Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.01.1966, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 27. janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Árni Gunnlaugsson Andsvör til áfengisvina Tveir vinir alkoholsins, Hall- dór Jónsson, verkfr., og Magn- ús nokkur Finnsson, hafa í Mbl. 13. og 20. jan. sl. svarað grein minni í Mbl. 7. jan. sl. um á- fengismál. í>eir gagnrýna skrif mín og vega hart að þeim máls- stað, sem þeim var ætlað að styðja. Það hæfir því ekki að þegja, og leyfi ég mér því að veita þeim stutt andsvör. H. J. var svo glámskyggn á þær myndir áfengisdrykkjnnar, sem brugðið var upp í grein minni, að hann vildi líkja þeim við afleiðingarnar, sem hlotizt geta af ógætilegri notkun bif- reiðar. Samlíkingin var bæði barnaleg og fjarstæðukennd nema að því leyti, að áfengi og akstur eiga oft sameiginlegan þátt í þeim hryllingsverkum, sem alkoholið getur valdið. — . En því miður er hugarfar og skilningur allt of margra gagn- vart áfengisvandamálinu á þann veg, sem skrif þeirra félaganna endurspegla, og þar er einmitt að finna helztu skýringu þess, hversu erfitt er ennþá að minnka drykkjuskapinn og draga úr því böli, sem honum er samfara. — Hætta fylgir vissulega mörg- um hlutum, t.d. bifreiðum. Þar er þó um engan samjöfnuð að ræða við áfengið, eins og H. J. vill teija, auk þess sem bifreið- in er hið nauðsynlegasta sam- göngutæki, en áfengið hreinn óþarfi. Hættan af áfenginu og hinar illu og hryllilegu afleið- ingar þess eru og allt annars eðlis. Það er einkum hinn duldi háski alkoholsins, sem gerir það að svo hættulegu nautnalyfi sem raun ber vitni. Enginn ein- staklingur, hversu góðum gáfum hann er gæddur og hversu góð- an vilja, sem hann hefir, getur sagt sér það fyrirfram, hvort eða hvenær neyzla áfengra drykkja kann að leiða hann til ofdrykkju. Á sama hátt er úti- lokað fyrir þann, sem hóflega neytir áfengis í annarra augsýn eða veitir það öðrum, að tryggja, að hans eigin neyzla eða veit- ingar verði ekki öðrum til þeirr- ar eftirbreytni að byrja að drekka og síðan e.t.v. lenda í klóm of dry kk j uvanans eða drykkjusjúkdómsins. Þessvegna er öll áfengisneyzla skv. rök- réttri ályktun í eðli sínu hreinn bölvaldur eða til þess fallinn að Vera það. Mergurinn málsins er sá dóm- ur reynslunnar, hvað sem H. J. og hans fylgjendur segja, að áfengisvoðinn er ósambærilegur við nokkurt annað þjóðfélags- böl, enda segir jafnvel Magnús Finnsson í sinni grein, að „of- neyzla þess (áfengis) er þjóðar- skömm og ber að uppræta". Tek ég sterklega undir þau orð. — Engin skörp skil eru hinsvegar milli hófdrykkju og ofneyzlunn- ar, og það skiptir engu megin- máli' að greina þar á milli, ef fyrirbyggja á ofdrykkju, minnka hana eða bjarga mönnum úr viðjum hennar. M. F. segir, að „ofnautn á- fengis sé hverjum manni skað- leg og þjóðarböl, sé hún almenn í landinu“, og jafnframt, að hann skyldi fyrstur verða til þess að meta viðleitni til þess að stemma stigu fyrir henni. En svo segir hann: „Áfengið er ekki böl, þvert á móti“, og enn- fremur.........“ neyzla þess á skynsamlegan hátt sé ánægjan ein“. Hér á M. F. vafalaust við hófdrykkjuna svonefndu. Yfir- borðssakleysi hennar nægir ekki mönnum eins og M. F. og H. J. til að friða samvizkuna og gera haldbær sín mótmæli gegn sam- ábyrgð á viðhaldi áfengisböls- ins. Það að bölva ofdrykkjunni, en blessa það ástand, sem hún sprettur frá, eins og M!.F. gerir, er uppreisn gegn skynseminni’. Hófdrykkjan er meira að segja á sinn hátt skaðlegri þjóðfélags- lega séð, þar sem hún freistar með sínum fínheitum nýliða til þátttöku, en ofdrykkjan ætti að vera hverjum augljóst víti til varnaðar. Þá skal hrakin sú órökstudda fullyrðing M.F., að „áfengið sé ekki böl“, og frekar rökstutt, að hófdrykkjan sé einnig bölvald- ur. Ofdrykkjan kviknar ekki af sjálfri sér. Keynslan sannar, að næring hennar kemur frá alko- holinu, vegvísir ofdrykkjumanns ins var hugarfar og fordæmi manna eins og M. F. og H. J. og vegurinn var fyrst leið hóí- drykkjunnar. — Ofdrykkjan er því afkvæmi hófdrykkjunnar („ánægjuneyzlu" M. F.). Alko- holið og hin hóflega neyzla þess telst því eldsneytið fyrir bál of- drykkjunnar, og þessi þokka- lega þrenning: áfengi, hóf- drykkja og ofdrykkja því sann- kallaður bölvaldur, „þjóðarböl11 eða „kýli, sem stinga ber á“, svo að notaðar séu hér tvær lýsing- ar M. F. sjálfs á þeirri dýrkun áfengisins, sem hann bölsótast yfir. En hver eru þá ráð M. F.? Hann segir: „Bölvaldurinn er hinsvegar uppeldisleysið í áfeng ismálunum og þeirri staðreynd er ekki unnt að mótmæla, að það er ekki unnt að ala þjóð upp og kenna henni skynsamlega með- ferð áfengis án þess“. Magnús þessi gengur sem sagt út frá því, að áfengið sé nauðsynlegt upp- eldismeðal. Þar skjátlast honum hrapallega, jafnvel þótt hann reyni að hafa stuðning af ein- hverjum ummælum, sem Mart- einn Lúther á að hafa sagt um samband víns og fíflsháttar og hann vitnaði til í grein sinni. Hvað sem M. Lúther kann að hafa sagt um vinið, er þjóðar- uppeldi án áfengis í fögru sam- ræmi við kærleiksboðorð krist- insdómsins. Þarfara væri M. F. og hans skoðanabræðrum að hlusta í þessum efnum á boð- skap indversku þjóðhetjunnar og afreksmannsins Mahatma Gandhi, en hann benti kröft- uglega á, að engri ríkisstjórn sæmdi að þrífast á áfengissölu, því að hún þrifist á eymd fólks- ins. Gandhi ól sina þjóð upp án áfengis, en hann var einlægur bannmaður. „Uppeldisleysið", sem M. F. kvartar yfir, er ástæðulaust möglunarefni fyrir víndýrkend- ur. Það hefir ekki staðið á hinu opinbera að halda drykkjuveizl- ur, þar sem kynnt hefir verið hin hóflega neyzla alkohols, og heldur ekki hafa ýmsir einstakl- ingar og félög látið sitt eftir ligggja. — Merkur forvígsmað- ur áfengisvarna í Bandaríkjun- um, dr. Marvin A. ,Block, sagði í viðtali, aðspurður um orsakir fyrir miklum drykkjuskap þar í landi, þar vera, að drykkjulæti manna væru látin óátalin, og svo hitt, hve fast væri lagt að mönn- um að drekka, — „boðið er upp á áfengi hvenær sem er og hvar sem er“, eins og hann komst að orði, Mbl. 9. júlí 1964. Upplýst var og, að þessi maður væri sjálf ur ekki bindindismaður. Staðreyndin er sú, að ,kennsla‘ eða „uppeldi" í meðferð áfengis er oftast óraunhæf óskhyggja til hindrunar ofdrykkju. Þar sem reynsla kynslóðanna sannar, að ókleift er að segja einum manni það fyrirfram, hvert umgengni hans við áfengan drykk kunni að leiða hann eða aðra. Þessvegna getur uppeldið í kokkteilboð- unum orðið forspil ofdrykkjunn ar. Þessvegna eru kokkteilboðin hættulegur leikur, eins og ráða má af framangreindum orðum dr. Marvin A. Block af reynsl- unni í Bandaríkjunum. Þeir, sem af heilum huga vilja vinna gegn ofdrykkjunni komast ekki hjá því að verða að viðurkenna þessa staðreynd, og haga sér eftir því. Bindindismenn benda hinsveg ar á eina örugga ráðið gegn of- drykkjunni bæði til þeirra, sem ekki vilja falla fyrir henni og fyrir þá, sem þegar hafa hrasað. Ráðið er: Algert bindindi. Áður- nefndur Bandaríkjamaður viður kennir og í téðu viðtali, að al- gert bindindi sé eina lækningin fyrir ofdrykkjumenn. Það er engin vandi að vera bindindismaður, mjög jákvætt í daglegu lífi, og engan þarf að iðrast þess. Áfengið er skaðlegur óþarfi heilbrigðu fólki í nútíma- þjóðfélagi og vitvillir. Þeir, sem talið hafa sig „þurfa þess“ með vegna áhyggna, til að „losa um hömlur,, o.sv.frv. eiga kost á fjöl mörgum öðrum ráðum en þeim að flýja á náðir alkoholsins. — Áfengisneyzlan er eins og hver önnur gömul drepsótt, sem hlýt- ur fyrr eða síðar að láta undan í sókn mannkynsins fyrir fram- förum í félags- og heilbrigðis- málum og er til mikils trafala á vaxandi vélaöld. Það væri sómi íslenzkri þjóð að eiga forustu í þeirri sókn. Ekki get ég svo skilið við M.F. að minnast ekki á þá fáránlegu fullyrðingu hans, að bindindis- menn eigi mesta sök á því, ef einhver hafi hlotið bana af af- námi bannlaganna hér á landi. Þessi staðhæfing er dæmi þess, hvert uppgjöf fyrir slæmum málsstað getur leitt menn. En gagnvart minningu þeirra miklu og merku hugsjóna- og forvígis- manna þjóðarinnar, sem fyrir banninu börðust, eru greind um- mæli M. F. aygasta móðgun, TIL HAMINGJU 26. des. voru gefin sainan í Neskirkju af séra Frank M. Halldórssyni, ungfrú Halldóra Kristjánsdóttir og Daði Ágústs- son, Njálsgötu. (Nýja myndastofan Laugavegi 43b sími 15-1-25). Á jóladag voru gefin saman i hjónaband af séra Gunnari Árnasyni, ungfrú Anna Carla Ingvadóttir og Ámundi Ævar. Heimili þeirra er að Nýbýlaveg 52. (Studio Guðmundar, Garða- stræti 8. Rvík. Sími 20900) 31. des. s.l. voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni M. Guðjónssyni, Akranesi, ungfrú Sigurlín Jóna Sigurðardóttir og Hjörtur Magnússon, heimili þeirra er að Efstasundi 25, R.v.í.k. (Ljósm.: Ólafur Árna- son, Akranesi). Á gamlársdag voru gefin sam an í hjónaband af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Guðný Finn- bogadóttir og Ragnar Þorleifsson Heimili þeirra er að Grettisgötu 24. (Studio Guðmundar Garða- stræti 8 sími 20900). Á gamlársdag voru gefin sam- an í hjónaband af séra Felixi Ólafssyni í Háskólakapellunni, ungfrú Hrönn Haraldsdóttir og Trausti Laufdal Jónsson. Heimili þeirra er að Grettisgötu 43A. (Studio Guðmundar Garðastræti) sem missir þó alveg marks. Að lokum þetta: Ég vona, a8 menn geti orðið sammála um það, að mestu varði í áfengis- málum, að vilji einstaklingsins til neyzlu áfengis verði ekki 1 upphafi vakinn. Sá vilji er hjá langflestum sprottinn frá þeirri hvöt að herma eftir öðrum, —• frá valdi tízkunnar. Fylgisspekt við drykkjutízkuna er því það afl, sem ráðast ber gegn. Þar ræður úrslitum það fordæmi nógu marga einstaklinga að drekka ekki áfengi og veita það ekki öðrum. Sá einstaklingur, sem vill viðhafa vakandi ábyrgð artilfinningu gagnvart sjálfum sér og sínu þjóðfélagi, þörfum þess og hagsmunum, hlýtur því að eiga að velja og styðja bind- indið. Það er von mín, að Hall- dór Jónsson og Magnús Finsson og sem flestir aðrir geti á þetta fallizt við rólega og öfgalausa íhugun. Hafnarfirði, 24. jan. 1966 Árni Gunnlaugsson. Þann 7. janúar voru gefin sam an í hjónaband af séra óskari J. Þorlákssyni í Dómkirkjunni, ung frú Ragnheiður Brynjólfsdóttir og Engilbert Engilbertsson. Heimili þeirra er að Kleppsveg 50. (Studio Guðmundar, Garða- stræti 8. Rvík. Sími 20900). Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Ingibjörg Gísladóttir, Mýrarkoti, Tjörnesi, og Sigtrygg ur Björnsson, Kili, Aðaldal. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Emelía Guðrún Svavarsdóttir, Árgötu 2, og Stein grímur Hallgrímsson, Héðins- braut 7, Húsavík. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Erna Sigurðardóttir, Þórshöfn og Haraldur Jóhannes- son, Hjarðarhól 4, Húsavík. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Þorgerður Sigurðar- dóttir, Grenjaðarstað, og Gylfi Jónsson, stud. theol. frá Akur- eyri. Nýlega hafa opinberað trúlo'f- un sína ungfrú Þórhildur Jóna Einarsdóttir, Hlaðbrekku 9, Kópavogi og Dagvin Bergmann Guðlaugsson, Sogabletti 7. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Kristín G. Elíasdóttir Hvassaleiti 51 og Jón Þ. Sigur- jónsson, Mosgerði 9. Þann 23. jan. opinberuðu trú- lofun sína, ungfrú Þórunn Haf- steinn, Brávallagötu 16 og Har- aldur Snæhólm, Þingholtssbraut 11 b., Kópavogi. 30. des. s.l. voru gefin saman í hjónaband, af séra Birni Jóns- syni, Keflavík, ungfrú Anna D. Eggertsdóttir, skrifstofumær og hr. Óskar Sólbergs, skrifstofu- maður. Heimili brúðhjónanna er I á Njarðargötu 5., Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.