Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 30. janúar 1966 Ásta Þórðardótfir A MOBGUN verður jarðsett frá Fossvogskapellu Ásta Þórðardótt- ir, kjólameistari, Nóatúni 18, en hún lézt 25. janúax í Borgar- spítalanum, eftir langvarandi veikindi á 05. aldusári. Ásta faeddist 28. ágúst 1901 að Klöpp á Stokkseyri, þar sem hún ólst upp hjá foreídrum sínum, Sæfinnu Jónsdóttur og Þórði Sigurðssyni, ásamt all stórum systkinahópL - •- - ~ Ung að árum fór Ásta til Kaup mannahafnar, þar sem hún hóf nám í kjólasaumi og dvaldist í Höfn árum sarnan. Starfaði hún að iðn sinni hjá þekktum fyrir- tækjum í þeirri grein, m.a. hjá Magasin du Noord. Árið 1935 kemur Ásta svo al- komin heim til íslands, ásamt syni sínum, Geir Þórðarsyni, síð- ar prentmyndasmið hér í bæ, þá 9 ára gömlum. Eftir heimkomuna opnaði Ásta saumastofu og rak með nokkru starfsliði í all mörg ár. Á þessum árum starfaði hún all mikið að málum stéttarfélags síns, Félags kjólameistara og var formaður þess um árabil. Síðar, er heilsa hennar tók að bila, starfaði hún áfram að iðn sinni, eftir því sem heilsan leyfði, en hætti að hafa stúlkur í þjónustu sinni. Aldrei skorti viðskiptavinina, enda komst fljótt það orð á að Ásta léti ekkert frá sér fara, nema það er fyrsta flokk.3 gæti talizt. Ég hefi hvorki fyrr né síðar orðið vitni að meiri natni og samvizkusemi í starfi en hjá þessari móðursystur minni og voru ótaldar þær vinnustund- ir, sem sleppa varð, þegar verðið skyldi endanlega ákveðið, ekki sízt á þeim árum er perlur og annað skraut er mikillar hand- vinnu krafðist, var í tízku. Þeg- ar svo við þetta bættist sérstök smekkvísi og hæfileiki til að fylgjast með í tízku, hlaut svo að fara að Ásta veldist til starfa fyrir vissan hóp kvenna, sem kunnu að meta iþessa eiginleika að verðleikum og umfram allt kusu vandaðan og smekklegan fatnað. Enda þótt Ásta væri fremur seintekin að eðlisfari, hlaut þó svo að fara sökum mannkosta hennar, að vináttubönd tengdust milli hennar og nokkurra við- skiptavina hennar. Síðar, er heils an var farin, reyndust sumar þessara kvenna Ástu sannir vin- ir og réttu henni hjálparhönd. Enda þótt Ástu léti yfirleitt bet- ur að gefa en þiggja, þá fór hún ekki leynt með það að hún kunni að meta þessa hugulsemi. Á Hafn arárum sínum kynntist Ásta nokkrum íslenzkum stúlkum, sem urðu ævilangar vinkonur hennar. Vildi ég sérstaklega mega geta Sigríðar Magnúsdþtt- ur, fyrrverandi forstöðukonu Sjóklæðagerðarinnar, sem alla tíð reyndist Ástu sannur vinur, ekki sízt í langvarandi veikind- um og. sjúkrahúslegum. Þessi irygga vinkona hennar dvelst um þessar mundir erlendis og á þess ekki kost að fylgja Ástu til graf- ar og fellur það eflaust þungt. Þótt Ásta byggi lengst af ein, var hún í eðli sínu samkvæmis- manneskja og kunni vel að koma fram meðal fólks. Sérstaklega naut hún leikhússferða og var mjög af henni dregið treysti hún sér ekki að skreppa í leikhúsið. Mér er ljóst að Ástu hefði ekki verið að skapi að á hana yrði hlaðið oflofi, en ég vona að mér fyrirgefist, þó ég segi nú þegar hún er öll, að ég áliti hana hafa verið mjög heilsteypta konu, og mun minnig hennar geymast þannig með mér. Þegar ég lít til baka þá minnist ég ekki að hafa heyrt hana tala illa um nokkum raann, enda þótt hún gæti sagt álit sitt umbúðalaust við hvern sem var, ef því var að skipta. Hún var alin upp í íslenzkri fá- tækt og síðar ströngum skóla danskra lærimeistara. Ekkert var því eðlilegra en að hún gerði kröfur til annarra, en það er skoðun mín, að hún hafi ekki síður gert kröfur til sjálfrar sín. Ég lýk svo þessum fátæklegu orðum með kveðju frá foreldrum mínum og fjölskyldu minni með þakklæti fyrir góð kynni fyrr og síðar. Blessuð veri minning Ástu Þórðardóttur. Ásbjöm Bjömsson. Sfötugur á morgun: Arni Guðnason, magister ÞAÐ hefur verið gæfa þúsunda unglinga að kynnast Árna Guðnasyni sem kennara. Hann hefur leitt þá fyrstu sporin í enskunámi við Gagnfræðaskól- ann í Reykjavík — sfðar Gagn- fræðaskóla Austurbæjar — í meira en þrjá áratugi og hlotið þakklæti og hlýhug jafnt greindra sem miður bóknáms- hæfra. Þeir skipta hundruðum nemendur hans, sem ég hef kynnzt og allir ljúka upp ein- um munni um, að hann sé bezti kennarinn, sem þeir hafa nokk- urn tíma átt. Ég átti ekki því láni að fagna að vera einn af nemendum hans, en við vorum samstarfsmenn á annan áratug og naut ég þá þeirra lefðsagnar, sem mér dugði bezt í kennslustarfinu. Öll hans tilsögn var á einn veg, nær gætin og fáguð, svo aldrei gat það sært viðkvæma lund. Vertu blessaður fyrir það, Árni minn, hve fö’ðurleg var umhyggja þín og ljúflegar leiðbeiningar. Þú ert sú fyrirmynd, sem við vilj- um allir líkjast. En þar með er ekki sagan öll. Árni Guðnason hefur unnið stórvirki í þágu íslenzkra bók- mennta. Þýðingar hans á verk- um skáldjöfranna Ibsens, Bern- ards Shaws og Eugenes O.Neills, sem fluttar hafa verið á leik- svfði og í útvarp, sanna snilld- artök hans og vald á íslenzku máli. Það er ekki allra að íslenzka leikrit Shaws, en þýðingar Árna Guðnasonar eru á sinn hátt sí- gildar eins og Shakespeare-þýð ingar Helga Hálfdanarsonar. Vanzi er að því, að þær skuli ekki ennþá útgefnar á bók. Sú er von mín og ósk, að öll leik- rit Shaws í þýðingu Árna verði komin út á sjötíu og fimm ára afmæli hans og mætt þá með því minnast um leið á 115 ára afmælis Shaws. Minnisstæ'ður er mörgum leikritabálkur Eugenes O’N'iills — „Mennirnir mínir þrír“ — sem fluttur var í út- varp við óskipta athyglL Vandvirkni Árna, fundvísi á líkmgamál íslenzkt og orðaval, allt ber vitni svo frábærri kunn- áttu í tungunni, smekkvósi og * Hótel Holt Frá því var sagt í frétt- um fyrir nokkru, að Þorvald- ur Guðmundsson hefði nú opn a’ði veitingasalinn í Hótel Holti. Við rákumst þar inn í fyrri viku og snæddum dýrind is máltíð. Við áttum heldur ekki von á öðru. Veitingasalurinn er smekk- legur, litirnir sterkir, en yfir- bragðið samt ákaflega rólegt og þægilegt. Inn af salnum er lítill og snotur bar, en því mið- ur höfðum við ekki tíma til að stanza þar og hugleiða vanda- mál lífsins svo sem tíðkað er á slíkum stöðum. Við snérum okkur strax að máltíðinni — og Þorvaldur mælti með grav- laxi sem forrétt. Þessi verkun á laxi hefur ekki tfðkazt hér allt of mikið hingað til. Hann er saltaður og skorinn í þunn- ar sneiðar þar sem hann ligg- ur á framreiðsluborði, sem Þor valdur rúllar á milli þeirra, sem fara að ráðum hans og bragða laxinn. Hann svíkur heldur engan. + Logandi sverð Glóðarsteikt lambslæri þáðum við sem aðalrétt — og ekki var það síðra, borið fram með grænmeti og Béarnaise- sósu. Ég geri líka rá’ð fyrir, að lambsgeirinn, steiktur í koni- aki, sé ekki af lakara taginu — og margt fleira er þarna á mat matseðlinum, sem freistar fólks. — Það, sem Þorvaldur kallar Víkingasverðið er engu síður fyrir augað en magann. Sverðið var bori'ð á eitt borð meðan við sátum þarna — og fylgdist helmingur gestanna með — og var þó hvert sæti fullskipað. Hótelstjórinn handlék ekki sverðið beinlínis eins og vík- ingur, e’ða skilmingamaður, enda sennilega ekki til þess ætlazt. Upp á sverðið var þrætt margt góðgæti: Kjúkl- ingabrjóst, smábautL hamborg- arhryggur, tómatar, laukar, sveppir — og allt vel kryddað, eða svo segir á matseðlinum. Og svo kveikti hann í öllu saman, sverðið loga’ði. Þessi réttur er líka framreiddur með grænmeti og Béarnaisesósu. -£■ Verður vinsæll Af sjávarréttum er líka miki’ð úrval og án þess að hugsa mig um setti ég ofn- steiktan sjávarrétt í hvítvíns- sósu efst á óskalistann — svona í huganum, en númer tvö kom það, sem Þorvaldur kallar Tóna hafsins: Humar og aðrir valdir sjávarréttir með austurlenzku kryddi, grænmeti og hrísgrjónum. Þetta er líka framreitt á sverði — en hvort Þorvaldur hefur vopnin í mat- arbúrinu, eða sérstakt vopna- búr, það vitum við ekki. Matsalurinn að Hótel Holti á vafalaust eftir a’ð laða marga til sín — og þá sömu aftur og aftur. Ekki aðeihs hótelgesti, heldur einnig Reykvíkinga, sem vilja gera sér dagamun, eða þá, sem þurfa að bjóða gestum út í mat. Þegar Hótel Saga var opnuð óx vegalengd in úr miðbænum mörgum í aug um. Um þetta er ekki lengur talað — og sama máli mun gegna með Holt. Ýmsum vex enn í augum a’ð búa í Árbæjar- hverfinu. Við ættum að tala vi’ð þá eftir fmim ár. ★ Bjórinn Hér í dálkunum hefur verið drepið á nýju reglugerð- ina varðandi farangur ferða- manna og áhafna. í framhaldi af því er rétt að geta þess, sem ekki hefur komið fram í þess- um umræðum, að farmönnum hefur um árabil leyfzt að taka bjór með sér í land — án þess að heimild væri fyrir því í regl um, enda engar til. Hins vegar mun afstaða tollgæzlunnar gagn vart flugmönnum hafa verið annars eðlis — og á það mun lögð áherzla, að í reglugerðinni hafi það verið gert löglegt, sem látið hefur verið þróast án skráðra heimilda í 20 ár — og er þar átt við farmannabjórinn. Þótt flugmönnum hafi tekizt að koma í land kassa og kassa mun hafa verið litið svo á, að kjör þeirra væru slík, að eng- in ástæða væri til þess að veita þeim sömu fríðindi og farmönn- P,, Skáldlegri innsýn, að mér finnst hann vera ieikritalþýðandi á borð við Magnais Ásgeirsson sem ljóða þýðanda. Enniþá er þess ógetið, að slag- hörpuleikari er hann ágætur og tnikill unnandi 'bónlistar. Freimur er það fágætt, að tungumála- menn séu jafnframt miklir stærð íræðingar. En Árni er þeim hæfi leikum búinn. Þessi hógværi, elskulegi og góði maður er sjötugur á miorg- un. Ekki veit ég, hvort taó þekkt- ist í Landeyjunum, þegar hann var að alast upp — mér er það til efs. En hæverska Áma og þokki finnst mér vera í ætt við þá lax- nesku persónu, sem hélt í ístað- ið hjá mönnum, meðan þeir fóru á bak og áleit uppihaf velliðunar fólgið í því að vera eklki að skipta sér að því, hrverb aðrir menn ætluðu, „mér Hður vel að því leyti, sem ég tel sjálfsagt að ihjálpa hverjum og einum að komast þangað sem hann vilL“ segir þar. Kæri vinur, ég veit ég mæli fyrir munn okkar samkennara þinna um áratugi og ekki síður einum rómi í nafni nemenda þinna, þegar ég færi þér árnaðaróskir og þaikkir fyrir störfin þín og ánægjustundirnar. Litfðu manna heilastur, öðling- ur, mætti kennarastéttin eigmast sern flesta þína Hka. Hjálmar Ólafsson. um hvað þetta snertir. Þetta mun vera afstaða þeirra, sem að reglugerðinni stóðu. Ekki efast ég um, að þeir ágætu menn, sem að reglugerð- inni standa, hafa leitazt við að vera jafn sanngjarnir og frekast var kostur, enda er reglugerð- in í heild mjög viðunandi og hennar var vissulega þörf. Hins vegar er ég hræddur um, að flugmenn hafi tekið bjórinn heim með sér all reglulega und anfarin ár og getur iþað sjálf- sagt verið álitamál, hvort rétt sé að loka augunum fyrir einu, en halda því opnu gagnvart öðru — úr því að tekið er á ann að borð tillit til þess, sem hef- ur viðgengizt. Hagkvæm ráðstöfun Nú ætla þeir á Egilsstöð- um að fara að hefja vinnslu sjávarafurða. Frá því er am.k. greint í blöðum, að þar eigi að stofna til byggingar niðurlagn- ingarverksmiðju fyrir síld. Hvernig stendur á að engum hefur dottið í hug að reisa síld arverksmiðju á Egilsstöðum? Fáir staðir eru eðlilegri til vinnslu sjávarafurða, hafnarskil yrði góð, kostnaðarlítið að koma óunnum afla á land og enn fyrirhafnarminna að koma afurðunum í skip til útflutn- ings. En ekki er ólíklegt, að þeir fari nú að gera út frá Égilsstöð- um og mun vafalaust verða sagt frá því í blaðafréttum, þegar fyrsti báturinn kemur í heima- höfn. Höfum flutt verzlun vora og verkstæði að LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.