Morgunblaðið - 27.01.1966, Page 15

Morgunblaðið - 27.01.1966, Page 15
Fimmtudagur 27. januar 1966 morgunblaðid 15 BECKET. Framleiðandi: Hal Wallis. Hand- Leikstjóri: Peter Glenville. rit: Edward Anhalt eftir leik- riti Jean Anouilh. Kvikmynd- un: Geoffrey Unsworth. Tónlist: Laurence Rosenthal. Brezk frá 1964. Pánavision og Technicol- or. 148 min. íslezkur texti. Há- skólabíó. Samskipti þeirra Thomasar Beckets og Hinriks II. Englands- konungs, sem uppi voru á 12. öld hafa orðið ýmsum 20. aldar skáldum umhugsimar og yrkis- efni. T.S. Eliot notar þau sem efni í sitt fræga leikrit, „Murd- er in the Cathedral“, þar sem hann leggur mesta áherzlu á að hegðun Beckets hafi átt rætur í ósk hans að gera sjálfan sig að píslarvotti. Franska leikskáldið Jean Anouilh lítur efafyllri aug- um á samskifti Beckets og kon- ungs hans í vináttu og hatrL í leikriti hans Becket, sem mynd- in er gerð eftir, fæst raunar eng in ákveðin mynd af því sem rak Thomas Becket til að rísa gegn konungi sínum og ástvini, Hin- riki II., eftir að hann gerði Beck et að æðsta manni kirkjunnar 1 þeirri trú að hann ætti þar með tryggan fylgismann innan kirkj- unnar, sem ógnaði veldi kon- ungs í krafti valds síns yfir sálum þegnanna. Handritið og kvikmynd Peters Glenvilles fylgir texta Anouilhs svo trúlega, að sjaldan er vikið frá leikritinu og samtöl eru nær alltaf flutt óbreytt. Það er fyrst og fremst flutningur textans og leikurinn sem gerir myndina iminnisstæða og heldur manni hugföngnum í nær tvo og hálf- an tíma. Becket eykur ekki á leikstjórafrægð Glenvilles hvað kvikmyndun varðar, því yfireitt er leikstjórn hans ekki innblás- in né nýstárleg. Frá filmísku sjónarmiði gerði Peter Glenville sína beztu mynd fyrst, Fang- ann (The Prisoner, 1955, sýnd í Stjörnubíói). Síðari myndir hans hafa flestar verið gerðar eftir leikritum, svo sem Á heitu sumri (Summer and Smoke, Laugarásbíó) er hann gerði eft- ir leikriti Tenessee Williams án þess að nema burt leikhúsbrag- inn, enda er Glenville fyrst og fremst leikstjóri sviðsins og setti Becket á svið á Broadway við mikinn fögnuð. I myndinni segir frá sameig- inlegu kvennafari og drykkju- skap Hinriks II. Englandskon- ungs, Normana sem kominn er út af Vilhjálmi sigursæla, og Thomasar Beckets, sem er Saxi, en Saxar voru á þessum tíma undirokaður hluti þjóðarinnar eftir sigur Normana er lögðu England undir sig á 11. öld. Hinr ik er opinskár og tilfinninga- næmur, en ruddi á stundum. Hann ann Becket mjög, en Beck- et er dulur og lætur engar til- finningar ráða sér, hvorki ást né stolt, en stoltið er þó það sem lifir enn í flestum Söxum, þrátt fyrir kúgun Normana. Kynni þeirra hafa gert Hinrik að meiri manni. Beckett hefur gert kon- ung sinn siðfágaðri. Dálæti Hinriks á Becket fer mjög 1 taugar aðalsins og klerkanna. Það kemur eins og reiðarslag yfir þá þegar hann gerir Beck- et að kanslara Englands. Þetta kemur Becket sjálfum á óvart, en hann reynist mjög atkvæða- mikill í starfi sínu og tekur það alvarlega, með öfundarauga hinna grófu baróna, vina kon- ungsins, á sér. Vegna loforðs sem Becket hefur í fljótfærni gefið konungL verður hann að láta honum eftir ástmey sína, en Hinriki er mjög annt um að deila konum með vini sínum. Stúlkan fremur sjálfsmorð vegna þessa og varpar það mikl- um skugga á vináttu þeirra. Becket lætur ekki tilfinningar sínar — ef nokkrar eru — í ljós í sambandi við þetta, en Hinrik finnst að hann hafi lokað fyrir sér dyrunum að trúnaði og hugs- unum Beckets með þessu. Þegar erkibiskupinn af Kant- araborg deyr, þykist Hinrik hafa fundið frábæra lausn á á stríði sínu við kirkjunnar Konungurinn við líkbörur Beck- ets. ur út handtökuskipun á hendur honum fyrir fjárdrátt í kanslara- tíð Beckets, sem eru lognar sak- ir. En Hinrik er ákveðinn i að hegna vini sínum fyrir það sem hann telur svik við sig og fær til liðs við sig óvin Beckets, biskupinn yfir London (Sir Don- ald Wolfit). Becket flýr land og leitar á náðir Frakkakonungs, Lúðvíks VIII. (Sir John Gielgud), sem með ánægju hjálpar honum til að ná fundi páfa, þar sem Beck- et ætlar að leita réttar síns Und irtektir páfa eru þó olendnar, en Becket snýr aftur til Eng- lands eftir fund við ko.rung sinn á strönd Frakklands og í grið- um hans. Stífni og alvara sú er Becket leggur í starf sitt fer mjög í taiugar konungs og hann er mjög einmana vegna vinslit- anna við 3ecket, sem hann ann ennþá þrátt fyrir allt, cg iæt- ur hann það bitna mjög á fjöl- skyldu sinni, tilvonandi erfingja konu sinni og móður, sem hæð- ast mjög að ást hans á Becket og getuleysi hans til að buga hann. Kveld eitt situr Hinrik að sumbli með sínum heimsku bar- ónum. Tilfinningar hans gagn- vart Becket brjótast út og það farg fær hann til að hrópa: „Get- ur enginn losað mig við þennan Erkibiskupinn og konungur hans (Krcnam uurron og - Toole). og það notar hann til fulls og sýnir frábæran leik sem hinn á- hrifagjarni og úthverfi Hinrik konungur. Richard Burton er mjög minnisverður í hlutverki Beckets, persónuleiki hans er mjög sterkur og rólyndi það og festa er hann sýnir í hlutverk- inu gæðir það eftirtektarverðri reisn. Samleikur þeirra tveggja er það hámark er þeir ná tæp- lega á ný í kvikmynd, ásamt af- burða flutningi þeirra á text- anum. Þó er eins og skorti á ýmislegt í myndina; það er raunar hvergi kafað mjög djúpt í vandamál þeirra, þrátt fyrir lengd myndarinnar. Samband þeirra er ekki skilgreint til fulls, hvorki ást konungs á Becket né umskifti Beckets og ástæðan fyrir fullkominni og skilyrðis- lausri þjónustu hans við kirkj- una gegn vilja konungs síns og vinar. Sú skýring Beckets er Þeir leikarar sem eru minn- isstæðastir í öðrum hlutverkum eru John Gielgud og Donald Wolfit. Það eru fyrst og fremst leikararnir sem bera myndina uppi. Leikstjórn Glenvilles — að öðru leyti en snýr að þeim — sker sig ekki úr og er ekki eft- irtektarverð nema í fáum atrið- um. Þetta er ekki leikstjóra- mynd, heldur fyrst og fremst leikaramynd, því Glenville hef- ur nær einungis hjálpað og gef- ið mjög góðum leikurum laus- an tauminn og látið þá um að skapa myndina í anda leik- skáldsins, án þess að leggja sjálfur mikið af mörkum hvað myndræna kvikmyndun snertir. í sviðsstjórn hans er ekki margt nýtt eða eftirtektarvert. Becket verður þó minnisstæð mynd og fyrst og fremst vegna samleiks Burtons og O’Toole, en það hvarflar að manni hvílíkt iistaverk myndin hefði orðið í höndum leikstjóra sem hefði fciECKET menn, með því að gera Becket að erkibiskupi. En Beck- et finnur í þessu nýja hlutverki sínu köllun og hann gefur fátækum allar eigur sínar. Hann rís jafnvel gegn konungi sínum vegna máis prests, sem brotið hefur af sér gagnvart barnungri stúlku. Kirkjan hefur þau réttindi að fá að dæma sjálf í málum kirkjunnar manna, en þegar einn af lávörðum konungs lætur drepa prestinn, þá rís hugsjónamaðurinn upp í Becke't og hann heimtar að konungur láti hegna lávarðinum. Konung- ur verður furðu lostinn vegna þessarar óvæntu andspyrnu vin- ar sins, en neitar. Becket lýsir þá lávarðinn í bann kirkjunnar. Hinrik er mjög særður vegna þessarar afstöðu Beckets og gef- afskiftasama prest?“ Barónarn- ir taka hann alvarlega og þeysa til Kantaraborgar. Þar býr Beck et sig til messu og heldur áfram sem ekkert sé, þótt hann hafi grun um hvað sé í aðsigi. Hann lætur jafnvel opna kirkjuna fyr- ir barónunum og þar myrða þeir hann er hann syngur messu fyr- ir altarinu. Konungurinn lætur húðstrýkja sig í friðþægingar- skyni fyrir framan kistu Beck- ets og tilkynnir síðan af tröpp- um dómkirkjunnar að Becket hafi verið gerður að dýrlingi og skuli hann tilbeðinn héðan í frá sem slíkur. Aðalleikendur myndarinnar, Richard Burton sem Becket og Peter O’Toole í hlutverki kon- ungsins bera hana uppi. Kraft- urinn og innlifunin í leik þeirra er listaverkið í myndinni. Hlut- verk Peters O’Tooles býður upp á meiri möguleika og fjölbreytni kemur fram á einum stað í myndinni, að hann hafi hætt að elska konung sinn og farið að elska Guð, eða heiður Guðs, nær ekki langt né er henni hald- ið fram fremur en öðrum skýr- ingum á ummyndun hans. Skýr- ingin liggur í lausu lofti og á- horfandinn fær varla höndlað hana. j þessu liggja mestu veikleik- ar leikrits Anouilhs. Það er of yfirborðskennt og leitar ekki djúpt að átökum Beckets og Hinriks. Anouilh er frábær orð- listarmaður og „dramatíker“, skapar spennu og átök á ytra borði, en þó er eins og honum takist ekki að nálgast undirdjúp mannssálarinnar né sýna það nakið. Að öðru leyti er leikritið og myndin einnig — mangað, þrungið ástríðum og miklum á- tökum, leiftrandi fyndni á köfl- um og einnig sárum dapurleika. Thomas Becket (Richard Burton kraft til að færa auganu jafn- framt þá list er eyrað nemur. En átökin milli Beckets og kon- ungsins halda manni bergnumd- um sakir einlægar og sterkrar túlkunar tveggja stórleikara, svo Glenville fyrirgefst, því mögu- legt er að tilraunir hans til stíl- bragða hefðu rofið og tvístrað áhrifunum af leik þeirra Burt- ons og O-Tooles, sem er einhver eftirtektarverðasti samleikur sem minnst verður í kvikmynd- um síðustu ára. Það er og heldur ekki vitað hvaða stórþátt Glen- ville á í þessum samleik, hvað hann hefur laðað fram hjá leik- endum, svo að bezt er að láta hjá líða að fella nokkurn end- anlegan dóm á kvikmyndagerð hans. Hinrik II. (Peter O’Toole) og ardögum þeirra. Becket (Richard Burton) á mcð an allt leikur í lyndi á vellyst-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.