Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLADIÐ Sunnudagur 30. janúar 1960 Afstaða Slysavarnafélagsins á nýafstaðinni umferðarráðstefnu Samtal við Gunnar Friðriksson, forseta SVFI Blaðið átti í gær samtal við Gunnar Friðriksson forseta Slysavarnafélags íslands og spurði hann um hvað valdið hefði afstöðu hans og stjórnar samtaka þeirra, er hann veitir for- ystu, til stofnunar lands- sambands gegn umferða- slysum, sem til umræðu var á nýafstaðinni ráð- stefnu um þau mál. Gunnar svaraði spurningu blaðsins á þessa leið. — Um leið og ég svara þessari spurningu vil ég með örfáum orðum rifja upp að- draganda þessa máls. í lok desember s.l. barst Slysa- varnafélagi íslands bréf und- irritað af 8 tryggingarfélög- um þar sem boðað var til ráðstefnu um umferðarmál. í þessu bréfi kom það ekki fram að ætlunin væri að stofna til landssamtaka. Þessu boði svaraði Slysa- varnafélagið með þessu bréfi: „Stjórn Slysavarnafélags Islands hefur móttekið heiðr- að boð yðar um þátttöku í umferðarráðstefnu, dagana 22.-23. þ.m., og þakkar for- göngumönnum ráðstefnunnar fyrir þessa framtakssemi, sem vonandi leiðir til aukins og betra samstarfs viðkom- andi aðilja. Slysavarnafélag íslands hóf að vinna að umferðarslysa- vörnum fyrir réttum 20 árum þegar allskonar vélknúin öku tækjum tók að fjölga og skap ast af þessu umferðarvanda- mál og hættur fyrir vegfar- endur. Slysavarnafélagið tekur því fagnandi á móti hverri útréttri hendi sem styðja vill félagið í þessari viðleitni og aðstoða við að vinna að bættri umferð og auknum umferðarslysavörnum." Þá sagði Gunnar ennfrem- ur: — Nokkrum dögum fyrir ráðstefnuna óskaði undirbún ingsnefnd hennar að ræða við mig og upplýstist þá að hugmyndin væri að stofna til landssamtaka á ráðstefnunni Óskaði ég þá eftir, að ef þeir væru búnir að semja frum- drög að lögum fyrir samtök- Slysavarnafélag íslands hefir um tvo áratugi staðið fyrir umferðarkennslu í skólum Reykjavíkurborgar. Mynd þessi sýnir kennslustund við Mið bæjarskólann. in þá fengjum við að sjá þau og kynna okkur. Daginn fyrir ráðstefnuna bárust mér þessi frumdrög að lögum samtakanna og kallaði ég þá þegar saman stjórn Slysavarnafélagsins til að ræða þessi mál og var á þeim fundi samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga: „Stjórn S.V.F.Í. telur ekki rétt, að félagið gerist nú að- ili að samtökum þeim, til að vinna að auknu umferðaör- yggi á landi, er tryggingar- félögin hafa beitt sér fyrir að stofnuð yrðu. Hinsvegar fagn ar stjórnin þeim áhuga, sem tryggingarfélögin hafa sýnt þessum málum og telur eðli- legt að S.V.F.Í. eigi við hin fyrirhuguðu samtök þá sam- vinnu, sem samrýmanleg er skipulagi og markmiði S.V.F. í.“ Af þessu er augljóst að stjórn Slysavarnafélags Is- lands gafst ekki tóm til að ráðfæra sig við deildir fé- lagsins og kanna vilja félags- manna til þátttöku í hinum nýju samtökum . Þar sem Slysavarnafélag íslands hefir aldrei gerst að- ili að slíkum félagssamtökum var með öllu óhugsandi að stjórmn skuldbindi sig til þátttöku án þesns að málið væri rætt í hinum ýmsu deild um. — Telur þú líklegt að Slysavarnafélag íslands ger- ist aðili að samtökum þess- um ef þau verða endanlega stofnuð? — Um það get ég að sjálf sögðu ekkert sagt á þessu stigi málsins, en stjórn S^ysa- varnafélags íslands mun senda öllum deildum sínum mál þetta til athugunar og er rétt að hafa í huga að Slysavarnafélags íslands hef- ir um árabil unnið að um- ferðaslysavörnum m.a. með fræðslunámskeiðum og við- tækum aðvörunum í útvarpi og blöðum. Félagið hefir að jafnaði haft sérstakan um- ferðarerindreka, sem ferðast hefir um landið og haldið námskeið auk þess, sem hann hefir starfað með ýmsum fé- lagasamtökum og stofnunum að umferðaröryggismálum. Má þar til dæmis nefna Fé- lag íslenzkra bifreiðaeigenda Bindindisfélag ökumanna og umferðanefnd Reykjavíkur en 1 þeirri nefnd hefir SVFÍ átt fulltrúa frá stofnun henn ar. Erindreki SVFÍ hefir oft farið á kynningarnámskeið í umferðarmálum erlendis og nú síðast í apríl 1965 dvaldist hann um tveggja mánaða skeið á Norðurlöndum, til að kynna sér þessi mál nánar. Á síðasta landsþingi SVFÍ, þar sem mættir voru á ann- að hundrað fulltrúar, hvað- anæfa af landinu, voru um- ferðarmál mikið rædd eins og jafnan áður. M.a. voru eft- irfarandi tillögur samþykkt- ar og sendar fræðslumála- stjórninni. „1. Að þegar verði hafist Fyrsta umferðakennslan, sem framkvæmd var á vegum Slysavarnafélagsins fór fram 1945 og þá á hlaupahjólum. Hér sjást nokkrir krakkanna, sem þátt tóku í því námsskeiði. verður það svo endanlega tekið fyrir og afgreitt á iands þingi Slysavarnafélagsins í lok aprílmánaðar n.k. Þegar þessi mál eru rædd — ilSS Æfing í umferðarkennslu í einum skóla borgarinnar. handa um framkvæmd 83. gr. umferðalaga frá 1. júlí 1958 og kennslureglugerðar um sama efni frá 1960 og að þessi mál verði tekin föstum tök- um á vegum fræðslumála- stjórnarinnar. 2. Að kennt verði undir fyrirfram ákveðna prófraun í hverjum aldursflokki. 3. Að komið verði upp um- ferðastjórn við barnaskólana þegar börnin eru að koma og fara og að börnin verði sjálf sérstaklega þjálfuð í því augnarmiði. 4. Að skólarnir leggi börn- um til endurskinsmerki og kennurum gert skylt að fylgj ast með því að börnin van- ræki ekki að nota þau. 5. Að þær bækur eða bækl- ingar sem notuð kunna að verða við fræðsluna verði út- býtt til nemenda ókeypis eins og aðrar barnaskólabækur. 6. Að Slysavarnafélagi ís- lánds verði gefið tækifæri til að fylgjast með og láta álit sitt í ljós um tilhögun fræðsl unnar og gerð þeirra ríta og tækja sem notuð verða við kennsluna. A móti heitir fé- lagið fulltingi sínu til að Gunnar Friðriksson forseti S.V.F.Í. vinna að framgangi þessara mála eftir því sem möguleik- ar þess leyfa. 7. Þá leyfir stjórn Slysa- varnafélags íslands sér að mælast til þess, að hið háa Menntamálaráðuneyti beiti sér fyrir því að tekið verði í lög og reglugerð sett um að kennsla í hjálp í viðlögum, og hjúkrun í heimahúsum verði gert að skyldunámsgrein í barna og unglingaskólum, sem þjóðfélagslegri nauð- syn.“ Rétt er að benda á að Slysavarnafélag íslands er langtum öflugri félagsskapur á sínu sviði en hliðstæð fé- lagssamtök eru meðal ná- grannaþjóðanna. Sérstaklega ber að geta þess að íslenzk- ar konur hafa fylgt sér um málefni slysavarna og hafa konur hvergi verið jafn virk- ir þátttakendur í starfi sem hér, og enda hvergi borið uppi starfið af jafn mikilli fórnfýsi. Þá segir Gunnar Friðriks- son að lokum: — SVFÍ hefir nú um nær 40 ár haft forystu um alhliða slysavarnir og hefur frá byrj- un verið mikilvirkasti aðilinn sem starfað hefir að þessum málum og byggir því á víð- tækastri reynslu og þekkingu. Af þeirri reynslu mun Slysavarnafélagið byggja þeg ar að því kemur, að taka end- anlega ákvörðun um æskileg- asta skipulag þessara mála í náinni framtið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.