa góðu byrjun Framaranna taka Keflvíkingarn ir við og skora tvö mörk. Stað- an 10:7, bæði liðin bæta við sig einu marki fyrir leikslok og end ar leilourinn með réttlátum sigri Fram 11:8. Þetta var skemmti- legur leikur hjá báðum liðum. IH. flokkur karla B-riðiII. ic Breiðablik — Ármann 8:8 Þessi lið léku fimmta leik kvóldsins. Þetta var jafnteflis- legur leikur frá byrjun til loka. Ármenningarnir skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins, en þá tóku Breiðablik-piltarnir við og skor- uðu þrjú næstu mörk og komust þar með yfir. En Ármanns-pilt- unum tókst að jafna á 9. mín- útu með marki af línu. I hálf- leik jafntefli 3:3. Seinni hálfleik ur var jafn og spennandi, Ár- mannspiltarnir komust fyrr í gang og skoruðu á þrem mínút- um þrjú mörk, en á sama tíma skoraði Breiðablik eitt. í lok- in hertu Breiðablikspiltarnir sig og skoruðu fjögur mörk á móti tveim frá Armanni. Leikur þessi endaði með jafntefli 8:8, og eru það úrslit sem bæði liðin mega vel við una. Það er ánægjulegt með bæði þessi félög að þau skuli nú koma með III. flokks Framhald á bls. 27 „Bítlarnir“ í mörkunum sáu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.