Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
' Sunnudagur 30. janúar 1966
Útgefandi:
Framkvæmdastj óri:
Bitstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgrei'ðsla:
Áskriftargjald kr. 95.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
SKÁ TTAFRAMTÖLIN
¥ Tm þessa helgi eru þúsundir
^ íslendinga að ganga frá
framtölum sínum til skatta-
yfirvalda. Sjaldnast er þetta
skemmtilegt verk, menn ótt-
ast að þeir gleymi að tíunda
eitt eða annað eða hafi ekki
næga þekkingu á skattalög-
um til að ganga skilmerkilega
frá framtölum sínum og haga
þeim þannig, að komist verði
hjá þvargi við skattayfirvöld
síðar.
Þá sögu verður að segja
eins og hún er, að um ára-
Itugaskeið hafa hér tíðkazt
víðtæk skattsvik, enda voru
skattalög tíðast með þeim
hætti, að beinlínis var gert
ráð fyrir því að menn svikju
meira og minna undan, eink-
um þó atvinnureksturinn,
sem ekki átti ætíð upp á
pallborðið hjá stjórnarvöld-
unum. Nú hafa hinsvegar ver
ið gerðar gagngerðar endur-
bætur á skattalögum, svo að
menn eiga að geta borgað
gjöld sín án undanskots, þótt
auðvitað finnist mönnum
ætíð skattar sínir háir. Morg-
unblaðið telur sig þó geta
fullyrt, að skattar séu ekki
hærri hér en í nágrannalönd-
unum, þar sem ríkt er geng-
ið eftir því, að menn borgi
rétt gjöld.
Um það ætti ekki að þurfa
að fjölyrða, að nauðsynlegt
er að bæta siðferðið í skatta-
málum, og gera ráðstafanir til
þess að menn komist ekki
upp með stórfelld skattsvik.
Hér er þó síður en svo um
að ræða auðveldar aðgerðir,
heldur þvert á móti vanda-
mál, sem mörg ár tekur að
leysa.
Rannsóknardeild ríkisskatt-
stjóra hefur sem kunnugt er
tekið til starfa, og þegar fjall-
að um allmörg mál, hækkað
skatta þeirra, sem skotið hafa
undan, og lagt á skattsektir.
Þessu starfi verður haldið
áfram, og þess vegna sýna
menn nú án efa meiri að-
gæzlu við framtöl sín en oft
áður og hlífast frekar við að
skjóta undan tekjum og eign-
um.
Starf skattalögreglunnar
svonefndu er mjög vanda-
samt. Morgunblaðið hefur áð-
ur lýst þeirri skoðun sinni,
að það telji að þessir starfs-
menn eigi að fara gætilega
af stað, ekki að leggja áherzlu
á að rifja upp gamlar syndir
eða elta menn fyrir minni-
háttar yfirsjónir, heldur
herða á jafnt og þétt á nokk-
urra ára tímabili, þannig að
ekki sé hætta á því, að al-
menningsálitið snúist gegn
þessum nauðsynlegu ráðstöf-
unum og lagfæringum í skatta
málum.
Auðvitað er hægara um að
tala en í að komast. Þessum
starfsmönnum er ætlað að
upplýsa misferli, og þess
vegna hljóta þeir að leita að
því, þar sem það er að finna.
Hinsvegar er þessi deild ný,
og alvarlegar aðgerðir til að
uppræta skattsvikin einnig
nýjar af nálinni. Ætti því að
mega hafa hliðsjón af þeim
grundvallarvenjum, að lög
og reglur virki ekki aftur fyr-
ir sig. Framkvæmdin ætti því
helzt að vera sú, að taka
mýkra á gömlum brotum, en
hart á brotum, sem framin
eru eftir að landslýð er ljóst,
að það er fullkomin alvara að
uppræta eigi skattsvikin.
Rétt er að undirstrika ræki
lega, að ríkisskattstjóri hefur
upplýst, að nefnd sú, sem
fjalla á um skattsektir, hefur
orðið sammála um að nota
til fulls heimild til að fella
niður skattsektir á þá, sem af
frjálsum vilja gera hreint
fyrir sínum dyrum fyrir 1.
marz næstkomandi, og játa
yfirsjónir, sem þeim kann að
hafa orðið á.
Þeir menn, sem freistast
hafa til að skjóta undan
skatti, ættu nú að nota þetta
tækifæri til þess að gera
hreint fyrir sínum dyrum, svo
þeir þurfi ekki að lifa í neinni
óvissu eða eiga yfir höfði sér
aðgerðir af hálfu skattayfir-
valda.
NORÐURLANDA-
RÁÐ
CJíðastliðinn fimmtudag setti
^ Sigurður Bjarnason, for-
seti Norðurlandaráðs, þing
Norðurlandaráðs í Kristjáns-
borgarhöll. í setningarræðu
Sigurðar Bjarnasonar, sagði
hann m.a.:
„Á þessum miklu breyt-
inga- og byltingatímum, er
hinn menningarlegi grund-
völlur norræns samstarfs
mikilvægari en nokkru sinni
fyrr. Aukin tækni og vélvæð-
ing er gagnleg og stuðlar að
efnahagslegri uppbyggingu
og aukinni velmegun. En
menningin, andlegur þroski
og siðferðisvitund fólksins er
grundvöllur mannlegrar ham
ingju, frumskilyrði betra og
innihaldsríkara lífs. Stökk-
breytingar tækninnar skapa
því aðeins nýjar og betri
heim, að manninum takist
jafnhliða að tryggja heil-
brigði sálarinnar, andlegt
jafnvægi og alhliða þroskun
hæfileika sinna“.
Það er vissulega rétt, að
hinn menningarlegi grund-
völlur norræns samstarfs er
öllum Norðurlandaþjóðunum
mikilvægari en áður, og þýð-
ing þess samstarfs á eftir að
aukast til mikilla muna á
SR-71 á flugi og við lendingu
Njósnaflugvél ferst
SÍÐASTLIÐINN þriðjudag
steyptist furðuflugvél til
jarðar í New Mexico í
Bandaríkjunum, skammt
frá bænum Roy. Og fljót-
lega eftir slysið var kom-
inn hervörður við slysstað-
inn, og öllum bannaður að
gangur að flakinu.
Skömmu seinna kom í ljós
að hér var um nýjustu gerð
njósnaflugvéla Bandaríkjanna
að ræða ,sem nefnist aðeins
SR-71. Með vélinni fórst ann-
ar flugmannanna, en hinn
særðist.
Flugvélin hafði farið 1
reynsluferð frá Edwards flug
stöðinni í Kaliforníu. Þar hef-
ur flugherinn verið að reyna
vélina að undanförnu, og mik-
il leynd hvílt yfir árangrin-
um. >ó hefur verið talið aið
vélin lofaði góðu, og ekki er
vitað til þess að neitt óhapp
hafi hent hana fyrr.
Einu upplýsingarnar, sem
fyrir hendi eru um vélina,
eru þessar. Vélin er smíðuð
hjá Lockheed flugvélasmiðj-
unum (eins og U-2 njósna-
vélin), og flýgur með meira
en 3.200 kílómetra hraða á
klukkustund. Hún er tveggja
hreyfla, og getur kannað 150
þúsund ferkílómetra land-
svæði á klukkustund úr 80
þúsund feta (24 kílómetra)
hæð.
Tveir landlausir feröalangar
Hong Kong, 28. jan. — AP.
TVEIR menn, sem sagðir eru
fæddir í Vietnam, eru farþegar
á franska ferðamannaskipinu
„Laos“, sem nú er í Hong Kong,
og eru litlar líkur fyrir því, að
þeir komizt á þurrt land í ná-
inni framtíð. Skipstjórinn á ,.La-
os“, R.C. Brandon, sagði í við-
tali við fréttamann frá AP
fréttastofunni, að erfitt geti orð-
ið að losna við þessa menn, því
svo virðist sem ekkert land vilji
veita þeim landvistarleyfi.
Brandon sagði að franska lög-
reglan í Marseilles hefði flutt
þessa menn á skip hans 18. des.
s.l. og skipað honum að flytja
þá til Hong Kong. Þegar skipið
kom þangað 15. janúar, neitaði
lögreglan í Hong Kong mönn-
unum um landvistarleyfi, þar
sem þeir höfðu engin vegabréf
meðferðis. Farþegaskipið hélt
síðan til Japan, en kom aftur
til Hong Kong og sama sagan
endurtók sig, þrátt fyrir það að
frændi annars mannsins bauðst
til að leggja fram tryggingarfé
og koma mönnum þessum áfram
til Vietnam eða Rauða-Kína.
Ekki gafst fréttamönnum kostur
á að ræða við hina landlausu
ferðalanga, því skipstjórinn
vildi ekki eiga á hættu að þeir
slyppu í land.
Frá Hong Kong miun farþega-
skipið fara^til Saigon, en Brand-
on taldi ekki miklar líkur fyrir
því að stjórnin í S-Vietnam
mundi veita mönnum þessum
landvistarleyfi, þar sem þeir
hafa engar sannanir í höndun-
um fyrir því, að þeir séu fædd-
ir í Vietnam. „Það leikur eng-
inn vafi á að mennirnir eru
I stuttu
máli
Los Angeles, 28. jan. — AP —
Dómstóll í Los Angeles
hefur ákveðið að fella niður
munnlegar yfirheyrslur yfir
leikkonunni Elisabeth Taylor
í sambandi við málareksur út
af kvikmyndinni ,,Cleopatra“
milli hennar og Twentieth
Century Fox kviikmyndafél-
Asíubúar“ sagði Brandon, „en
þeir geta alveg eins verið ftá
Kína eða Japan eins og Viet-
nam“.
Ef stjórnin í Saigon neitar að
taka við mönnunum, munu þetr
verða fluttir aftur til Marseilie.
Brandon er ekki bjartsýnn á að
franska lögreglan vilji taka við
þeim aftur, og telur hann því lík
ur á því, að hann sitji uppi með
þessa ferðalanga til æfiloka.
agsins. Félagið hefur farið
fram á skaðabótagreiðslu a£
frúnni, vegna þess að ástar-
ævintýri hennar og Richards
Burtons, meðan á myndatöku
stóð, hafi kostað félagið millj
ónir dollara.
Oxford, North Carolina, 28.
jan. — AP —
Tveir hvítir menn hafa
verið handteknir vegna nauðg
unar á 17 ára negrastúlku*
Stúlka þessi hafði setið yfir
börnum annars þeirra þegar
atburður þessi átti sér stað.
Foreldrar hennar fóru tafar-
laust til lögreglunnar, þegar
hún kom heim um kvöldið og
voru mennirnir handteknir.
komandi árum og áratugum.
Hin frjálsu ríki heims hneigj-
ast til æ nánara samstarfs á
sviði stjórnmála og efnahags-
mála og þróunin bendir til
myndunar öflugra ríkjabanda
laga. Þá skiptir miklu máli
fyrir litlar þjóðir, að þeim
takist að viðhalda sjálfstæði
sínu og þjóðlegum sérkenn-
um. Einmitt þess vegna er
samstarfið við hin Norður-
löndin okkur íslendingum
svo mikilvægt. Til þess sam-
starfs eigum við að geta sótt
þann styrk, sem gerir okkur
kleift að viðhalda sjálfstæði
lands okkar, tungu og þjóð-
legum einkennum í heimi
mikilla breytinga.
Þess vegna ber okkur að
leggja ríka áherzlu á nána
samvinnu- við frændþjóðir
okkar á hinum Norðurlönd-
unum, og alveg sérstaklepa
eigum við að bindast þeim
traustari böndum í menning-
arlegum samskiptum.
Þess er að vænta, að það
þing Norðurlandaráðs, sem
nú stendur yfir verði til þess
að treysta enn samstarf Norð-
urlandaþjóðanna.