Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 17
{ Sunnu3agur 30. januar 1966 MORGU N BLAÐIÐ 17 Innflutningsfrels- ið aukið NÚ er svo komið, að yfir 86% af" heildarinnflutningi lands- manna er frjáls, en við upphaf viðreisnarinnar fyrir 6 árum var Ihér allt reyrt í höft og fjötra, eins og kunnugt er. Ekki er auð- velt að meta hvern hag lands- menn hafa haft af innflutnings- frelsinu, en þar er áreiðanlega um gífurlegar upphæðir að ræða, beint og óbeint. Áður var það svo, að oft voru fluttar inn dýrar og lélegar vörur frá jafn- virðiskaupalöndunum ,vegna þess að viðsemjendur okkar vissu, að við áttum ekki frjálsan gjald- eyri og vorum tilneyddir að kaupa við þá samkvæmt þeirra skilmálum, og auðvitað reyndu þeir að ná eins góðum kjörum og þeim var unnt. En þegar við gátum sezt að eamningaborði með öfluga gjald- eyrisvarasjóði að bakhjalli, kom annað hljóð í strokkinn, og mörg dæmi eru um stórfelldar verð- lækkanir og betri viðskiptakjör, þegar við þurfum ekki lengur að taka við því, sem að okkur var rétt. Viðskiptafrelsið hefur einnig valdið því, að hér er nú mikið vöruframboð og mun þó fara vax andi eftir síðustu aðgerðirnar til að auka frjálsan innflutning. En hið mikla framboð góðrar vöru er e.t.v. mesta kjarabótin, sem landsmönnum hefur hlotnazt. Nú geta menn fengið þá vöru, sem þeir þarfnast, þegar þeir þarfnast hennar, og þeir geta fengið vöruna eins og þeir vilja hafa hana, í stað þess sem áður var, þegar skortur var á fjöl- inörgum nauðsynjum. Viðskiptin við kommúnistaríkin Enn eru nokkur vöruskiptavið- skipti við kommúnistaríkin, en sem betur fer er nú útlit fyrir, að þau leggist með öllu niður, áður en langt um líður. Þar með er ekki sagt, að við munum ekki áfram skipta við þessi lönd. Þvert é móti er full ástæða til að ætla, að viðskipti okkar við þau verði éfram mikil, en aðeins með öðr- um og heilbrigðari hætti en ver- ið hefur fram að þessu. Sannleikurinn er sá, að komm- únistarikin í Austur-Evrópu hafa gert sér grein fyrir því, eins og við fslendingar nú á síðustu ár- um, að vöruskiptaviðskipti eru engum til hagsbóta, og eru þau þess vegna smám saman að hverfa frá slíkum viðskiptahátt- um og ta'ka í stað þeirra upp frjáls viðskipti. Stjórnendur þess ara landa hafa gert sér grein fyrir því, að frjálsræðið í efna- hags- og viðskiptamálum, sem að undanförnu hefur verið megin- stefna Vestur-Evrópuríkja, hefur fært þeim heim mikla auðlegð og almenna hagsæld, og þeir sjá, að þeir verða að fikra sig í áttina til frjálsræðis, ef þeir eiga að geta gert sér vonir um efnahags- framfarir, sem séu eitthvað í lík- ingu við það, sem á sér stað í hinum frjálsa heimi. Það hefur þess vegna ekki kom ið flatt upp á menn, þótt í ýms- um viðræðum við ráðamenn í viðskiptamálum kommúnistaríkj- anna hafi komið glöggt í Ijós, að þau stefna að frjálsari viðskipta- háttum og óskuðu jafnvel eftir því, að viðskiptin við okkur færð ust inn á þá braut. Vandamál samfara breytiiigum Auðvitað rísa alltaf vandamál, þegar breytingar eru gerðar á efnahags- eða viðskiptasviðinu. Þegar nýjar, betri eða ódýrari vörur eru fluttar til landsins, sem áður hafa verið bannvara, hlýtur það að skapa ný vanda- mál fyrir þá, sem framleitt hafa þessa vöru til innanlandsnotkun- ar. Þetta er augljós staðreynd, sem menn hvarvetna hafa gert sér grein fyrir, en engu að síður Þannig liti alúmínverksmiðjan í Straumsvík út. talið það frumskilyrði batnandi lífskjara að örva viðskipti milli landa og stefna nú meira og minna að afnámi tollverndar. Hér hefur verið og er enn meiri tollvernd en þekkist í nokkru nágrannalanda okkar, þótt hún hafi að vísu á ýmsum sviðum verið nokkuð minnkuð. En frjálsræðið í innflutnings- verzluninni hefur samt skapað sumum iðnfyrirtækjum nýja erf- iðleika, sem þau raunar máttu vita fyrir, því að ekki hefur verið farið dult með það, að stefnt væri að meira frjálsræði í inn- flutningsverzlun og tollalækkun- um. í einstökum tilfellum má vera að þessir erfiðleikar séu óeðlilega miklir, og þarf þá að taka þau mál til sérstakrar athugunar, enda verður stöðugt að meta all- ar aðstæður og gera nauðsynleg- ar breytingar. En í meginefnum er ekkert vafamál, að það er ís- lenzkum iðnaði til góðs ,eins og þjóðarheildinni, að hafa hæfilega samkeppni og aðhald. manna eru að brjótast í því að koma sér upp sem beztu hús- næði. En almenningur skilur mæta- vel, að það er ekki sóun að byggja fullkomið atvinnuhús- næði. Það er að sínu leyti jafn heimskulegt að burðast við rekst ur í óhæfu húsnæði og með slæm um vélakosti, eins og það væri að hlífast við að kaupa fullkomn- ustu fiskiskipin. Undirstaða lífs- kjaranna er verðmætasköpun fyr irtækjanna. Þess vegna er ekki síður nauðsynlegt að byggja hag- kvæmt húsnæði til atvinnurekstr ar, en t.d. íbúðarhús. Án hagkvæms húsnæðis getur íslenzkur iðnaður ekki þróazt eðlilega og verið samkeppnishæf- ur, en ef vel er að honum búið í þessu efni, gagnstætt því sem stjórnarandstæðingar vilja, er ekkert efamál að heilbrigð sam- keppni mun styrkja hann og efla, eins og raunin hefur orðið t.d. í Noregi, þar sem menn óttuðust, að iðnaður mundi mjög fara halloka, er Norðmenn gengu í það er ekkert efamál að þeir, sem í henni voru, sáu flestir eftir því, enda vildu jafnan sem minnst um förina tala“. Og þannig mun einnig verða um afturhaldsmenn nútímans og aðra þá, sem af annarlegum á- stæðum og vegna pólitískra þving ana tjá sig mótfallna mestu stór- framkvæmdum í atvinnulífi ís- lendinga. Hve mikið vinnuafl? Við þá menn, sem eru á móti framförum, þýðir ekki að rök- ræða um stóriðju. Þeir mála þann gamla á vegginn og líta ekki af honum. Þannig var t.d. tilgangslítið að ræða um bygg- ingu Sementsverksmiðjunnar við mann, sem hélt því statt og stöð- ugt fram, að öll fiskgengd mundi hverfa úr Faxaflóa, ef þaðan yrði dælt skeljasandi, og jafnvel þótt einhverjir tittir fengjust, mundu þeir verða eyðilagðir í REYKJAVÍKURBRÉF Styrkur iðnaðarins Síðustu áratugina hafa þróazt hér á landi ýmis öflug og þýð- ingarmikil iðnfyrirtæki, sem framleiða vörur, sem eru fylli- lega samkeppnisfærar, bæði að verði og gæðum, við það, sem bezt gerist erlendis. En á öðrum sviðum er varan dýrari og stund- um lakari en á heimsmörkuðum. Þrátt fyrir það er eðlilegt að vernda ýmsa iðnaðarframleiðslu með nokkrum tollum, en mest er þó auðvitað um vert að leitast við að bæta aðstöðu iðnaðarins, svo að hann verði samkeppnisfær á sem flestum sviðum. Það er ánægjulegt að á undan- gengnum árum hafa ýmis iðn- fyrirtæki getað reist ný verk- smiðjuhús og komið sér upp full- komnum vélakósti, enda var á þessu brýn þörf eftir langvar- andi fjárfestingarhöft og stöðn- un, sem þeim var samfara. Þessi þróun þarf að halda áfram, og jafnt og þétt þarf að styrkja fjár- hagsafkomu iðnaðarins, svo að honum reynist kleift á hverjum tíma að aðlaga sig breyttum að- stæðum og koma við fyllstu tækni. Arásiruar a íonaomn En það er athyglisvert, að eitt af því, sem stjórnarandstæðingar telja að ríkisstjórnin hafi verst gert, er, að hún skuli hafa leyft byggingu atvinnuhúsnæðis og af- numið fjárfestingarhöft. Er linnu laust hamrað á því að verið sé að sóa fjármunum þjóðarinnar, þeg- hafa t.d. Vestur-Evrópuþjóðirar þróttmikil fyrirtæki dugnaðar Laugard- 29. jan. . EFTA, en staðreyndin er sú, að hann hefur stóreflzt nú síðustu V innuaf lsskortur Á tímum vinnuaflsskorts er líka ljóst, að eina leiðin til að auka framleiðsluna og bæta lífs- kjörin er sú að láta vélarnar og tæknina vinna. Þess vegna ber að leggja megináherzlu á sem fullkomnust vinnubrögð á sem flestum sviðum. Að þessu er nú stefnt í iðnaði, og í sjávarútvegi ‘hefur orðið gjörbylting í þessu efni, með tilkomu hinna nýju og fullkomnu fiskiskipa. Sú gífurlega framleiðsluaukn- ing, sem orðið hefur víða iim heim og gjörbreyting lífskjara til hins betra, byggist fyrst og fremst á tækninni, á hagnýtingu vélanna til stórframkvæmda, hinni svokölluðu stóriðju. Nú hillir undir það, að stór- framleiðsla verði hafin hér á iðn- aðarsviðinu með byggingu alú- mínbræðslu í Straumsvík, og þar með verði unnt að ráðast í fyrstu stórvirkjunina hér á landi. Þetta eru gleðileg tíðindi, sem allir framsæknir menn hljóta að fagna, þótt auðvitað heyrist hjá- róma raddir afturhaldsmanna, eins og ætíð, þegar stórverkefnin eru á döfinni. En andstæðingar stóriðjunnar mættu gjarnan minnast þess, hvernig litið er á þá, sem áður börðust gegn mestu framfaramál- um. Þeir mættu t.d. gjarnan lesa um bændaförina 1905, þegar hindra átti fyrirætlanir Hannes- ar Hafsteins um símalagningu til landsins. Um bændaförina segír Þorsteinn Gíslason í þáttum úr stjórnmálasögu íslands 1896 til 1918: „Förin várð árangurslaus, og fiskvinnslustöðvunum á Akra- nesi vegna sementsryks. Hinsvegar er sjálfsagt að ræða það vandamál, hvernig bezt sé að leysa vinnuaflsþörfina við byggingu alúmínbræðslu og Búr- fellsvirkjunar. Auðvitað er, eins og nú háttar til, vandamál að fá mannafla til þessarar fram- kvæmdar, eins og allra annarra. Samt er miklu meira úr þessum vanda gert er efni standa til, einkum þó að því er rekstur alú- mínbræðslunnar varðar, eftir að hún hefur risið. En við 30 þúsund tonna alúmínbræðslu, sem fyrst verður byggð, starfa aðeins innan við 300 manns, eða svipað og t.d. í Vélsmiðjunni Héðni í Reykja- vík. En um 500 menn munu starfa við 60 þúsund tonna alú- mínbræðslu. Hreinar gjaldeyristekjur af verksmiðjunni munu verða ná- lægt 300 milljónum króna á ári, og samsvarar það því að hver starfsmaður skili í hreinum gjald eyristekjum 600 þúsund krónum árlega, sem er -miklu meira en þekkist í nokkurri atvinnugrein hérlendis, og er t.d. áætlað að í fiskveiðum og fiskiðnaði hafi hreinar gjaldeyristekjur á mann árið 1964 verið um 200 þúsund krónur, en e.t.v. eitthvað meiri síðastliðið ár. Til samanburðar við mannafla- þörf 30 þúsund tonna alúmín- bræðslu, má hugsa sér, að við hvern hinna nýju fiskibáta séu beint og óbeint bundnir tuttugu menn, sem líklega er varlega á- ætlað. Heildarmannaflinn, sem þarf við rekstur verksmiðjunnar er þá svipaður því, sem þarf við 15 slík skip. Á undanförnum ár- um hafa sem kunnugt er verið fluttir inn tugir fiskiskipa ár- lega, enda fjölgaði fiskiskipum frá 1959 til 1965 um 100. Nú er sagt að nóg sé komið af fiskiskipum og má vera að svo sé. En ef því stórverkefni, að endurbyggja fiskiskipaflotann, er lokið að sinni, er þá ekki ljóst, að einhver ðnnur mikilvæg verk- efni verða að taka við, því að naumast hugsa menn sér stöðn- un — og getur það þá verið svo ó skaplegt að binda mannafla, sem svarar til þess, sem þarf til rekstr ar 15 fiskiskipa, við þettá mikil- væga fyrirtæki, og síðan nokkru meira þegar verksmiðjan er stækkuð? r A byggingar- tímanum En menn benda réttilega á, að meiri mannafla þurfi á bygging- artíma Búrfellsvirkjunar og alú- mínbræðslu, enda verði heildar- mannaflinn, sem þarf við þessar framkvæmdir á sumarmánuðun- um 1968, nær 900 manns. En þess ber þá að gæta, að virkjun verð- um við að fá, hvort sem alúmín- bræðsla rís eða ekki, og meiri- hluti vinnuaflsins er einmitt við virkj unarf ramk væmdirnar. Á árunum 1965 til 1968 mun karlmönnum við atvinnustörf fjölga um a.m.k. 4200, og sést af því að vinnuaflsþörfin er aðeins brot aukningarinnar á vinnu- markaðinum. Þá má einnig benda á, að meðalvinnuframlag íslend- 75 þúsund mannára, þ.e.a.s. að 75 inga er talið vera sem svarar til þúsund menn vinni fullan vinnu- dag allt árið. 30 þúsund tonna alúmínbræðsla tekur því einungis innan við ¥2 % af heildarvinnu- aflinu, og ætti engum að vaxa það í augum. A.m.k. er fráleitt að tala um, að það stofni öðrum at- vinnuvegum í hættu. Mikil atvinna Vissulega er hér mikil at- vinna, og ættu menn fremur að gleðjast yfir því en hryggjast. En því miður er engin vissa fyrir því að atvinna verði jafn mikil árin 1967 og ’68, þegar fram- kvæmdir verða í hámarki við Búr fellsvirkjunina og byggingu alú- mínbræðslu. Ef atvinna yrði mun minni eftir eitt til tvö ár er hætx við að skrýtið yrði upplitið á þeim mönnum, sem í alvöru tala um, að stóriðjuframkvæmdir eigi ekki að hefja vegna vinnuafls- skorts. Vonandi verður samt atvinna mikil þá eins og nú, og sjálfsagt er að gera ráðstafanir til að haga öðrum framkvæmdum svo, að sem minnstur vandi sé samfara því að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Og er eðlilegt, að það mál sé rækilega rætt, bæði af stjórnarvöldum og fulltrúum atvinnuveganna, þótt enginn geti nú í dag gert sér grein fyrir því, hvaða ráðstafanir verði nauðsyn- legt a'ð gera eftir eitt og tvö ár. Hitt er ljóst, að fjárfesting verður að halda áfram hér á landi, ekki einungis í sama mæli og hingað til, heldur verður hún að aukast, og ekkert tækifæri býðst betra en það, sem unnið hefur verið að nú um langt skeið, stórvirkjun í Þjórsá og bygging alúmínbræðslu. Það ætti öllum að vera ljóst, sem á annað borð fást til að hugsa um það hleypi- dómalaust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.