Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.01.1966, Blaðsíða 12
12 MORGU NBLAÐIÐ Sunnudagur 30. Janúar 1966 Hefur ekki þurft að auglvsa eftir einum einasta manni Morgunblaðsmenn litu við í Hraðfrystihúsi Grindavíkur h.f. nú fyrir helgina og hittu þar að máli Jóhann Jónsson, verk- stjóra. Hann hefur unnið hjá fyrirtsekinu sem verkstjóri í 7 ár, en verið verkstjóri í 18 ár, m.a. á Akranesi og í ólafsvík. Lítið var um að vera í frysti- húsinu, enda hafði verið land- lega í eina tvo daga er Morg- unblaðsmenn litu þar við. Nokkrir menn voru samt þama að vinna við hreinsun, þvott og aðrar lagfæringar. Aðspurður um upphaf vertíð- arinnar og starfsemi frystihúss- ins sagði Jóhann: — Menn horfa björtum aug- um á vertíðina og vonast eftir miklum afla — enda virðist út- litið gott. — Bátarnir fóru í fyrsta róður inn þann 14. janúar. Að vísu er ógaeftakafli núna, en segja má að stanzlaus vinna hafi ver- ið hér hjá okkur allt frá 14. janúar og hefur líka verið unn- ið um helgar. — Það er óhsett að segja, að þetta hafi gengið sæmilega enn sem komið er. Aflinn hefur ver- ið 6-10 tonn á bát. Helmingurinn hefur verið ýsa, en hitt þorsk- ur, langa og keila. — Frysting er hafin hjá okk- ur og hefur staðið í vikutíma. Við vinnum nú aðallega fyrir Bandaríkjamarkað og er fram- leiðslan sett í neytendaumbúðir. — Frá Grindavík verða gerð- ir út í vetur einir 40 bátar, en það er ekki hægt að segja neitt endanlegt um það ennþá. Lík- lega verða hér álíka margir bát ar og á síðustu vertíð. Þá voru Jiér 38 stærri bátar og 9 minni bátar. —Við húsið verða líklega 7 bátar, þar af 3 litlir, svona 10 tonn að stærð. Tveir bátar hjá okkur hafa verið með troll og fiskað ágætlega — fengið upp í 18 tonn á dag. Þetta hefur ver ið stór og fallegur þorskur og mikið af stórri og góðri rauð' sprettu. — Að öllu jöfnu geturn við tekið á móti 30-40 tonnum á dag til frystingar, en fyrirtækið hef- LiftSð við í Hraðfrysftihúsi Grindavíkur hf. Jóhann Jónsson, verkstjóri ur einnig saltfiskverkun og skreiðarverkun. Þar vinna ein- ir 15-18 menn, en við frysting- una 60-70 manns, þegar allt er komið í gang. — Ég er ekki búinn að fá allt mitt fólk ennþá, en við eig- um von á ca. 15 Færeyingum með Kronprins Frederik í febr- úarbyrjun, bæði karlmenn og kvenfólk. Þetta er fólk, sem hef- ur unnið hjá okkur ár eftir ár, og hefur reynzt mjög vel — prýðisfólk. — Við höfum hér sérlega góð skilyrði til að taka á móti fólki. Það er nýlega búið að byggja verbúðir ofan á allt húsið, um 900 fermetra. fyrst og fremst kvenfólk, en ég hef ekki ennþá þurft að auglýsa eftir einum einasta manni. Það hefur einhvern veginn spurzt út, hversu vel er búið að fólkinu hjá okkur. Það spillir heldur ekki fyrir, að hér er unnið eft- ir bónuskerfi, sem getur munað miklu fyrir þá duglegu. Jóhann bauð Morgunblaðs- mönnum að líta upp í hinar nýju verbúðir hraðfrystihússins. Það var fyrir húsvörðurinn, Ge- org Þorkelsson, sem leysti greið- lega úr öllum spumingum og sýndi ríki sitt. Georg sagði, að herbergin væru tveggja, þriggja og fjög- urra manna og að auki væri eitt yrðu að vera komnir inn fyrir 11.30, væri ekki unnið, og þá væri húsinu lokað. Ef böll eru hér í nágrenninu, sagði Georg, þá er lokað klukkustund eftir að þeim lýkur. Ef ballfólkið er ekki komið heim fyrir þann tíma kemst það ekki inn. Það fær enga lykla að húsinu, nema það eigi sérstök erindi, t.d. til Reykjavíkur. Georg sagði, að ríkt væri geng ið eftir því að þrifnaðar- og umgengnisreglum væri fylgt, enda sæi ekki á verbúðunum og ekki hefði enn þurft að verja einni krónu til endurnýjuhar og viðhalds. Sagði hann, að engum dytti annað í hug, en að fara úr skóm og stígvélum áður en gengið væri inn í verbúðirnar. Þá gat húsvörðurinn þess, að í framtíðinni væri ætlunin að koma upp setustofu með sjón- varpi í verbúðunum, þar sem starfsfólkið gæti dvalizt í frí- stundum. Morgunblaðsmenn gengu um vistarverurnar og var engu lík- ara en þetta væri snyrtilegt hót- el en ekki verbúðir. Verkstjór- inn og húsvörðurinn höfðu svo sannarlega ekki sagt of mikið um ágæti verbúðanna. Ein af stúlkunum, sem þarna dvelst, sagði Morgunblaðsmönnum, að hún hefði aldrei verið í verbúð- um, þar sem aðbúnaður væri betri, og hefði hún þó víða unn- ið I verstöðum. Kokkurinn, Jóhann Sigurðsson, hefur stórt og vandað eldhús til umráða og með honum vinna tvær konur, þær María Jónsdótt ir og Alda Jónsdóttir. Þar er nóg að gera, því matur eða kaffi er framreitt fyrir starfsfólkið sex sinnum á dag. 1 eldhúsinu, talið frá vinstri: Alda Jónsdóttir, Jóhanin Sigurðsson, María Jónsdóttir og Georg Þorkelsson, húsvörður- UtlS inn eftir karlagangi verbúðanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.