Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 3
SunnucTagur 30. janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 3 Varðskipsmaðurinn í skutin- um hefur hent landfestunum til mannsins á hafnarbakkan- um, ogr öslar hann nú sjó- inn upp á miðja kálfa til þess að binda festarnar við bryggjupollana. (Ljósm. Heigi Hallvarðsson). . Hrakningar á Ingólfsgarði TÍL marks um óveðrið í gær, má greina frá örlitlu ævin- týri fréttamanns Mbl. um há- degisbilið. Hann fékk það verkefni af sækja bréf í varð- skipið Óðin, sem lá við Ing- ólfsgarð. Það fyrsta, sem hann gerði var að reyna að hringja á leigubíl. Það gekk heldur brösótt, þar sem það var lengst af á tali hjá bifreiðar- stöðinni. En loks þegar tókst að ná sambandi, tjáði stúlkan, er svaraði í símann að engan Ieigubíl væri að finna í Mið- bænum. Þá var ekki um annað að ræða — en að halda út í um- ferðina, og reyna að hafa upp á bíl þar. Eiftir langa mœðu tókst að ná í bdl í Hafnar- stræti, en iþegar fróttamaður- inn hafði greint bílstjóranum fná hvert hann ætti að aka, svaraði bifreiðarstjórinn því til, að hann þyrði ekki að leggja bifreiðina í það, og k'vaðst búast við að svo væri um flesta. Og þó var ekki nema um eitt að gera — að Ifara á tveimur jafnfljótum niður á Ingólfsgarð. Segja má, að ferðin hafi gengið framar vonum, alveg þar til komið var að sjálfum Ingólfsgarði. Að vísu varð 'blaðamaðurinn að hafa sig allan við til þess að takast ekki á kxfit, er hann fékk vind hviðurnar í fangið, en aftur á móti gekk ekki svo ýkja mikill sjór upp á bryggjuna. En þegar komið var að Ing- ólfsgarði, varð annað uppi á teningnum. Sælöðrið þeyttist þar yfir hafnargarðinn iwað eftir annað, og varð frétta- maðurinn að vaða sjóinn sem setzt hafði á bryggjuna, upp á ökla. Hvassviðrið var ofsa- legt, og mátti hann hafa sig allan við að tolla á bryggj- unni, Sænokið lamdi hann miskunnarlaust og innan sikamms var hann orðinn hold votur af söltum sjó. Að iokum tókst honurn þó að ná áfangaátaðnum, eða skýli Landlhelgisgæzlunnar á garðinum. Þar voru þá þrír menn fyrir og vakti koma fréttamannsins talsverða at- hygli þarna í skýlinu. — Hvaða erindi átt þú hingað? spurði loks einn eft- ir að haifa mælt blaðamann- inn út með augunum. — Ég er frá Morgunblað- inu. Ég átti að ná í bréf um borð í Óðin. — Um borð í Óðin? Það er ófært milli skips og bryggju, vinur minn. — En það hefur ekiki verið skilið eftir hjá ykkur? — Nei, nei, nei. En ég skal afhuga Iþetta fyrir þdg, og hringja niður eftir. Þeir eru þar í stöðugu loftskeytasam- bandi við skipið. En áður en hann fengi það gert hringdi síminn í skýlinu, og sá sem fyrr hafði talað, svaraði í símann. — Jú, jú, hann er hérna, heyrði blaðamaðurinn hann svara. — Já, blautur upp fyr- ir haus og í spariifötunum í þokkabót. Já, já, hann verður hvítklæddur þegar saltið hef- ur náð að þorna. Jæja, aUt í lagi, gerðu það, blessaður! Siðan lagði hann fólið á og sagði, að þeir varðskipsmenn ætluðu að henda línu í iand, og koma bréfinu þannig. Nú snaraðist einn þeirra sem í skýlinu var út fyrir, og loks birtist einn varð- skipsmanna með línu í hend- inni, sem honum tókst að rétta þeim, sem stóð á bryggj- unni. Og skömrnu seinna var bréfið komið í hendur blaða- mannsins, og nú var ekki um annað að ræða, en að halda sömu leið til baka. En einmitt þá vildi svo til að bifreið kom öslandi eftir hafnarbakkanum, og stefndi í átt að sikýlinu. Einn þeirra skýlismanna snaraði sér út, og og ökumaður bifreiðar- innar skrúfaði niður rúðuna, og tóku þeir tal saman. En þá kom snörp vindkviða og sjólöðrið þeyttist enn einu sinni yfir hafnargarðinn og virtist manni sem væn gusa færi inn um glugga bifreið- arinnar. Ökumaðurinn lét það þó ekki á sig fá, heldur hélt áfram samræðum við skýlismanninn. Þá datt blaðamanninum það snjallræði í hug að sníkja far hjá ökumanninum, og tók hann vel í það. Skömmu síðar sat hann inni í hlýrri bifreiðinni, þar sem hún öslaði til baka eftir hafnar- garðinum. Og niður á Morg- unblað komst hann heilu og höldnu, en holdvotur þó. Síðar kom í ljós að þessi liíf- gjafi blaðamannsins á bifreið inni, var loftskeytamaður Landhelgisgæzlunnar MiIIi 30 og 40 bifreiðar stöðvud ust á Skúlagötu, er sjávarselta komst inná vélarnar. Það vakti furðu, hve ófofsjálir ökumenn þeirra voru að reyma að aka eftir götunni, því að sjórinn gekk í sífellu yfir hana. - Ljósm.: Sv. Þorm. Sr. Jon Auðuns, Jómprófastur: Guð er sú hönd Á SUNNUDAGI'NN var minnti ég á það, að spádómsbók Jesaja segir að Guð hafi sagt við heið- ingjann Kyros Persakonung: „Ég hertygjaði þig, þótt þú þekktir mig eigi“. Leiðir Guð aðeins trúuðu, góðu þörnin sín? Eða leiðir hann yfirleitt nokkurn mann? Menn segja auðvelt að syndga. En er ævinlega svo? Er ekki eitthvað innra með oss, og stendur þar djúpum rótum, sem vér verðum að þeita oflbeldi og þagga niður til þess að geta syndgað? Er þetta aðeins hræðsla, sem oss hefir verið innrætt í uppeldinu meðheimsku legum hugmyndum um sitthvað í mannlegum athöfnum? Eða er hér eitfhvað annað og dýpra að baki, eitthvað, sem stendur rót- um í innstu veru vorri? „Til einhvers var hanmi í léttúð sáð“. E. Ben. Hver er sú hönd, sem sáði harmi í léttúðina, lagði sáran þix>dd í hverja alvarlega yfir sjón, lagði bölvakennd í sælu breiskleikans og beiskar dreggj ar í botn skálar, sem léttúðin bergir hlæjandi? Hér er annað og miklu dýpra ráð en tilviljun ein að verki. Þú segist ekki vita, hvers hönd þessum undruim valdi. Guð er sú hönd. Vitnsburður marga ágætra manna er sá, að með einlbeitingu vitsmuna og vilja hafi þeir reynt að Losna við trú sína, en ytri og inmri rök hafi ómótstæðilega knúið og kallað til trúar. Hafa nokkrir slíkir ytri vitnis hurðir talað til þín á liðnum sumardögum. Gaztu sagt, þegar fegurstu dagar þess voru að kveðja: Enginn er Guð? Kom iþér í alvöru í hug á • fegurstu sumarkvöldunuim, að þessi ósegjanlega fegurð væri ekki annað en tilgangslaust tröll heimaspil og þlind tilviljun allt hið fagra, sem við augum þínum blasti? Tilviljun, — hvað kalfar þú tilviljun? Taktu sundurlausa nótnastafi og fleygðu þeim út í loftið. Heldurðu að tilrviljun raði þeim þannig, þar sem þeir detta nið- ur, að eftir þeim verði leikin Tunglskinssónata Beethovens? Það þarf annað og miklu meina en blinda tilviljun til að raða nótum þannig. Taktu sundurlausa bóksfafi, eins og notaðir eru til að kenna börnum stafróf, og fleygðu stöf- unum út í loftið. Dettur þér i hug, að tilviljun láti stafina falla- í þeirri röð til jarðar, að úr þeim megi lesa ljóð á borð við „Harðangur“ Wergelands, hið stóra listaverk, sem stækkaði þó í þýðingu séra Matthíasar? Til þess að raða bókstöfum þannig, að úr þeim megi lesa slíkt Ijóð, þarf annað og miklu meira en blinda tilviljun. Wergeland, hið norska stór- skáld, las á mörkinni letrað um Guð. Svo gripinn varð hann trúartfögnuði heilagrar hritfning- ar á þessum sumarmorgni, að iþeir sem mættu honum á þeirri morgungöngu, breiddu út þá sögu, að hann hefði verið vín- drukkinn. Þeirri sögu trúðu margir, sem kunnu ekki að lesa letrið á mörkinni eins og skáldið, og þekiktu ekki trúar- og lotn- ingarmagnið, sem fyllti sálu hans. Guð er sú hönd. Hver hefir sýnt þér þá höi.ú eins og Kristur? í t-vö þúsund ár hafa menn horft á hann, og hvað hafa memn séð? Veikt endursikin eitt þeirrar dýrðar, sem í honum bjó. Og þó bendir þetta litla, sem vér höfum getað gripið af dýrð Krists til svo svimandi hárra hæða, að það réttlætir það, að um hann var sagt, að hann væri „ljómi dýrðar Guðs og ímynd veru hans“. Hver var Kristur? Hvernig skýrum vér hann? Er ekki hann sterkasta röksemdin fyrir til- veru Guðs? Sá Guð hertýgjaði heiðingj- ann, Kyros Persakonung. Dæm- um varlega um það, hver bezi þræðir Guðs vegi, því að þeir eru vandrataðir bæði mér og Iþér. Kyros vissi ekki, hver var að leiða hann, eða að hve stórum markmiðum hann var óafvitandi að stetfna, hvert verk hamn var að vinna í þjónustu þróunar mannkynsins. Það vissi sá, sem var að leiða hann. Sama höndin leiðir þig. Gu3 er sú hönd. .Giovanni Evrey: ' v / ■ ' , y Ml Uppi lieims á breiðum bolum brosir fögur vatnsins dis. Gemlingshunds af hrossi og hvólum hljómar ljúft um grjót og ís. Fossinn heilsar, kveður, kallar - kaldur úði á fjalli rís. ,Öteljandi tölum tefla töfraljtir x Paradís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.