Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 30. janúar 1966 hnöttinn Þegar þau komu inn í gang- inn í íbúð Garys, varð hún al- veg hissa á, fínheitunum og þaegindunum, sem þar var að finna. Húsgögnin voru gömul og hún tók eftir, að þar voru innan um verulega fallegir mun- ir. Gluggatjöldin voru úr rauðu damaski, og gljáfaegt gólfið var þakið smáum, persneskum á- breiðum. Og svo voru svart- hvítar koparstungur á rjóma- gulum veggjunum. Hann leit á hana með eftir- vsentingarsvip. — Jæja, hvernig finnst þér það? — Ó, það er yndislegt. Skreytt irðu það sjálfur, Gary? Hún fann, að henni var það alveg eðlilegt að þúa hann. Hann kinkaði kolli. — Það er nú sannast að segja, einskonar tómstundagaman hjá mér . . . fomgripir og innanhússkreyting' ar. Mig hefur alltaf langað að ‘ eiga einhvern sveitakofa í Suss- ex eða Surrey, og gera hann svo upp og setja húsgögn í hánn. Ég fer oft um helgar út í sveit og þá fer ég í skranbúðirnar og kaupi stundum eitt eða annað, sem mér lízt á. Það er skemmti- leg tómstundaiðja, en bara stund um dálítið kostnaðarsöm. Lízt þér vel á gamla skrifborðið iþama? Hann benti á skrifborð, sem stóð úti í horni. Það er frá tímum Öimu drottningar og tal- ið vera mesti dýrgripur. Og skáparnir þarna tveir eru frá öndverðri nítjándu öld. Ertu fróð um forngripi? — Nei, það fer nú lítið fyrir því, enda þótt ég hafi oft gam- an af að líta inn í skranbúðirnar í Fulham Road. Hann hló. — Þú meinar það ekki! Ég fer þangað oft síðari hluta laugardags, og þá er ein- kennilegt, að við skulum aldrei hafa hitzt þar. — Það hefði annars getað verið gaman sagði hún. Og hún fór að hugsa um, hve leiðinlegt það vaeri, að þau skyldu ekki hafa orðið kunningjar fyrr. Það var illa varið heilu ári. Allar þessar þéringar og viðhöfn og blaður um veðrið. — Ég hef styrjuhrognin og kampavínið hérna í kæliskápn- um, sagði hann. — Ég ætla að steikja brauð. — Á ég ekki að hjálpa þér? Hann hristi höfuðið. — Nei, ég get bjargað mér. Meðan hún beið, skoðaði hún húsgögnin og koparstungurnar. Þeta var yndisleg og vistleg stofa. Henni varð hugsað til stofunnar heima hjá sér, þar sem húsgögnin voru samtíning- GENERAL® ELECTRIC eru stœrstu og þekktustu raftœkjaverksmiðjur heims KÆLISKAPAR Stærðir: 4,6, 5,7, 7,1 og 8,7 cub. fet. Segullæsing — Fótopnun. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. EIECTRIC HF. Túngötu 6. — Sími 15355. Gæðin tryggir GENERAL m ELECTRIC ur, sitt úr hverri áttinni. En það varð að kosta svo miklu til veik- indanna hennar móður hennar, að hún gat aldrei varið neinu til húsgagnakaupa. Skyldi hann halda mörg samkvæmi hérna? Átti hann margar kunningja- konur? Hann var of laglegur og viðkunnanlegur til þess að vera vinalaus. Hversvegna hafði hann ekki gift sig? Fannst honum kona ofmikill ábyrgðarhluti, eða var hann bara ekki enn búinn að finna þá réttu? Það var mynd í urngerð á rósviðar skrifborðinu — af fall- egri, dökkhærðri stúlku. Cloth- ilde hiugsaði um hana með nokk urri tortryggni. En hún gæti verið einhver frænka hans — að minnsta kosti vonaði hún það. -□ Gary kom fljótt inn aftur, berandi stóran bakka. Þar stóð kampavínsflaska hallfleytt niðri í ísfötu. Og svo var stór skál með styrjuhrognum og nýsteikt brauð á diski. — Svona vil ég helzt borða áður en ég fer í leikhús, sagði hann. — Það gefur matarlyst en spillir hinsvegar, ekki lyst- inni á kvöldverðinum á eftir. — Þetta er yndislegt. Svona mikið af styrjuhrognum hef ég aldrei séð á einum stað. Hann brosti. — Á ég að velja stykki handa þér? — Já, þakka þér fyrir. Hann hrúgaði styrjuhrognun- um á brauðsneið og rétti henni á litlum diski. — Jæja, nú ætla ég að opna flöskuna! Tappinn þaut úr flöskiunni og small í. Það var eins og skapið í henni þyti upp um leið og tapp inn. Þetta var dásamlega spenn- andi! Hún gat varla trúað því, að nú sæti hún í íbúð Gary O'Briens, og væri að borða styrj uhrogn og drekka kampavín með honum. Nú voru þau ekki lengur húsbóndi og einkaritari, að minnsta kosti ekki í bili, heldur eins og gamlir vinir. Hún hafði lokið við þriðju brauðsneiðina og annað glasið, þegar hann gekk til hennar með þessum einbeitta svip, sem hún þekkti svo vel úr skrifstofunni. Hann tók diskinn og glasið úr höndunúm á henni og setti hvort tveggja á borðið. Hann dró hana upp úr sætinu, tók hana í fang sér og kyssti hana á varirnar. Og þetta var langur koss. Hún varð of hissa til þéss að hörfa undan — hafi hana þá nokkiuð langað til þess. Hann baðst ekkert afsökunar. — Mig er búið að langa til þess arna í heilt ár, sagði hann og brosti undirfurðulega. - Kannski er eins gott, að þú skulir vera að fara. Ertu reið? Blóðið þaut upp í kinnar hennar. Hefði hún átt að mót- mæla? Hefði hún átt að hörfa undan? Það hefði bara verið hlægilegt. Hún þráði þennan Þvær, hreinsar 09 gefur ferskan háralit Þegar æfi líður á, fölnar æskuljómi hórsins. Wellaton gefur hórinu nýjan og ferskan blæ og þvær um leið eins og bezta shampoo . Wellaton uppfyllir kröfur allra kvenna, því fjölbreytt litaval gefur konunni kost ó að velja sér fagrán og' persónulegan hárblæ. weiiaron Heildverzlun: HALLDÓR JÓNSSON H. F. Slml 23995 og 12585 Hafnarstrætl 18 koss . . . og hafði lengi gert. Kannski hefði hún líka bara verið að sækjast eftir því, þegar hún þáði að koma heim til hans áður en þau færu í leikhúsið. — Ég er ekki reið, sagði hún lágt. Sannast að segja hafði hún aldrei verið sælli. — Elskan mín .... elskan mín .... Röddin var lág og áköf og svo tók hann hana aft- ur í fang sér, einbeitt en blíð- lega og varir hans snertu enni hennar, kinnar og loksins var- irnar, sem hann kyssti með ástríðu. Hún svaraði og var engu síður áköf en hann. Hún kyssti hann á móti, án nokkurrar blygðunar. Hún hafði alltaf vitað, að hún elskaði hann. Og sannaði þetta, að hann elskaði hana líka? En eftir að hahn sleppti henni sagði hann ekki eitt orð um ást. Hann tók glasið hennar og fyllti það aftur og enga feimni var að merkja í fasi hans. En svo leit hann á úrið sit. — Jæja, það er vist kominn tími til að ieggja af stað. Svo leit hann á hana og sagði lágt: — Þakka þér fyrir, Clothilde. En það var svo margt fleira, sem hún hefði viljað láta hann segja en sér til mestu vonbrigða fann hún, að hann mundi ekki segja neitt meira. Það var eins og þessu atviki væri alveg lokið, hvað hann snerti. Rétt sem snöggvast, meðan hann var að hjálpa henni í káp- una, fannst henni hún hata hann, en svo urðu tilfinningarnar ró- legri á leiðinni í leikhúsið. Sýningin var þegar hafin er þau komu þangað. Þetta var nýtískuleg gamansýning með mikilli fyndni, skemmtilegum at riðum og fyrsta flokks leikur- um. í hléinu ræddu þau um sýninguna og reyndiu bæði að láta eins og ekkert væri um að vera. Henni leið betur þegar þau komu í næturklúbbinn. Hann var fínn og eingöngu sóttur af fínna fólki. Það var einmitt tekið að sækja svona staði, þetta ár.: Skreytingarnar voru eftir nýj- ustu tízku og ljósin dauf. Gary tók af henni matseðilinn og pantaði matinn, alveg eins og hann hafði áður gert í La Mira- ■ belle. MAVALA MAVALA naglalakk í tízkulitum er svissnesk gæðavara. Fæst í snyrtivöruverzlunum og lyfjabúðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.