Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 1
53. árgangur. 32 síðuir eg Lesbék Fárviðri veldur miklu tjóni í Reykjavík Stórtjón er jtakið fýkur af húsi Heklu hf. f>nk fjúka af húsum, skip stfitna upp MILLJÓNATJÓN varð í Reykjavík í gær vegna veð- rarsofsans, sem komst upp í 13 vindstig í verstu hryðjun- wm. Tók þök af húsum, járn- plötur fuku, skip slitnuðu upp og margt manna hlaut minniháttar meiðsli við að fjúka um koll. Óveðrið olli einnig mikium truflunum á umferð. Sædrífa barst víðsvegar um Tborgina og settist saltmóða á bíl- rúður og byrgði ökumönnum út- týni. Sárafá bifreiðaslys urðu þó, jmeðfram af því, að varlegar var ekið, og umferðin var minni en ihún er vön að vera. Sjónvarpsloftnet tók mjög víða af húsum og skorsteinar fuku af tveimur húsum. í annað skiptið lentu brotin á bifreið, er stóð fyrir utan húsið að Laugavegi 67, og skemmdist hún nokkuð. Þök tók af í heilu lagi á Landsmiðj- nnni við Skúlagötu og byggingu Ifeildverzlunarinnar Heklu og er ffrá því skýrt á öðrum stað í biaðinu. 1 Lágmúla 9 höfðu vinnupallar fokið um og járn- plötur tók af annarri hlið ný- feyggingarinnar, sem er í eign bræðranna Ormsson h.f. Er felaðið hafði samband við Sógregluna í Reykjavík kl. 10:30 d gærmorgun var búið að bóka 'l.jón á 32 stöðum í borginni. Sd- ffelldar hjálparbeiðnir voru þá oC' berast frá stöðum þar sem fllárnip'liötur eða skifl.ti voru að ffjúka uim. Kl. 2 eflir hédegi voi’U .þakplötur á Hafnarhvoli tbyrjaðix að losna af og rúður í H.B.-húsinu 'beint á móti möl- INIýbúið var að forða Þannig var umhorfs í portinu bak við Heklu, er þakið hafði lent þar. tbro'tnuðu af fokinu. Víða annars staðar í bænum bro-tnuðu rúður, ev iþakplötur og annað lauslegt ffauk á hús. Var Tryggivagötunni iokað í varúðarskyni. Tveir trillulbátar sukku í höfninni vegna ísingar og voru nokkrir hætt komnir sökum Issins er stöðug't hlóðst á þá. Að feeiðni lögreglunnar voru skólabörn ekki send í skóla í gærmorgun, en vdða höfðu þau iþegar lagt af stað og orðið að snúa við á miðri leið. Nokkur brögð voru og að því, að börnin i'ykju um koll og jafnivel utan í biffreiðir. Tæplega var stætt á götum borgarinnar í þessu fárviðri og voru mikil brögð að því að fólk leitaði til Slysavarðstofunnar, því það hafði dottið í óveðrinu, en meiðsli þess voru yfirleitt ó- veruleg, nema í einu tilfellanna og er skýrt frá því á öðrum stað í blaðinu. Lögreglan varaði ökumenn ein dregið við að aka Skúlagötuna og Borgartún, vegna hins mikla særoks. Margir höfðu þó þá við- vörun að engu, enda varð afleið- ingin sú að fjöldi bifreiða stöðv- aðist á Skúlagötunni, þar sem sjórinn gekk svo að segja í hol- skeflum yfir götuna. Víðs vegar annars staðar í borginni stöðvuð- ust bifreiðar, þar sem sædrífan hafði komizt inn á vélar þeirra. Nokkuð eftir hádegi voru þak- plötur einnig byrjaðar að fjúka af byggingu vélsmiðjunnar Héðins. Vinnufiokkar frá borginni unnu ósleitilega að því, að að- stoða fólk víðsvegar í borginni við að negla niður þakplötur, sem voru að losna, og einnig að bera grjót að girðingum til að halda þeim niðri. Mjög erfitt viðfangs var að fá leigubifreiðir og allt að því klukkustundarbið eftir þeim. Strætisvagnabílstjórar áttu einn ig í miklum erfiðleikum vegna saltmóðunnar, sem settist á gluggarúður vagnanna og var jafnvel óttast um tíma, að leggja yrði strætisvagnaakstur niður vegna þessa, en af því varð þó ekki. Miklir erfiðleikar í höfninni. í gærmorgun kl. rúmlega 9 slitnaði varðskipið Óðinn frá landfestum, þar sem það lá við Framhald á bls. 2. um fyrir 2 millj. kr. LAUST fyrir hádegi í gærdag ^ tók þakið af í heilu lagi á stórbyggingu heiidver/.Iunar- innar Heklu við Laugaveg 170—172, og féll það niður í portið að baki byggingarinn-. ar. Engin slys urðu á niönn- um, en stuttu áður en þakið féll höfðu bifreiðir að verð- mæti ca. tvær milljónir króna verið fluttar úr portinu. Blaðið hafði í gær samband við Karl Karlsson hjá Heklu og bað hann að skýra frá at- burðinum, og fer frásögn hans hér á eftir: — Það var um kl. tíu fyrir hád. að við tókum eftir að ekki var allt með felldu með þakið hjá okkur, þar eð mikið los var komið á það. Við gerðum þegar ráðstafanir til þess að fá eitthvert farg á þak ið. Síðan var tekið til við að færa á brott allar bifreiðirn- ar, sem stóðu í portinu, og var því verki rétt lokið, er norðurendi þaksins tókst á loft, og síðan hvolfdist það hreinlega í heilu lagi yfir. — Rétt í því kom svo kranabif- reið með fargið en þá var allt um seinan. Það var mesta Framhald á bls. 2. Emil Júnsson segir í Moríki rlandaráði: EFTA er tæki til að ná settu Líklegt að ísland fari sömu leið og Irland p • Sólborg rekur upp i ifjoru UM ÞAÐ leyti er blaðiff var aff fana í prentun, bárust þær fregnir aff togarinn Sólborg I frá ísafirði, hefði slitnað upp oig rekiff upp í fjöruna hjá Kleppi. Blaðiff hafði samband viff hafnsögumenn, en þeir töldu málið sér óviffkonvindi. Lögreglan hafði ekki heyrt um strandiff er Mfel. hafffi samfeand viff hana, en sendi þegar lögreglumenn á vett- vang. Togarinm Sólborg er í eigu Isfirðings hjf. á Isa- firffi, og er 700 lesta nýsköp- unartogari, smwffuff 1951, Einkaskeyti til Mbl. Kaupmannahöfn, 29. jan. EMIL Jónsson, utanríkisráð- herra íslands, flutti ræðu á fundi Norðurlandaráðs ár- degis í dag, laugardag. í ræðu ráðherrans kom fram varlega orðuð ósk um að hin Norður- löndin hafi í huga hugsanlega þátttöku íslands í samvinnu um efnahags- og viðskipta- mál. Emil Jónsson sagði: „ís- Iand hefur ávallt heilt og óskipt tekið þátt í störfum Norðurlandaráðs eftir því, sem efni hafa staðið til. Við höfum viljað fylgast með hin- um Norðurlöndunum á flest- um sviðum, og munum halda því áfram. En vegna smæðar þjóðar okkar horfa vanda- málin öðruvísi við,“ Ráðherrann hélt áfram: „Sam bandið við Norðurlönd hefur einkum verið íslandi gagnlegt á svi'ði menningar og félags- mála svo og í almennum lög- gjafarmálum. En á seinni árum hefur þungamiðjan færzt yfir á svið viðskiptamála og efna- hagsmála, einkum eftir Frí- verzlunarbandalagi Evrópu, FETA, var komið á fót. Stofn- un þess bandaiags hefur reynzt aðildarlöndunum happadrjúg, einnig Norðurlöndum, og það er því eðlilegt að þetta samstarf verði aukið á þann hátt, sem umræður hér á fundi Norður- landaráðs hafa sýnt, að menn æskja. ísland stendur hér fyrir utan, og getur ekki notið ávaxt- anna. Þetta stafar af ýmsu, m.a. af þeirri ástæ'ðu hve útflutning- ur okkar er einhæfur, og fiskur sem slíkur er sérstakt vandamál innan EFTA. Þar að auki er á íslandi rekinn tiltöluléga véru- légur iðnaður, sem einkum mið ast við innanlandsmarkað, og sá iðnaður getur ekki starfað án ákveðinnar verndar. Við von- umst til að ráða framúr þeim vanda, aðeins ef okkur gefst til þess nægur tíma.“ „Við lítum me'ð athygii til ír- lands, sem eftir samninga við Bretland hefur hafið frjálsari verzlun við Evrópú, og við telj- um að við munum fara sömu leið. Við teljum að hverskonar háttur í þátttöku í skipulögðu efnahagslegu samstarfi sé nauð synlegur, ef bera á eitthvað úr býtum vegna framfaranna. Með því að standa stöðugt utan slíks samstarfs er hætta á því, að ís- land fjarlægist einnig hin Nor’ð- urlöndin, og það er lang- ur vegur frá því, að slíkt sé ósk okkar." „Siðustu árin hafa reynzt at- vinnuiífi íslendinga hagstæð. Út flutningur okkar hefur aukizt, einnig til Norðurianda. Hið síð- arnefnda orsakast þó af tíma- bundnu ástandi, þannig að ekk» er víst, hvort áframhald ver'ður. En innflutningurinn hefur einnig aukizt, og raunar meira en útflutningurinn, og greiðslu- jöfnuðurinn er því óhagstæður. Von okkar er, að úr því ástandi verði bætt, jafnframt því sem inn- og útflutningur verði auk- inn. Við lítum vongóðir til auk- ins samræmis". „Þátttaka okkar í EFTA myndi bæta útflutningsskiiyr'ði okkar, einkum að því er varðar Bretland, og nokkru minna varð andi Norðurlönd. Margir ís- lendingar telja, að við verðum a'ð byggja á frjálsri verziun. Sagt er, að EFTA sé ekki tak- mark í sjálfu sér, en EFTA er engu að síður tæki til þess að ná settu marki. Það er því von okkar, að ísland hljóti að ver'ða að finná einhverja leið til þátt- toku í efnahagslegu og viðskipta legu samstarfi", sagði Emil Jóns son. — Rytgaard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.