Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 31
' Sunnudágur 30. janúar 1966 MORGU N BLAÐIÐ 31 — Hvassviðri | Frámhald af bls.32 Morgunferð Akraborgar féll niður vegna veðursins. Ein rúða brotnaði í trukk ÞÞÞ. — Oddur. Bátarnir flúnir í aðra höfn Ólafsvík: — Kolvitlaust veður er hér, verra en menn muna lengi. Ekki mikil snjókoma, en hvassviðri og sjógangur. Allir •bátar hafa farið í burtu, liggja í Rifshöfn og eru öruggir þar. Engir skaðar hafa orðið sem menn vita um. Við erum nú van- ir illviðrum hér, þó þetta sé í meira lagi, og fólk kippir sér ekki upp við það. Vegir eru heldur erfiðir. Senni lega er ófært eða illfært milli Ólafsvíkur og Sands, þar sem á flýtur yfir veginn. Erfitt er að ná mjólk, sem við fáum úr Grundarfirði og alla leið úr Búðardal. Ekkí svo slæmt á Patreksíirði. Patreksfirði: — Hér hefur verið norðaustan stormur undan farna daga, en snjókoma lítil. Hafa því vegir lítið spillzt, nema af völdum frostsins, sem verið hefur talsvert eða allt niður í 12—13 stig. Hins vegar er vart hægt að segja að hér hafi verið aftakaveður. Og t.d. reri héðan bátur í fyrrakvöld suður fyrir Bjarg og fékk aðeins 2V2 tonn, enda var veiðiveður vont. Engin skip. liggja í höfn núna. Blóta þorra meðan Kári lemur húsið. Þingeyri. — óveður er hér, iðulaus stórhríð. Heiftar veður er í kringum okkur, en í norð- austanátt er heldur skjól á Þing- eyri. Einn báturinn okkar á netin sín úti í hafi, hefur átt þau í 5 daga og ekki getað vitjað þeirra. Annars ætlum við á þorrablót hér í stórhríðinni, kom um bara saman og gleðjumst meðan stórhríðin lemur húsið. Nú erum við svo miklu betur sett með nýju höfnina. Bátarnir öruggir í henni og við áhyggju- fullir um iþá. Það er mikill mun ur. .— Magnús. Bolungavikurbátar fóru til ísafjarðar. Bolungarvík. — Hér gengur á með byljum. Ekki mikil snjó- koma en rok. Bátarnir fóru til ísafjarðar þegar von var á óveðr inu, því höfnin hér er enn lé- leg. Engar skemmdir hafa orðið svo vitað sé um. Dagstjarnan fór til ísafjarðar. Þegar fröstið minnkaði gekk ágætlega að losa hana, svo lítil síld var eftir í henni, þegar hún þurfti að flýja vegna veðurs. Skömmtuð mjólk á ísiifirði. ísafirði. — Á níunda tímanum ! morgun gerði blindbyl hér um i slóðir og eru vegir í byggð, til Bolungarvíkur og Súðavíkur ófærir. Bæði er dimmviðri og víða hefur dregið í skafla, en jafnfallinn snjór er hvergi enda skafbylur. í morgun var 9—10 stiga frost hér og veðurhæð mikil. Vegagerðarmenn fóru í morgun út á Óshlíð á Bolungar- víkurvegi, en urðu að snúa við vegna dimmviðris. Höfðu þeir verið klukkutíma á leiðinni frá ísafirði í Hnífsdal, sem er í 4—5 km. fjarlægð. Miklir svellabólstr ar eru á vegunum til Bolungar- víkur og Súðavíkur og þegar orð in mikil snjóflóðahætta. í morgun varð að skammta mjólk hér í bænum. Mjólk kom síðast til bæjarins á fimmtudags kvöld úr Önundarfirði, en í gær og í dag gat Djúpbáturinn ekki sótt mjólk í Djúpið vegna veð- urs. Mjólkurbíll átti að sækja mjólk í Skutulsfjörð í morgun, en bíllinn bilaði og varð því að skammta hálfan lítra af mjólk og dugði sá skammtur til kl. 10 í morgun. Ófærð í Skagafirði. Sauðárkróki. — Ekki er hægt að hæla veðrinu hér. Hefur verið vonzkuveður síðan í fyrrinótt. í gær voru 10 vindstig, og snjó- koma og skafrenningur öðru hverju. Og öllu verra veður er í dag, með meiri snjókomu og óveðri. Fyrir hádegi var einn mjólkurbíll kominn austan úr héraðinu úr Hólahreppnum, og illfært er framan úr firðinum. Ekki eru miklar líkur til að mjólkurbílar komist hingað. Ekki hefur frétzt af neinu tjóni neins staðar og bátar eru inni. - Ófært um götur Siglufjarðar. Siglufirði. — Hér er grenjandi hríð og norðaustan átt, með frosti. Hefur kingt hér niður óhemju magni af snjó, meira en dæmi eru til, a.m.k. síðari ár. Er alveg ófært á bílum um göt- ur og ekkert viðlit að ryðja göt- urnar fyrr en upp styttir! Menn fara ferða sinna í og úr vinnu, en kennsla hefur ekki verið í barnaskólanum í gær og í dag. Gagnfræðaskólinn kennir aftur á móti. Engar skemmdir hafa orðið, svo enn sé vitað. Heimabátarnir eru öruggir í höfninni. Skip í hættu í liöfninni. Dalvík. — Hér er hið mesta óveður, hvasst að norðan og stór hríð. Við bryggjuna eru þrjú 250 tonna skip og var eitt þeirra í hættu í gær, en síðan hefur ver ið vakt um borð og vélarnar hafð ar í gangi til öryggis, skyldu þau slitna frá bryggju. Veðurhæðin er slík að fólk fer ekki út úr húsum nema brýna nauðsyn beri til. Mjólk hefur ekki verið flutt héðan til Akur- eyrar, en í gær ætluðu mjólkur- bílar að reyna að komast þangað með aðstoð jarðýtu, en urðu að snúa við vegna ófærðar og veður ofsans. Snjóflóðahætta í Dalsmynni Akureyri. — Hríðarveður er Eyjafirði, 4—5 vindstig í Akur- eyrarbæ og talsverður fannburð ur, frostlítið. Ekki er vitað til að verulegar samgöngur hafi verið við nærsveitirnar, því blindan er svo mikil, að menn fara helzt ekki á bílum út í þetta veður. Þessvegna er ekki vita'ð hvernig ástandið er á veg- unum í kring. Mjólkurbílar eru 3 komnir til bæjarins í morgun, úr Kaupangssveit, Þelamörk og trukkur af Árskógsströnd. Senni iega eru tveir bílar væntanlegir í dag. Verður því nóg mjólk á morgun að minnsta kosti í bæn- um. Snjóflóðahætta er talin mikil í Dalsmynni og hefur vegagerð- in varað menn alvarlega við að reyna að fara þá leið. Ekki var vitað til að neitt snjóflóð hefði fallið enn. Tveir menn ætluðu þessa lei’ð þrátt fyrir að- varanir, jeppi og trukkur, en komust ekki lengra en út á Svalbarðsströnd. Rafmagnið hefur farið tvisvar af bænum, um 6 leytið í gær- kvöldi og aftur upp úr hádegi í dag, en kom von bráðar aftur. Svo rétt er að minna menn á að eiga kerti og olíu. — Sv. P. Norðlenzk stórhríð Húsavík: — Hér er norðlenzk stórhríð með mikilli veðurhæð svo að snjó ber í stóra skafla. Mjólkurbílar komu í gær og lágsveitarbílarnir fóru til baka aftur, en Mývatnssveitarbíllinn er hér tepptur. Næg mjólk er ennþá, en óvíst er um mjólkur- flutninga í dag. — Fréttaritari. Hvassviðrið rifur snjóinn í skafla Raufarhöfn: — Hér er þreif- andi bilur og rok, 8—9 vind- stig. En dregið er úr frostinu. Hvassviðrið rífur af hæðum snjó og setur í skafla í lægðun- um. Þessvegna skefur sjálfsagt mikið af upphleytum vegum, en lítið er vitað um færðina, þar eð engin umferð er. Enginn fer út úr húsi, nema í hið allra nauðsynlegasta. Svipað veður er hér alls staðar í kring. Tog- ararnir, sem veiða á þessum slóðum, liggja í vari uppi undir landinu. — Einar. Sjómenn í landi og lífleg helgi Seyðisfiröi: — Hér er stór- hríð og talsverður stormur af austan. Talsverðar samgöngu- örðugleikar eru hér, og er Fjarð arheiði ófær. Fimm brezkir tog arar liggja hér inni í höfn, og áfengisverzlun full út að dyr- um af brezkum sjómönnum. Er því útlit fyrir líflega helgi. Ófærð og veðurofsi á Norðfirði Neskaupstað: — Hér er iðu- laus stórhríð og hefur verið í sólarhring. Ekki hefur kyngt niður miklum snjó, en fokið hefur í geysistóra skafla. Mjólk hefur ekki borizt í dag innan úr sveitum vegna ófærð- Útsala hefst á mánudag á nokkrum rest-pörum o. fl. í aðeins 3—4 daga. Allt að 60% afsláttur Eingöngu skór með innleggjum og öðrum þægindum, eins og sérstök vídd o. fl. — Fyrsta skipti sem við höfum útsölu og verð ur hún aðeins í nýju búðinni í Læknahúsinu Dómus Medica, Egilsgötu 3. — ATH.: Næg bílastæði. ar og veðurofsa. Ekki hafa or'ðið skemmdir eða slys í veðrinu. Ekkert slæmt undir Eyjafjöllum Borgareyrum: — Héðan er j ekkert að frétta. Undir Eyja- j fjöllum var nokkuð hvasst í nótt, en hefur lægt, skv. upp- lýsingum sem ég fékk í Skarðs hlíð. í Varmahlíð og þar í ná- grenni er vont. Hér, vestan Seljalandsmúla, og á Merkur- bæjum er norðaustanstormur með nokkurri fannkomu. Frost var í morgun 7 stig, en er nú minna. Allir vegir eru eins og á sumardag. — Markús. Egilsstöðum, 29. janúar. SVARTABYLUR er hér í dag, en í nótt var haldið hér þorra- blót og undir morgun er menn ætluðu að halda heim var færð orðin mjög slæm. Margir urðu að ganga frá bílum sínum og heim. Veghefill hefur unnið að því í dag að hjálpa mönnum við að koma bílum sínum heim. Ófærð er hér um allar sveitir. IVlá'^ei'kasýrBlng Jutta Devulder Guðbergsson er í Bogasalnum. Opið frá kl. 2—10. óskast til ræstinga strax. — Upplýsingar í Blóminu, Austurstræti 18 (skki í síma). Sendisveinn óskast á ritstjórnarskrifstofu vora. Vinnutími kl. 9—12 f.h. lorðimlitfibib BlaSburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Laufásvegur Tjarnargata frá 1-57 Aðalstræti Vesturgata, 44-68 Túngata Laufásvegur, 58-79 Baldursgata Kerrur urtdir blöðln fylgja hverfunum SÍMI 22-4-80 Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir ÞÓRARINN STEINÞÓRSSON lézt í Landsspítalanum föstudaginn 28. janúar. Ragnhildur BrynjólÉsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Erna Þórarinsdóttir, Guðinundur Aronsson. Elsku litla dóttir okkar og systir andaðist 22. þ.m. Jarðarförin hefur farið fram. Helga Sigurðardóttir, Valgeir Einarsson, Hvefisgötu 74. Móðir mín ÁSTA ÞÓRÐARDÓTTIR verður jarðsungin frá Fössvogskirkju mánudaginn 31. janúar kl. 10,30 f.h. Blóm vnsamlega afþökkuð, en þeir, sem vilja minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess. Athöfninni verður útvarpað. Geir Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.