Morgunblaðið - 27.01.1966, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 27.01.1966, Qupperneq 21
Fimmtudagur 27. janúar 1966 21 MORCUNBLAÐIÐ Guðrún Kristinsdóttir leikur með Sinfóníu- hljómsveitinni ■ kvöld Maður nokkur fecwn inn á veit- imgastafu og bað um fisk. Hann fékk fiskinn fljótlega, en eftir að hafa borðað nokkra munn- Ibita af honum, kallaði hann á þjóninn og sagði:^ — Hvernig stendur á því, að fiskurinn hjá ykkur er svona vondur núna. Ég kom hingað fyrir rúmum mánuði, og fékk þá ógætan fisk að borða? — Já, ég skil þetta eklki ,svar- aði þjóninn, — því þetta er sami fiskurinn. — f>ú getur steytt görn, helv .... sem faerð á hverjum degi ágaetis mat, samtímis því sem ég piparsveinninn verð að éta dósamat hvern dag sem guð gef- ur yfir! — Hvers vegna kvænistu þá ekki góði minn, þá færðu á mjög einfaldan hátt hjálp till þess að opna andsk .... dósirnar? Kennarinn: — Hvernig fór fyr- ir Job á banadægri hans? JNemandinn: — Hann dó. Of seint. Gamail maður fór til læknis. — Drekkið þér áfengi? ■— Já. — í>ér skuluð hætta því, þá náið þér áreiðanlega níræðis- aldri. — I>að er nú of seint, ég er 95 éra. — f>ér segizt hafa þyngat mik- ið upp á síðkastið, sagði lækn- irinn við sjúklinginn. — Hvað hafði þér orðið þyngstur? — 180 pund. — Nú, það er nú ekki mikil þyngd á manni með yðar stærð, en hvað hafið þér verið léttast- ur? — 16 merkur. — Pétur, sagði kennarinn, — getur þú búið til setningar, þar sem allar dagar vikunnar eru nefndir? — Já, æfcli það ekki sagði Pét- ur litli. Pabbi minn fór út að veiða á sunnudegi, og þá höfðum við nógan fisk í soðið á mánu- dag þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugar- dag. Tveir hermenn stóðu á götu- horni og gláptu á ungar stúlkur sem gengu framhjá. — Hvernig stúlku mundirðu vilja kvænast? spurði annar. — Ég mundi ihelzt vilja kvæn- ast stúlku, sem væri mjög hlé- dræg og feimin, þeirri tegund- inni, sem maður þarf að flauta tvisvar á. í>að var nýbúið að stofna lúðrasveit í þorpinu, og hún átti að leika 17. júní í fyrsta sinn. Ritari bæjarstjórnar var beðinn að setja upp auglýsingu í kaup- félaginu. Hún hljóðaði á þessa leið: „Lúðrasveitin leikur I skrúð- göngunni á sunnudaginn, 17. júní. Verði rigning fyrir hádeg- ið, fara hátíðahöldin fram eftir hádegið. Verði aftur á móti rign ing eftir hádegið, fer hátíðin fram kl. 11 fyrir hádegið.* — ?>að kemur aldrei dropi af víni á mibt borð, — Ekki hjá mér heldur. Ég gæti alltaf fylllstu varkárni þeg- •r ég beiii í glósin. FYRSTU tónleikar Sinfóníuhljóm sveitar íslands á síðara misseri verða haldnir í Háskólabíói í kvöld kl. 9. Á efnisskránni verða eftirtalin verk: Amaryllis svíta eftir Hándel-Beecham, Píanókon sert í d-moll eftir Bach, Harry János svíta eftir Kodály og Capp- ricio Espanol eftir Rimský Korsa koff. Einleikari í píanókonsert Bach er Guðrún Kristinsdóttir, en stjórnandi er Bohdan Wodic zko. Guðrún Kristinsdóttir leikur nú í fjórða sinn með Sinfóníu- hijómsveitinni. 4. píanókonsert Beethovens lék hún árið 1958 undir stjórn Vaclav Smetacek, árið 1960 lék hún píanókonsert nr. 2 eftir Beethoven undir stjórn Bohdan Wodiczko og þetta sama verk lék hún á tónleikum í Tívolí í Kaupmannahöfn og í Álaborg áríð 1961. Árið 1962 lék hún píanókonsert í d-moll eftir Bach með Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Rohans. Guðrún stundaði nám við Tón- listarskólann í Reykjavík hjá Árna Kristjánssyni um tveggja ára skeið og síðan vði Musik Kon servatorífð í Kaupmannahöfn og var kennari hennar þar prófessor Haraldur Sigurðsson. Á árunum 1956—58 stundaði hún nám í Vín arborg hjá prófessor Seidlhofer, frægum kennara. Árið 1954 spilaði hún í fyrsta sinn opinberlega á vegum Kon- servatorísins í Kaupmannahöfn og árið 1955 lék hún á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík. Hún hefur leikið þrisvar eða fjór um sinnum hjá Tónlistarfélaginu. Ári'ð 1958 hélt hún sjálfstæða tónleika í Oddfellowhöllinni í Kaupmannahöfn. Auk þess að halda sjálfstæða tónleika hefur Guðrún leikið með mörgum fiðluleikurum og söngvurum, innlendum og erlend um, sem fram hafa komið á tón- leikum Tónlistarfélags Reykja- víkur. Moskva, 25. janúar — AP. Starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Moskvu fóru þess í dag á leit við sovézSc yfirvöl<i, að þau afhentu lílc Handaríkjamannsins Ne>w combe Mott, svo að hægt yrði að senda það til Banda- ríkjanna, til greftrunar. Mott, sem framdi sjálfs- morð í járnbrautarlest, á leið til fangabúða í Síberíu, var einn í fangaklefa, frá þvi, að hann var handtekinn, 4. sept- ember s.l., fyrir að hafa far- ið inn fyrir landamæri Sov- étríkjanna, á ólöglegan hátt Dússeldorf, 25. janúar Innanríkisráðherrann 1 Nordrhein-Westfalen, Willy Mayer, skýrði frá því í dag, að tveir sovézkir sendimenn hefðu verið í njósnahring þeim, sem nýlega var flett of- an af í V-Þýzkalandi. Sagði Mayer, að annar mannanna, Juri Seljutin, hefði þegar yfirgefið landið, en hinn sendimaðurinn, sem Mayer vildi ekki nafngreina, myndi enn vera þar, að þvi er hann vissi bezt. í njósnahringnum voru fimm menn. Hinir þrír voru í þjónustu fréttastofunnar Tass og Moskvuútvarpsins. JAMES BOND James Bond IY IAN FLEMIN6 PRAWIN6 BY JOHN McLUSKY ARTICULATED STEEL PINCERS PRAW BACK TUE SHEET. FOP J LONC T/ME TNE INTPUPER STARES POWN /N S/LENCE AT THE SLEEP/NG e/RL.. ->f“ Glampandi stálkrókar draga brekánið til hliðar. í langan tima starir hinn óboðni gestur þögull á hina sofandi stúlku . .. . . . síðan gengur hann þangað sem Bond liggur meðvitundarlaus undir áhrifum svefnlyfsins. Eftir IAN FLEMING YES... A MAN Of 6REAT STAMINA .. . A MOST „ INTERESTIN& æ&TA. HUMAN ENDURANCi.. / 'M |Wm lllll ____f | Já . . . maður mikillar þrautseigju . . , ákaflega skemmtiiegt viðfangsefni fyrir rannsóknir mínar á mannlegu þoli . . . j'ÚMBð - -V— —.-V- --Vf—> Teiknari: Æ"\ J. MORA Flýttu þér, Spori, hörfaðu einhversstað- ar í skjól. A-ah, flýttu þér, maður, hing- að, hrópaði Júmbó ofsahræddur, — en hann sá jafnvel eftir því að hafa kallað, því að Spori hafði eitt andartak numið staðar, til þess að hlusta eftir, hvað Júmbó var að kalla. En nú var allt um seinan. Tréð féll til jarðar, og það var eins og jörðin hefði gleypt Spora — hann sást hvergi. — Hvað varð að honum — sérð þú hann nokkurs staðar, Fögnuður? spurði Júmbó, og það var ekki laust við að það væri ótti í röddinni. — Nei . . . en hann hlýtur að liggja hérna einhvers staðar, svaraði Fögn- uður, en hann er kannski flatur eins og pönnukaka, það er að segja, ef tréð hefur lent ofan á honum . . . — Hann svarar ekki þegar við hrópum, sagði Júmbó. — Og það finnst hvorki tangur né tetur af honum. Þetta er hræði- legt. — Getur það verið, að það hafi bara verið missýning, þegar við sáum hann koma gangandi hérna . . . a-að þetta hafi alls ekki verið neitt? spurði Fögnuður með veikri von. En svo sá hann að það gat alls ekki staðizt. K VI K S J A Fróðleiksmolar til gagns og gamans FERÐMENN STREYMA A» HELLINUM. Hellarnir í Lascaux voru brátt gerðir þannig úr garði, að ferðamenn kæmust auðveldlega niður i þá. Gerður var þægi- legur inngangur, að aðalhellin- um og Marcel Ravidat, dreng- urinn sem hellinn fann, fékk framtíðarstöðu sem fylgdar- maður. Og ferðamennirnir streymdu að, 4-500 tals á dag til þess að skoða og dást að þessu elztu sönnunargögnum um listræna þörf mannsins — málverk, sem samtímis sögðu frá trú frum- mannanna á það, að þeir fengju vald yfir bráðinni, og yrðu heppnir á veiðum, ef þeir ein- ungis gerðu mynd af bráðinni. En með ferðamönnunum kom einnig eyðileggingin. Einn fagr- an veðurdag tóku menu eftir einkenmlegum grænum bletti í námunda við eitt málverkanna. Þetta var litur, sem ekki hafði verið þarna áður, og þegar ann- ar grænn blettur, svipaður hin- um kom i ljós lengra í burt, var þegar gripið til gagnráð- stafana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.