Morgunblaðið - 30.01.1966, Page 2

Morgunblaðið - 30.01.1966, Page 2
2 MORGU NBLAÐIÐ Sunnudagur 30. janúar 1966 Tveimur flugvélum f ROKINU í gær lögðust tvær gamlar og þekktar flug- vélar á hvolf suður á Reykja- víkurflugvelli. Önnur var Catalínuflugvél Landhelgis- gæzlunnar, sem þjónaði hér um langan aldur, en hafði nú verið rifin að mestu. þann ig að vélarnar höfðu verið teknar úr henni og raunar alit, sem verðmætt getur tal- izt. Var fyrir dyrum að rífa vélina og setja hana í málm- bræðslu. Hin vélin, sem á hvolfi ligg- ur, er önnur af fyrstu flugvél- um Loftleiða, af Stinson-gerð og keypt hingað til lands ár- ið 1944 eftir að fyrsta vél Loftleiða, sem var af sömu gerð, hafði eyðilagzt á Mikla- vatni. Er hér því um að ræða sögufrægan grip, en eins og er með lanndhelgisvélina hef ir hún ekkert gildi lengur, nema scm sögulegur minja- gripur. Karl Guðmunds- son fyrrv. skip- stjóri, látinn Karl Guðmundsson, Öldugötu 4 í Reykjavík, fyrrum skipstjóri og verzlunarstjóri í timburverzl un Slippfélagsins, lézt í Lands- spítalanum í Reykjavík í gær. Hann var á sjötugasta aldurs- ári, er hann lézt. Karl var Reykvíkingur, sonur Guðmundar Sigurðssonar sjó- manns og Sigríðar Beinteins- dóttur. Hann stundaði sjó- mennsku frá 12 ára aldri, fyrst á skútum og mótorbátum, en síðan á togurum og lauk skips- stjóraprófi 1916. Var hann eftir það lengi skipstjóri á togurum, en tók síðan við verzlunarstjórn í timburverzlun Slippfélagsins, er hann kom .í land. Var Karl kunnur maður í borg inni og vinsæll, bæði af störfum sínum sem skipstjóri og í Slippnum. Kvæntur var Karl Maríu Hjaltadóttur. Maður fót- brotnar illa í FÁRVIÐRINU í gærmorgun gerðist sá atburður á Hlemm torgi, að miðaldra maður féll í einni stormhrinunni með þeim afleiðirgum að hann hlaut mjög slæmt opið fót- brot. Sjúkrabíll kom þegar á ( vettvang og flutti rranninn / rakleiðis í Landsspítalann. ; - HEKLA Framh. af bls. 1 mildi að ekki varð stórslys á mönnum. — Hvað heldurðu að tjónið nemi miklu? — Ég get ekki sagt um það með vissu, en það nemur áreiðanlega hundruðum þús- unda króna eða er jafnvel milljónatjón. Það er alveg hroðalegt á að líta hér á staðn um. í gær var óveður um allt land. Veðurhæðin var mikil alls staðar en auk þess snjó- aði víðast hvar. Minnst var úrkoman á suðvestanverðu landinu, en þar var samt víða mjög lélegt skyggni vegna skafrennings. Hiti var við frostmark á Austfjörð- um, en kólnandi til norðvest- urs. Á Vestfjörðum var um 10 stiga frost. Á Bretlands- eyjum var sumarhiti á ísl- enzka vísu, kringum 10 stig. Sfewart kominn frá Washington London, 29. jan. NTB. MICHAEL Stewart, utanríkisráð herra Bretlands, kom til London í gærkvöldi frá Washington, þar sem hann hefur átt viðræður við bandarísku stjórnina um varnir Vesturlanda, þróun mála í Viet nam, Rhódesíu ,og herafla Breta í Austurlöndum. Varnarmála- ráðherra Breta, Dennis Healey, sem einnig tók þátt í viðræðum þessum, er farinn til Ástralíu til viðræðna við ráðherra þar. — Hlutu fangelsisd. Framhald af bls. 32. 5. Albert Karli Sanders, raf- virkja, Holtsgötu 27, Ytri- Njarðvík, með ákæru dagstttri 27. apríl 1965. Gegn ákærðum Jósafat var málið höfðað fyrir skjalafals samkvæmt 155. gr. í. mgr. hgl. tiigreindu í 85 liðum ákæru. Þá var málið höfðað á hendur á- kærðum Jósafat fyrir fjársvik samkvæimt 248. gr. hgl. með því að hafa með sölu innistæðulausra tékka við póstdeildina á Kefla- víkurflugvelli náð að svíkja út fé er nam í febrúarmánuði 1964 rösikum 2,3 milljón króna. Gegn ákærðum í>órði Einari var málið höfðað aðallega fyrir hlutdeild í svikum ákærðs Jósa- fats ennfremur fyrir brot í opin- beru starfi, o.fl. Gegn ákærðum Eyþ-óri var málið ihöfðað fyrir blutdeild í 3* ' •" fölsunarbrotum ákærðs Jósafats í 6 liðum. Gegn ákærðum Áka Guðna og Albert Karli var málið höfðað fyrir að viðhalda ávinningi af broti ákærðs Jósafats ennfrem- ur fyrir fjársvik í því sambandi, auk þess að hafa gerzt sekir um 'hlutdeild í brotum ákærða Þórð- ar Einars sem opinbers starfs- manns. Niðurstaða dómsins var á þá leið að því er ákærðan Jósafat varðar að kröfur ákæruvaldsins vegna föisunarbro'ta hans voru að verulegustu leyti teknar til greina. Þá voru kröifur ákæru- valdsins um f jársvikaþátt ákærðs Jósafats og teknar til greina en þó miðað við lægri upplhæð eða um 2,5 miljón króna. Þáttur Þórðar Einars hlaut þá niðurstöðu, að hann var talinn hafa aðstoðað við að ihalda ávinn- ingi af fjársvikabroti ákærðs Jósafats og jafnframt haft í huga að hann var þá opiruber starfs- maður. Ákærður Eylþór var talinn hafa gerzt sekur um þá hlut- deild í fölsunarbrotum ákærðs Jósafats, er um getur hér að framan. Ákærðir Áki Guðni og Albert Karl voru fundnir se'kir um að hafa stuðlað að því að viðhalda óvinningi ákærðs Jósafats af fjársvikabroti hans. Dómsorð er svohljóðandi: Veðurhæð komst upp í 12 vindstig Hjá Veðurstofunni fékk Mbl. eftirfarandi upplýsingar: Mikil veðurhæð var í gær og norðaustanátt með snjókomu um nær allt land, nema suðvestur- horninu í nánd við Reykjavík. Víða voru 9—10 vindstig og mest 12 vindstig í gær kl. 14 í Æðey og á Hornbjargsvita. í Reykjavík voru 9 vindstig og fór upp í 12 í hryðjunum. Mikil snjókoma var á Norður- og Austurlandi, en á Suðvesturlandi var víða svo mikill skafrenningur, að ekki sá út úr augum. Og við sjóinn var sælöður langt upp á land. Þetta óveður byrjaði á föstu- dag með stormi og snjókomu á norðanverðu landinu, 1 gær hafði — Þök fjúka Framhald af bls. 1 Ingólfsgarð. Hafði skipið verið bundið sérstaklega vegna veður- ofsans, en skyndilega kubbuðust sexfaldir vírar í sundur, sem skipið var bundið með að fram- an. Varðskipið lét þegar akkeri falla, og fékk dráttarbátinn Magna til að ýta sér að bryggju aftur. Á meðan á því stóð slitnaði tog arinn Haukur, sem lá fyrir ofan varðskipið, frá landfestum og varð annar dráttarþátur frá höfn inni að koma honum til aðstoðar. Um svipað leyti var tilkynnt, að togarinn Síríus, sem liggur inn í Sundunum, væri að reka upp. Hefur því nóg verið að gera í höfninni í þessu aftaka veðri. Þess má geta að ís hefur hlaðizt mjög á varðskipið og á önn- ur skip í höfninni. það náð um land allt, og í nótt var gert ráð fyrir að byrjaði að lægja á austanverðu landinu. Lægð er fyrir sunnan land og norðaustanáttin, sem henni fylg- ir, færist með henni vestur á bóginn. DÓMSORÐ: Ákærður, Jósafat Arngríimis- son, sæti fangelsi í 2 ár. Gæzlu- varðhaldsv’ist hans frá 31. janú- ar 1964 til 14. marz sama ár komi með fullri dagatölu refs- ingu hans til frádráttar. Ákærður, Þórður Einar Hall- dórsson, sæti fangelsi í 8 mónuði. Cíæzluvarðhaldsvist hans frá 27. febrúar 1964 til 7. marz sama ár komi með fullri dagatölu refs- ingu hans til frádráttar. Ákærður, Eyþór Þórðarson, sæti fangelsi í 7 mánuði. Fulln- ustu refsingar hans skal fresta cg niður falla eftir 2 ár frá upp- kvaðningu dóms þessa, ef ákærð ur iheldur almennt skilorð 57. gr. 1. nr. 19/1940, sfer. 4. gr. 1. nr. 22/1955. — Komi refsing til framkvæmda skal frá henni draga gæzluvarðshaldsvist ákærðs frá 31. janúar 1964 til 20. febrúar sama ár með fullri dagatölu. Ákærður, Áki Guðni Granz, sæti fangelsi í 6 mánuði. Fulln- ustu refsingar feans skal fresta og niður falla eftir 2 ár frá upp- kvaðningu dóms þessa, ef ákærð ur heldur almennt skilorð 57. gr. 1. nr. 19/1940, sbr. 4. gr. 1. nr._ 22/1955. Ákærður, Albert Karl Sanders, sæti fangelsi í 6 mánuði. Fulln- ustu refsingar hans skal fresta og niður falla eftir 2 ár frá upp- kvaðnngu dóms þessa, eif ákærð- ur heldur almennt skilorð 57. gr. 1. nr. 19/1940 sfer. 4. gr. 1. nr. 22/1955. Ákærður, Jósafat Arngrímsson, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns Áka Jakobssonar, hrl., kr. 35.000.00. Ákærður, Þórður Einar Hall- dórsson, greiði málisvarnarlaun skipaðs verjanda síns Guðmund- ar Ingva Sigurðssionar, hrh, kr. 30.000.00. Ákærður, Eyþór Þórðarson, greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Árna Guðjónsson- ar, hrl., kr. 50.000.00. Ákærður, Áki Guðni Granz, greiði skipuðum verjanda sínum, Benedikt Sigurjónssyni, hrl., kr. 15.p00.00. Ákærður, Alfeert Karl Sanders, greiði skipuðum verjanda sínum, Páli S. Pálssyni, hrl., kr. 15.000.00. Ríkissjóður greiði dónarfeúi Guðmundar Ásmundssonar, hrl., kr. 10.000.00. Allan annan kostnað málsins þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs kr. 60.000.00 greiði á- kærður Jósafat Arngrímsson að hálfu, en ákærðir, Þórður Einar Halldórsson, Eyþór Þórðarson, Áki Guðni Gránz og Allbert Karl Sanders að hálifu, in solid- um. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. I.O.O.F. 10 s 147131814 = Wlm&ím í óveðrinu fuku bráðabirgðahlið ar, sem slegnar eru upp til skjóls, úr stórhýsi Bræðranna Orm-son h.f., og lá timbur og jám eins og hráviði um allar trissur, og lokuðu meðal annars Háa- leitisbraut. Myndin sýnir, hvemig byggingin leit úr eftir þetta, en hliðin hinu megin fór algerlega úr. Ljósm.: Sv. Þorm,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.