Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 13
Sunnudagur 30. Janflar 1908 MORGUNBLAÐIÐ 13 r r GITARAR - GITARAR - ODYRIR - GITARAR Verð frá kr. 615. Hljóðfæraverzlun Sigrlðar Helgadóttur Vesturveri — Aðalstræti 6. Fjölbreytt úrval af rafmagnsgítörum og rafmagnsb össum. F K A M U S rafmagnsgitarinn er frábær. — ROLLING STONES spila á Framus. 3 P Á S K A F Páskaferð til Rhodos Verð frá kr. 13.900.oo í Lönd og Lei’ðir bjóða í ár upp á páskaferð til grísku eyjarinnar RHODOS, sem er suð-austast í Eyjahafinu, skammt frá Litlu-Asíu. Sagan segir, að þegar Seifur var að skifta landinu á milli sinna tólf guða, hafi hann gleymt Appollo. Þegar ný eyja reis ú.r hafi, eignaði Appoilo sér hana, veitti henni dásamlegt veðurfar, fagurt landslag, sendnar strendur, eilíft sólskin og nefndi hana RHODOS. Rhodos hefur upp á ótrúlega margt að bjóða á okkar dögum. „Hi'ð ljúfa líf“ er þar í fullu fjöri, allt frá litlum veitingastöðum íbúanna, líkum þeim, sem menn kannast við úr kvikmyndinni „Never on a Sunday“, til stórra, glæsilegra næturklúbba, þar sem dansað er fram í morgunsárið, að ógleymdri frægri spilahöll. Hiti á Rhodos í apríl er milli 20 og 25 stig og er hvergi í Evrópu betra veður á þessum tíma, enda hópast þang að fólk úr öllum áttum, til að njóta baðstrandarinnar og sólarinnar. Á Rhodos er mikill fjöldi fornminja og á eyjan sér merka sögu. Sagt er að Jóhannes guðspjallamaður hafi ckrifað Opinberunarbókina í bænum Patmos. Þar lifði og starfaði einnig hinn frægi gríski læknir Hipocrates, sem læknaei'ðurinn er kenndur við enn í dag. Svo mætti lengi telja, en þó ástæða til að benda á að missa ekki af að fara í kirkju hjá Grísk-Rómverskum, sem hafa mjög glæsilegt og sérkennilegt helgihald. Á Rhodos verður búið á Hotel O'ceanis, sem er nýtt, stórt og glæsilegt fyrsta flokks hótel með sundlaug. Það er tíu mínútna fer'ð fyrir utan Rhodos, höfuðborg eyjar- innar, stendur á ströndinni og hefur einkaströnd til af- nota fyrir gesti sína. Lagt verður af stað frá Reykjavík á Skírdag og flogið til Kaupmannahafnar. — Morguninn eftir er flogið til Rhodos. Þriðja til áttunda dag ferðarinnar verður dval- ist á Rhodos. Á níunda degi verður flogi'ð til Kaup- mannahafnar, og komið til Reykjavíkur að kvöldi tí- unda dags, laugardaginn 16. apríl. Verð kr. 13.900,00. — Innifalið í verði: flugfar og gistingar, morgunmatur í Kaup mannahöfn, morgun- matur og kvöldmat- ur á Rhodos. — Far- arstjórn og sölusk. Viðbótar greiðsla fyrir tveggja daga dvöl til vi'ðbótar í Kaupmannahöfn eða Glasgow kr. 800,00. E R Ð I R Páskaferð til Noregs á skíði Verð frá kr. 9.800.oo Lönd og Leiðir taka nú upp þá nýbreytni að hafa skíðaferð um páskana. Farið verður til Noregs, sem ásamt Ölpunum er helzta skíða- iand í heimi, enda skíðaíþróttin upprunnin í fjöllunum í Telemark, þegar forfeður okkar voru enn í Noregi. Nú gefst kostur á að skilja við ys og þys hins daglega lífs, og eyða nokkrum áhyggjulausum dögum á þægilegu fjallahóteli í Noregi og stunda hressandi útiveru í sólskini og fögru umhverfi. Dvalizt er á skemmtilegu fjallahóteli, skammt frá Hamar, en þar er eitt af helztu skíðasvæð- um Noregs. Nóg er af drifhvítum snjó og skíða- lyftur flytja fólk upp eftir fjallshlíðunum. Á kvöldin er dansáð, farið í sleðaferðir, eða ef menn vilja taka lífinu með ró, geta þeir setið fyrir framan arininn og notið guðaveiga. Gestir koma víða að og andrúmsloftið er alþjóðlegt og líflegt. Skíðasnjór er mjög gó'ður um þetta leyti árs og menn geta valið sér brekkur eftir hæfni. Þeir hugrökku geta þeyst niður snarbrattar hlíðar og þeir sem minna kunna geta haldið sig á hættu minni stöðum. Um páskana er völ á tvennskonar ferðum, sjö daga og tíu daga. Lagt verður af stað í tíu daga feiðina að morgni laugardags 2. apríl. Verða farþegar fluttir beint á hótelið, frá Osló. Síðan verður dvalið á Hösbjör Turisthotel til annars í páskum, og þá haldið heim. Komið verður til Reykjavíkur seint að kvöldi mánudags 11. apríl, sem er annar í páskum. Sjö daga fer'ðin hefst að morgni þriðjudags 5. apríl. Verður þá flogið til Osló og gist þar eina nótt, og farið á skíðahótelið morguninn eftir. Komið verður heim á sama tíma og í hinni ferð- inni, að kvöldi annars í páskum. Verð, tíu daga ferð: kr. 11.900,00. Verð, sjö daga ferð: kr. 9.800,00. Fullt fæði innifalið í báðum ferðum. íslenzkur fararstjóri. qtfaá Mið- og Austur-Afríka. 18 daga ferð frá kr. 24.400,00. Ferðaskrifstofur í Evrópu skipuleggja nú ferðir í æ ríkari mæli til ýmissa staða í Afríku. Áður fyrr var ekki um nema Marokko og Túnis að ræða vegna fjarlægðar, en nú hafa önnur lönd bættzt í hópinn. L&L hefur samið vi'ð þýzka ferðaskrifstofu um samvinnu varðandi ferðir til Austur-Afríku, en skrifstofa þessi hefur sérhæft sig í undirbúningi slíkra ferða. Yfir Páska tímann er efnt til sérstakrar ferðar til Kenya og Uganda. Flogið er frá Reykja vík 26. febrúar til Dússeldorf, en það- an 28. febrúar til Mombasa í Kenya. Hægt er áð velja um fimm mismun- andi prógröm eftir að til Afríku er komið. Er þannig hægt að dvelja á bað stað allan tímann — vera eina viku á baðströndinni og eina viku á ferð um landið, þar sem sjá má m.a. þjó'ðgarða sem hýsa hin margvíslegustu dýr — eða vera allan tímann á ferð um Ken- ya, Uganda og Tansaniu. Verðmunur er nokkur eftir því hvaða áætlun er valin en upplýsingar um þau öll fást á skrifstofu okkar. LOIMD & LEIÐIR Sími 20800. Aðalstræti 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.