Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 5
[ Sunnuðagur 30. Janúar 1966 MOR6UNBLADID & Írafells—Móri Írafells-Móri fylgdi Kristni bónda Magnússýni í Engey (d. 1893) og öðrum Engeyinigum og var hann því stundum nefndur Engeyarmóri. Krist- inn og Pétur sonur hans heyrð ust oft tala um Móra frænda. Erfitt átti draugsi með að komast út í eyna, því að Kristinn bóndi ýtti ávallt sjálf ur, þegar Engeyin'gar lögðu frá landi, og bjó svo um hnút ana, að Móri komst ekki upp í bátinn. Á hinn bóginn gat Móri komist inp í Viðey, því að þar varð ávallt vart við hann á undan Engeyingum. Móra fýsti mjög að kom- ast út í Engey og kanna þar ókunna stigu, en ekki var hægt um vik, enda var hann allskostar óvanur sjóferðum. Loks sætti hann þó lagi, tók sér far með skipi, er fór frá Kjalarnesi til Engeyar, og sat á goluborða. Sjávarylgja var og brim talsvert, svo að bát- urinn ruggaði nokkuð til og frá; heyrðu þeir, er á skipi voru, stunur þangað er Móri sat, og því næst eins oig mað ur hefði klígju, en sáu engan. Loksins þeytti Móri upp úr sér spýu mikilli, og fylgdi henni ódaunn svo mikill, að skip- verjum lá við köfnun og höfðu þeir aldrei fyr fundið svo banvæna fýlu. Ekki vissu þeir hverju þetta sætti því engan grunaði að Móri væri innan borðs. Móri steig af skipi jafnskjótt og báturinn kom til Engeyar og var í i'llu skapi. Gekk hann þegar í fjós ið og drap beztu kúna fyrir Kristni bónda. Þegar komið var á fætur um monguninn sást að kýrin var dauð og var farið að birkja hana; sást þá blár blettur á kjötinu vinstra megin á mölunum og var mar ið inn í bein, en hinum megin voru fjórir bláir blettir og lí'ktist þetta fimm stórum fingraförum, enda sagði Krist inn er hann sá blettina: „Stór eru fingraför Móra frænda". Aðrir segja svo frá að einu sinni hafi Kristinn bóndi gleyrnt að ýta, er hann lagði frá landi með hásetum sín- um. Þegar báturinn var kom- inn út á mitt sund, heyrðist Kristni einhver vera að æla. Hann spurði hvort nokkrum væri illt á skipinu, en skip- verjar neituðu því. Þá sagði Kristinn: „Það mun vera Móri frændi. Greyið hefir fengið sjósótt. Við skulum snúa við og skjóta skinninu í land“. Skipverjar lögðu nú til landa aftur, og ýtti Kristinn sjálfur, þegar þeir héldu út til eyar- innar aftur, eins og hann var vanur, svo ekki komst Móri út í Engey að því sinni. (Alm. sagnir í Reykjavík). Ung barnlaus hjón vantar 2ja—3ja herb. íbúð í Reykjavík eða Kópavogi frá og með 1. marz nk. Uppl. í síma 16295. Sjónvarps stækkunarskermur til sölu. Verð kr. 800. (ath. búðar- verð kr. 1240). Uppi. í síma 37642. Fatnaður Seljum mánudag frá kl. 3—6 ýmiss konar gamlan fatnað, mjög ódýrt. Efnalaugin Björg Sólvallagötu 74. Keflavík — Húsbyggjendur. Fljót- andi grunnar, sparsl og lökk fyrir tréverk. — Alkyd veggjamálning. Bílasprautun — Skiltagerð Vatnnesvegi 29. Sími 1960. Keflavík — Húsbyggjendur. Ný- komnar sænskar málningar vörur, m. a. grunnfylli- málning á nýjan stein. Glansandi plastmálning Og meðferðargóð lökk. Bílasprautun — Skiltagerð Skattaframtöl Annast um skattaframtöl. Opið allan daginn í dag, sunnudag. Haraldur Gísla- son, viðskiptafr., Austurstr. 10, 5. hæð. Sími 20270. Til leigu óskast 2ja—3ja herbergja íbúð, nálægt miðbænum, helzt með séríbúðarherbergi. — Gjörið svo vel að gera skrifleg tilb. til tékkneska sendiráðsins, Smárag. 16. Keflavík — Húsbyggjendur. Kynnið yður verð og gæði á fyrsta flokks sænskum málningar vörum. Bílasprautun — Skiltagerð Vatnnesvegi 29. Sími 1950. Barnavagn til sölu Upplýsingar í síma 21811. Frístundavinna Abyggilegur maður óskar eftir vinnu sem vinna má í frístundum. Tilboð send ist afgr. Mbl., merkt: „8364“. Stork- urinn sagði að hann væri hættur við að selja kuldaúlpuna sína, því að svo væri blásturinn og kuldinn mikill þessa daga. Meira að segja hefði hann brugðið sér í Strætó niður í bæ, til að taka úr sér hrollinn. Og mér sýnist ekki bet- ur en Tómas okkar hefði brett upp frakkakragann, sagði stork- urinn, og fannst manni hann þó manna síztur til að gera slíkt, maður hélt, að hans hjartans glóð væri svo mikil, að hún yljaði honum, a.m.k. hafa fallegu Ijóðin hans yljað mörgum um hjartaræturnar á umliðnum ár- um, og þökk sé honum fyrir þau. Þegar ég kom niður á torg ihitti ég krókloppinn mann við Persi'lklukkuna, sem andaði köldu á allt umhverfið, svo að jafnvel rnigfrú klukka snéri sér undan. Storkurinn: Óskaplega held ég, ftð þú hugsir hlýtt til blessaðr- er Hitaveitunnar þessa dagana, maður minn. Maðurinn, sem andaði köldu: Já, maður skyldi nú ætla það, en því fer nú fjarri, og er það miður, því að þetta er óskabarn borgarbúa, og okfcur þykir öllum vænt um hana. Það má ekki skamma hana allt of mikið. Þetta er mikið vandamál að hita upp 80000 manna borg. En hvernig væri nú, að í stað þess að vera alltaf að álasa Hitaveit- unni, að við færum að heita á hana, ef við fáum heitt vatn á morgun? Ja, þetta er svo sem efcki verri tililaga, en hver önnur sagði stork urinn, og ef þetta yrði almennt, þá mætti nú Strandakirkja fara að vara sig. Og svo skulum við vona, að áheitin hafi snögg og góð áhrif, og með það flaug storkurinn upp á Hitaveitugeym- ana til að ylja sér á löppunum. F RÉTTIK Kvenfélag Háteigssóknar. Aðal fundur félagsins verður fimmtu- daginn 3. febrúar kl. 8.3Ö í Sjó- mannaskólanum. Aðalfundur Kvenstúdentafélags íslands verður haldin í Þjóðleik- húskjallaranum miðvikudaginn 2. febrúar kl. 8.30. Eundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn in. K.F.U.M. og K. í Hafnarfirði, Almenn samkoma verður í húsi félaganna á sunnudagskvöld kl. 8:30. Benedikt Arnkelsson, cand. theol. talar. Allir velkomnir. Ung lingadeildar' fundur drengja á mánudagskvöld kl. 8. Árshátíð Skagfirðingafélagsins í Beykjavík verður haldin að Hótel Sögu föstudaginn 4. febrú- ar. Góð skemmtiatriði. Skagfirð- ingar fjölmennið og takið með ykfcur gesti. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 1. febrúar kl. 8:30 í Alþýðuhúsinu. Stjórnin. Aðventkirkjan Fíladelfía, Reykjavík. Almenn ] samkoma á sunnudagskvöld kl. 8:30. Kristín Sæmunds og Hall- grímur Guðmans tala. Hjálpræðisherinn: Sunnudaga- | samkomur kl. 11 og 8.30. Allir [ velkomnir. Sunnudagaskóli kl. 14. Sjálfstæðisfélag Garða- og Bessastaðahrepps. Spilað verður í I samkomuhúsinu í Garðaholti | mánudag 31. jan. Fíladelfía Reykjavík. Bæna- samkoma hvert kvöld vikunnar kl. 8:30. Kvenfélag Kópavogs hefur spilakvöld og bögglauppboð til styrktar líknarsjóði Áslaugar Maack sunnudaginn 30. jan kl. 20:30 í Félagsheimilinu uppi. Dans á eftir allir velkomnir. Nefndin. Sunnudagaskólar Bezt að augiýsa í Morgunblabinu Breiðfirðingabúð CÖMLU DANSARNIR niðri IMeistarnir leika Dansstjóri: Helgi Eysteins. Aðgöngumiðasala hefst kl. 8. Símar 17985 og 16540. O: 5 ■ ■ ■ Fyrirlestra í Aðventkirkj- una heldur Júlíus Guðmunds- son næstu sunnudaga kl. 5. e.h. Fyrsti fyrirlesturinn verð ur í Aðventkirkjunni sunnu- daginn 30. jan. og nefnir hann: Mun ný þróun kirkjumála skapa nýjan og betri tima? Allir eru velkomnir á fyrir- lesturinn. Kristileg samkoma verður í samkomusalnum Mjóuhlíð 16 sunnudagskvöldið 30. jan. kl. 8. Allt fólk hjartanlega velkomið. sá NÆST bezti Karl einn, sem átti heima uppi í sveit, bað bílstjóra að kaupa fyrir sig tiltekinn hlut og sagði, að hann fengist hjá Kron. _ Bi.Ujórinn spurðist fyrir í Kron og víðar um þetta, sem hann átti að kaupa, en fékk ekki og sagði karlinum, þegar heim kom. Hann taldi, að bílstjórinn hefið rekið erindið slæl-ega og gefck á hann. „Talaðirðu við Kron sjálfan?“ spurði karl. Minnistexti sunnudagaskóla- barna: Jesús sagði: Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, ' sem til mín kemur og þann ; aldrei þyrsta, sem á mig trúir. (Jóh. 6.35). Sunnudagaskólar K.F.U.M. og K. ] í Reykjavík og Hafnarfirði hefj- ast í húsum félaganna kl. 10:30 á sunnudagsmorgun. Fíladelfía, Reykjavík hefur I sunnudagaskóla á hverjum sunnu | degi kl. 10:30 á þessum stöðum: Hátúni 2, Hverfisgötu 44, Her- jólfsgötu 8, Hf. Messa á sunnudag Kópavogskirkja. Messa kl. 2. Séra Gunnar | Árnasón. VÍSUKORIM KVEÐIÐ VIÐ MANN Sigurströngum sæmir hátt svið frá þröngum kjörum. Hló þér löngum hugur dátt í heiðagönguförum. Magnús Gíslason á Vöglum 1 Spánski gítarleikar- inn og söngvarinn LUIS RICO CHICO skemmtir í Leikhús- kjallaranum. Hljómsveit Reynis Sigurðssonar. Söngkona Helga Sigþórsdóttir. ROÐULL Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar. Söngvarar: Vilhjálmur og Anna Vilhjálms. Matur framreiddur frá kl. 7. Borðpantanir í síma 15327.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.